Tíminn - 28.10.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.10.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, föstudaginn 28. október 1949 231. blað. Tryggingar ríkisskipanna Eftirfarandi grein hefir Mbl. þrjóskazt við að birta og óskast hún því birt í Tímanum: L_ WIWJi Hr. ritstjóri Morgunblaðs- ins! Vegna greinar i blaði yðar hinn 11. þ. m. varðandi vá- tryggingu ríkisskipanna, þar sem vikið er að Skipaútgerð ríkisins á all óvinsamlegan hátt, viljum vér hér með biðja yður að birta eftirfarandi: Tilefni nefndrar greinar er það, að á síðast liðnu ári tók Samábyrgð íslands á fiski- skipum við vátryggingu rikis- skipanna samkvæmt lögum um það efni, og heldur grein- ar höfundur því fram, að við þetta hafi vátryggingarið gjöldin fyrir nefnd skip lækk að um 200 þúsund krónur á ári, og hafi þó vátrygging hins nýja skips, Heklu verið frí að auki hjá Samábyrgðinni, en samkvæmt því hefðu ársið- gjöldin raunverulega lækkað um 310 þús. kr. á hinum skip- unum. Hér er all mjög hallað réttu máli, því heildariðgjöld fyrir 7 skip (Esju, Súðina, Ægi, Óðinn Þyril, Herðubreið og Skjaldbreið, vátryggð fyrir kr. 9.474 þús.) lækkuðu um að eins tæplega 124 þús. kr. þeg- ar Samábyrgðin endurnýjaði vátryggingarnar við hagstæð- ari skilyrði en áður voru fyrir hendi. Næstum öll lækkun eða 100 þús. kr. kom fram á tveim skipum, Esju og Súðinni, og eru fyrir þessu öllu sérstakar ástæður, sem oss þykir hlýða að gera nánari grein fyrir. Eðli vátrygginga er það að jafna tjónum niður þannig, að þeir, sem tryggingarnar kaupa, verði ekki skyndilega fyrir miklum eða óbærilegum tjónum, en enginn vátrygg- ingakaupandi má búast við því að geta beinlínis grætt á þvi til langframa að kaupa vátryggingu, enda gætu engin vátryggingarfélög þrlfizt og starfað við slík skilyrði. Þeg- ar til lengdar lætur, og að öllu eðlilegu, fara því vátrygginga iðgjöld eftir útkomunni, sem verður á tryggingunum hjá þeim, er taka þær að sér. í þesu sambandi viljum vér benda á það, að mjög slæm útkoma varð hjá vá- tryggjendum flestra ríkisskip- anna á undanförnum árum. Átti styrjöldin sinn þátt i þessu vegna mikilla þrengsla f höfnum, þar sem mörg skip lágu oft hlið við hlið og börðu og pressuðu hvort annað á alla kanta. Kom þetta einkum hart niður á strandferðaskip- unum, Esju og Súðinni, sem sigldu og áttu annríkt allan styrjaldartímann. Viljum vér 1 þessu sambandi skýra frá því, hvaða vátryggingarið- gjöld vér greiddum fyrir þessi tvö skip siðustu 5 árin (1943— 1948), áður en Samábyrgðin tók að sér vátryggingu þeirra, og jafnframt viljum vér gera grein fyrir þeim tjónbótum, er vér á sömu árum fengum útborgaðar frá hlutaðeigandi vátryggjendum skipanna eða eigum von á að fá hér «ftir samkvæmt reikningum og skil ríkjum, sem fyrir liggja. Fara upplýsingar um þetta hér á eftir: Greinargerð frá Skipaiítgerð ríkisins E S J A Óuppgerðir tjónareikn- ingar, sem fyrirliggja..... Tap vátryggjenda ........ Við þennan halla bætist svo það, að margar óviðgerðar dældir eru á skrokk skipsins frá því seint á árinu 1946 og þar til snemma á árinu 1948 SÚÐIN Tjónareikningar, sem nú liggja hjá vátryggj. til upp- gjörs, en flokkunarviðgerð fór fram á skipinu seínt á árinu 1948, og var hún að verulegu leyti fólgin í við- gerð á sjótjónum ....... Tap vátryggjenda virð- ist því muni reynast.... Greidd vátr.iðgj. Tjónab.mótt. í 5 ár (1943-’48) á sama tíma kr. 605.241.18 kr. 898.234.16 302.714.97 9.721.99 kr. 907.956.15 kr. 907.956.15 er vátryggjendum hefir ver- ið tílkynnt um. En ekki er vit- að, hvað viðgerðir á þeim skemmdum muni kosta. Greidd vátr.iðgj í 5 ár (1943-’48) . Tjónab.mótt. á sama tíma kr. 243.371.62 kr. 371.496.87 624.571.63 752.696.88 kr. 996.068.50 kr. 996.068.50 Auk ofanritaðra tjóna er nú fyrir dómstólunum hér skaðabótakrafa að upphæð kr. 85.900.67 frá erlendum skips- eiganda vegna áreksturstjóns, sem Súðin er sökuð um á nefndum tíma. í sambandi við loftárásiria, sem Súðin varð fyrir hinn 16. júní 1943, greiddu vátryggj- endur bætur eins og skipið hefði farizt algerlega, en þær bætur eru ekki meðtaldar hér að ofan, enda þar um sér- staka vátryggingu að ræða. Samkvæmt framangreindu virðast hinir erlendu vá- tryggjendur tapa rúmlega 1 millj. kr. á vátryggingu hinna nefndu tveggja skipa á 5 ár- um (1943—1948) eða að meöal tali 200 þús. kr. á ári, án þess að skipin hafi farizt eða orðið fyrir stórstrandtjóni eða stór- eldsvoða. Tjónin eru að mestu leyti fyrir tiðar dældir í hlið- ar við bryggjur og bólvirki og í sambandi við önnur skip. Ennfremur vegna skémmda á öðrum skipum eða hafnar- mannvirkjum, sumpart staf- andi af því, að hafnarmann- virki hafa verið I mjög slæmu j ástandi. Það, sem nú hefir verið j sagt, sýnir, að hæð vátrygg- ingariðgjaldsins gefur ekki allt til kynna um það, hvort vátrygging sé hagstæð eða ekki .Hitt skiptir mestu máli, hvað fyrir iðgjaldið fæst, en hvað sem líður vátrygginga- skilmálunum, þá er oft all mikill mismunur á því, hvern- ig vátryggjendur halda á tjónauppgjörum. Hefir hér að framan verið frá því skýrt, hvað komið hefir á móti ið- gjöldum greiddum fyrir Esju og Súðina á undanförnum 5 árum, en reynslan á eftir að sýna, hvernig þetta verður hjá Samábyrgðinni í fram- tíðinni. Súðin er að vísu ekki lengur í eigu Skipaútgerðar- innar, en á móti 31.116 kr. vátriggingariðgjaldi hins fyrsta árs hjá Samábyrgð- inni, liggja nú þegar fyrir til uppgjörs skaðabótareikningar að upphæð kr. 84.634.01. Lét forstjóri Samábyrgðarinnar í þessu sambandi orð falla um það, að þar sem Súðin fór eina ferð til útlanda á vá- tryggingartímabilinu yrði sennilega, vegna hinnar slæmu útkomu, reiknað eitt- hvert aukaiðgjald. Slíkt auka- iðgjald var þó ekki reiknað af fyrrverandi vátryggjendum þó að eins stæði á. í umræddri blaðagrein er gefið til kynna, að vér höf- um verið því mjög andvígir, að Samábyrgðin tæki að sér vátryggingu ríkisskipanna og er hér átt við það, að vér lögðum eindregið á móti því að samkeppni um vátrygg- ingarnar yrðu útilokuð með lögum, en óskir vorar um þetta voru teknar til greina við setningu viðkomandi laga, enda rökstuddar með dæmum, sem vér hirðum ekki að taka upp hér. Samábyrgðin tók nú viö vá- tryggingum ríkisskipanna á heppilegum tíma, hvað það snertir að geta sýnt lækkun á iðgjöldum. Nýju skipin voru að koma og verið var að gera eldri skipin tjónafrí eftir á- níðslu styrjaldartímans. Skil- yrði til viðgerða hafa farið batnandi, þrengsli í höfnum minnkað, hafnarskilyrði, sjó- merki og siglingatæki batn- að og valdið stefnu í lækk- unar vátryggingariðgjalda fyrir skip á heimsmarkað- inum. Samábyrgðin mun og hafa lagt á það höfuðáherzlu, er hún tók að sér umræddar vátryggingar ríkisskipanna aö sýna í byrjun lækkun á ið- gjöldunum, hvað sem síðar yrði, og á stofnunin þakkir skildar fyrir þá bjartsýni, sem fram kemur í því að ákveða iðgjöldin fyrir Esju og Súðina lahgt fyrir neðan það, sem venjuleg tjón hafa að meðal- tali reynzt á undanförnum ár um. Vonandi ber þetta sig hjá stofnuninni, vegna þess að betri tímar fara í hönd, en reynist þetta á annan veg mun þó Samábyrgðinni þykja litlu tilhætt að lækka iðgjöld- in í bili, því að í skjóli laga- j legra forréttinda sé vanda- : laust að hækka þau síðar, eins og með þarf, til þess að tryggingarnar beri sig. En þá kemur að þvi sama og áður, að hugsanlegt sr, að annar aðili komist á þá skoðun af ókunnugleika eða bjartsýni, að hægt sé að reka trygg- (Framhald á 7. síðu) Það hefir oft vcrið talað um það, hvað húsmæðurnar ættu erfitt nú á tímum. Eg ætla mér ekki að gera lítið úr því á neinn hátt. En það er rétt að hugleiða, í hverju þeir erfiðleikar einkum liggja. Húsakostur er betri en áður var yfirleitt og margháttuð þægindi tíðkast nú, sem áður voru óþekkt. En það, sem vegur upp á móti þessu öllu er það, að húsmæðurn- ar eiga mjög illt með að fá hjálp. Vandræðin liggja í því, að það er því sem næst ómögulegt að fá stúlkur til hjálpar.á heimili, hvað sem við liggur. um. Eg þekki mörg dæmi um það, að konur hafi verið saman á heim ili og allt farið vel. Því held ég, að þessi almenni smekkur sé bæði heimskulegur og rangur, auk þess sem hann er ljótur og hefir al- varlegar afleiðingar. Eg get ekki séð, að það sé neitt verra að vinna við matreiðslu, hreinlætisstörf og barnfóstur á heimili heldur en að afgreiða í búð eða veitingakrá, afgreiða símtöl o. s. frv. Og þó er nú smekkurinn sá, að hið fyrra þykir neyðarúr- ræði, en hið síðara eftirsóknar- vert. Segja má, að þetta stafi nú af þvi fyrst og fremst, að léttara sé en áður að fá atvinnu. Það er þó ekki nema að litlu leyti rétt. Kjarni málsins er sá, að stúlkur eru frá- bitnar heimilisstörfum. Og þó ligg ur það ekki í því, að matreiðsla og húshald sé svo fjarri skapi og smekk kvenna. Það vantar ekki stúikur til matreiðslustarfa eða frammistöðu á veitingastöðum. Og nóg framboð er venjulega af kven- fólki, ef auglýst er eftir ráðskonu á fámennt heimili í Reykjavík. Stefnan er sú, að það megi ekki vera nema einn kvenmaður á heimili hverju. Það er nefnilega ekki hægt að hafa tvær mann- eskjur á sama heimilinu án þess að það sé niðurlæging eða óvirð- ing fyrir aðra. Þetta er hugsunar- hátturinn, sem gerir það að verk- um, hvernig komið er. Eg veit ekki, hvort ég á nokk- uð að rökræða þetta. Mér finnst það ljótt að hugsa sem svo, að þurfi að einangra sérhverja vaxna kvenpersónu frá kynsystrum sín- Hvað er álgengara en að stúlk- ur auglýsi eftir atvinnu, „ekki vist“? Þær auglýsingar segja sitt. Og hversvegna ætli þess sé oft get- ið, ef auglýst er eftir stúlku á j heimili, að það sé barnlaust? Vit- anlega af því einu saman, að börn : eru eitt af því, sem stúlkur vilja * ekki nærri koma. Sök sér væri það 1 þó, að vinna á heimili, ef þau væru engin. Eg veit um unga, hrausta stúlku, sem nýlega byrjaði störf á barna- heimili undir erfiðum kringum- stæðum. Eg veit líka um aðra, sem heldur vildi vera atvinnulaus viku eftir viku, en vinna fyrir hæsta kaup á heimili mánaðartíma eða svo, meðan húsmóðirin lægi á sæng. Mér finnst ærinn munur á þessu tvennu og ég held, að það skipti þjóðina talsverðu, hvorrar dæmi fleiri stúlkur fylgja. En þetta er eitt af því, sem engir flokkar ráða við. Og ef til vill þyk- ir lítið varið í að tala um það þess vegna. Starkaður gamli. ► » j * » ► » > Í Ég undirritaður færi hjartans þakkir öllum þeim, sem minntust mín á sextugsafmæli mínu 23. október s. 1., með heimsóknum, rausnarlegum gjöfum, sím- skeytum og bréfum. — Einnig þakka ég samstarfs- mönnum mínum og nemendum fyrir einkar ánægju- legt samstarf og í. S. í. fyrir veittan heiður. Sérstaklega þakka ég þó sveitungum minum fyrir höfðinglega gjöf til skólabyggingarinnar nýju. Laugarvatni, 24. okt. 1949. Bjarni Bjarnason. ATVINNA Nokkar stúlkur óskast á saumastofu vora. Upplýsingar í síma 2838. Gefjun — Iðunn REYKJAVÍK. I Eyfirðingafélagið Aðalfundur verður haldinn laugardaginn 29. þ. m. kl. 9 e. h. að Félagsheimili verzlunarmanna, Vonarstr. 4 Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Kvikmyndasýning o. fl. skemmtiatriði. Hin nýja bók félagsins, um Eyjafjörð, verður til sýnis á fundinum. STJÓRNIN.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.