Tíminn - 28.10.1949, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.10.1949, Blaðsíða 3
231. blað. TÍMINN, föstudaginn 28. október 1949 3 |^Í5<>Í«ÍÍSÍÍÍ5Í$ÍÍ$$S$«$Í$$5$SÍÍ$33$SÍ$$$$ÍS»$$SS$3$$S$$$$3$S5ÍÍÍ^ /slendingajpættir ‘feííííííííííííííííííííi ÍSSÍÍÍSSSSÍSSÍSÍSSSÍiS’ Dánarminning: Kristján Jóhannes Sigurðsson, frá Holti Kristján Jóhannes Sigurðs- son hét hann fullu nafni. Þingeyingur að ætt. Fluttist með sira Kjartani prófasti Einarssyni frá Húsavík að Holti undir Eyjafjöllum og fylgdi síðan staðnum í tið síra Jakobs Lárussonar og síra Jóns Guðjónssonar. Síðustu árin dvaldi hann í Ormskoti, og þar til í vor, er hann fluttist að Syðstu- Grund, þar sem hann lézt 84 ára, hinn 16. þ. mánaðar. Engum manni hef ég kynnst, sem hefir orðið mér hugstæðari en Kunningja í Holti, og þá jafnframt önnur eins ráðgáta. Við fyrstu kynni virtist hann einfeldningur. En þegar til kom bjó þessi einfeldn- ingur yfir mörgum þeim eðl- isþáttum, sem maður mundi kjósa hverjum góðum dreng. Hann var fjármaður og hug maður, húsbóndahollur, og vildi í engu vamm sitt vita. Hinsvegar hafði hann aldrei lært nema tiltölulega fítið brot áf sínu eigin móðurmáli. En fljóthuga og skapmikill og vafðist þá fyrir honum að koma orðum að hugsunum sínum, og fyrir kom að hon- um tækist þetta þá oft og feinatt kátbroslega. Gælunafn ið hlaut hann fyrir það, að hann mundi illa nöfn á öðr- um en heihiamönnum og næstu nágrönnum. og greip þá til þess, að kalla aðra menn „kunningja," en leitaðist jafn framt við að kenna þá við einhver atvik, sem mönnum voru minnisstæð úr lífi þeirra, til þess að koma mönnum í skilning um, við hvern hann ætti hverju sinni. Ósjaldan bar það við, eink- um þegar honum hitnaði í hamsi, að fram af vörum hans gengu hin spaklegustu hnittyrði, og eru mönnum sum þeirra föst í minni. Yfirleitt bjó Kunningi yf- ir flestum eðliskostum sæmd- armannsins. Han:> var að- sjáll í peningasökum, þótt hann yrði að trúa öðrum til að telja þá fyrir sig, en jafn- framt rausnarmaður og stór- gjöfull miðað við efnahag. Barngóður og vinsæll af börn um. Setti metnað sinn í að vera hófsmaður á nautnir, svo sem áfengi og tóbak, þótt pípan vildi verða honum munntöm á efri árum. Yfirleitt var Kunningi kunningjum sínum ráðgáta. Og vísast er sú skýring á þess um fjölhæfa, mér liggur við að segja fjöJ/áfaða, sæmdar- dreng sú, að þegar á bernsku- aldri hefir minnisgáfa hans laskast, þess vegna lærði hann aldrei málið sitt nema að takmörkuðu leyti, og þess- vegna átti hann svo erfitt með að orða Jy.ð, sem honum bjó í brjósti alla jafna, en þó var eins og snilliyrðin þrengdu sér í gegn, þegar honum var mest í hug. Krist- ján Jóhannes Sigurðsson var þó einnig vaxandi maður, sem naut æ meiri skilnings samtíðarmanna sinna, og að leiðarlokum er kvaddur með hlýhug, sem gjöra mun vart við sig, unz þeir sjálfir ná á leiðarenda. G. H. Á ekki að alfriða rjúpuna? Eftir Theódór Guimlas8gss$m Almenni kirkjufundurinn Allir íslendingar, sem komnj ir eru yfir barnsaldur, munu kannast við kvæðið ,,Óhræs- ið“ eftir Jönas Hallgrhnsson. Þar lýsir skáldið á sinn list- ræna hátt baráttu rjúpunnar við hinn íslenzka vetur. Þá leitar hún oft í krafstur kind anna, sem eru á beit við bú- staði mannanna. En hátt uppi, yfir fannbreiðunni, svíf ur fálkinn i vígahug. Leiftur- snöggt lætur hann sig falla til jarðar, þar sem rjúpan hamast að tína í sarpinn það, sem hún finnur girnilegt, því j oft er hún þá svöng og mög- ur og óvíst, hvað framundan bíður. í dauðans angist varp- ar hún sér til flugs á veik- burða vængjum, þegar hún verður óvinarins vör, og flýr í áttina til híbýla mannanna. Eitthvað innra afla stjórnar þessum flótta. Hér er teflt um líf eða dauða. Hún veit, að fálkinn nálgast óðfluga eftir fyrsta sprettinn. Auðn- in hvít og endalaus blasir við, enginn-skógur, engir hamra- stallar, engin gljúfur eða stórgrýttar urðir að flýja til, ekkert, nema ef vera kynnu felustaðir í grennd við bónda býlið- Þangað berst hinn ó- jafni leikur. Á síðasta augna- bliki kemst hún undan klóm fálkans, næstum sprungin af mæði og máttlaus af skelf- ingu. Hún kastar sér á einn gluggann, inn í myrkrið og óvissuna innan við. Allt er betra en ægimáttur fálkans, sem rífur hana lifandi í sund ur. Og í titrandi brjósti henn ar bregður fyrir neista von- arinnar um, að nú sé hún ! sloppin. En þá sýnir skáldið 1 dökku hliðina í eðli voru, þar ! sem herför fálkans verða smámunir einir á við misk- unnarleysi mannanna. Því sagan um lítilmagnann, sem leitar í ýtrustu neyð á náðir þeirra, og fær ekki áheyrn, er alltaf jafn ný, jafn torskil- in og jafn sorgleg. hafa rjúpur í sumum sveit- um og á öllum tímum árs ver ið taldar á fingrum sínum. Nú, þegar þetta er skrifað, virðast þó ýms merki þess, að þær séu að komast yfir örðugasta hjallann. í vor sá- ust hér fleiri rjúpnapör en í fyrra, og í sumar hafa sézt nokkrar rjúpnamæður með ellefu og tólf unga hver, þrátt fyrir hið mesta harðæri af völdum tíðarfarsins- Það má því segja, að vonir standi til, að á næstu árum vaxi upp enn á ný rjúpnastofn, sem okkur beri skylda til að fylgj ast vel með og vernda betur en áður. Kosningabaráttan undan- farið hefir hertekið svo hugi margra að hætt er við að sumum hafi gleymst dagskrá Kirkjufundarins, sem hefst á sunnudaginn kemur. Margir spyrja um hana þessa dagana, þótt hún væri send sóknar- nefndum og prestum, og mörg blöð hafi minnst á hana fyrir nokkrum vikum. Fyrir því verður hér getið um nokkur meginatriði hennar að nýju: Sunnudaginn 30. okt. kl. 2 e. h. verður guðsþjónusta í Hallgrímskirkju þar sem síra Eiríkur Brynjólfsson á Út- skálum predikar. Kl. 4.30 verð ur fundur settur á sama stað. Syngur þar söngflokkur K. F. U. M. og K., en á eftir verður tekið fyrir annað aðalmál fundarins, lestur og út- breiðsla heilagrar ritnigar. Prófessor Sigurbjörn Einars- son málshefjandi. Um kvöldið kl. 8.30 flytur Ólafur Ólafs- son kristniboði erindi í húsi K. F. U. M. og K., er hann nefnir „Biblían á tungum þúsund þjóða.“ Fundarhöld á mánudag og þriðjudag fara fram í K. F. U. M. og byrja báða dagana kl. 9.30 árdegis með morgun- bæn. Mánudagsmorgun kl 10 verða flutt ávörp vegna kirkju og biblíusýninganna og þær skoðaðar. KI. 4 síðdegis verð- ur umræðuef nið: Kristin- dómsfræðslan og skólakerfið nýja. Frummælendur verða síra Þorgrímur Sigurðsson á Staðastað og Steingrímur Benediktsson úr Vestmanna- eyjum. Um kvöldið kl. 8.30 flytur slra Sigurður Pálsson í Hraungerði erindi, sem hann nefnir: Kirkjan. Þriðjudaginn 1. nóv. flytur Róbert Abraham söngstjóri erindi. Þá verður m. a. rætt um skipulag fundanna fram- vegis, kosin undirbúnings- nefnd. fluttar erlendar kirkju málafréttir. Altarisganga verð ur i Dómkirkjunni kl. 6 síð- degis. Kveðjusamsæti um kvöldið í húsi K. F. U. M. Ennfremur skal þess getið að á þriðjudaginn kl. 2 síð- degis verður sýnd í Stjörnu- bíó kvikmyndin Dásemdir sköpunarverksins. Eins og að undanförnu hafa kennimenn, safnaðarmenn og tveir fulltrúar frá öllum kirkjulegum félögum full fundarréttindi. En auk þeirra eru aðrir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Kennarar og aðrir uppeldisfrömuðir eru sérstaklega velkomnir til að taka þátt í umræðum um kristindómsfræðsluna á mánu daginn kl. 4 e. h. Undirbúningsnefndin. | 'ii t A síðustu 30 árum hafa virzt meiri sveiflur á við- komu rjúpunnar en um ára- tugi á undan. Hefir henni í sumum sýslum þessa lands fjölgað mjög viss ár, en fækk að aftur, svo að nærri stapp- aði eyðingu. Á þessum árum hafa sveiflurnar orðið þrjár, og nú síðast hefir fækkun rjúpunnar orðið alvarlegust, t. d. hér í Þingeyjarsýslum, en þær munu vera meðal beztu uppeldisstaða hennar hér á landi. Með þessum linum verður ekki gerð tilraun til að skýra. hvað valdið hefir hinni ískyggilegu fækkun rjúpunn- ar, enda lítið rannsakað hér á landi, hver muni vera frum orsökin til slíkrar auðnar, sem nú er. En tilgangurinn með þessum Unum er sá, að reyna að sýna fram á, hve brýn nauðsyn það er að hefj- ast handa og vera nú sam- taka um það að vernda þær rjúpur, sem lifað hafa af þennan stóradóm náttúru og manna. Fálkinn á ekki sök á þessu fremur en áður, því einnig hann berst nú fyrir til- veru sinni upp á líf og dauða. Eftir því, sem næst verð- ur komist, hefir fækkun rjúp unnar hér á landi aldrei orð- ið eins alvarleg og síðastliðið ár (1948). Mun það lengi í minnum' haft. að hér í sýslu Þótt blikur stórviðra hranni nú allt loft og brotsjóar æði umhverfis þjóðarskútuna, og þótt okkur greini mjög á um orsakir þess og úrbætur. mundum við bændur allir svara á svipaða lund, værum við að þvi spurðir, hvað til ráða væri, ef beitilönd okk- ar væru að verða uppurin, ef lax- og silungsár væru næst- um eyddar, ef æðarfuglinn hefði engan frið fyrir ágangi veiðimanna, ef fagrir staðir væru fótum troðnir o. s. frv. Við mundum allir svara á einn veg: Alfriðun er fyrsta skrefið, jafnframt því, að hver, sem þar sofnaði á verð- inum. yrði tafarlaust dæmd- ur úr leik. Við vitum, að þegar einhver tegund nytjafiska eða fugla er eydd, svo til auðnar horfi, er það friðunin og takmörk- uð veiði það eina, sem bjarg- að getur, ásamt ræktun og tíma. Þvi lengur, sem dregst að framkvæma slíkar aðgerð ir, því meira tjóni veldur það. Við erum ekki lengur í vafa um, hver reginmunur er á ræktun eða rányrkju. Vegna ýmsra skoðana. Sem komið hafa fram með og móti alfriðun rjúpunnar, og jafnframt ástæðunum fyrir eyðingu hennar, vil ég hér bregða upp tveimur smá- myndum, ef vera mætti, að þær skýrðu aðstæður okkar, sem búum í nábýli við hana, fyrir þeim, er sjaldan sjá þær, nema þá til þess eins að fá að skjóta þær eða matbúa. Seint í október 1947 var ég á ferð um einn fegursta dal Norðurlands. Jörð var auð, sólskin, stafalogn og heið- rikt. Þann dag fór ég hátt á annað hundrað km. um byggðir og óbyggðir. Á allri leiðinni sá ég aðeins þrjár rjúpur, og þær voru í daln- um fagra. En þar sá ég Uka annað. Þar voru nokkrir menn á rjúpnaveiðum með byssur um öxl. Síðar frétti ég, að þeir hefðu náð örfáum rjúpum, eða með öðrum orð- um næstum hverri, er þeir komu auga á. Hin hvítu klæði dyljast ekki þeim, er leitar vandlega, þegar auð er jörð og sólskin. Snemma á síðastliðnum vetri, þegar óvenjuleg harð- indi höfðu geysað um mestan hluta landsins, svo að jafn- vel refirnir urðu að flýja til sjávar, varð rjúpan einnig að yfirgefa óbyggðirnar og leita fæðunnar í nábýli við okkur- Þessir fáu, útlægu og gleymdu einstaklingar urðu að berjast fyrir tilverunni stórum erfiðari baráttu ea ,,listaskáldið góða“ lýsir í kvæðinu forðum. Nú var það þó sjaldan fálkinn,'sem veitti þeim eftirtekt úr háloftun- um. Niðri á jörðunni var það aftur maðurinn, sem leitaði þeirra. Hann langaði svo ósköp mikið til að ná þeim, af því líka að enn var leyft að skjóta þær. Slík voru okk- ar iög. Og i skammdeginu, nokkru fyrir hátíð hátíðanna, þegar gott var veður, voru það furðu margir, sem leit- uðu þeirra, jafnvel hátt uppi í fjallabrúnum, þar sem stór viðrin höfðu skafið gaddinn af hæstu rindum, svo að rjúpnalauf og sauðamergur gátu skotið upp kollinum. Þvi á jólaborðið langar okkur ennþá svo ótrúlega mikið til að hafa kjötið af þeim, þrátt fyrir allsnægtir. Fyrir nokkr- ar rjúpur var líka boðið næst um stórfé. Það voru svo sem engin undur, þótt „gæðakon- an góða“ stæðist illa freist- inguna forðum. Af þessum einföldu dæm- um verður það vel ljóst, hvað er að gerast: Við erum vit- andi vits að hjálpa til þess að tortíma rjúpunni, þegar við gefum henni ekki grið, er hún leitar verndar og bið- ur um frið og ekkert annað’ en friff, á meffan hún er aff bjarga sér og ungunum sín- um úr fangbrögðum örlag- anna. Það er sagt, að ,,viljinn dregur hálft hlass“, og það er áreiðanlega satt. Stundum getur hann líka meira. Hann gerir oft meira, þegar til- hlökkunin, kappið og veiði- hugurinn þrímenna á klárn- um og berja fótastokkinn, en það er venjulega, þegar fjöl- mennt er á fuglaveiðar. Og eins og aðstaðan er nú orðin að komast um byggðir og ó- byggðir, meðan ekki er snjór til fyrirstöðu, geta allir farið nærri um það, hvaða eyðingu það veldur, þegar hópar vel vopnaðra manna komast inn á svæði, þar sem rjúpurnar halda sig seint í október og framan af nóvember. Kemur þá oft fyrir, að fjölskyldan heldur enn hópinn, sem þá er í mörgum tilfellum gjöreytt. Þannig lagað fugladráp, þ.e. ótakmarkaff og eftir getu hvers einstaklings, meðan tíð leyfir, ætti ekki framar aff liffast. Þegar ég í nótt sat í jepp- anum okkar á heimleið, á- samt bróður mínum og son- um, og norðanillviðrið lamdi utan húsið, varð mér oft hugs að til þess, hve þessi farar- tæki væru reyndar meistara- lega gerð og mikils virði fyr- ir okkur bændur við búrekst- urinn og langræðið- Og hví- líkur munur að geta farið á einum klukkuúma það, sem áður þurfti minnst 4—6, og þar að auki setið í sæti sínu í upphituðu húsi, í staðinn fyrir hrakning í óveðri. En hugurinn hvarflaði að næstu framtíð, sem er ískyggileg. Grasbrestur ægilegur og þurkleysi, svo að ennþá er víða ekki komið strá undir þak. Síldin bregzt, íyrir Norð- urlandi, svo ekki eru dæmi til slíks og margt fleira þýt- ur um hugann, myrkt á svip cg dimnfraddað. Það er vfet undlrspilið við óveðurkeiminn? Skyndilega birtist r j úpa (Framhald á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.