Tíminn - 02.12.1949, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.12.1949, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, föstudaginn 2. desember 1949 258. blað TJARNARBÍÓ Klukkan kallar 3 Hin stórfenglega ameríska stór- | mynd, byggð á sögu Tíeming- | ways. — Sýnd kl. 9. Sigur í vestri Sannsögulegir viðburðir úr inn- „rás Bandamanna á meginlandið Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuð innan 16 ára. Reg'nbogacyjan Hin undurfagra ævintýramynd í eðlilegum litum. — Sýnd kl. 3. . 5 (Devils on Wheels) | Mjög athyglisverð, ný, amerísk | kvikmynd um umferðarslys og | ökuníðinga. Aðalhlutverk: I Noreen Nash Darryl Hickman Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 1 e. h. jAMLA bíd Þrjár röskar dætur I (Three Daring Daughters) Jeanette MacDonald píanósnillingurinn Jose Iturbi og Jane Powell, Sýnd kl. 7 og 9. Sindbað sæfari Hin stórfenglega ævintýramynd í eðlilegum litum. Douglas Fairbanks Maureen O’Hara Sýnd kl. 3 og 5. Sala hefst kl. 11 f. h. *■ * TA <- A ’ N Y J A B I □ | Víkingar fyrir landi (Pirates of Monterey) Ný amerisk mynd tekin í eðli- legum litum, er sýnir skemmti- lega og spennandi hetjusögu, sem gerist í Mexico og Kali- forníu. — Aðalhlutverk: Rod Cameron » Maria Montez Philip Reed Gilbert Roland Bönnuð börnum yngri en 12 ára Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. Dóttir vitavarðarins Sýnd kl. 7 og 9. Hetjur í hernaði sprenghlægileg amerísk gaman- mynd með GÖG og GOKKE í aðalhlutverkinu. Sýnd kl. 3 og 5. 3 BÆJARBÍÚ | HAFNARFIROI f Gullna borgin (Die goldene Stadt) Heimsfræg þýzk litmynd. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. : = Í c s : Hafnarf jarðarbíó § f sólskini Hrífandi fögur og skemmtileg þýzk söngvamynd frá Vínar- ; borg. — Aðalhlutverkið leikur | og syngur hinn heimsfrægi i tenórsöngvari JAN KIEPURA . . ...\ S s : 'Sýnd kl. 7 og 9. — Sími 9249. I S Stalínsþjónusta Stefáns Péturssonar (Framhald af 3. slðu). þennan höfuðandstæðing1 al- þýðunnar. Um jafnaðarstefn una hefir nær ekkert verið skrifað í Alþýðublaðið f rit- stjórnartíð hans. Þessi stjórn á Alþýðublaðinu, jafnhliða háttarlagi ýmsra foringj- anna, hefir meira en nokkuð annað hrundið róttækara hluta verkalýðsins frá Alþýðu flokknum. Því er ekki ofmælt að telja Stefán vaskasta liðs mann Stalíns á íslandi. Meðan Alþýðuflokkurinn mótar stefnu sína þannig, að samstarfið við auðvaldið er ctðalleiðarljós hans, mun hann ekki sigrast á kommúnistun- txm. Leiðin til að sigrast á kommúnistum er að vera á móti íhaldinu, brjóta niður sérréttindi braskaranna og gróðamöguleika, og skapa þannig mannsæmandi kjör fyrir alla í landinu. Þar sem þannig hefir verið unnið af jafnaðarmönnum, hefir Leynlskjölin | Bráðsmellin, fjörug og spenn I | andi amerísk Paramount-mynd i 1 um mann, sem iangaði að verða I | iögregluspæjari og eftirlætið I | hans. i Bönnuð börnum innan 16 ára. \ S4nd kl. 5, 7 og 9. | | I I I = 5 iHuuuiiuiiiiintniiiiiiiiNiuiiiiRiiHHii^immiiiiMuii miiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiniiiHniHHni - _ I -BÆKU R- | ! Athöfn og uppeldi i eftir l dr. Matthías Jónasson i | Bók allra foreldra. I HLAÐBÚÐ 1111111111111111111111111111111111111111111111111111IIIIIIIIIIIIIIIIM kommúnistminn ekki náð að dafna. Það eru þessi vinnu- brögði sem Alþýðuflokkurinn þarf að taka upp og ástunda, þótt af því kunni að hljót- ast, að Stefán Pétursson geti ekki lengur verið merkisberi hans. Áframhaldandi íhalds- þjónusta Alþýðuflokksins, mun hinsvegar verða til að minnka hann og auka veg hinnar rússnesku fimmtu her deildar, sem síst er þó þörf á að efla- X+Y TRIPDLI-BID i Krókur á mótl bragði (Out of the Blue) Bráðskemmtileg amerlsk gam- ] anmynd. Aðalhlutverk: Virginia Mayo Thuran Bey George Brent Charole Landis Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sími 1182. TENGILL H.F. Sími 80 694 Heiði við Kleppsveg annast hverskonara raflagn- ir og viðgerðir svo sem: Verk smiðjulagnir, húsalagnir, skipalagnir ásamt viðgerðum og uppsetningu á mótorum, röntgentækjum og heimilis- vélum. Löguð LÖGUÐ fínpúsning send gegn póstkröfu um allt land. Sýnishorn í flestum kaupfélögum. Fínpúsningsgerðin Reykjavík — Sími 6909 tltbreilil TifflahH 69. dagur Gunnar Widegren: Greiðist við mánaðamót TUTTUGASTI OG FYRSTI KAFLI En þrátt fyrir allt er Stella í sólskinsskapi, er hún heldur til skrifstofunnar morguninn eftir. Hún veit nú, að Herbert er alvara í huga, og það gefur tilverunni nýtt gildi. Og því er ekki heldur að leyna, að allt, sem Kristinn hefir sagt henni um viðhorf frú Lóström, er miklu fremur til þess að gleðjast yfir því en hryggjast. Hún er þegar búin að gera sér grein fyrir því, hvern- ig hún á að haga bréfi sínu til Herberts. Hún þarf ekki annað en setjast niður og skrifa, þegar hún kem- ur heim. Hún lætur það renna einu sinni enn gegnum hugann, þar sem hún situr í strætisvagninum. Nú gef- ur hún sér ekki tíma til þess að kynna sér trúlofunar- tilkynningar og giftingarfréttir blaðsins síns, eins og hún er þó vön að gera. Þess vegna kemur hún af fjöllum inn í alla þá ringul reið, sem ríkir í skrifstofunni. Ljúfa og Dúfa eru báðar búnar að setja upp hringana, og það glampar á gullið á fingrum þeirra. — Til hamingju, segir Stella, þegar hún hefir áttað sig. Jæja — það hefir þá verið þetta, sem til stóð í gærkvöldi. Mig furðar ekki á því, þótt þið vilduð báðar vera viðstaddar! Ljúfa og Dúfa masa hvor í kapp við aðra. Piltarnir höfðu báðir verið í húsnæðishraki, svo þau öll í sameiningu höfðu tekið á leigu tvö lítil herbergi og eldhúskytru og flutt þangað með allt sitt hafurtask, ; og nú var búið að stofna heimilið. í gærkvöldi höfðu svo hringarnir verið settir upp, því að þá var svanur Ljúfu heima — annars átti hann að leggja af stað i ferðalag næstu daga. — Hefði undirrituð Jóhanna haft hugboð um þetta, hefði hún auðvitað fórnað sér og orðið eftir, segir Langa-Berta. — Ég er þér svo innilega þakklát fyrir, ao það skyldi koma i minn hlut, segir Gústaf hlæjandi. Ég lenti í stórveizlu. Fyrst unnum við til hálf-sjö, og síðan bauð Lars mér út. Og ég fæ kaup fyrir allt kvöldið. — Hvað? segir Langa-Berta gapandi af undrun. Hvers vegna var ekki sagt frá þessu strax? — Fyrst borðuðum við, og klukkan níu fórum við svo í Spegillinn.... heldur Gústaf áfram. — Hvað? segir Langa-Berta og verður ennþá lang- leitari. Og ég, sem hefi aldrei komið þangað.... — Og þegar við fórum þaðan, var Lars orðinn svang- ur aftur, svo að hann símaði til systur sinnar og heimt- aði handa okkur mat og gleðskap heima hjá henni, og þaðan ætlaði ég aldrei að losna. — Slik heimboð kannast maður við, getur Stella ekki að sér gert að segja. — Hvað? segir Langa-Berta í þriðja sinn. — Og hún hringdi til þín og ætlaði að fá þig líka, segir Gústaf og snýr sér nú að Stellu. — Ég var í Óperukjallaranum, tilkynnir hún frá sér numin. Allt kvöldið. — Þarna heyrið þið, segir Langa-Berta. Hver var ! gráhærði maðurinn, sem kerlingin kynnti þig fyrir? Óseðjandi forvitni hennar kemur upp um hana. — Heimsins mesta prúðmenni, svarar Stella. En hvernig veizt þú um þetta? Hljópstu virkilega niður og óperu til þess að sannfæra þig um, að ég færi þangað. — Æ, nú gleymdi ég dálitlu frammi í fatageymsl- unni, hrópar Langa-Berta og hleypur brott. — Var hún að njósna um þig? spyr Gústaf. — Það virðist svo, svarar Stella harðánægð. Það hef- ir sjálfsagt verið þess vegna, sem hún fékk þennan hryllilega höfuðverk í gær. Fleira er ekki sagt. Lars hringir á Stellu. En áður en starfsdagurinn hefst verður hann að segja henni alla söguna frá sínu sjónarmiði og harma það, að hún skyldi ekki hafa verið með. Þegar hún loks losnar frá honum eftir óteljandi en og ef, er hún með að minnsta kosti þriggja tíma vinnu í höndunum. Og þá rekst hún á Ref í ganginum. Hann ' * heilsar henni óvenjulegu vingjarnlega. Hann nemur í meira að segja staðar til þess að tala við hana.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.