Tíminn - 06.10.1950, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.10.1950, Blaðsíða 7
221. blað. TÍMINN, föstudaginn 6. október 1950. 1 Islenzkir námsmenn í sænskum Iýð- háskólum Nokkur undaílarin ár hafa 7—10 nemendur fengið ókeyp is skólavist í skólum á Norð- urlöndum á vegum Norræna félagsins. Síöast með Gullfossi fóru 9 íslenzkir nemendur á vegum Norræna félagsins til vetr- ardvalar í skólum í Svíþjóð og Noregi. Nemendur fá ókeyp is skólavist í heimavistarskól um yfir veturinn og auk þess. 150—300 kr. styrk hver í I sænskum og dönskum gjald- eyri frá Norræna félaginu hér og félaginu í Svíþjóð. Þeir nemendur, sem áður hafa notið þessarar skóla- vistar hafa verið sérstaklega ánægðir með vist sína í skól- unum og lokið miklu lofsorði á skólana, sem þeir hafa dval ið í. — Að þessu sinni fóru eftir- taldir nemendur til Svíþjóð- ar: Arndís Steingrímsdóttir, Nesi í Aðaldal, í Sörángens folkhögskolan, Nássjö. Ásgerður Haraldsdóttir, Reykjavík, í Gripsholms, folk högskolan, Mariefred. Guðrún Björnsdóttir, Ak- ureyri, í Gamlebyfolkhögskola Gamleby. Hanna Rósinkranz, Reykja vík, Sigtuna folkhögskolan, Sigtuna. Hjördís Jóhannsdóttir, Pat- reksfirði, í Bollnás folkhög- skolan, Bollnás. Leifur Guðjónsson, Selfossi, í Nordiska folkhögskolan, Kungálv. Kristbjörg Steingrímsdótt- ir, Nesi í Aðaldal, í Katrine- bergs folkhögskolan, Vessige- bro. Sigurður Jóhannsson, Akur eyri, í Högalids folkhögskol- an, Smedby. Til Noregs fór: Bergþór Finnbogason. Hít- ardal, Mýrasýslu, i Voss folk- högskola, Voss. Breyting á áfengis- skömmtun í Svíþjóð Undanfarin ár hefir verið allströng áfengisskömmtun í Svíþjóð og hafa menn orðið að hafa sérstaka áfengis- skömmtunarbók til að geta keypt áfengi. Nú hefir verið ákveðið að láta skömmtunar- bókina hverfa, en menn eru eftir sem áður skuldbundnir til að kaupa áfengið á sama útsölustað alltaf, og munu verzlanirnar hafa skrá yfir viðskiptamenn sína og fylgj- ast með innkaupum þeirra, sem ekki mega fara yfir á- kveðið magn. Þá verður einn- ig sú breyting á, að giftar konur mega nú kaupa áfengi eins og karimenn og ógiftar konur. Jafnframt þessum breytíngum hefir prestum verið lagt á herðar og fylgj- ast með áfengisneyzlu manna í köllum sínum og eiga þeir að láta vita, ef sérstakra að- gerða er þörf af hálfu hins opinbera. EF ÞER VILJIÐ gerast áskrifendur að TÍMANUM, þá hringið í síma 81300. Rafmagnsveitur ríkisins (Framhald af 1. síOu.) ir fengið rafmagn frá Hafn- firðingum. Borgarf jörður. Frá Andakílsárvirkjuninni hefir Innri-Akraneshreppi verið miðlað rafmagni. Ligg- ur lina frá Akranesi inn að Innra-Hólmi. En verið er að vinna að línum frá Hvann- eyri að Bæ í Bæjarsveit og að Varmalandi í Stafholts- tungum, og sömuleiðis frá Hvítárbrú niður í Borgar- hrepp. Skagafjörður. Gönguskarðsárstöðin í Skagafirði tók til starfa í fyrra. Lokið er línu frá Sauð- árkróki að Glaumbæ, nema eftir að tengja tvo eða þrjá bæi, er verður gert nú. Eyjaf jörður. Frá Akureyri hefir lína ver ið lögð til Hjalteyrar, en enn er ekki farið að dreifa raf- magninu til sveitabýlanna meðfram þeirri línu, en verð- ur nú gert. 9 Samþykkt hefir verið, að leggja línu til Dalvíkur og veita rafmagni til bæja á Ár- skógsströnd, en ekki verður það framkvæmt í haust. Þingeyjarsýsla . Auk þeirra bæja og byggð- arlaga i Eyjafirði, er fá raf- magn frá Laxárstöðinni, er búið að leggja rafveitu út á Svalbarðseyri og á nokkra bæi á Svalbarðsströnd. Lögðu heimamenn þá línu sjálfir með aðstoð rafveitu Akureyr- ar, en nú er rætt um að ríkið taki við þessari veitu. Austan Vaðlaheiðar er raf- magni frá Laxárstöðinni veitt til Húsavíkur og bæja í Grenj aðarstaðar- og Múlahverfi. Samþykkt hefir verið að leiða rafmagn á nokkra bæi í Aðal- dal, en ekki er enn byrjað á því starfi. Egilsstaðir. Loks hafa rafveitur ríkís- ins reist dieselrafstöð að Eg- ilsstöðum á Völlum. En nú er um það rætt, að hreppurinn taki við þeirri stöð af ríkinu. Stj ór narskr ármál ið (Framhald af 4. siðuj önnur stjórnarvöld sam- kvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdavaldið.“ Það er gaman að bera þessa grein saman við samsvarandi grein i stjórnarskránni sem gilti meðan ísland var kon- ungsríki. Þá hljóðaðí 2. gr. st j órnarskr árinnar þannig: „Löggjaíarvaldið er hjá kon- ungi og Alþingi, báðum sam- an, framkvæmdavaldið er hjá konungi og dómsvaldið hjá dómendum“. Hér eru eins og menn sjá engin „önnur stjórnarvöld“ sem eiga að fara með framkvæmdarvald ið með konungi, hvorki ,sam- kvæmt stjórnarskránni“ né heldur „öðrum landslögum“. En hver eru þá þessi „önn- ur stjórnarvöld" sem um get- ur verið að ræða að fari með framkvæmdarvaldið ásamt forseta. Það kemur skýrum orðum í 13. gr. stjórnarskrár- innar en hún hljóðar þannig: „Forseti lætur ráðherra framkvæma vald sitt“. Af þessu er það ótvírætt að það er ríkisstjórn — ráðherr- ar, sem Alþingi velur — sem fara með vald forsetans. En þetta nægir ekki. Hluta af forsetavaldinu má auk þess fá öðrum aðilum samkvæmt „öðrum landslögum“ en stjórnarskránni. Hverjir skyldu þeir aðilar vera. Þeir koma fljótt í leitirnar ef að er gáð. Það eru „nefndirnar og ráðin“, sem Alþingi er svo óspart á að skipa. Gangur málsins er þá þessi: Alþingi setur lög um til- teknar framkvæmdir, eins og því ber og það á að gera. En í stað þess að fela forseta ríkisins, og ríkisstjórn hans, framkvæmd málsins, eins og stjórnarskráin æt.last til, set- ur Alþingi þau ákvæði í lögin að sérstakt ráð eða nefnd, sem það sjálft kýs, skuli fara með stjórn og framkvæmd alla hjá fyrirtæki þessu. Þetta er leiðin sem Alþingi fer til þess að taka fram- kvæmdarvaldið í sínar hend- ur, og takið vel eftir því, að þessum ákvæðum var bætt inn í stjórnarskrána þegar forsetaembættið var stofnað. Þau voru þar ekki áður. Ef vér lítum á ákvæðin um dómsvaldið á sama hátt, seg- ir um það i 59. gr. stjórnar- skrárinnar: „Skipun dóms- valdsins verður eigi ákveðin nema með lögum“. Þetta er allt, sem máli skiptir. Hver heilvita maður getur því séð að Alþingi getur með einföld um lögum breytt dómskipun landsins og meira að segja sjálfum Hæstarétti hvenær sem því býður svo við að horfa. Þetta verður að nægja tim ans vegna til þess að sýna yður og sanna, að sú stjórn- arskrár, sem vér nú búum við leggur allt ríkisvaldið beint í hendur Alþingis. Alþingi er nú í dag einræðisstofnun, sem farið getur sínu fram svo að kalla í öllum greinum án þess að reka sig verulega á nokkurt annað þjóðfélags- vald, sem það þarf að taka verulegt tillit til. Staða þess er því nú orðin raunverulega mjög svipuð og staða Æðsta ráðs Sovétríkjanna. Munur- inn er aðeins sá, að enn fá hinir fjórir viðurkenndu stjórnmálaflokkar að bjóða fram i kosningum. Ýmsir munu ef til vill segja, að hér sé of djúpt tek ið í árinni, en ég fullyrði að vel athuguðu máli, að svo er ekki. En því hefi ég reynt að sýna þessa hættulegu þróun í sem skýrustu ljósi, að hún getur leitt til þess, ef ekki verður að gert í tíma, að vér glötum alveg öllu lýðfrelsi í þessu landi, og það Jafnvel fyrr en okkur varir Ekki þarf annað en að grímuklæddur landráðaflokkur nái með stór kostlegri áróðursstarfsemi og fagurgala meirihluta á Al- þingi, eða það sem er þó öllu líklegra, að tveir flokkar geri með sér samsærisbandalag og hrifsi til sín völdin líkt og gerðist í Tékkóslóvakíu 1948. Fyrr en þetta atriði er skil- ið alveg til hlítar þýðir ekki að ræða hina aðra þætti eða önnur atriði stjórnarskrár- málsins. Hættan liggur öll í því að einn þáttur ríkisvalds ins verði of sterkur en hinir tveir of veikir svo hið nauð- synlega jafnvægi í þjóðfélag- inu glatist. Við, sem hér erum saman- komnir, höfum komið auga á þennan höfuðþátt stjórnar- skrármálsins, sem því miður virðist dulinn flestum stjórn málaleiðtogum þessa lands og raunar öllum almenningi líka. Framhald Allt til að auka ánægjuna Fiskuburstarnir komnir og margar fleiri tegundur af burstavörum. VERZLUN INGÞÓRS Selfossi — Sími 27 Költl borð og helt- «r matnr sendum út um allan bæ SILD & FISKUR. Gerist áskrifendur að 3 imanum Áskriftarsími 2323 SKIPAUTG6KO RIKISINS Ármann til Vestmannaeyja í kvöld. Tekið á móti flutningi í dag. Nýja fasteignasalan Hafnarstræti 19. —Simi 1518 Viðtalstími kl. 10—12, 1—3 og 4—6 virka daga nema laug- ardaga kl. 11—12. Fasteigna-, bifreiða- skipa- og verðbréfa- sala. Ný bók á fertugsafmæli Guðmundar Daníelssonar Sumar í Suöurlöndum Sjjálfsœvisafia á ferð um lönd sólarinnar ocj <jleð- innar. Ævintfiraleq ferðabóh ntanns, sem kíinn að ferðast. Þó Guðmundur halli sjálfsagt hvergi réttu máli í frásögnum sínum, af ferðum um Suðurlönd líkist bók- in í beztu merkingu þess orðs sannarlega skáldsögu frá suðrænum löndum. Guðmundur kann að njóta hinnar heitu sólar, temp eratúrinn í æðum hans, er miðaður við hærra hita- stið, en hann á að venjast heima. Þetta er sannarlega skemmtileg bók, og sannar á- þreifanlega að allt sé fertugum fært. HelgafelLsbók I Aðvörun < * <> ♦ um sölu ótollafgreiddra vara O < > <' Hér með er skorað á þá, sem eiga ótollafgreiddar vör- (| ur fluttar inn til Reykjavikur fyrir 1. janúar 1949, að (> tollafgreiða þær hið allra fyrsta. < > Verði aðflutningsgjöld af vörunum ekki greidd fyrir , | 25. þ.m. verða vörurnar seldar á opinberu uppboði til < > lúkningar aðflutningsgjöldunum, sbr. 29. gr. tolllaga | ’ nr. 63 frá 1937. % || Tollstjórinn í Reykjavík. 5. okt. 1950. O II Torfi Hjjariarson I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.