Tíminn - 06.10.1950, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.10.1950, Blaðsíða 5
221. blað. TÍMINN, föstudaginn 6. október 1950. 5. WMM Föstud. 6. okt. Bætt aðbúð gamal- menna Fyrir nokkrum dögum síð- an birtist hér í blaðinu grein argerð Gísla Sigurbjörnsson- ar, forstjóra Elli- og hjúkrun arheimilisjns Grund, þar sem hann skýrði frá því að Fjár- hagsráð hefði synjað um leyfi til að reisa viðbyggingu við núverandi hús heimilisins, en fyrir hana væri mikil þörf. Einnig var sagt frá nokkrum fjárfestingarleyfum sem Fjár hagsráð hefði veitt á sama tíma. Því verður vissulega ekki neitað, að Fjárhagsráði er mikill vandi á höndum í sam bandi við úthlutun fjárfest- ingarleyfa, þar sem stórlega hefir dregið úr innflutningi byggingarefnis af óviðráðan- legum orsökum, en beiðnir um byggingarleyfi berast úr öllum áttum. Mörgu verður þvi að neita, sem nauðsynlegt er. Hitt er jafnvíst, að fátt er nauðsynlegra en að gömlu fólki sé séð fyrir sæmilegum dvalarskilyrðum seinustu æviárin, en margt af þvi á ekki annars völ en að leita á náðir elliheimila. Því er vafasamt, hvort Fjárhagsráð hefði getað veitt nokkurt leyfi nauðsynlegra en leyfi til um ræddrar viðbyggingar við Grundarheimilið. Það er annars ekki tilgang urinn með grein þessari að ræða þetta sérstaka mál nán ara, heldur að benda á það, að aðbúnaður gamals fólks er nú að verða eitt af meiri- háttar vandamálum þjóðfé- lagsins. Gömlu fólki fer nú óðum fjölgandi vegna bættr- ar heilbrigöishátta og heimil in breytast stöðugt meira og meira í það horf, að gömlu fólki er eins og'ofaukið. Þess vegna þarf að finna ný úr- ræði til að tryggja aðstöðu gamla fólksins. í grein, sem Alfreð Gísla- son læknir ritaði nýlega um þessi mál í „Heilbrigt líf“ og! útdráttur birtist úr hér í blað inu, var gefið greinargott yf- irlit um þetta málefni. Þar var m. a. sýnt fram, á, að málefni þessu mætti skipta í þrjá aðalfl. eða í dvalarskil- yrði, starfsskilyrði og heilsu- gæslu gamals fólks. í öllum þessum efnum er þörf mikilla umbóta og á það ekki aðeins við okkur, heldur engu síður flestar aðrar þjóðir, sem margar sinna nú þessum mál um af vaxandi áhuga. í sambandi við dvalarskil- yrðin er það ekki nóg, að reist séu gamalmennahæli. Mörg gamalmenni vilja helzt ekki fara þangað og gömul hjón vilja gjarnan hafa heimilis- hald sem lengst. Slíku fólki er nauðsynlegt að geta séð fyr ir litlum, hentugum íbúðum. Væru þær fyrir hendi, myndu oft losna stærri íbúðir og því væri bygging slíkra smá- íbúða meiri lausn húsnæð- ismálanna en ætla mætti í fljótu bragði. Um starfskilyrðin er það að segja, að margt gamalmenni vill og getur haldið áfram að vinna ýms létt störf, þótt það verði að láta af því starfi, sem það kann áður að hafa stundað meðan þrekið var ó- E'RLENT YFIRLIT: [ i RALPH BUNCHE [ Fyrsti blökkiiinaðiurinn, scm hlýtur frið- arvcrðlaun INobcls Fyrir nokkru síðan var sú ákvörðun birt, að Ralph Bunche hefði verið sæmdur friðarverð- launum Nobels. Hann er fyrsti svertinginn, sem hefur hlotið þessa virðulegu viðurkenningu, og einnig yngsti maðurinn, er hefur hlotið hana. Bunche get ur enn talizt ungur maður, þegar miðað er við þau störf, sem eftir hann liggja, en hann varð 46 ára gamall fyrir nokkru. Yfirleitt hefur það mælzt vel fyrir, að Bunche voru veitt friðarverðlaunin. Hann hefur leyst af höndum störf, sem gera hann fullkomlega veröan vérðlaunanna. Það þyk ir einnig vel til fallið, að verð- launin séu veitt manni, sem um þessar mundir er talinn einn fremsti fulltrúi hins svarta kyn þáttar. Það þykir sýna, að hann nýtur nú vaxandi og veröskuld aðrar viðurkenningar. Sáttasemjari í Palestínu- deilunni. Bunche eru veitt verðlaunin fyrst og fremst fyrir sáttastarf það, sem hann vann í sambandi við Palestínudeiluna. Margir óttuðust, að sú deila gæti leitt til mikils og langvarandi ófrið ar. Án efa má að mestu leyti þakka það milligöngu Samein- uðu þjóðanna, að deilan hefur gengið jafn friðsamlega og raun ber vitni um. Sá maður, sem átti drýgstan þátt í því að bera sáttarorð á milli, meðan deilan stóð hæst og minnstu munaði að upp úr blossaði, var Ralph Bunche. Bernadotte greifi var fyrsti sáttasemjari Sameinuðu þjóð- anna í Palestínudeilunni. Hann valdi Ralph Bunche sem nán- asta aðstoðarmann sinn. Bunche vann þegar mikið og gott starf á þeim tíma. Þegar Bernadotte var myrtur, féll það í hans hlut að halda starfinu áfram og leiða það í höfn. Það heppnaðist honum vonum fram ar. Hann lét það ekki á sig fá, þótt honum væri ógnað með sömu örlögum og Bernadotte hafði hlotið. Margir telja, að Bunche hafi gengið sáttastarf- ið betur vegna þess, að hann tilheyrði ekki hinum hvíta kyn þætti. Friðarstarf það, sem Bunche hefur unnið, liggur þó engan- veginn einvörðungu á sviði Pal- estínudeilunnar. Bunche hefur unnið mikilvægt starf á því sviði að stuðla að auknum réttindum og aðstöðu blökkumanna og treysta þannig bætta sambúð þeirra og hvíta kynþáttarins. Á því sviði er nú aðalstarf hans fólgið. Starfsferill Bunche. Bunche hefur oft verið ætt- færður þannig, að afi hans hafi verið þræll. Önnur amma hans var það einnig. Hann er fæddur og uppalinn í bílaborg- inni Detroit. Vegna framúr- skarandi námshæfileika hlaut hann næga styrki til að geta stundað háskólanám. Hann hlaut jafnan hina beztu próf- vitnisjjurði, en þó hafði hann tíma til að vinna sér jafnframt mikla frægð á íþróttasviðinu. Það hefur einkennt hann síðan eins og á námsárunum að vera óvenjulega afkastamikill starfs maður að hverju sem hann gengur. Bunche fékk á unga aldri mikinn áhuga fyrir kynflokki sínum og löngun til að bæta hlutskipti hans. Á háskólaár- um sínum lagði hann því aðal- stund á að kynna sér málefni nýlendnanna og hlutskipti hinna undirokuðu þjóðflokka þar. Doktorsritgerð Bunche fjallaði um þessi mál og þótti hún svo vel samin, að hann var þá þegar talinn manna fjölfróðastur um þessi mál. Strax að henni lokinni hlaut hann prófessorsstöðu við Har- wardháskólann í nýlendufræð- Utll; Þegar síðari heimstyrjöldin náði til Bandarikjanna var Bunche ekki kvaddur í herinn, því að hann hafði hlotið meiðsli við íþróttaæfingar, er gerðu hann óhæfan til herþjónustu. Stjórnin kvaddi hann hinsveg- ar í þjónustu sína. Hann hlaut starf við þá deild upplýsinga- þjónustunnar, er fjallaði um málefni Afríku. Bunche fékk þar gott tækifæri til að auka við þekkingu sina á nýlendumál unum, en áður hafði hann þó ferðast mikið um Afríku, eink- um meðan hann vann að dokt- orsritgerðinni. Síðar hlaut hann það starf að vinna að þeim þætti í lögum Sameinuðu þjóð- anna, er lýtur að meðferð ný- lenduþjóða. Eftir stofnun Sam- einuðu þjóðanna varð hann fyrsti forstöðumaður þeirrar deildar S. Þ., sem hefur eftirlit með nýlendustjórn og annast umboðsstjórn í þeim löndum, er heyra beint undir S. Þ. Frá þessu starfi var hann kvaddur til þess að vera sáttamaður í Palestínudeilunni. Hafnaði ráðherrastöðu. Þegar Bunche hafði lokið sáttastarfinu í Palestínudeil- unni, bauð Truman forseti hon um embætti aðstoðarutanríkis- ráðherrans í stjórn sinni. Tru- man taldi, að stjórnin hefði mikla þörf fyrir aðstoð hans, og auk þess mun hann hafa viljað sýna hug sinn til blökku mannamálanna í Bandaríkjun- um með því að gera blökku- mann að ráðherra, en Truman hefur sett það á stefnuskrá sína að tryggja fullkomið jafnrétti blökkumanna í Bandaríkjun- um. Frumvarp, sem hann hef- ur flutt um þessi mál, hefur bilað. Slíku fólki þarf að reyna að sjá fyrir hentugum störfum. Slíkt væri ef til vill hugsanlegt í sérstökum sveitaþorpum, þar sem rekinn væri ýms smáiðnaður og lögð stund á ýmsa auðvelda rækt- un. Það er a. m. k. vel þess vert að athugað sé, hvort slíkt sé ekki framkvæman- legt. Loks er það svo heilsugæzla gamla fólksins. Eins og greint var skilmerkilega frá í grein Alfreðs þarfnast gamla fólk- ið að ýmsu leyti sérstakrar heilsugæzlu. Það þarf að geta leitað til lækna eða heilsu- gæzlustöðva, er sérstaklega fást við hrörnunarsjúkdóma. Þaö þarfnast líka að ýmsu leyti sérstakrar spítalavistar og væri sennilega hægt að finna lausn á því með sév- stakri deild við einn eða fleiri af spítölum landsins. Hér er vissulega um mál- efni að ræða, sem gefa þarf vaxandifgaum og hefja und- irbúning til úrlausnar. Til þess verða ekki gerðar kröfur að fullkominn lausn fáist á þessum málum á skömmum tíma, en því fyrr fæst hún, sem fyrr er byrjað. Það virð- ist því vera sjálfsögð tillaga, sem fram er borin i grein Al- freðs, að heilbrygðisstjórnin, Tryggingarstofnunin og aðrir slíkir aðilar, sem mál þessi heyra undir, taki höndum saman um að finna lausn og hrinda áleiðis framkvæmd- um í samræmi við það eftir því, sem geta og aðrar aðstæð ur leyfa. Ualph Bunche enn ekki náð fram að ganga, en víst er þó, að barátta hans fyrir þessu máli mun mjög greiða fyrir sigri þess fyrr en varir. Bunche hafnaði tilboði Tru- mans um ráðherrastöðu með þeirri forsendu, að hann vildi ekki setjast að í Washington, því að enn væri kynþáttaá- greiningurinn svo mikill í höf- uðborg Bandaríkjanna, að hvít- ir menn og svartir gætu ekki komið á fömu veitingahús og hvít og svört börn gætu ekki gengið á sömu skóla. Þessi for- senda fyrir neitun hans hefur tvímælalaust orðið mikill styrk ur fyrir frumvarpið um jafn- rétti svertingja, sem Truman er að berjast fyrir, því að það opnaði augu margra fyrir mis- fellunum í þessum málum, að maður eins og Bunche yrði að hafna ráðherrastarfi af þeim ástæðum. Niðurstaðan var sú að Bunche tók upp sitt fyrra starf hjá Sameinuðu þjóðunum, enda mun honum hafa verið það hugleiknast. Nýlendumál og umboðsþjónustumál, sem snerta S. Þ., heyra undir deild þá, sem hann veitir forstöðu. Þar kem- ur þekking hans að góðum not- um og hann fær þar gott tFjki færi til að vinna fyrir hinn undirokaða kynþátt. Þeir, sem kynn§J hafa Bunche segjast ekki aðeins dázt að’ þekingu hans og óvenjulgri starfshæfni. Hitt sé jafnvel enn aðdáunarverðara, hve skapgerð hans sé traust og heil og því vinni hann sér virðingu allra, sem kynnast honum. Þess vegna sé hann hinn ómetan- legi fulltrúi kynþáttar síns. Raddir nábúanna Mbl. ræðir um kosningur til Alþýðusambandsþings í forustugrein sinni í gær. Það segir m. a.: „í svo að segja hverju ein- asta verkalýðsfélagi landsins liggur straumurinn frá komm únistum. Þeir eru allsstaðar að tapa. Þetta gerist á sama tíma og fólkiö í verklýðssamtökunum á við vaxandi erfiðleika að etja af völdum hækkaðs verð- lags og minnkandi atvinnu. Það, sem gerst hefur, er það, að fólkið hefur séð í gegn um hið ábyrgðarlausa yfir- borðsgaspur kommúnista. Það treystir þeim ekki til þess að leysa vandræði sín. Það lætur ekki vandræðin æsa sig til þess örþrifaráðs að fela rót- lausum landráðalýð og ofbeld isseggjum forsjá mála sinna. Islendingum má vera það mikið gleðiefni að fylgi komm únista fer nú ört hrakandi í landi þeirra. Hér hefur því farið á sömu lund og í öðrum lýðræðisríkjum." Það er vissulega réttur skiln ingur hjá verkamönnum, að leiðin út úr þeim erfiðleikum sem nú steðja að, er ekki sú að efla kommúnista. Með því væri farið úr ösk- unni í eldinn. Hér eins og annarsstaðar í lýðræðislönd- um mun fylgi kommúnista halda áfram að síminnka. Bændur og flutn- ingaskip S.Í.S. Morgunblaðið hefir nú kom izt að þcirri niðurstöðu, að ísl endingar eigi of mikinn verzlunarflota. Og auðvitað eru það flutningaskip S. í. S., sem því þykir ofaukið. Mbl. kveinkar sér undan því, að Timinn hafi talað um „róg“ þess um Sambandið. Sá rógur er í því falinn að, segja að ráðamenn Sambands ins hafi tekið fé bænda frá ræktun landsins og lagt að óþörfu í útgerð. Þetta er það, sem Mbl. hefir sagt, og má hver sem vill trúa því, að slíkt sé mælt til að afla íslenzkri samvinnuhreyfingu vinsælda. Mbl. dæmir ekki fram- kvæmdir eftir því hverjar þær eru, heldur hver gerir þær ög hver hagnast á þeim. Mbl. angrast aldrei yfir því fé, sem lagt er í verzlun með ýmiskonr glingur og svo kallaða skrautmuni. Aldrei eru í Mbl. neinar hugleiðing ar um það, hvaðan það fé muni vera komið, eða hvort það kynni ekki að vera betur ávaxtað í ræktun landsins. Aldrei talar Mbl. um það, hvort ekki hefði mátt byggja fyrir minna yfir kaupsýslu- stétt og stórútgerðarmenn Reykjavíkur. Aldrei er þar talað um allar milljónlrnar, sem lagðar eru í óhóf og vit- Ieysu í húseignum þcssara manna. Aldrei hvarflar það að Mbl. hvaðan þetta fé er komið, eða hvort það myndi ekki vera betur geymt hjá framleiðslunni. Það er heldur ekki mikið talað um það í Mbl., þó að íslenzkir kaupsýslumenn ferð ist með fjölskyldur sínar og einkabíla suður að Miðjarðar hafi eða vestur í Ameriku. Slíka hluti vill Mbl. láta þögn ina sveipa. Þetta er allt eðlilegt. Mbl. er eign þeirra manna, sem sjálfir draga ríflegbn fjár- hlut frá framleiðslunni. Og það er gefið út ýiil að vernda aðstöðu þeirra og forréttindi. En þegar samvinnuhreyf- ingin hefur eignast sín eigin skip finnst rógberunum við Mbl. að komið sé tækifæri fyrir sig. Hvað gerir það til, þó að allar alþýðustéttir lands ins eigi samvinnufélögin saman og siglingar séu sam- eiginleg nauðsyn þjóðarinnar allrar? Heimskasti verzlunar lýðurinn í Reykjavík heldur, að bændur séu þröngsýnir eiginhagsmunamenn. Þess vegna er Mbl. látið segja, að þeirra fé hafi þarna verið frá þ(|im tekið. Fé bænda hafi verið lagt í skipakaup ,,að þarflausu“. Og eigendur Mbl. hlakka til að sjá áhrifin af þessum á- róðri, þegar bændurnir, sem auðvitað vilja stækka tún- in sín og rækta betur og meira lesa það, að forustumenn S.Í.S. hafi tekið hektara af hverjum einasta bónda og lagt í þarflausa útgerð. En það hefur oft komið fyr ir áður, að sá, sein revndi að vekja tortryggni með ó- hróðri og rógi, hefur ekkert borið úr býtum nema skömm og fyrirlitningu góðra manna. íslenzkir bændur vita það vel, að flutningar til lands- ins og frá, eru þeim ekki ó- viðkomandi. Og þeir telja það mikið öryggismál fyrir sig, að fjöldasamtök alþýðumanna vð sjó og í sveitum hafi þar hönd í bagga. Ö+Z,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.