Tíminn - 28.10.1949, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.10.1949, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, föstudaginn 28. október 1849 231. blað. r til heiia LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR f Hvar eru skipin? Ríkisskip. Esja er væntanleg til Reykja- víkur í dag að austan og norðan. Hekla er á Austfjörðum á norður- ieið. Herðubreið var á Akureyri síðdegis í gær. Skjaldbreið er á Ereiðafirði á suðurleið. Þyrill var í Hvalfirði í gær. Einarsson, Zoega & Co. Poldin er væntanleg um helgina til Hull frá Austfjörðum. Linge- stroom er á leið frá Reykjavík til Amsterdam um Færeyjar. Fiugferðir Fiugfélag Islands. í dag er áætlað nð fljúga til Akureyrar, Siglufjarðar, Horna- fjarðar, Fagurhólsmýrar, Kirkju- bæjarklausturs og Vestmannaeyja. í gær var flogið til Akureyrar, Vestmannaeyja, Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar. Gullfaxi átti að fara kl. 9,30 í morgun til London. Vænt anlegur hingað aftur annað kvöld. Loftleiðir. í gær var flogið til Vestmanna- eyja, tsafjarðar, Patreksfjarðar og Sands. í dag er áætlað að fljúga til Vestmannaeyja, Akureyrar, ísa- fjarðar og Patreksfjarðar. Á morgun er áætlað að fljúga til Vestmannaeyja, Akureyrar, ísa- fjarðar og Bíldudals. r X’ • Ur ýmsum áttum Áheit á Strandarkirkju. Frá gamalli konu kr. 20,00, N. N. 10,00, N. N. 15,00, Guðbjörgu 5000, N. N. 20,00, N. N. 250,00. Vestmannaeyjar Framhald af 8. síðu. er Vinnslu- og sölumiðstöð fiskframleiðenda í Vest- martnaeyjum. Vinnsiustöðin var stofnuð árið 1947 og hefir á þessu yfirstandandi ári og því sið- asta haft umfangsmiklu starfi að gegna í stærstu verstöð landsins. Á síðasta starfsári fyrir- tækisins skilaði það 10 þúsund króna rekstrarhagnaði, þrátt fyrir mikla byrjunarörðug- ieika og það að staðið væri i miklum byggingarframkvæmd um. En það er þó á þessu ári sem verulega glæsilegur ár- anvur kemur í ljós af starf- semi þessa samvinnufvrir- tæki Eyjamanna. Þá skilar vinnslustöðin frá áramótum til 1. sept. hreinum hagnaði sem nemur 570 þúsund krón- um og er enn staðið í mikl- um byggingarframkvæmdum. Er þessi árangur mjög glæsilegur og sannar það enn sem fyrr, hve samvinnilstefn- an er þýðingarmikil í atvinnu rekstrinum til hagsbóta fyrir sjómenn og útgerðarmenn. IV áinssí vrkir (Framhald af 1. síðu) sóknum, sem hér berast, en ! siðan mun International Institute of Education og American Scandinavian Foundation útvega styrkina. Styrkirnir, sem veittir verða, eru all mismunandi. Sumir eru skólagjöld og uppi- hald, aðrir aðeins skólagjöld. Þurfa því umsækjendur að geta séð fyrir þeim kostnaði við námið, sem styrkirnir ekki ná til. Tekið verður við umsóknum frá giftum mönn- um, en þeir munu því aðeins fá styrki, að þeir fari ekki með konur sínar með sér, nema þeir geti séð þeim far- borða sjálfir. Íslenzk-ameríska félagið mun í haust senda 19 umsókn ir vestur, 9 þeirra sérstaklega fyrir framhaldsnám. Þeir, sem sækja um framhaldnáms styrkina þurfa að hafa lokið fyrri hiuta háskólanáms eða hafa sambærilegan undirbún ing. Flestir styrkirnir, sem ekki eru til framhaldsnáms, eru í skólum, sem leggja að- aláherzlu á fagurfræðileg 1 efni, en veita ekki tækninám. , Allir umsækjendur verða að . vera íslenzkir borgarar, við Igóða heilsu, með óflekkað mannorð. Þeir þurfa að geta talað, skrifað og lesið ensku sæmilega. Þeir námsmenn, sem hafa áhuga á styrkjum þessum, þurfa að leggja fram umsóknir sínar þegar í stað, og á að senda þær til upplýs- ingaskrifstofu háskólans. Um sóknareyðublöð fást í skrif- stofunni, sem er opin á mánu dögum og fimmtudögum kl. 1—2. Alíar umsóknir verða að vera komnar fyrir 10. nóv. Kosningarnar (Framhald af 1. síðu) Jósefsson með hæst hlutfall, Steingrímur Aöalsteinsson með næsthæsta atkvæðatölu, Ásmundur Sigurðsson með næst hæst hlutíall, Finnbogi Rútur Valdimarsson með þriðju hæsta atkvæðatölu og Jónas Árnason með þriðja hæsta hlutfall. Frá Sjálfstæðisflokknum: Kristín L. Sigurðardóttir með hæsta atkvæðatölu, Þor- steinn Þorsteinsson með hæst hlutfall. HRINGURINN Leikrit í þremur þáttum, eftir Somerset Maugham. Frumsýning í Iðnó í kvöld kl. 8. — Miðasala í dag kl. 2. Sími 3191. t Tökum frágangsþvott Sækjum — Sendum BÆJARÞVOTTAHÚSIÖ, Sími 6299. Aafdýsin^asími T I N A N § er 81300. LEIKSKÓLI fyrir börn á aidrinum 4—6 ára telcur bráðlega til starfa í Steijiahlíð við Suðurlandsbraut á vegum Uppeldis- skóla Sumargjafar. Umsóknum veitt móttaka i síma 3280 alla virka daga kl. 1—3 e. h. Valborg Sigurðardóttir, skólastjóri Ida Sigurðardóttir, forstöðukona Mæðrafélagið heldur saumanámskeið fyrir félagskonur og aðrar, sem þess óska í nóvermermánuði. — Kent verður bæði í dag og kvöldtímum. — Kennari verður frú Bergljót Ólafs- dóttir. — Upplýsingar í síma 81452, kl. 2—4 daglega. Þegar kólna tekur í veðri er síða tízkan ágæt, einkum ef. kjólarnir eru úr skjólgóðu efni. Hér er nýr haust- og vetrarkjóll. Hann er snotur, einfaldur og íburðarlaus. Frá Uppeldisskóla Sumargjafar: Nemendur skólans taka að sér að sitja hjá börnum á kvöldin. Nánari upplýsingar í síma 3280, kl. 12,30—1,30 e. h. alla virka daga. | Valborg Sigurbardóttir, skólastjóri uttmnaajahíjö:: Ríkisútvarpið og kosningarnar Það er sérstök ástæða til þess að þnkka ríkisútvarpinu, hversu vel það hefir gengið fram við öflun og miðlun kosningafréttanna. Eft ir langan og víða harðan og heit- an kosn'ngabardaga biður fólkið í landinu þess, með mikilli eftir- væntingu. að sjá, . hversu lyktar vopnav'ðskiptunum. Það fylgist mgö miklum áhuga með talning- unni, frá því fyrsta til hins síð- asta, og það er vert og skylt að þakka það, hve útvarpið gerði sér far um að útvarpa oft tölum frá talningu í hverju einu kjördæmi. Þótt tölurnar gefi framan af ekki alltaf rétta hugmynd um úrslit, er ekki um slikt að fárast, og er enda svo við atkvæðatalningu í fielri eða færri kjördæmum við hverjar einustu kosningar. Morgunblaðið hefir gefið sérstakt tilefni til þess. að þetta væri skýrt tekíð fram. Það blað sagði, áður en úrslit voru kunn, að nú væri það eftir, er mest væri „spennandi“ — talning atkvæðanna. Sumum fannst einhver ótímabær tilhlökk- im í þessum orðum. Nú er komið á daginn, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefir ekki farið sigurför i þescum kosningum. Gull fuglar þess hverfa vængstýfðir helm. Og þá breytist tónninn í Morgunbl. Það er orðin ósvinna að láta þjóðina fylgjast með atkvæðatalningunni. Allir vita, hvað þessari geðvonzku veldur: Morgunblaðinu þykir fyrir því að þjóðin fylgist með helstríði kaup- mangaranna. En öðrum mun þó finnast þetta af nærgætni gert. Hvern'g ætli vesalings Sjálfstæðisfólkinu hefði orðið við, ef það hefði verið vakið með þeim tíðindum, algerlega óund irbúið, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði tapað þingsætum fyrir „maddömu Framsókn", gullfuglar hans faliið í valinn eins og óvald- ir ránfuglar og heildssalarnir voru í voða? Mér finnst rikisútvarpið hafa gegnt skyldum slnum við lands- fó'.kið sérstaklega vel ' og komið mannúðlega frarn við aðdáendur f j árplógsmannanna. J. H. Kr. Kristjánsson LÖGTAK Eftir kröfu tollstjórans í Reykjaví og að undangengn um úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Tekjuskatti, tekjuskattsvið auka, eigna^katti, stríðsgróðaskatti, fasteignas|katti, slysatryggingariðgjald, námsbókagjald og mjólkur- eftirlitsgjald, sem féllu í gjalddaga á manntalsþingi 30. júlí 1949, almennu tryggingasjóðsgjaldi, er féll í gjalddaga að nokkru í janúar 1949 og að öðruleyti á manntalsþingi sama ár, gjöldum til kirkju og háskóla og krikjugrjrðsgjaldi fyrir árið 1949, svo og lestargjaldi fyrir árið 1949, á áföllnum og ógreiddum veitinga- skatti, skemmtanaskatti, gjaldi af innlendum tollvör- um, skipulagsgjaldi, útflutningsgjaldum, skipaskoðun- argjaldi, vitagjaldi, sóttvarnagjaldi og afgreiðslugjaldi af skipum, tryggingariðgjöldum af lögskráðum sjó- mönnum og söluskatti. Borgarfógetinn í Reykjavík, 26. okt. 1949

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.