Tíminn - 06.10.1950, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.10.1950, Blaðsíða 2
2. TÍMINN, föstudaginn 6. október 1950. 221. blaff. 'Jrá kafi til keiia | Útvarpi6 tjtvarpið í kvöld: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20,30 Útvarpssagan: „Ketill inn“ eftir William Heinesen XXXVI. (Vilhjálmur S. Vil- hjálmsson rithöfundur). 21,00 Tónleikar: Sónata fyrir flautu og píanó eftir Bach (plötur). 21,15 Frá útlöndum (Jón Magn- ússon fréttastjóri). 21,30 Tón- leikar: Kvartett í A-dúr op. 18 nr. 5 eftir Beethoven (plötur). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Vinsæl lög (plötur). 22,30 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Sambandsskip: M.s. Arnarfell fór frá Valen- M.s. Hvassafell fór frá Rvík 2. cia 4. þ. m. áleiðis til Rvíkur. þ. m. áleiðis til ítalíu með salt- fisk. Eimskip: Brúartoss er í Færeyjum. Dettifoss fór frá Reykjavík 3. 10. til Hull, Hamborgar og Rott erdam. Fjallfoss fór frá Reykja vík 30. 9. til Svíþjóðar. Goðafoss er í Vestmannaeyjum. Gullfoss kom til Reykjavíkur í morgun 5. 10. Fer frá Reykjavík 7. 10. til Leith og Kaupmannahafn- ar. Lagarfoss íór frá Norðfirði 4. 10. til Bremerhaven og Ant- werpen. Selfoss fer væntanlega frá Keflavík í kvöld 5. 10. til Reykjavíkur. Tröllafoss fór frá Halifax 3. 10. til Reykjavíkur. Ríkisskip: Hekla er í Reykjavík og fer þaðan n. k. mánudag vestur um land til Akureyrar. Esja verð ur væntanlega á Akureyri síð- degis í dag. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Skjaldbreið var á ísafirði síðdeg is í gær á norðurleið. Þyrill er í Reykjavík. Árnað heiila Trúlofun. Nýlega opinberuðu trúlofun sina á Húsavík ungfrú Helga Sigurgeirsdóttir, símamær og Jón Árnason bifreiðastjóri. Hjónaband. Fyrir skömmu voru gefin sam an í hjónaband ungfrú Aðal- heiður Kristjánsdóttir Eyrar- bakka og Valgeir L. Lárusson Káranesi í Kjós. 1 dag verða gefin saman í Kaupmannahöfn frú Kristjana Sigurz og Stefán Islandi, kamm ersöngvari. Heimili þeirra verð- ur í Kaupmannahöfn. Úr ýmsum. áttum Lántaka. Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að bjóða út 6 milj. kr. lán vegna byggingar íbúðar húsa. Er lánið með 6% vöxtum og heimilt að greiða þriggja ára vexti fyjrir fram. Félagsmálaráðu neytið hefir heimilað bænum lántöku þessa. Gestir í bænum. Ásmundur Jóhannsson, bóndi á Kverná í Grundarfiröi, Bjarni Jóhannsson, forstjóri í Siglu- firði. Nýr sendikennari, Edouard Schydlowsky að nafni, er kominn hingað til lands á vegum Alliance Francaise til íyrirlestrahalda í Háskóla ís- lands. Norðansvarri og brim var á Blönduósi í gær, og hafði snjóað í fjöll við Húnaflóa niður í miðjar hlíðar. Þessi hlýlegi selskinnskragi, sem Jacques Griffe hcfir sett á þessa haustdragt er góður og gagnlegur á liráslagaleg- um haustdegi, þótt hann sé ekki talinn líklegur til að vinna sér hylli kvenþjóffarinn ar, sem fögur flík. „Eins og vant er“. f heilbrigðisskýrslum þeim, sem landlæknir gefur út, er samankomiun mjög mikill fróð leákur um það, sem varðar heil brigðismál og marga þætti menningarmála í landinu. Með al annars eru þar skýrslur og dómar lækna um kvilla í barna skólabörnum. Einn héraðslækn irninn segir: „Helztu kvillar lús og tannskemmdir, eins og vant er!“ Annar segir: „Eins og áður ber mest á lúsinni og tannskemmdunum“. Nágranni þessa læknis kveður sterkar að orði: „Lúsin í algleymingi alls staðar“. Fjórði læknirinn seg- ir: „Tannskemmdir algengasti kvillinn. Lús o? nit næsthæsti liúuiinn“. Hinn fimmti er svo hamingjusamur að geta sagt um lúsabörnin: „Aðallega börn frá vissum heimiium, sem losna ekki við lúsina“. Og loks , gefur sjötti læknirinn sínu hér . aðinu þennan vitnisburð: „Enda þvkir það nú vanzi að hafa lús á heimili sínu, og það svo, að þaff er jafnvel orðið ^ viðkvæmt mál, ef nit finnst í krökkunum". Öll þessi ummæli eru tekin úr síðustu skýrslunum, er gefn ar hafa verið út. Samkvæmt þeim er meira en helmingur barnaskólabarna með skemmd ar tennur, og í þetta 10—12% hefir fundizt lús. Sum skóla- héruð í landinu eru þó með miklu hærra lúsahlutfall, og það, sem á mctið, er með ó- trúlega háa tölu. — Og í þessu fari mun enn hjakka með þrifn aðinn á okkar kæra landi. Skrifstofa Óháða fríkirkjusafnaðarins. er í bakhúsinu að Laugavegl 3, opin tvisvar í viku, kl. 8—10 á miðvikudagskvöldum og kl. 2—5 á laugardögum. Þar er safn aðargjöldum veitt móttaka og I veittar upplýsingar um safnað- i arstarfið. Skipaðir kcnnarar. Eftirtaldir kennarar hafa ver ið settir við barnaskóla Reykja víkur á þessu hausti til starfa í eitt ár: Auður Eiríksdóttir, Ás- dís Steinþórsdóttir, Gisli Hann esson, Guðmundur Magnússon, Helga Einardóttir, Hjálmar Guð mundsson, Lárus Johnsen, Sig björn Eiríksson, Þórarinn Hall- grímsson, Þórhildur Halldórsdótt ur, Þórir Sigurðsson, Þorsteinn Guðmundsson og Þorsteinn Ól- afsson. Jón Arason í norskum blöðum. Norska blaðið Gula Tidend sagði 16. sept. frá afhjúpun minnismerkis Jóns Arasonar að Hólum og hátiðahöldunum, er j þar fóru fram. Það víkur einnig að aftöku Jóns Arasonar og sona hans í Skálholti. „ESna út- lenda flaggið, sem sást, var norski fáninn“, segir blaðið. . Landsþing Náttúrulækningafélags Islands. veröur sett í félagsheimili verzlunarmanna á mor'gun kl.1 2. Þingið sækja 30—40 fulltrúar frá átta félögum — í Reykjavík,1 Stykkishólmi, á Isafirði, Sauð- árkróki, Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri. ornum i/egt Nýstárlegt bréf Menntamálaráðuneytið hefir ritað stjórnendum allra skóla, er lúta umsjá þess, og brýnt fyrir þeim nauðsyn á ströngu bindindiseftirliti og mælt fyrir um refsingar, ef út af bregður. Það er ekki ólíklegt, að þessi fyrirmæli muni vekja nokkurra athygli. og alveg tvímælalaust munu þau mælast vel fyrir hjá almenningi. Það hefir nú um skeið gilt sú regla á flestum sviðum þjóðfélagsins, að aðhald hefir verið lítið og flestir farið sítiu fram. Árangurinn af því er orðinn lýðum ljós. Hann kemur fram í margs konar vanrækslu og rleifarlagi, vinnusvikum á ó- tal sviðum, jafnt í sjálfum skrif stofum hinnar æðstu stjónar- valda sem annars staðar, óvand aðri framleiðslu bæði við hin- ar smæstu iðngreinar og höfuð- útflutningsvörur landsmanna. Það hefir lengi verið eins og skrítla á vörum fólks, ef þurft hefir að ná tali af háttsettum embættismanni eða yfirmönn- um opinberra stofnana, er al- menningur þarf að leita til, að þeir séu ýmist ekki komnir eða farnir í mat, ekki kofnnir úr mat eða farnir fyrir fullt og allt í dag. Slíkt er kannske dá- lítið ýkt mynd, en í henni felst þó beiskur sannleikur. Svona hafa margir hinna æðstu manna rækt störf sín, og aðrir dregið dám að þeim. Bréf menntamálaráðuneytis- ins er merk nýjung. Slík afskipti þyrftu víðar að koma til — á fjölmörgum sviðum — og ganga jafrit, yfir alla. Ég er viss um, að slíkum afskiptum myndi fylgja heilbrigt afturhvarf frá ringul- reið styrjaldar- og herriámsár- anna, ef fyrirmælunum væri réttvíslega og stranglega fylgt eftir. En án þess eru þau verra en ekki neitt. J. H. OSTUR er holl fæða, sem aldrei má vanta á matborðið Samband ísl. samvinnufélaga Sími 2678 Ungling vantar til þess að bera út Tímann í Vogahverfi. Upplýsingar Afgreiösla TÍMANS Sími 2323 Slátursala i okkar á Skúlagötu 12 hefir á boðstólum: Ærhausa • Ærlifur Mör Samband ísl. samvinnufélaga Sími 7080. imi«iiwmiiii:i:iiiiiiw«nmnaii Skagfirðingafél. í Reykjavik efnir til kvöldskemmtunar í Tjarnarcafé í dag 6. þ. m. kl. 9. Til skemmtunar verður: Kvikmyndasýning Upplestur: Höskuldur Skagfjörð leikari Myndasýning og minningar frá Hólaferð DANS Aðgöngumiðar seldir í Flóru og Söluturninum. Samtaka nú! Stjórnin. Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.