Tíminn - 28.12.1949, Page 7
278. blað
TÍMINN, miðvikudaginn 28. desember 1949
7
Tímaritih Gangleri
í öllu því bókaflóði, sem
flættt hefir yfir seinustu vik-
urnar, virðist þýðingarlítið að
minnast á svo ójólalegar bæk
ur og hversdagslegar sem tíma
rit. Samt hætti ég nú á að
geta hér lítils og ódýrs tima-
rits, tímaritsins Ganglera. Tel
ég ekki illa fara á að minnast
þessa litla tímarits einmitt
um þennan tima árs, þar sem
það virðist fyrst og fremst
eiga rætur sínar í heimi .hinna
andiegu verðmæta — eins og
jólahátíðin sjálf á samkvæmt
eðli sínu og upphafi. í öðru
lagi mun tímaritið yfirleitt
fjalla allmikið — og þá ekki
sízt við um þetta hefti —
um efni sem alla menn
snertir, og mætti því ætla að
mörgum myndi hugleikið að
nokkru, þ. e. um mannþekk-
ingu, eða svo virðist mér að
að megi kalla slíkt. Það seg-
ir okkur ýmislegt um sjálfa
okkur, og þó venjulega frá
öðrum hliðum en hinni venju
legu viðurkenndu náttúru-
fræðilegu hlið. í því skyni flyt
ur það okkur ýmsan merki-
legan fróðleik, stundum furðu
legan og fyrir ofan og utan
dómsvið almennings, en einn
ig oft ljósan, rökfastan og sér
staklega hugnæman.
í þessu síðasta hefti Gang-
lera eru meðal annars þrjú
veigamikil erindi. Það fyrsta
nefnist „Hvítir töfrar“. Ekki
er það samt neitt námskeið i
galdrafræðum í fornum, þjóð
legum stíl, þótt það beri töfra
heitið, Aftur á móti virðist það
opna manni innsýn inn í
þann unaraheim, sem okkar
eigin hugur er stöðugt að
skapa. Það bendir okkur á,
að í okkar eigin barmi eigum
við ævarandi, ótæmandi,
undraverða orkulind, þar sem
er okkar eigin hugarorka. Sú
'orkulind er uppspretta allra
mannlegra athafna og sköp-
unar á sviði þessa ytri heims
og efnis, því að „heimur hug-
arri? er heimur hinna huldu
raka“ Jafnframt er það þessi
orka, sem framar öllu öðru
mótar og myndar persónu-
leika einstaklingsins. Við lest
ur þessarar greinar verður
okkur ljósari en áður hinn
sigildi sannleikur: „maðurinn
er það sem hann hugsar“. Og
ekki aðeins það. Jafnframt
er athygli vakin á þeim merki
iega sannlsika, að til er fleíri
tækni en verktækni og vér-
tækni. Til er líka vissulega
eitthvaö, sem nefna. mætti
hugtœkni. En það er tækni,
sem er undirstaða allra ann-
arra tækni, en virðist þó enn
sem komið er að vissu leyti,
— að minnsta kosti hjá vest-
rænum þjóðum, — mest af-
rækt og mest misnotuð af aliri
tækni. En hvaða tækni mun
merkílegri og mikilsverðari en
sú, er hvortveggja getur skap
að umheiminn og hinn innri
mann. í greininni fjallar höf.
sérstaklega um þá hlið hug-
tækninnar, sem veit að hin-
um persónulega' og andlega
skapan mætti hennar. Hann
lýsti eðli hennar og þeim
helztu lögmálum og grund-
vallarreglum, sem hún lætur.
Kæmi mér ekki á óvart, þótt
einhver að lestri loknum hik-
aði frekar við en áður að
dæma allar fornar sagnir um
kyngi óbæna og ákvæða
heimsku eina og hindurvitni
eða bænir allar og blessunar-
orð marklaust fleypur. Hver
veit líka nema einmitt hug-
tækniþróunin verði framar
öðru næsta skrefið, sem stig-
ið verður í heimi tæknis og
vísinda. Ef til vill er það ein-
mitt það, spm skáldsýn Einars
Benediktssonar .hefir séð, er
hann kvaðr'
Eg þykist skynja hér sem djúpt
í draum,
við dagsbrún tínians, nýja
magnsins straum,
þá aflið, sem i heilansþráðum
þýtur,
af þekking æðri ■ verður lagt í
taum.
— Er hugarvaldsins voldug öJd
oss nær,
þá veröld deyr ei, er hún guð
sinn lítur, . . .
Erindið Þriðja awfirað.fjallar
um þá gáfu manna, er nefnd
hefir verið ófreski eða
skyggni. Líffræðilega séð seg-
ir höf., að ýmsir fræðimepn
telji ófreski helzt tengt viss-
um kfrtli í höfðinu (heila-
dinglinum). Telur hann að
skyggnigáfuna megi þroska
og þjálfa sem aðra hæfileika,
ef leitað sé fræðslu og þekk-
ingar um það efni og notað
af skynsemd og hreinum hug
og í flekklausum tilgairgi. Og
hann bendir á, að þvi aðeins
sé öruggt um að skyggnigáf-
an verði eftirsóknarverð og
jákvœð að annar andlegur og
siðrænn þroski sé henni sam-
ferða. Manni kemur ósjálf-
rátt í hug niðurlagið á erindi
skáldsins, e.r áður gat um, er
hann skynjar nánd hinnar
miklu aldar „hugarvaldsins“
og segir.:
. . . Þá auga manns sér allri
fjarlægð fjær,
þá framsýn- andans ljósi á ei-
ljfð slær
og mustarðskorn af vilja björg-
in brýtur.
Já, er ekkiæitthvað til í því,
„að af öllu þvi athyglisverða
í þessum un-draverða heimi, er
maðurinn sjálfur hið athygl-
isverðasta“rr Svo mun að
minnsta kosti mörgum finn-
ast er þeir'hafa lesið báðar
þessar sérstæðu og skemmti-
legu greinaf.
Þeir, sem 'muna svo langt
aftur í tímann að þeir minn-
ast nokkuð vérulega annars
áratugs þessarar aldar, kann-
ast sjálfsagt Við að þá komu
fram strautmar og stefnur í
andlegu lífi þjöðarinnar að
ýmsu nýjar, og áður óþekktar.
Ein af þeim- var guðspekistefn
an. Á þeim árum ruddi hún
sér allmikið til rúms. Flestir
andans rílénn þjóðarinnar
munu hafa^ haft meiri og
minni kyniii af henni og
nokkrir af oi:kar beztu rithöf
undum og listamönnum urðu
henni mjög-fyigjandi og gerð
ust jafnvel-boðberar hennar
og brautryðjendur. Það gæti
því verið næsta fróðlegt og
merkilegt fýrir margan að fá
tækifæri til þess að kynnast
að nokkru . grundvallarhug-
sjónum og ...höfuðmarkmiði
þessarar stefnu, sem fyrir 2—
3 áratugum gat gripi.ð svo
höndum hugi sumra okkar
meztu og béZtu manna. Þetta
hefti Ganglera gefur okkur
slíkt tækifæH. í greininni
Þroskagildi guðspekinnar er á
ijósan og skilmerkilegan hátt
greint frá markmiði, höfuð-
atriðum og adalgildi guðspeki
stefnunnar. Svo góð skil er
þessu efni gerð í nefndri grein
að eftir að hafa kynnt sér
hana mun sehnilega mörgiim
Batnandi hagur
Norðurlandabúa
Eins og kunnugt er voru
Norðurlöndin þrjú, Dan-
mörk, Noregur og Finnland,
rúin og pínd undir oki er-
lendra herja á stríðsárunum.
Skortur og fátækt að stríðinu
loknu var mjög áberandi víða
i þessum löndum, enda hafði
eignatjón á þeim verið gífur-
lega mikið af völdum stríðs-
ins.
Á sama tíma og efni og vel-
megun var skafið af þessinn
nágrönnum okkar hauguðus:
upp auðæfin hér á íslandi svo
að segja má að flestir veltust
í peningum um skeið og mjög
stórar innstæður söfnuðust á
sama tima í bönkum hjá er-
lendum stórþjóðum — eign
íslendinga.
En hvernig er nú?
Þessar framangreindu þrjár
Norðurlandaþjóðir eru nú
stöðugt að auka velmegun
sína og rýmka um vöruað-
flutninga á sama tíma og hér
sígur flest niður á við.
í jólablaði Morgunblaðsins
núna er m. a. sagt í Reuiefrs
frétt frá Danmörku: „Nú er
meira lirval í búðunum en
nokkru sinni áður, síðan íyrir
stríð“. Frá Noregi er sagt að
birgðir séu þar nú meiri en
áður af ýmsum fágætum vcr-
um Og frá Finnlandi segiv i
þessari Reutersfrétt:
„Búðarg’uggar eru nú fullir
óskammtaðs svínafiesks,
kindalæra og nautakjöts.
Gnægð er sætinda handa börn
um. Margar þeirra verziana,
sem voru tómar fyrir tveim
árum, svigna nú undan silki
atlaski, viðtækjum útvarps,
allskonar jólagjöfum o. s. frv
Þeir, sem voru fyrir nokkrum
árum tötrum búnir, eru nú
klæddir góðum fötum og af
smekkvísi“.
Það er reglulegt fagnaðar-
efni að heyra þessar göðu
fréttir frá frændum vorum á
Norðurlöndum. En skyldu ekki
einhverjir, „Sjálfstæðis“menn
irnir roðna ofurlítið í kinn-
unum, þegar þeir lesa þetta
og hugleiða þjóðarbúskap
okkar íslendinga? Eins og
kunnugt er hafa „Sjálfstæðis“
menn mestu ráðið hér á landi
síðan 1944 og allan þann tíma
haft algera forustu í fjármál-
unum undir yfirstjórn fjár-
málaráðherra síns.
Geti þeir ekki skammast sín
við þennan lestur í sínu eig-
in blaði, já, hvenær geta þeir
þá fundið til sektar sinnar?
Kári.
VERZLUNARMANNAFELAG REYKJAVIKUR
Jólatrésskemmtanir
fyrir börn félagsmanna verða haldnar dagana 2. og
3. janúar n. k. í Sjálfstæöishúsinu og hefjast kl. 3 síð-
degis. Aðgöngumiðar eru seldir í skrifstofu félagsins
Vonarstræti 4.
Vegna úífarar
;5
íl Ólafs Proppé verða skrifstofur vorar lokaðar í dag.
!!
::
£cluAa)tnba\i4 Ulenjkta
fakframleiien^a
Dagana 30. og 31.
þ. m. verður eigi sinnt afgreiðslum í sparisjóði bankans.
Búnaðarbanki íslands
Sendisveinn
óskast frá næstu áramótum til ríkisstofnunar hér íj
bænum. — Tilboð ásamt upplýsingum um aldur og(
barnaskólapróí óskast send til afgreiðslu blaðsins ekki(
síðar en 29. þ. m. Auðkenni: „Sendisveinn janúar 1949.“ 1
verða nokkurnveginn ljóst
hversvegna einmitt þessi
\ stefna átti fylgi fagna meðal
| okkar beztu andans manna á
| þeim tímum sem andlegt heil
jbrigði og smekkur þjóðarinn-
| ar var nokkurnveginn ósýkt
af þeim upplausnaröflum og
öfgastefnum, sem gosið hafa
upp úr glundroða og hörmung
um tveggja heimsstyrjalda.
Fleira er í þessu heftir Gang
lera sérstætt og athyglisvert
| að ýmsu, og að minnsta kosti
er ‘kaflinn „Úr lótusblöðun-
I um“ eins og skyggnd og fág-
; uð perla. Hann mun líka ætt-
aður úr Austurheimi, þar sem
merkileg andleg- og siðræn
menning greri og blómgaðist
löngu áður en okkar vestræna
varð til.
í. Þ.
(Framhald af 4. slBu).
verð þar en hjá Kron.
Það skiptir litlu máli í þessu
sambandi, að innkaupsverð
kaffibætis var kr. 065. Það,
sem skiptir máli hér, er, að
kaupmenn völdu vörutegund,
sem selst frekar lítið, lækk-
uðu verð á henni niður í
kostnaðarverð til þess að
geta bent á með kattarrök-
semdum, að vöruverð hjá
Kron væri hærra en hjá kaup
mönnum. Þessi eini saman-
burður til ávinnings fyrir
kaupmenn var svo notaður
gegn öllum þeim samanburð-
um, sem viðskiptavinirnir
gerðu á mörgum öðrum vöru-
tegundum, sem Kron seldi á
lægra verði en kaupmenn.
Kölluðu þeir Kron svo okur-
stofnun og gáfu því viður-
nefnið Okron (sbr. okur).
Framhald.
Móvindóttur hestur
glamblesóttur, ættaður frá
Efstabæ í Skorradal, tapaðist
síðjist í nóvember. Hver, sem
hefir orðið hans var, er beð-
inn að gera mér aðvart.
— Einnig vantar mig af
fjalli, brúna hryssu vetur-
gamla. Mark: Bíldur a. hægra.
Guðmundur Þorláksson
Seíjabrekku.
tfugluAii í Jímhunt
*
Xftbreiiii TimaHH
Þakkarávarp
Þegar heimili okkar, ásamt
allri búslóð, brann til kaldra
kola hinn 4- okt. s.l., bárust
okkur strax og einnig síðar,
víðsvegar að, margar og rausn
arlegar gjafir, svo sem pen-
ingar, margs konar fatnaður
og búsáhöld.
Þótt við finnum vel, að
ekki er hægt að þakka með
orðum einum alla hina ómet-
anlegu hjálp gefendanna til
að endurbyggja heimili okk-
ar, viljum við samt hérmeð
tjá þeim cllum þakklæti okk-
ar og virðingu.
Fyrst og fremst viljum við
þakka Elíasi Ingimarssyni,
verksmiðjustjóra og frú hans
og húsráðendum á Árbakka
J og Eyjakoti, sem veittu heim-
! ilisfólki okkar húsaskjól og
J prýðilega aðhlynningu um
i lengri tíma. Við þökkum sveit
ungum okkar fljóta og drengi
lega hjálp og öllum öðrum
Húnvetningum, svo og Skag-
firðingum, fólki búsettu í
Reykjavík og á Akureyri og
víðsvegar annarsstaðar á
landinu.
I Öllu þessu góða fólki, bæði
einstaklingum og félögum,
nær og fjær, sendum við hug-
heilar kveðjur og hjartans
I þakklæti fyrir höfðinglegar
j gjafir og hlýjan bróðurhug.
j Við óskum því allra heilla cg
biðjum guð að blessa fram-
: tíð þess.
Kambakoti 5. des. 1949.
Sveinfríður Jónsdóttir.
Ólafur Ólafsson.