Tíminn - 28.10.1949, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.10.1949, Blaðsíða 5
231. blað. TÍMINN, föstudaginn 28. október 1949 Fiistud. 28. oht. Þrjár ályktanir Af kosningaúrsiitunum, sem nú eru kunn orðin, má draga margar athyglisverðar ályktanir. Það. sem er einna mest áberandi, virðist þó vera þrennt: í fyrsta lagi er það kosn- ingasigur Framsóknarflokks- | ins, sem er meiri en nokkur | ílokkur hefir unnið hér um langt skeið. Miðað við úrslit seinustu þingkosninga hefir § flokkurinn bætt við sig fjór- um þingsætum og nær 3000 atkvæðum. Þessi kosninga- sigur Framsóknarflokksins er sönnun þess, að hin raunsæja og réttsýna umbótastefna hans á mjög vaxandi fylgi að fagna eftir að hulu stríðs- gróðavímunnar hefir verið svipt frá augum manna. Þó á réttmæti margs þess, sem Framsóknarflokkurinn hefir beitt sér íyrir og beitir sér fyrir, eftir að koma enn bet- ur í Ijós og það mun færa flokknum enn meiri ávinning. Sú skoðun mun ryðja sér enn meira til rúms á komandi mánuðum og missiMm, að eina örugga leiðin til að sigr- ast á fjárhagserfiðleikunum og á öfgum afturhaldsins og kommúnismans er að efla um bótastefnu eins og þá, sem Framsóknarflokkurinn berst fvrir. í öðru lagl hlýtur áfall það, sem bandalag Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins hefir hlotið, að vekja mikla athygli. Eftir seinustu kosnig- ar höfðu þessir flokkar 29 þingsæti að baki sér og því öruggan þingmirihluta, en nú ekki nema 26 eða réttan helm ing þingsæta. Þjóðín hefir sýnt það með þessum úrskurði að hún óskar ekki eftir þess- ari samvinnu og einkum hafa margir Alþýðuflokkskjósend- ur sýnt það með því að yfir- gefa flokkinn, ajn.k. að þessu sinni. Illu heilli hefir þessi samvinna líka orðiö til þess. að minnaa hefir dregið úr fylgi kommúnista en ella, því að ýmsir hafa að líkindum kosið þá í þeirri trú, að það væri liklegasta leiðin til að hindra þessa samvinnu. Fram tíð Alþýðuflokksins virðist mjög undir því komin, að hann dragi réttar ályktanir af þessum úrslitum og forðist framvegis það, sem hér hefir orðið honum að falli. í þriðja lagi vekur það at- hygli og ánægju allra lýð- ræðisunnandi og frjálshugs- andi manna, aó kommúnistar hafa orðið fyrir miklu áfalli. Þegar Reykjavík og Gull- bringu og Kjósarsýsla eru und anskildar, hafa kommúnist- ar undantekningarlítið tapað. Alveg sérstaklega er þetta áberandi á þeim stöð- um, þar sem þeir unnu sér fyrst fylgi og hafa verið öfl- ugastir áður, eins og á Akur- eyri, á Siglufirði, í Vestmanna eyjum ög í Suður-Múlasýslu. í Reykjavík og í Gullbringu- og Kjósarsýslu tókst þeim hinsvegar að stöðva flóttann, því að þar fengu þeir nokk- ra utanflokksmenn til liðs við sig. Slíkt mun vafalaust ekki henda þá menn aftur, því að þeir munu sjá á kosninga- úrslitunum, að það er enginn gæfuvegur að blanda blóði ERLENT YFIRLIT: Jarðeignamáfið á Ítalíu Krfíðasía «g' torlcystasta inálið, scm st.jórn Gaspcri hcfir að glíma við. FREGNUM PRÁ ÍTALÍU ber yfirleitt saman um, að stjórn de Gasperi sé föst í sessi og fylgi kommúnista hafi minnkað þar til stórra muna síðan þingkosningar fóru þar fram snemma á fyrra ári. Stjórninni hefir tekizt sæmilega að fullnægja mörgum kosningaloforð- um sínum og endurreisnarstarfið hefir gengið öllu betur en vonir stóðu til. Má ekki sízt þakka það Marshallhjálpinni. Enn á þó stjórn in eftir að framkvæma ýms lof- orð, er miklu varða, og má þar fyrst og fremst nefna jarðeigna- málið. Að margra dómi er það stærsta vandamál Ítalíu. í sveit- unum hefir stjórninni enn ekki tekist að styrkja aðstööu sina vegna þess, að hún heíir ekki haf- ist handa um þetta mál, og tekst kommúnistum því að ala þar enn á óánægju og andspyrnu gegn stjórninni. Nú hefir stjórnin ákveðið að hefj ast handa um lausn þessa máls. í grein þeirri, sem hér fer á eftir og nýlega birtist í norska bænda- blaðinu „Nationen", segir svo frá þessum fyrirætlunum stjórnarinn- FREGNIR FRA ITALIU herma nú, að ríkisstjórn de Gasperis leggi nú kapp á að hraða endurbótum þeim í landbúnaðarmálum, sem lengi hafa verið stefnuskráratriði hennar. Atvinnuleysi og ókyrrð margskonar með þjóðinni hefir nú orðið til þess, að landbúnaðarráð- herrann hefir lagt fram tillögur stjórnarinnar í þessum efnum. Þegar þær eru komnar í fram- kvæmd munu tvö til þrjú þúsund fátækar bændafjölskyldur eiga jarðir sínar sjálfar. ÞAÐ ERU BUNDNAR margs- konar vonir um verulegar félags- legar endurbætur á öðrum svið- um við þessar tillögur um jarðeigna málin. Sumir halda, að framleiðsla matvæla muni stórkostlega aukast í landinu og atvinnuleysi verða miklu minna. Sérstaklega búast menn við, að tala lausra daglauna- verkamanna muni minnka. Þeir eru taldir 1.8 milljónir i Norður- og Suður-Ítalíu, en með þessum fyrirhuguðu breytingum er ætlast til, að margir þeirra verði jarðeig- endur og sjálfstæðir bændur. Eins og sakir standa er það einmitt í sambandi við þessa verkamenn, sem stærstu vandamálin í stjórn- málum og öðrum þjóðfélagsrnálum á Ítalíu hafa myndast. SKIPTING JARÐEIGNANNA á Ítalíu er einstakt fyrirbæri í Evr- ópu. í landinu eru meira en 9 milljónir jarðeigenda og þeir búa á rúmlega þrjátíu og þremur millj. ekrum lands. Tuttugasti liluti þess ara jarðeigna eiga fullar 19 milljón ekrur. Annað jarðnæði á ríkið, framleiðslufélög, kirkjur og aðrar trúarbragðastoínanir, sveitar félög og opinberar stofnanir, bændasamtök og bæjarfélög. Kirkj an er langramlega stærsti jarðeig- andinn. ÞESSAR NÝJU TILLÖGUR mið ast við það, að taka 3.7 miliión ekrur -lands úr einkaeign eða frá ríki og sveitarfélögum með eignar- námi. Ætlunin er að taka þannig með valdboði frá einum fimmta og allt að helmingi lands af eigend- unum eftir stærð. Þó eiga ein- staklingar að fá þriggja ára frest til að selja sjálfir af landi sínu á verði, sem þó má ekki fara yfir ákveðið hámark. Hafi menn hins- vegar að þremur árum liðnum meira landrými en lögin heimila, verður það tekið eignarnámi og greitt þeim með ríkisskuldabréí- um. Til er það, einkum þar sem um er að ræða jarðir í opinberri eign, að þær verði leigðar til lengri tima. Það jarðnæði, sem losnar á þenn an hátt, verður í umsjá sérstakrar nefndar, sem á svo að selja það aftur nýjum eigendum, sem ætl- ast er til að borgi það á löngum tíma. Jafnframt þessu eru stofn- uð samvinnufyrirtæki til að kaupa vélar og jarðyrkjutæki og selja framleiðsluna. Alls er talið, að þessi lög nái til 8 þúsund jarðeigenda og það land, sem af þeim verði tekið með þessu móti, verði 7—7.5 milijón ekrur. ÞESSI SKIPTING JARÐEIGN- ANNA verður framkvæmd í áföng- um og það er ætlunin að byrja í Apuliu í Suður-Ítalíu, í strand- héruðunum norðan Rómaborgar og neðan til í Pódalnum. Ástandið er talið verst í Suður-Ítalíu, því að þar er landið i fárra manna hönd- um og eigendurnir eru yfirleitt treg ir til að selja það, enda þótt þeim gangi Illa að halda uppi sæmi'.eg- um búrekstri á jörðum sinum. Jarð hlýtur því að leiða af lausn- arbeiðni ráðherra Framsókn- arflokksins, að forsætisráð- herra beiðist lausnar fyrir allt ráðuneytið. Um nýja stjórnarmyndun skal hér engu spáð. Fljótt á litið hafa kí?sn- ingarnar ekki leyst þann vanda að koma hér fótum undir samstæða þingræðis- stjórn. í sambandi við það, ber hinvegar að hafa hug- fast, að fráfarandi þing og stjórn voru búin að missa öll tök á viðfangsefnunum, svo að þar var ekki eftir neinu betra að bíða. Vel og giftusamlega geta þessi mál ekki leysizt fyrr en umbóta- öflin hafa náð meirihluta og sigur Framsóknarflokksins er vissulega spor í þá átt. Þess- vegna gefa kosningaúrslitin þær vonir, aö þau marki merk an áfanga í viðreisnarsókn þjóðarinnar eftir óstjórn og upplausn undanfarinna ára. Tvennskonar menn Gasperi irnar eru yfirleitt smærri á Norður- ítaliu, að undanteknum Pódaln- um. AUÐVITAÐ HAFA ÞESSAR til- lögur sætt mikilli mótspyrnu og það er ekki neitt lát á andstöðunni gegn þeim. Veigamesta atriðið, sem gegn þessum aðgerðum er fært, sr það, að ef þeim stórjörð- um, sem búskapur á er rekinn með myndarbrag, er skipt upp, verður það til þess, að framleiðslan minnk ar meðan breytingin er að kom- ast í kring. Nýju bændurna skort- ir oft reynslu og jafnvel kunnáttu í búskapnum. Stundum verður | landið tekið af duglegum bónda og , lagt í hendur annars siðri. Það hafa lika komið fram til- lögur um annan hátt á þessum j framkvæmdum. Þá er lagt til að skylda bændur til að skila ákveðnu framleiðslumagni eftir landstærð,' svo að þeir, sem annaðhvort eru, ekki nógu miklir búmenn til að, standast það, eða skortir reksturs- | fé, verði þannig knúðir til þess að selja af jörðum sínum. Þær. jarðir, sem búskapur væri vel rek- inn á, fengju þá enn að haldast í eigu einstaklinga meðan svo væri. Auk þess blandast vitanlega inn í svona átök fjöldamargt frá stjórnmálalífinu almennt. Auð- vitað er bent á það, að einungis þeir, sem peninga hafa, geti eign- ast jarðeignir þær, sem skipt verð- ur. Það skilur vitanlega á milli j þeirra og hinna, sem ekki geta keypt, en þeir eru fleiri. Kommún- istar deila á þessar tillögur, því að þeir vilja ekki sjálfstæða smá- bændastétt. Þessum endurbótum verður heldur ekki komið fram á Sikiley eða Sardiniu, þar sem þó er engu betur ástatt en annars- staðar í landinu, en kommúnistar fara með héraðsstjóm. Kommún- istar vilja hafa samyrkjubúskap eftir að jarðeignirnar hafa verið teknar í eigu ríkisíns. Með kosningaúrslitunum virðist sá möguleiki úr sög- unni, að Sjálfstæðisflokkur- inn og Alþýðuflokkurinn reyni að fara með stjórnina. Það og rugla saman reitum við Moskvumennina. Þessi ávinn ingur kommúnista mun því ekki verða þeim neitt flot- holt til frambúðar. Bylgja þeirra er brostin, tap þeirra er byrjað og Jþegar það er byrjað, mun hrunið verða stórt og skyndilegt eins og í öðrum lýðræðislöndum. Því fyrr sem það verður, því skem ur getur sundrungarstarf- semi þeirra áorkað því ihald- inu til hjálpar að standa í vegna glæða kosningaúrslitin fylking umbótaaflanna nógu sterk til þess að stjórna land inu án i>:kkurar hlutdeildar afturhaldsins eða kommún- ista. En -það er takmarkið, sem allir jimbótamenn hljóta að stefna að. Á ckki að alfriða rjiipuna? (Framhald af 3. slOu). með unga skammt framan við okkur á veginum. Um hana leikur geislavöndurinn frá bílnum. Þarna var hún í gær á svipjiðum slóðum með ungana sína tólf, 5—6 vikna. og þarna hefir hún ætlað að bíða birtunnar á sneggjunni, svo að ungarnir blotnuðu síð ur. Þeir safnast umhverfis hana og nú gefur hún þeim merki um að hefja sig til flugs. Þeir bregða skjótt við og hún á eftir. Hópurinn hverfur út í dimmviðrið, — út í óvissuna. Hvað skyldi nú bíða þeirra? j Ef til vill leiða örlögin hana og ungana hennar gegnum hættur komandi vetrar, eða teyma þau hana ennþá niður í undirheima ómenningar- innar, þar sem hún hnígur í \ valinn með hópinn sinn, fyr- ir eyðingaröflum mannanna? Bjarmalandi í Axarfirði, 7. ágúst 1949. Þegar litið er á þá menn sem taka eiga sæti á Alþing' í fyrsta sinn eftir þessar ko'srt ingar, er það að vonum sund- urleitur og misjafn hópur. E» þó koma þar fram atriði, sem. vel eru verð athugunar. í flokki Framsóknarmanna taka nú sæti á þingi tveii ungir bændur Það eru þeh Ásgeir í Ásgarði og Vilhjálm- ur á Brekku. Þessir ungu menn hafa báðir kosið aff stunda búskap á óðulum feðra sinna. Þar hafa þeir valið sér lífsstarf meðal stéttarbræðra, sinna og sveitunga. Vegna forustuhæfileika í almennum málum hafa þeir unnið séi traust og álit og verið valdii til að gegna ýmsum trúnað- arstörfum í félagsmálum, þai til nú, að þeim er falið aff fara með umboð héraða sinna á Alþingi. Þetta er algeng og eðlileg • leið og fer vel á því, að ungir og áhugasamir bændur íaki þannig sæti á Alþingi. Kosn- ing þessara manna er mjög í samræmi við það, að Suður- Þingeyingar velja nú Kar! Kristjánsson oddvita á Húsa- vík til þingmennsku, en hanii hefir um langt skeið veriff brjóst og skjöldur sveitai sinnar. Hann hefir sem odd- viti Húsavíkur staðið fyrir margháttuðum framförum og uppbyggingu hins myndar- lega og vaxandi þorps. Auk þess hefir hann verið mjög' fyrir málum héraðsins í heilö Sííkir menn eru því sjálfsagff ir fulltrúar héraða sinna inn an þings sem utan. Fjórði nýi þingfulltrúi Framsóknarflokksins er Rann veig Þorsteinsdóttir, er með margháttuðum störfum í fé- lagssamtökum höfuðstaðar- ins hefir unnið sér framúr skarandi álit og vinsældii Þannig hafa allir hinir nýju þingmenn Framsóknarflokks ins unnið sér traust og álit i þeim kjördæmum, þar sem þeir eru kjörnir. Aftur á móti hafa Sjálf- stæðismenn boðið fram menn sem aldrei hafa gegnt nein- um trúnaðarstörfum fyrir al- menning og lítið blandaff kjörum sínum við venju- legt fólk. Þetta eru raenn, sem hafa mótast og tek- ið þroska sinn í skrifstoí- um flokksins. Ungir hafa þeir komizt á laun hjá flokknum og síðan hefir flokksþjónusi- an verið þeirra atvinna og aðalstarf. Það er ekki sagt mönnun- um til lasts eða lýta á nokk- urn hátt, að þeir hafi unn- ið á flokksskrifstofu. Það ei ekki neitt ljótt við það. En hitt er annað mál, að með því móti fæst þó ekki nema einhliða þroski og næsta fátr er í því starfi, sem beinlínis tengir menn við lifsbarátti alþýðunnar. Það þarf þvi ekki lengi að leita fyrir sér eftir því, hvorir séu heppí- legri fiilllrúar til að vera málsvarar almennings, þeir sem eru ahlir upp og mótað- ir á skrifstofu flokksins eda mennirnir, sem af ráðnuir, huga deildu kjörum félaga sinna og hafa síðan unniff sér meira og meira traust oe álit í margháttuðum félags- málastörfum unz þeim er fal- ið að vera brjóst og skjöldur héraða sinna á Alþingi. Ö+Z.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.