Tíminn - 02.12.1949, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.12.1949, Blaðsíða 7
258. biað TÍMINN, föstudaginn 2. desember 1949 7 Óvinir Reykjavíkur Oft hefir mátt lesa í íhalds- blöðunum, að Framsóknar- mnen væru „óvinir“ Reykja- víkur. En óvinir Reykjavíkur nr. 1 lítur út fyrir að gras- blettirnir í höfuðstaðnum séu í augum ráðandi manna hans. Framsóknarmennirnir eru tæpast nema „óvinir“ nr. 2 í augum þessara ráðamanna, eftir útlitinu að dæma. En máske finnst þessum Reykja- víkur ráðamönnum, að gróð- urblettirnir og Framsóknar- menn séu nokkuð mikið í ætt hvorir við aðra — og má vel una við það‘. Öðru hvoru hefir verið að skjóta upp kollinum, að gera Austurvöll malbikaðan fyrir bílastæði, og það verið stutt af aðalblaði ráðamanna Reykjavíkur, en þó ekki orðið af framkvæmd ennþá. En aftur á móti er nýbúið að skerða stórlega grasbdettina við Lækjargötuna og breikka götuna svo hjákátlega í ó- samræmi vig nærliggjandi götur, að hún verkar svipað og þegar stúlkur klæða sig í skrautkjóla utan yfir skítug og rifin undirföt. í útjöðrum bæjarins hafa á liðnum árum fjöldi ein- stakra dugnaðarmanna rækt að falleg tún úr hinum verstu mýrum og holtum. Á allra síð- ustu árum hafa ráðamenn Reykjavíkur tekið fjölda þess ara fagursléttu túna af þeim, sem hafa ræktað þau, fyrir hið mesta smánargjald. Tún- in hafa svo verið tætt í sund- ur undir húskofa, götur og opin, graslaus svæði. En á meðan þétta er gert með ærn um íjárútlátum, er fjöldi lóða hafður ónotaður eða mjög illa notaður um svo að segja allan eldri hluta bæjarins. Þar standa máske víða smá- koíar á beztu lóðunum, skúr- ar og port, sem eru mest til óþriínaðar og óprýði. En frjáls, opin svæði með sléttum grasflötum og trjá- gróðri til augnayndis og holl- ustu öllum ajmenningi, það sézt mjög af skornum skammti. Þó að margir einstaklingar fúr öllum flokkumj búi til prýðilega grasfleti, blóma- og trjágarða við hús sín, þá er líkast og opnir grasfletir, sem blasa við sjónum almennings, séu hjá ráðamönnum bæjar- ins óvinir Reykjavíkur núm- er eitt- Kári. Aðalfnndur Ríranafélagsins Aðalfundur Rímnafélagsins var haldinn í lestrarsal Lands bókasafnsins síðastl. sunnu- dag (27. nóv.) og hófst með því, að forseti Jörundur Brynjclfsson las skýrslu rit- ara um starf félagsins á ár- inu. Höfðu komið út þrjár bækur: 1) Sveins rímur Múks sonar eftir Kolbein Gríms- son, í útgáfu dr. Björns K. Þórólfssonar, 2) Persíusrím- ur og Bollerofontisrimur eft- ir Guðmund Andrésson, í út- gáfu cand. mag. Jakobs Benediktssonar, og 3) Um rímur, eftir Sir William Crai- gis. Þrjár bækur eru í prent- un: 1) Snæsrímur og Hyndlu- rímur eftir Steinunni Finns- dóttur, 2) Hrólfsrímur kraka eftir séra Eirik Hallsson, og 3) Ambálesrímur eftir ókunn an höfund. Skýrt var frá tveim gjöf- um, er félaginu höfðu hlotn- azt- Var hin fyrri sú, að Sir William Craigie gaf allt það, er eftir var óselt af Skotlands rímum. og skyldi hverjum þeim félagsmanni, er eigi ætti bókina þegar, gefið eintak af henni, og síðan hverjum þeim, er við bættist í félagið, meðan upplagið hrykki til. Er nú lítið eftir af því. Hin gjöfin var útgáfurétturinn að öllum ritum Simonar Dala- skálds, prentuðum og óprent uðum, og er gefandinn dóttir hans, frú Friðfríður Ander- sen í Kaupmannahöfn. Fór forseti nokkrum orðum um velvild þá, traust og höfðing- skap, er gjaíir þessar lýstu, og bað fundarmenn þakka gefendunum með því að rísa úr sæti. Var svo gert. Síðan talaði Kjartan Ólafsson múr arameistari um sama efni og þá miklu þakkarskuld, er ís- land stæði í við Sir William. Gerðu fundarmenn góðan róm að máli hans. Lagðir voru fram, lesnir og samþykktir éndurskoðaðir reikningar félagsins. Félags- mönnum hafði fjölgað um rétt 100% frá síðasta aðal- fundi (növ. 1948). Lcgum samkvæmt átti einn maður að ganga úr stjórn eft ir hlutkesti, ög kom upp hlut- ur forseta. Lögin heimila ekki endurkosningu, og var Pétur j Ottesen alþm. einróma kjör- inn forseti félagsins. Eundur inn tjáði fráfarandi forseta af mikilli alúð þakkir sinar fyrir allt það gagn, er hann j hafði unnið félaginu frá upp hafi þess, og jafnframt voru Alþingi tjáðar þakkir fyrir, góðan skilning á starfi fé- j lagsins og drengilegan stuðn ing við það. Nokkrir af félagsmönnum kvæðamannafélagsins Ið- unnar og sömuleiðis formað- ur Kvæðamannafélags Hafn- arfjarðar voru gestir á fund- inum og var komu þeirra tek ið með fögnuði. Fundinum lauk með því, að ,■ dr. Björn K- Þórólfsson flutti einkar fróðlegt og skemmti- legt erindi um Þórð Mágnús- son skáld á Strjúgi, höfund hinna frægu Rollantsrímna, sem í ráði er að dr. Björn gefi út fyrir félagið. Ekki geta þö þær rimur komið út i að sinni, því að til þess er j útgáfa þeirra alltof flókið og umíangsmikið verk. Það var greinilegt, er fund- inum sleit, að menn þóttust betur hafa lcomið en heima setið. Yfirlýsing Ut -af orðrcmi sem geng- ur um bæinn, finn ég mig knúða til að gefa eftirfarandi yfirlýsingu, að viðlögðum drengskap: 1. Eg hefi aldrei neitað einu j einasta hlutverki hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur s. 1. 3 ár, eða j þann tíma sem ég hefi dvalið hér að afloknu námi. Aðeins, eitt hlutverk var mér boðið,. vegna fráfalls frú Öldu Möller, og var það „María Mey“ í „Gullna hliðið“ eftir Ðavíð Stefánsson. Það hlut- verk lék ég s. 1. ár. 2. Eg hefi aldrei gert neinn ■samning við Leikfélag Reykja 1 víkur, og þess vegna aldrei brotið samninga við það. j 3. Eg hefi aldrei gefið neinar ( yfirlýsingar varðandi list mína. j 4. Mér hafa verið boðin ýms , hlutverk í útvarpsleikritum,' en af ýmsum ástæðum vil ég, ekki leika í útvarpi og hefi1 því hafnað þeim tilboðum. | 5. Eg sótti um fasta stöðu j við Þjóðleikhúsið, vegna þess, j að mér fannst ég hafa rétt; til þess, eftir fimm ára leik- j nám, hér heima og erlendis j fyrir utan það sem ég hefi komið fram á leiksviði. Mér I var neitað um stöðuna, en; boðin, tryggð, á yfirstandandi leikári, 30 leikkvöld, rétt og slétt þrjátíu leikkvöld, með kr- 150.00 fyrir hvert kvöld. I ekkert fyrir leikæfingar. Á þessum leikkvöldum átti ég að fá smá hlutverlc, sem þó | var ekki tiltekið. Þessu tilboði1 hafnaði ég, því það var mér 1 algjörlega ófullnægjandi,1 bæði frá fjárhagslegu- og list rænu sjónarmiði. 6. Mér hefir ekki verið boð- 1 ið, hvorki af þjóðleikhússtjóra 1 né leikstjórum Þjóðleikhúss- ins, eitt einasta hlutverk, i, þeim þrem leikritum, sem 1 sýnd verða þar í vetur, Reykjavík, 24 nóv. 1949 Steingerður Guðmundsdóttir. Smihir í fyrsta sinn Eííir flr. Jón Diiason. Halda fast við kaupkröfur sínar Allir þeir, sem vilja fylgj- ast vel með almennum mál um verða að lesa Tímann. Allir þeir, sem vilja frétta úr hinum ýmsu byggðum landsins þurfa að lesa Tím- ann. Allir þeir, sem hafa á- huga fyrir að fylgjast með helztu málum erlendis, viija iesa hið erienda yfir- lit Tímans. Gerist áskrifendur Tím- ans STRAX nú um mán- aðamótin og fáið þér þá m. a. hið stóra og vinsæla jólablað (60—70 bls.), sem verður farið að prenta. Áskriftarsími Tímans er 2323. Hvað vorum við Islending- ar lengi að komast upp á lag- ið með að reka skútuútgerð með hagnaði? Sú útgerð á sér sögu aftur á 18. öld. Hversu lengi vorum við að komast upp á lagið með að veiða síldina hér við vort eig ið land? Raunar mætti segja, að við værum ekki fullnuma í þeirri list enn. Ekki reyndumst við skjótari að komast upp á það, að veiða í botnvörpu. Nú er hún bjarg vættur íslenzkrar útgerðar. Ekki vorum við heldur hánd lægnir á dragnótina fyrstu ár in. Nú kvartar engin undan henni. Flotvörpuna erum við bún- ir að hafa siðan s. 1. vor, og orönir sannfærðir um, að hún korni ekki að gagni hér við land. Einusinni var reynt að gera út á síld við Noregi. og ekki reyndist okkur það vinandi verk. Reynt hefir verið að trolla við Noreg á vetrarvertíöinni, en ekki gátum við aflað þar. Reynt hefir verið að senda skip til veiða á fiskiauðugustu mið heimsins við Nýfundna- land (Bjarnarey við Nork- land), þar sem allar fiski- þjóðir heims ausa upp mikl- afla, en ekki gátum við fisk- að þar, og þó var þetta á þeim tímum, sem útgerðarkostnað ur var tiltölulega lágur. Hvernig stendur á því, að gáfuðustu og atorkumestu sjómenn veraldarinnar geta ekki veitt með tækjum, sem aðarar þjóðir eru búnar að veiða með áratugum saman, og geta heldur ekki aflað á erelndum fiskimiðum. þar þar sem miklu dugminni þjóð ir eru búnar að ausa upp afla öldum saman og ausa sífelt? Þetta stafar af því, að „fáir eru smiðir í fyrsta sinn“. Það þar kunnáttu og lag til að beita vaeiðarfærum, og þetta fæst ekki nema með lærdómi og æfingu. Og það þarf þekk ingu á fiskimiðunum, straum um, veðrum, göngum og hátt um fiska og fjölmörgu öðru til þess að ná fullum árangri af erfiði sínu. Það vakti því fögnutf, er fréttir bárust af því s. 1. sum- ar, að þegar íslenzku skipin komu til Grænlands s. 1. sum- ar, urðu þau strax á borð við aflahæstu skíp þeirra þjóða, sem stundað höfðu veiðar við Grænland áratugum saman og máttu því heita nákunnug ar öllu á móts við íslendinga, er öllu voru ókunnugir, og það meira að segja svo, að þeir héldu skipunum bundn- um inni á höfnum við ísland í maí og júní, meðan mesta aflahrotan gekk yfir við Græn. land. En þessi ágæta og á- nægjulega frammistað> ís- lenzkra sjómanna við Græn-" land var þó ekkert lík þeim margföldu yfirburðum, sem þessir sömu íslenzku sjómenn hafa lengi sýnt og sýna enn í samkeppni við erlendar.þjóð ir hér við land. Þarnar er því fyrst og fremst um að kenna, - að íslenzku sjómennirnir voru’ ókunnugir öllum staðháttum við Grænlands á móts við hina. Þegar íslenzku sjómenn irnir hafa fengið jafngóða þekkingu á fiskigöngum og staðháttum öllum við Græn-- land og hér við land, þá munu íslenzku aflamennirnir sýna jafn margfalda yfir- burði yfir erlenda sjómenn ivið Grænland. og þeir sýna daglega hér við land. | Fiskitilraunin við Græn- land s. 1. sumar var að mörgu 'leyti stórmerkur atburður m. a. af því að aldrei hafa ís- !lendmgar tekið upp nýjung á jveiðiskap eða gert fyrstu til-. jraun til veiða á fjarlægum 'miðum með jafngóðum ár- 'angri, og ekkert nálægt því.- ’ Vonglaður hugur hefir lýst sér í tali allra þeirra manna, er komu frá Grænlandi í haust. Þeim leið þar vel. Þá langar til að fara þangað aft ur. Þeir eru fullvissir um, að íslenzkt útgerð eigi þar mikla og ábatanlega framtíð fyrir sér. Og sumir hafa fylst á- huga fyrir því, að nema Græn land aftur. íslendingar hafa nú öðlast svo mikla og dýrmæta þekk- ingu og reynslu á veiðum við Grænland, að það myndi vera ófyrirfefanlegur glæpur, að halda ekki veiðum þar áfram. Enginn þarf að óttast það, að slíkt komi fyrir aftur, að þeir, sem fari til Grænlands, hirði ekki um fréttaflutning þaðan eða haldi skipun sínuhi bundn um við hafnargarða hér heima mánuðum saman með an aflahrota sumarins geng- ur yfir við Grænland. íslenzk fríraerki Notuð íslenzk frímerki kaupi ég ávalt hæzta verði. JÓN AGNARS Frímerkjaverzlun P. O. Box 356 — Reykjavík A nglýsingasimi TlMANS er 81300- Vélvirkjar í Bretlandi, sem borið hafa fram fyrir nokkru j Kvenfélaes Neskirkiu kröfur um launahækkanir ? Neskirkju halda enn fast við kröfur sín- fást á eftirtöldum stöðum: r.r og segjast muni fylgja Mýrarhúsaskóla. þeim fram til hins ýtrasta.! Verzl. Eyþórs Halldórsson- Kröfur þeirra gera ráð fyrir ar, Víðimel, Pöntunarfélag- kauphækkun er nemur 1 inu, Fálkagötu, Reynivöllum pundi á viku. Samtök vél- í Skerjafirði og Verzl. Ásgeirs smiða í Bretlandi eru mjög G. Gunnlaugssonar, Austur- fjölmenn miðað við aðrar strætl. þjóðir. Gerist áskrifendur að TILKYNNING Til þess að mótmæla því. að ósérlærðum aðila hef- ir verið veitt lyfsöluleyfi á Selfossi, hefir félagið sam- þykkt, að félagsmenn í Reykjavík leggi niður vinnu frá kl. 8,30 f. h. mánudaginn 5. des. til kl. 8,30 f. h. miðvikudaginn 7. desember. LYFFRÆÐINGAFÉLAG ÍSLANDS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.