Tíminn - 06.10.1950, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.10.1950, Blaðsíða 6
221. bla3, TÍMINN, föstudaginn 6. október 1050. Sími 81936 Svarta örln (The Black Arrow) Efnismikil og mjög spenn- i andi mynd frá Colombia. ] Byggð á hinni ódauðlegu i sögu R. L. Stevenssons frá i Englandi. ^Louis Hagwoth John Blair Sýnd kL 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ Robpkka Laurence Oliver Joan Fontaine Sýnd kl. 9. „Rocky“, Skemmtileg og hugnæm ný 1 amerísk mynd. Aðalhlutverk: S Roddy McDowall Nita Hunter Sýnd kl. 5 og 7. Sími 1182. NÝJA BÍÓ 1 skngga morðingjans („The Dark Corner“) Hin sérkennilega og spenn- | andi leynilögreglumynd með | hinum óviðjafnanlega Clifton | Webb, (úr myndinni allt í | þessu fína“) ásamt Lucille | Ball og Mark Stevens. Bönnuð börnum innan 16 ára | Sýnd kl. 5, 7 og 9. mtiiiiiiiiiimiMiimi«ffmiiiiii> iiiiMMnnnitiittiiM’ - ■aillllllMIIIIIIIIIIMIIIMIIIIMMIIIMIMIIIIIIIIIIIIMIMII S BÆJARBÍÓi HAFNARFIRDI j Kaffihúsið .;l]migraiiíon“ INGEN VAG TILBAKA | Spennandi.. og .. efnismikil I sænsk kvikmynd. — Danskur 1 texti. — Aðalhlutverk: Edvin Adolphson, Anita Björk. Bönnuð innan 16 ára. | Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦« ELDURINN1 = gerir ekki boð á undan sér. i Þeir, sem eru hyggnir, I tryggja strax hjá Samvinnutryggingum I Viasamlegast greiðið blaðgjaldið i til innheimtn- manna I l vorra. TIMINH II1111111111111111111111111IIIIMIIIIIIIIIMMII1111111111111111111111 Austurbæjarbíó I SVIKARINN (Stikkeren) Spennandi ensk kvikmynd, f byggð á hinni heimsfrægu I sakamálasögu eftir Edgar I Wallace. Sagan hefir komið " út í ísl. þýðingu.— Danskur tpxti. Aðalhlutverk: Edmund Lowe, Ann Todd. Aukamynd: Landskeppni Is- lendinga og Dana í frjálsum íþróttum í sumar. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ftlMIMIMIIIItllf IIMMMMMMII|M||IIMIM||M|MniM|nn TJARNARBÍÓ KRISTÓFER KÓLLMRUS Heimsfræg brezk stórmynd í ðlilgum litum er fjallar um fund Ameríku og líf og starf Kólumbusar. Aðalhlutverk leikur Fredric March af frábærri snilld. Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BÍÓ San Francisco Hin fræga sígilda Metro ] Goldwin Mayer stórmynd, ] og einhver vinsælasta mynd, ] sem hér hefir verið sýnd. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 12 ára fá ekkij aðgang. I ■IIIMIMMIIMIMMIIMIIIIMMUIMMMIII UIIIMIMIMI = HAFNARBÍÓ Helene WiIIfiier Efnisrík og vel gerð frönsk 1 kvikmynd byggð á sam- f nefndri skáldsögu eftir Vicki | Baum. Aðalhlutverk: Madeleine Renaud, Constant Remy. Sýnd kl. 5, 7 og 9. 1 ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< Lokað nokkra daga vegna breytinga. Raftækjaverzlunin LJÓS & HITI h. f. Laugaveg 79. — Sími 5184 Gerizt áskrifendnr. Askriftarsími: 2323 TIMINN Xorðmenn kunna . . . (Framhald af 3. slSu.) er það látið liggja einn sólar hring og síðan skolað vel. Okkur var fulljóst, að við gætum ekki séð nema fáein sýnishorn af búskap Norð- manna í þessu ferðalagi. En þau sýnishorn skapa þó sam stæða mynd, þegar þeim er raðað saman. Við sáum það, að í Noregi er unnið með a!- vöru og skilningi að framför búnaðarins og einskis látið ó freistað. Eitt viðfangsefnið, minnkaðan innflutning fóður vara, þekkjum við vel i Dan mörku. Þar hafa Norðnienn líka náð góðum árangri. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Fasteignasölu- miðstöðin Lækjargötu 10 B. Sími 6530 Annast sölu fastelgna, skipa, bifreiða o. fl. Enn- fremur alls konar trygging- ar, svo sem brunatryggingar, innbús-, líftryggingar o. fl. ) umboði Jóns Finnbogasonar hjá Sjóvátryggingarfélagi ís- lands h. f. Viðtalstími alla virka daga kl. 10—5, aðra tJma eftir samkomulagl UPPÁHALD ALLRAR FJÖLSKYLDUNNAR! Makkarónur, Súpur, Súputeningar, Maisduft o. m. fl. íslenzk frímerki Notuð íslenzk frimerki kaup) ég ávalt hæzta verðl. JÓN AGNARS Frfmerkjaverzlun P. O. Box 356 — Reykjavik ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦« BergurJónsson Málaflutningsskrifstofa Laugaveg 65, simi 5833 Heima: Vitastíg 14. ÞJÓDLEIKHÚSID Föstudag ENGIN SÝNING Laugard kl. 20 ÓVÆNT HEIMSÓKN ★ Aðgöngumiðar seldir frá kl. 13,15 til 20.00. Daginn fyr ir sýningardag og sýningar- dag. Sími 80000. JQHH KNITTEL: FRÚIN Á GAMMSSTÖÐUM ---------------- 122. DAGUR ----------------------- XL. Þegar um hádegi vissi hvert mannsbarn í Gammsþorpi, að Anton Möller var látinn, Fríða á Gammsstöðum fór í svart sunnudagapils og silki- blússu, festi nælu í barm sér og gekk grátandi upp í húsið. Þegar Lénharður frétti andlát húsbóndans, gekk hann þegjandi upp í herbergi sitt, settist á járnrúmið og hugs- aði lengi um þetta skyndilega fráfall. Joggi gamli stóð upp á einum haugnum með mekjukvísl í hendi. — Húsbóndinn gaf upp öndina fyrir fáeinum mínútum, kallaði Adrían til hans. Joggi gamli stóð uppi á einum haugnum með mykjukvísl — Jæja, sagði hann skrækróma og horfði rauðum og þrútnum augum á samverkamann sinn. Þá er mér ekkert að vanbúnaði í þessum heimi. Hann staulaðist eftir fjölinni, sem lögð hafði verið út á hauginn, og rölti inn í fjósið. Þar settist hann í hálmbyng í dimmum bás og stakk upp í sig strái. Nei — hann var orð- inn of gamall til þess að sjá sér farborða, þegar húsbóndi hans var fallinn frá! Hann hafði staðið við vöggu húsbónd- ans, og nú átti hann að standa við líkbörur hans. Hvað ætli Karli gamli segði? Hann, sem bráðum var orðinn tíræð- ur. Og Joggi gamli fálmaði niður í hálmbynginn, dró upp flösku með brennivínsslatta og setti á munn sér. — Þetta er huggun gamalmennisins, tuldraði hann í bringu sér. Joggi gamli hóstaði dálítið, er hann hafði sopið á flösk- unni, renndi handarbakinu yfir augun og saug upp í nefið. Svo kreppti hann hnefana og bölvaði. — Nú vil ég ekki meira, tautaði hann. Ég hefi unnið hér hjá tveimur kynslóðum, og þeirri þriðju vil ég ekki þjóna. Brátt kom hópur dökkklæddra manna og kvenna úr þorp- inu. Allir voru með blómvendi, sem þeir höfðu tint í snatri í görðum sínum. Kona Buhlers hafði meira að segja búið til krans í mesta flýti. Meðal gestanna úr þorpinu voru Blaser og kona hans, Fliick og Guggel, Niederegger og kona hans, Jóhann Timm, sem varla var fær til svo langrar gönguferðar, og Emilía. Það leið ekki á löngu áður en þröng var af syrgjandi fólki 1 eldhúsinu í hljóðlátu húsi bóndans látna. Minna gat ekkert aðhafzt fyrir gestunum, og Teresa og Gottfreð létu ekki sjá sig. Loks stakk Fríða upp á því, að fólkið skildi blómin eftir, en færi sjálft heim. Hún lofaði að segja Teresu og Gottfreð, hverjir komið hefðu. Gottfreð var uppi í herberginu sínu. Röthlisberger hafði hjálpað honum í önnur föt. — Svona skyndilega! Svona skyndilega! tautaði hann í sífellu. Ég get aldrei gleymt því. — Það hefir verið hjartað, svaraði Röthlisberger. Hann gætti sín ekki sem skyldi. Og dagurinn í gær hafði verið mikill sigurdagur fyrir hann, svo að hann uggði ekki að sér. — Það getur verið, stundi Gottfreð. Meiddu mig ekki í handleggnum.... Hvað eigum við nú að gera, Röthlisberg- er, þegar hann er fallinn frá? — Vertu ekki áhyggjufullur, sagði Röthlisberger. Ég skal ekki liggja á liði mínu, og þú verður mér til leiðbeiningar, þegar með þarf. — Farðu niður og segðu gestunum, að ég geti ekki tekið á móti heimsóknum, sagði hann. Sennilega kemur eitthvað af ættingjunum með kvöldlestinni. Þú sendir vagn á stöðina. Soffía og Felix komá áreiðanlega. Röthlisberger gekk hljóðlega niður. Gottfreð stundi þung- an. Þetta var-þá það, sem honum hafði verið ætlað að af- reka á lífsleiðinnir.'-Fremja föðurmorð. Honum fannst sem hann heyrði óp og reiðiköll ósýni- legs mannfjölda: Föðurmorðingi! Hvað hefir þú gert? Dóm- urinn vofir yfir þér! Byrgðu auglit þitt! Sá dagur mun ekki renna upp, að þú verðir ekki minntur á glæp þinn. í þessu sálarástandi var Gottfreð lengi. Loks var hurð- inni hrundið upp. Það var Teresa, sem kom inn. Hún var komin í svartan kjól. Andlitið var náfölt, og augun virt- ust helmingi stærri en venjulega. Hún sýndist miklu hærri og grennri en endranær. — Hvað ertu að hugsa um? sagði hún djúpri, skjálfandi röddu. Vaknaðu! — Hvað vilt þú? — Ég ber ekki lengur traust til þin. Þú ert og veiklyndur,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.