Tíminn - 28.10.1949, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.10.1949, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, föstudaginn 28. október 1949 231. blaS. TJARNARBÍÓ Ástarglcttur og æfintýri (Spring in Park Lane) Bráðskemmtileg ensk gaman mynd. ^ #£;IS Aðalhlutverk: Anna Neagle Michael Wilding Tom Walls Sýnd kl. 5, 7 og 9. Slæðingur I Topper kemur aftur! | Bráðskemmtileg og spennandi | amerísk gamanmynd. — Dansk- | ur texti. Sýnd kl. 9. : - -- - Varaður þig á kvenfólkinu | Hin sprenghlægilega og spenn | andi mamanmynd með GÖG og GOKKE Sýnd kl. 5 og 7. GAMLA Bí□ Herlæknirinn (HOMECOMING) Tilkomumikil og spennandi ný | amerísk kvikmynd. Sýnd kl. 9. Börn innan 14 ára fá ekkl aðgang. Siðasta sinn Hnefaleika- kappinn I Gamanmyndin sprenghlægi- i lega með DANNY KAYE Sýnd kl. 5 og 7. NÝJ A B í □ ~ * s Sagan af Amber f Forever Amber) Stórmynd í eðlilegum litum, | eftir samnefndri metsölubók, sem komið hefir út i ísl. þýð- ingu. Aðalhlutverk: Linda Darnell. Cornel Wilde Richard Greene. George Sanders Bönnuð bömum yngri en 12 ára. Sýnd kl. 5 og 9. S s uiiiiimiiiiiniiitiiiiiiiiiiiiiiiiMiHiimiinnwiiiimiiiiiiii Hafnarf jarðarbíó S 5 i „ í Sonnr f Arabahöfðingjans f | Hljómmynd gerð eftir sam- | nefndri skáldsögu E. M. Hull. 1 Aðalhlutverk leikur hinn dáði leikari . Rudolph Valentino Spaða- drottningin (The Queen of Spades) Sýnd kl. 7 og 9. Feiti Dór seiu glæpamaðnr (Tykke Thor sem Gangster) Sýnd kl. 5. Drottning listarinnar I Fögur og heillandi mynd úr lífi = | hins mikla tónsnillings Franz I | | Schubert og konunnar, sem | | | hann sótti verk sín til. Tónlst- | 1 | in er úr verkum Schuberts. — | 1 1 Danskur texti. Aðalhlutverk: i BÆJARBÍD Z fi | HAFNARFIRÐI | Litli og Stóri í hrakningum 3 | | Sprenghlægileg og spennandi ? | gamanmynd með hinum vin- j | sælu gamanleikurum LITLA og STÓRA Sýnd kl. 7 og 9. : ! r i Simi 9184. s I s s 5 >■—HHHHWHHHmiH—————wimnuuini TRIPDLI-BÍÖ Konungur sláttunnar (The Dude Goes West) Afar spennandi, skemmtileg og § hasarfengin, ný, amerísk kú- ; rekamynd. Aðalhlutverk: Eddíe Alberts Galo Storm Glibert Roland Barton McLane I Sýnd kl. 7 og 9. 3 1 Simi 9249. 3 I 3 .......... Iloma Massey Alan Surters Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára. Siml 1182. = \ = f aimmimmmmmmmiimmmimmiMmmiminium í heilum og hálfum skrokkum, framparta og læri. Vanir söltunarmenn salta ef óskað er, höfum tunnur til að salta í. — Sendum gegn póstkröfu um allt land. Ódýr Skata í 10—15 og 25 kg. pökkum Gerið pantanir sem fyrst, þar eð markaðurinn hættir á næstunni, Jcuiófmarhaáttr Langholtsvegi 136 — Sími 80 715 41. dagur Gunnar Wiclegren: Greiðist við mánaðamót fá að vita, hvað væri það rétta og daglega nafn, og það fékk ég að vita. Það nægir mér alveg, ég er ekki kröfu- frekari en svo. Löngu-Bertu vefst tunga um tönn, aldrei þessu vant. En Uggeholt gefur henni ekki frekari gætur. Athygli hans beinist nú öll að málverkunum á veggjunum. ! — Þetta eru málverk, segir hann. Vel af sér vikið ; af tómstundamálara. Góð litasamsetning! Fallegt handbragð! Og hver hjálpaði þér að hengja þær upp? Þeim er svo smekklega fyrirkomið. — Undirrituð Jóhanna, svarar Langa-Berta, sem ekki getur þagað öllu lengur. ! — Engill í konulíki, segir málarinn og horfir á hana aðdáunaraugum. Það er mikið undir því komið, hvernig myndir eru hengdar upp. Það er list. < — Til nánari skýringar má ég kannske skjóta inn í, ■ að hún negldi naglana, þar sem ég sagði henni, því að ég er ófim með þesskonar verkfæri, sagði Stella. Ann- að ákvað ég sjálf. Pabbi kenndi mér, hvernig myndum væri bezt fyrirkomið á veggjum. — Þá horfir málið öðru vísi við, segir málarinn og snýr bakhlutanum í Löngu-Bertu. — Hér er viðkunnanlegt andrúmsloft, heldur málar- ; inn áfram. >’ér er hver hlutur, þar sem hann á að vera. Þá list kunna fáir. — Við kunnum báðar sitt af hverju og vitum jafn langt nefi okkar, segir Langa-Berta, sem unir því ekki lengur, að henni sé engin athygli veitt. Og það er þann- ig um okkur tvær — við Jóhönnurnar í skrifstofunum kunnum yfirleitt að bjarga okkur. Við matreiðum handa okkur, þegar við höfum efni á að kaupa eitt- hvað í matinn, og við saumum á okkur, innst sem yzt. Og það er fallegt handbragð á því, ef það er skoðað vandlega. — Og þó leikur Jóhanna á borð vfð Löngu-Bertu lausum hala, segir málarinn. — Það mál kemur ekki til fyrstu umræðu fyrr en eftir sjö ár, svarar Langa-Berta kotroskin. — Hvernig stendur á því? spyr málarinn. — Gaukurinn spáði því. Hann hneggjaði sjö sinn- um, þegar ég heyrði fyrst til hans í vor. — Gaukurinn, vel á minnzt, segir málarinn, bregður sér fram í forstofuna, þar sem kápan hans hangir, og kemur aftur inn með líkjörsflösku í hendinni. Svo hellir hann í glas handa sér, stendur lengi með það í hendinni og dáist að málverkunum. Hann spyr, hve gamall höfundur þessara mynda sé. — Verður fimmtugur að vori, svarar Stella. — Ég skal mála mynd af þér til þess að gefa honum á afmælinu, segir hann, án þess að líta af málverk- unum. — Elsku vinur — því hef ég ekki efni á, segir Stella í senn hnuggin og glöð yfir tillögu hans. — Heldur þú, að sannur listamaður tæki við borg- un fyrir slíka mynd, eins og á stendur? spyr hann hálf móðgaður. Það væri aðeins viðurkenning eins listamanns á öðrum — heiðursgjöf! Stella er glöð og reif og tekur þátt í samræðum gest- anna, þótt liði drjúgum á kvöldið og bréfið í skúff- unni sé alltaf efst I huga hennar. Hún þykist vita, að Uggeholt sé farið að gruna sitt af hverju, því að margar af uppljóstrunum Löngu- Bertu hefir hún aðeins getað skýrt á hinn hæpnasta hátt. Skýringar hennar vekja hinar margvíslegustu spurningar, því að málarinn er ekki þannig skapi far- inn, að hann neiti sér um að spyrja, þótt spurningar hans séu bæði nærgöngular og óþægilegar. Og beini hann þeim til Löngu-Bertu, fær hann að minnsta kosti tíu svör. - TÓLFTI KAFLI. Stelja neitaði sér um að lesa bréf Herberts, þar til hún var háttuð. Þetta var heill ritlingur, fimm þétt- skrifaðar arkir. Nú verður hún að skrifa ekki minna af þvættingi og efnislitlu masi, svo að hann eigi ekki hjá henni. Nú skilur hún fyrst raunir Gústafs — einkum þar eð hún er enginn ritsnillingur. Annars er Stella ; alltaf vön að hripa bréfin sin, þegar tómstund gefst í skrifstofunni. Hún rennir augunum yfir fyrstu síðuna. Allt er þetta

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.