Tíminn - 22.09.1950, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.09.1950, Blaðsíða 7
 208. blað. TÍMINN, föstudaginn 22 .september 1950. 7. HIIIIIIIIHHIIIIIIilllHiHIIIIHHIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIrtlMM4nlrnnilTliTlrfl>nn Sex veik mannslíf ff falin manndómi ykkar” Talsmanni Loftleiða, Sigurði Magnússyni, fórust orð á þessa leið í blaðamannaviðtali i gær: „Ég þykist mega biðja ykkur að skila til allra þeirra, sem á einn eða annan hátt hafa unnið að leit flugvél- arinnar og björgun áhafnarinnar á Geysi, að okkur er ljóst, að við stöndum í mikilli þakkarskuld, sem aldrei verður goldin — ekki vegna þess, að við vildum ekki öll gera það, heldur sökum hins, að hún er svo stór, að hún verður aldrei metin til fulls. Við eigum að þakka líf sex starfsmanna okkar, samverkamanna og vina. Þeir sjálfir, aðstandendur þeirra og vandamenn þakka ykkur. Sex veik mannslíf voru falin manndómi ykkar og drengskap — og þeim hafið þið nú borgið. Það væri freistandi, í þessu sambandi, að nefna nöfn þeirra, sem við vitum að mest hafa á sig lagt, andvökur, hættur, erfiði, og við munum nú bezt eftir, en það væri e. t. v. líka ranglátt gagnvart hinum, sem látið hafa alla þá hjálp í té, sem þeir gátu og voru reiðubúnir að fórna miklu meiru, ef þess hefði gerst þörf. Framlag hvers og eins til þessa var eins mikið og það mest gat verið, miðað við aðstæður, og það er ástæðan til þess að við erum öllum hjartanlega þakklát, og getum naum- ast treyst okkur til að nefna neina sérstaka, enda þótt okkur sé full Ijóst, hverjir hafa lagt mest í sölurnar að undanförnu. — Nöfn þeirra geymum við í þakklátum hugum og þeir vita, að þegar hinir sex skipbrotsmenn í dag gengu til fundar við aðstandendur sína og vini hér á flugvellinum, þá var það þeim að þakka, sem vaskleg- ast gengu fram við björgunarafrekið — án þeirra hefð- um við aldrei öll lifað þennan ógleymanlega og unaðs- lega dag. — Öllum, sem nærstaddir voru hér á flugvell- inum í dag, er flugvélarnar tvær voru lentar, skilst, að andspænis þeirri staðreynd eru öll orð fánýt. Það voru ógleymanleg augnablik — og fyrir þau þökkum við af hjarta ykkur öllum. illlHlllllllHllllllliillilllllHIIIIIIIHHIIIIHIHHIHHIIIIHHIHIllllHIIIHIHIHHIIIIIIHIIIIIIillllHIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIHIII EINAR VÉLAMAÐUR: Sáu aöeins út á væng- ina þótt lýst væri — Ég var kominn í sæti mitt fyrir svo sem tíu mín- útum, þegar áreksturinn varð, sagði Einar Runólfsson, véla- maður á Geysi við tiðinda- mann Tímans í gær. Sæti mitt er milli flugmannanna í stjórnklefanum. Ég var belt islaus. Ég vissi, að við vorum að nálgast flugvöllinn og far- ið yrði að búa undir iend- ingu. — Lýstu út á vængina. Niðamyrkur var og sást ekki nema rétt út á vænginá, þegar lýst var á þá. Við vor- um rétt búnir að lýsa út á þá til að hyggja að ísingunni og ætluðum að fara að setja straum á ísingatækin. Eftir áreksturinn mundum við ekki, hvort við hefðum verið búnir að snúa rofanum eða j ekki, en þegar við aðgætt- j um það, hafði það ekki verið,1 því að rofinn var ekki á straum. Lenti aftan á Magnús. Mér er ekki ljóst hvert ég kastaðist við áreksturinn, en ég býst við, að ég hafi lentl aftan á Magnús, því að ann- j ars heföi ég meiðst meira. Ég 1 var fast hjá honum, þegar vélin nam staðar, Magnús mun hafa rekizt fram á brík- ina, sem er mllli framrúðu og mælaborðs, enda ber hann merki eftir höfuðhögg. Á bríkinní er þykkur púði, og mun hann hafa varið Magnús. Eins og hetja. Einar lét þess getið, eins og aðrir af áhöfninni, að flug freyjan, Ingigerður, hefði reynzt með afbrigðum dugleg. Aldei hefði heyrzt frá henni æðruorð og hún hefði sýnt sannan hetjuhug i hverri raun. — 1; Frasöííi* flugstjórans (Framhald af 1. síSu.J finnur, sem hafði fengið högg á höfuðið. Myrkur og stórhríð. Þegar við komumst út var myrkur, snjókoma og storm- ur um tíu vindstig. Við vor- um allir snöggklæddir, því að hlýtt hafði verið í vél- inni. Annar ' vængurinn hafði svipzt af og nefið brotnað af vélinni við skil- vegg milli farþegarúms og stjórnklefa. Hékk framhlut- inn þó við en lá á hliðinni. Hlið vélarinnar undir heila vængnum var öll rifin, en hin að mestu heil og vorum við svo heppnir, að sú hlið vissi í storminn. Hið fyrsta, sem ég gerði var að fara aftur með vél- inni, því þar heyrði ég kall Ingigerðar, sem var í næsta klefa fyrir aftan flugmenn. Eitt vasaljós eina glætan. Um leið og vélin rakst á, slokknuðu öll ljós. Ég hafði haft lítið vasaljós í skyrtu- vasanum, og það hrökk upp úr honum. Kviknaði á þvi um leið, og Einar vélamaður hélt að glætan frá því væri , eldur, sem væri að kvikna og kastaði sér á það. En þetta vasaljós veitti okkur siðan einu birtuna, sem við nutum ; fyrst í stað. — Síðar var ég svo heppinn að finna tösk- una mína í skafli en í henni voru flelri batterí í vasaljós- ,ið. - ; Hurðin hrökk úr. I Þegar vélin kom fyrst nið- i ur, þeyttist úr henni stóra hurðin aftur við stélið og einnig vöruhurðin, sem er stærri aukahurð við hlið þess arar.Þá fór út um leið nokkrir hundanna og nokkuð af varn ingi, en hundarnir voru í aft- asta hluta vélarinnar í búr- um.Þar fyrir framan var ýms um varningi staflað í vél- ina og náði sá stafli fram undir stjórnklefa. Hurðina fundum við síðar alllangt frá l vélinni en hundana sáum við aldrei nema tvo, sem við fund um illa til reika við vélina tveim dögum síðar og urðum að lóga þeim strax. | Sneri við upp | | á jökul aftur | | Níu hundar voru lifandi i | hjá áhöfninni á Geysi eftir í I áreksturinn. Flestir voru I f þetta litlir og loffnir hundar I I en aðrir miðlungshundar. I f Nokkur óvissa ríkti um | I hver verða mundu örlög f f þessara hunda. Niðurstað \ f an varð þó sú, að Akureyr- f f ingar töldu ekki fært að f 1 hafa þá með niður eftir f f jöklinum, enda mun það f = hafa verið ógerlegt. Voru f f þeir því allir skotnir nema f | einn. Var grafin. gröf í I f hjarnið og þeir lagðir þar. f = Þessi eini hundur, sem Iífi f I var Iátinn halda, fylgdist f f með niður eftir jöklinum, I f en þegar kom alllangt nið- f f ur á jökulinn, sneri hann | f við og týndist út í myrkrið. f f Mun hann hafa lagt aftur = f upp eftir slóðinni og ber f f þar nú. beinin í . skauti | I fannanna. IIHIHIHIIIIHIIIIIIIIIHIIHHII*IIIIHHIIIIHHHIIIHHHHIIIII| Auglýsingasími Timans cr 81 300 Búist til næturvistar. Eini staðurinn, sem hægt var að búa um sig í, var aft- asti hluti farþegarúmsins, og þegar við höfðum gengið úr skugga um, að ekki mundi kvikna í vélinni, leituðum við afdreps þar inni. Dyrnar voru opnar, og var það okkur til láns, að hurðin skyldi hrökkva úr, þvi að annars mundum við að líkindum ekki hafa getað opnað dyrn- ar. Var þetta þó ekki skjól- gott hús, því að mjög næddi um götin á vélinni, þótt svo vel vildi til að fennti fyrir stóru rifuna undir vængn- um. — Sváfu lítið fyrstu nóttina. Allkalt var á jöklinum, en við reyndum að búa um okk- ur eftir megni. Náðum við nokkru af vefnaðarvöru, sem var í varningnum og skýld- um okkur með henni. En lítið var sofið fyrstu nóttina. Dag- inn eftir var sama veðrið, snjókoma nokkur og þoka. Bjuggu sér til fatnað. Við reyndum að nota tím- ann til að búa sem bezt um okkur. Við bjuggum okkur til fatnað sokka, teppi og svefn- poka úr efni því, sem í vél- inni var og hlúðum að okk- ur eftir mætti. Súkkulaðimoli. Maturinn var lítill, því að við komumst ekki í eldhúsið eða svefnklefa áhafnarinn- ar. Við komumst ekki held- ur í gúmmíbáta vélarinnar, þar sem nokkur matarforði er geymdur. Það, sem við höfðum handbært, var að- eins nokkrar brauðsneiðar, svolítið af súkkulaði, nokkr- ar appelsínur og fáeinar appelsínflöskur. Vel mátti búast við langri dvöl á jökl- inum, svo að ekki var um annað að gera en spara. Skammturinn var því fyrst 1 brauðsneið, 1 appelsína, súkkulaðimoli og 2—3 sopar af appelsíni. Heyrist í flugvélum. Á laugardag þóttumst við heyra í flugvél og á sunnu- dag sáum við katalínaflug- vél frá Loftleiðum upp um skýjagat. Við reyndum eftir mætti að vekja á okkur at- hygli, en það tókst ekki. Komust í gúmmíbátana á fjórða degi. Við gerðum margar til- raunir til að komast í hólf- ið þar sem öryggisútbúnað- urinn var geymdur, en það reyndist örðugt, því að vélin hafði þrýstst svo saman, að kassar og töskur voru lítt eða ekki hreyfaiíleg. Urðum við að brjóta kassana og höggva upp vörurnar. Fyrsta og önnur tilraun báru éng- an árangur, en í þriðju til- raun á mánudagsmorgun tókst okkur að ná í ofur- lítið meiri mat og lítið sendi tæki, sem er í björgunar- bátunum. Vissu ekkert hvar þau voru. Ekki gátum við gert okkur neina grein fyrir því, hvar við vorum, en bjuggumst við, að við værum kannske á Öræfa- jökli eða Eyjafjallajökli. En á sunnudaginn sáum við nokkra snjótittlinga á ferli og ályktuðum af því, að við værum ekki mjög langt frá jökulrönd. Við gengum stundum nokkra km. út á jökulinn til að vita, hvort ekki sæjust einhver fjöll, sem hægt hefði verið að átta sig eftir. Við sáum fjallatoppa í fjarska, sem mér fannst ekki ólíkir Stóra- og Litla Dímon. Hvar erum við? Þegar neyðarskeytið hafði heyrzt á mánudaginn og Vestfirðingur fundið okkur, fögnuðum við að sjálfsögðu vel og reyndum að láta sjást sem bezt, að við værum öll heil á húfi. Siðan mótuðum í ■; ÞJÓDLEIKHÚSID Föstudag 22. sept. kl. 20,00: ÓVÆNT HEIMSÓKN eftir J. B. <PRIESTLEY Leikstjóri: INDRIÐI WAAGE FRUMSÝNING ★ Laugard kl. 20 ÓVÆNT HEIMSÓKN 2. sýning ♦ Sunnudag kl. 20 ÓVÆNT HEIMSÓKN 3. sýning ★ Mánudag kl. 20 ÓVÆNT HEIMSÓKN 4. sýning ★ AÐGÖNGUMIÐAS AL A: Áskrifendur að 3. og 4. sýn- ingu vitji aðgöngumiða sinna eftir kl. 13,15 i dag. — Aðr- ir aðgöngumiðar, að öllum sýningunum, seldir í dag frá kl. 13,15—20,00. — Sími 80 000 við með svörtu stafina „O. K.“ í snjóinn til að gefa til kynna að við værum heil. Þar næst rituðum við spurn ingar um það, hvar við vær- um. Notuðum við vefnaðar- vörustrangana til að mynda stafi orðanna. Fleygðu niður teikningu af Vatnajökli. Áhöfnin á Vestfirðingi svar aði með því að fleygja niður til okkar teikningu af Vatna- jökli, þar sem staða okkar var sýnd. Vel tekið á móti okkur. Síðan er lítið meira af þessu að segja, sagði Magnús. Við lögðum af stað niður jökul- inn klukkan 3,45 i fyrradag og vorum hálfan áttunda tíma á leiðinni. Viðtökurn- ar þar voru betri en orð fá lýst. Akureyringar höfðu bæki stöð sína í bröttu gili við jökulröndina. Þeir höfðu lýst gilið upp svo og tjöldin og komu á móti okkur upp á jökul með vasaljós. Síðan fengum við heita mjólk og heitt kaffi og margs konar aðra hressingu. Ég vil aðeins að lokum, sagði Magnús, nota tækifær- ið og þakka öllum hinum mörgu, sem lagt hafa á sig mikið erfiði og hvergi dregið af sér til að koma okkur sem fyrst til hjálpar. DAGFINNUR FLUGMAÐUR: Fékk mikið höfuðhögg og féll í öngvit Dagfinnur Stefánsson, flug- maður, var mest meiddur af áhöfninni. Hann hafði mikla sprungu í efri vöf, og röntgen myndir, sem teknar voru í gær, sýndu, að kjálkinn er sprunginn eða brotinn. Augað var sokkið og hafði blætt inn á það. Honum leið þó vonum betur í gærkveldi, er tíðinda- maður blaðsins náði snöggv- ast tali af honum. Féll þegar í yfirlið. — Ég veit eiginlega ekkert, hvað gerðist, sagði Dagfinnur, því að ég fékk mikið höfuð- högg þegar við áreksturinn og féll í öngvit. Síðan vissi ég ekkert af mér fyrr en strák- arnir voru að draga mig út úr flakinu. Þá raknaði ég við sem snöggvast en rann á mig höfgi aftur. Um nóttina leið mér töluvert illa, bæði vegna kulda og þrauta í meiðslum. Síðan hresstist ég furðu fljótt. Nú er ég búinn að hvíla mig og líður ágætlega. AFGLYSEVGASÍMI TÍMANS ER 8130«

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.