Tíminn - 02.12.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.12.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, föstudaginn 2. desember 1949 258. blað Veitingahús - Veitingaskattur Hvar sem ferðast er um lönd og álfur eru veitinga- og gistihús aðalheimili ferða- mannanna. Eftir rekstri þeirra, aðbúnaði, sem þau veita ferðamönnum og kynn- ingu við starfsfólk þeirra fá feröamenn flestu öðru frem- ur þokka til viðkomandi lands og þjóðar. Og þegar eigin þegnar þjóðanna fara út frá heimili sínu um sitt eigið land, þá eru það líka veit- inga- og gistihúsin, sem eru þeirra annað heimili — griða staður og athvarf. Eftir því sem löndin eru fá mennari og strjálbýlli og færri erlendir ferðamenn, er heimsækja þau, eftir því er erfiðara að halda uppi gisti- og veitingahúsum í góðu lagi yíðsvegar um landið. Á þetta þó óvíða fremur við en hér á íslandi. Það sýnist því eðlilegt að þjóðfélagið íslenzka styddi heldur að því að hér gæti þrifist sæmilega góð gesta- heimili, þar sem þess er þörf. En það er nú öðru nær held- ur en það sé almennt, eða a. m. k. er það ekki, ef dæma á eftir langri eigin reynslu þess er þetta skrifar. Þó að veitingamannsstarfið sé mjög oft bæði vanþakk- látt og erfitt hefir það þó sína sólskinsbletti og þess vegna eru ýmsir við það um langt skeið, sem vel gætu afl- að sér lifibrauðs á eins hæg- an hátt með öðrum störfum. En í stað þess að þjóðfélag- ið komi á móti dugandi veit- ingamönnum til þess að halda uppi nauðsynlegum gestaheimilum íþyngir það þeim með ýmiskonar vand- ræða reglugerðum, vandræða gjaldskrám og þungum skatti þ. e. veitingaskattinum. Eitt fegursta og blómleg- asta héraðið á þessu landi er Borgarfjörðurinn og einna mest af ferðamönnum, sem vitjar þangað á sumrum. Þar hafa risið upp á síðustu áratugum allmörg veitinga- hús — einkanlega að siimr- inu. Langar mig til að rifja upp afdrif þeirra sem dæmi eða spegilmynd af því, hvort muni vera ágóðavegur" að reka gisti- eða veitingahús hér úti á landinu. Og gisti- húsaleysið t. d. í Reykjavík sýnir nokkuð svipað. Á Akranesi og Borgarnesi hafa „hótelin“ hangið á hor- riminni og sífellt skipt um eigendur, því fáum eða eng- um hefir fundist viðunandi að reka þau. Ferstikluskálinn hefir hvað eftir annað verið auglýstur til sölu, en ekki selst. í Hvítárvallaskálanum hefir reksturinn verið að ganga saman síðustu árin og var skálinn opinn aðeins stutt an tima um mitt s. 1. sumar. Svignaskarð að mestu hætt veitingarekstri, Hótel Hreða- vatn hætt og einnig Hreða- vatnsbærinn. Hreðavatnsskáli hjarir ennþá. Fornihvammur daufur rekstur og léleg út- lcoma þrátt, fyrir íburð af pen ingum og hlunnindum frá ríkisvaldinu á þann eina stað. Reykholt hætt. Norðtunga hætt og Arnbjargarlækur hættur. Og þarna held ég upp talin þau opinberu gesta- heimili sem risið hafa'upp í Borgarfirði. Jú, Brákareyjar- skálinn hættur líka. Geta menh nú ekki ráðið Eftir Vi^fús Giiðiitun(issoii 'af þessu, hve örðugt muni ,vera að reka gestaheimili úti á landi hér, svo að í lagi sé? | Halda menn að á þessum , fallegu stöðum í þessu fall- jega héraði hefði svona víða |Verið hætt við veitingarekst- j urinn, ef lífvænlegt hefði i verið við hann? j En það er líkast og löggjaf ! arnir okkar séu steinblindir f fyrir öðru en nýjum sköttum, ,1’eglugerðum og gjaldskrám, j sem er þó svo vitlaust, að allir eru neyddir til að brjóta það meira eða minna. Væri nóg af góðum veitinga- og gisti- húsum í landinu væri þeirra ,vegna sennilega mjög auð- velt að afla þjóðinni miklu meiri tekna í erlendum gjald eyri heldur en veitingaskatt- jinum nemur eins og nú er. j Af plágum þeim, sem lög- gjafarvaldið leggur á gisti- og ( veitingahúsin í landinu skal , í þetta sinn aðeins minnst lítilsháttar á veitingaskatt- inn. Veitingaskatturinn, 10% flestra veitingavara. á að leggjast við seldar vörur í veit ingahúsunum. Þó að sagt sé að 'skatturinn eigi að hækka verð vörunnar um þessi 10%, þá verkar hann í reyndinni eins og söluskattur af seldum veitingum. Fram að síðustu árum hefir enginn söluskatt- ur verið hjá kaupmönnum í sölubúðum. Mætti bregða upp dæmi til skýringar, er sýnir mismunandi rétt kaup- mannsins og veitingamanns- ins. Segjum að maður hefði kom ið inn í sölubúð til kaup- manns og keypt sér kápu fyr- ir 500 kr. og kaupmaðurinn fengið 20% af verðinu fyrir snúð sinn (álagninguna) Fram undir allra síðustu tíma hefir þessi sala verið skattfrjáls. Hafi 50 menn komið í veitingahús og fengið máltíð, sem kostar 10 kr., þá er þar sala líka fyrir 500 kr. En flestir ættu að geta séð mismuninn á erfiðinu við að afgreiða 50 máltíðir eða rétta eina kápu fr*m yfir búðar- borðið og taka við peningun um. En af máltíðunum hefir veitingamaðurinn átt að greiða nú í fjölda ár 50 krón- ur veitingaskatt í ríkissjóð en kaupmaðurinn engan af káp unni. En nú allra síðustu ár hefir komið almennur sölu- skattur og verður þá kaupmað jurinn að borga 15 krónur í hann af kápunni en veitinga maðurinn 50 kr.-j-15 kr. í söluskatt eða 65 kr. af máltíð junum samtals. Hann verður að borga söluskatt af veit- ingaskattinum! Getur nú nokkur maður hugsað sér vitlausara og rang látara afkvæmi löggjafanna, heldur en þetta? Það sýnist neyðarástand að vera að leggja háan skatt á nauðþurftir manna eins og t. d. einfaldan góðan mat, sem menn þurfa að fá sér á veit- ingastöðum og sem víðast er að miklu leyti innlend fram- leiðsla. Ef þarf að ná skatti af öli o. þ. h. er miklu nær að ná peningunum með fram leiðsluskatti. Þaö sýnist t. d. vera heldur ranglát skatt- heimta, að krefjast mikils skatts af ölflösku fyrir það að úr henni er drukkið inai i þokkalegri veitingastofu, þar sem fer vel um menn, en ekki. sé ölið drukkið standandi og glaslaust í einhverri sölubúð- arkompu. Nei — Veitingaskatturinn er sá ranglátasti og vitlaus- asti skattur, sem til er hér á landi — og er þá langt til jafnað. Þar er sama hvort lit- ið er á veitingamennina, sem venjulegast berjast í bökkum að geta rekið sín gestaheimili. j eða hvert litið er á ferða- 1 mennina, sem á að reita af ■í ríkissjóðinn i hvert sinn, er jþeir þurfa að seðja hungur sitt. I Það eiga að vera nóg tæki- færi til að ná af veitinga- mönnunum með öðru móti en veitingaskatti, ef einhverjir þeirra hefðu eitthvað uppúr véitingarekstrinum. Sama gegnir um svanga og þreytta ferðamenn. Af þeim ætti að vera auðvellt að ná aurum þótt ekki séu þeir „plokkaðir‘1 sérstaklega með hverjum mat arbita og kaffisopa, sem þeir fá sér i gestaheimilunum. Þaö verða vafalaust ein- hverjir, sem vanir eru að skella skollaeyrum við öllum röksemdum, er segja sem svo, að veitingamaðurinn sé að skrifa um þetta af eigingirni sinni. En það mun nú reka bráð- lega að því að sá er þessar línur skrifar hefir harla lit- inn persónulegan hag af því hvort er skattur af veitingum eða ekki. En honum er máske Ijósara heldur en ýmsum öðr um, hve örðugt er að halda uppi sæmilegum gestaheimil- um hér á landi og hve þau eru þó nauðsynleg. Og þar getur velviljaður lesandi fund ið ástæðuna fyrir því að ég minnist ennþá á þessi mál í Tímanum. Veitinga- og gistihúsamálið er áreiðanlega eitt af fjár- hags- og umbótamálum fram tíðarinnar, sem ríkisvaldið ætti að greiða fyrir en ekki leggja steina í götu þess. V. G. / sœnsku blaði, sem liggur á borð inu hjá mér er grein um það, hvað gera megi fyrir þreyttar hús- mæður. Þetta er ein grein í flokki, því að vitanlega má fkrifa heilan greinaflokk um svo mikið efni. En nú ætla ég í dag, að endursegja nokkuð af efni þessarar einu grein- ar. I Hversvegna verðum við þreytt? Af vinnunni, segja einhverjir. Varla er það rétt. Við verðum þreytt af ógeði og leiðindum á starfinu. Náttúran hefir gert okkur svo úr garði, að vöðvar okkar og taugar þola mikla áreynzlu áður en þol okkar er þrotið. Það er andlega hliðin, sem hefir úrslitaþýðingu. Aliir hafa reynt örvandi áhrif áhug ans og fundið þreytu og óþægindi þoka fyrir þeim og hverfa og gleymast. Hugsið ykkur muninn á drengnum, sem leikur sér klukku- stundum saman á skautum en er þreyttur ef hann á að skreppa í mjólkurbúð. Þetta er kjarni málsins. Hús- móðurstörfin eru þreytandi vegna þess, að svo margt í þeim verður lengstum gert áhugalaust. Til- breytingarleysi, endurtekningar, skeytingarleysi umhverfisins, ófull- nægðar kröfur og sífelldar trufl- anir barnanna. Allt verður þetta til að deyfa áhugann og gera störf in þreytandi. Bætist svo við þetta ýmisleg leiðindi í heimilislífi er hætt við. að bæði andleg og líkam- leg heilsa láti undan. Hvað er þd hér til ráða. Það er vitanlega fyrst og fremst það, sem verða má til þess, að aldrei komi til þessara vandræða. Hættan liggur í hinum mörgu smámunum hversdagslífsins, — einmitt 1 sam- bandi við matreiðslu, uppþVoitt, hreinlæti og svo framvcgis-. Fyrst er að skiija hvað mestu varðar. Svo er að kunna að meta það, að fá hollan og góðan mat, að tekið er til, fötin hirt og löguð og þess háttar. Þessum nauðsynlegu störf- um húsmóðurinnar er sýnd verð- ug viðurkenning og lotning með því að ganga hreinlega og þrifa- lega um, neyta matarins með glöðu yfirbragði og svo framvegis. Það eru þeir, sem spora nýþvegin gólf, ata út það sem verið er að enda við að þrífa og nöldra og suða um matinn, sem spilla lífi hús- mæðranna. Með skeytingarleysi sínu um þau nauðsynjaverk, sem húsmæðurunar eru bundnar við lengstan hiuta dagsins og van- þakklæti fyrir annað, eins og mat- reiðsluna, er þolgæði þessara kvenna ofboðið, heilsa þeirra eyði- lögð og þær löngum lagðar í gröf- ina fyrir tímann. Heimilisandinn er þvi það sem mestu skiptir um það hvað bjóða má húsmæðrunum. Sé heimilsand inn góður, þola þær mikiu meira erfiði. Það er þetta, sem hinn sænski doktor, sem er reyndur læknir, leggur höfuðáherzluna á. Og það er lika svo auðskilinn hlut- ur, að ég veit að við skiljum það öll, þegar okkur hefir verið bent á það. Það er dagfar f jö’.skyldunnar, sem er höfuðatriöið i sambandi við heilsuverndina. Ef fólkið gerir sér far ttm að eiga sem oftast ánægjulega stund saman og deila með gleði hvert annars kjörum og létta hvert annars bvrðar er réð fyrir því, sem mestu skiptir. Eng- in þægindi og heimilistæki geta komið í stað þess, sem mestu skiptir, en það eru hinar innri varnir og viðnámsþróttur, sem fé- lagsandi heimilisins á að vernda. Starkaður gamli. Hjartanlegt þakklæti færum við ölium, er sýndu samúð og hjálp við andlát og jarðarför foreldra okkar AGNESAR JÓNSDÓTTUR og KRISTJÁNS JÓNSSONAR Skerðingsstöðum, Reykholtssveit. Sérstaklega þökltum við kvenfélaginu Lilja í Reyk- holtssveit fyrir ómetanlega samúð. Börn, tengdabörn og barnabörn !| Öllum þeim, sem sýndu mér vinsemd á sextugsafmæli || | * « mínu 28. þ. m. þakka ég innilega. Reykjavík, 30. nóv. 1949. Bergsteinn Kristjánsson Sextugur: Sigurjón Erlendsson frá Álftárósi. Hann „afi“ er sextugur orðinn, útvarpið sagði mér það. Ég hendi fer hugsandi um borðin og hirði þar penna og blað. Velmetinn vestur á Mýrum og vaxandi opinber störf þeir fólu þér framsæknum, skýrum, þín forsjá var örugg og djörf. Þá hitti þig bölvaldur bleiki og bjó þér með útlögum stað, þar gleymist að lífið á leiki, en legan er skrifuð á blað. Samt ertu ungur i anda, þó ævin sé bundin á streng. Þar Sigurjón sjáum við standa, þar sjáum við göfugan dreng. E. J. E. I C Z | Barðstrendingaféiagið j I félagsfundur í Skátaheimilinu við Snorrabraut laugar- I | daginn 3. des og hefst kl. 8. Framsóknarvist og dans i = til kl. 2. Stjórnin 'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiMiiiimimmiimiiiiiiim! Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.