Tíminn - 06.10.1950, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.10.1950, Blaðsíða 4
4. TÍMINN, föstudaginn 6. október 1950. Stjórnarskrármálið Þegar ræða skal um stjórn skipulag í framtíðinni, eða breytingar á því stjórnar- formi, sem við nú búum við, er nauðsynlegt að byrja á því að gera sér grein fyrir því í aðalatrtðum, um hvað verði að ræða, því að tæpast er um annað að gera, en taka eitthvert þeirra stjórnar- forma, sem nú eru til með þjóðum heimsins, og klæða ef svo mætti segja, svo að það geti samrýmst menningu okk ar, venjum, hugsunarhætti og aðstæðum. Á vorum dcgum eru ekki til nema þrjú að/lstjórnar- form, sem stjórnskipan allra landa er á einhvern hátt afbrigði af. Hið elsta þeirra er einræði, en svo kallast það stjórnar- form, þar sem allt þjóðfélags valdið — þ. e. löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdar- vald — er annaðhvort hjá ein um einvöldum þjóðhöfðingja, — en sú skipan er nú víðast hvar úr sögunni —, eða hjá einum stjórnmálaflokki, sem ekki leyfir starfsemi annara flokka, og hefur einræði í þeirri mynd breiðst mjög út síðan 1917 er þetta form var upptekið af kommúnistum í Rússlandi, og í framkvæmd er það þekktast í sambandi við ríki nazista, fasista og kommúnista. Næst í rcðinni kemur þing- ræðið, en svo ber að kalla það stjórnarform þar sem þjóðþing kjörið í frjálsum kosningum á flokkagrund- velli fer raunverulega með allt þjóðfélagsvaldið, annað hvort beint eða óbeint. Valda skiptingin milli framkvæmd ar- og löggjafarvalds er ó- glögg í öllum þingræðislönd- um. Slíkí stjórnarform er það sem nú er ríkjandi á Norður- löndum, Bretlandi, Frakk- landi, Niðurlöndum og Ítalíu. Algengustu afbrigði þingræð- isins eru þingbundin konungs stjórn og þingbundin forseta stjórn. Þetta stjórnarform er nú hér á landi. Þriðja stjórnarformið er þjóðræði, en svo kalla ég það stjórnarform, þegar þjóðin sjálf, í beinum eða óbeinum kosningum, skiptir þjóðfé- lagsvaldinu milli þeirra þriggja aðila, sem samkvæmt stjórnarskrá ríkisins eiga að hafa það með höndum. Þjóð- ræði byggist auk þess á skipt ingu þjóðarinnar í smærri heildir sem eru í ýmsum grein um næsta óháðar alríkis- heildinni (ríki, kantónur — eða fylki). Greinilegasta ein- kenni þjóðræðisins er hin hreina skipting milli löggjaf arvalds og framkvæmdavalds. Þjóðræði er það stjórnarform, sem Bandaríki Norður-Amer íku og Sambandslýðveldið Sviss búa við. Ég hefi af ráðnum hug ekki nefnt neitt þessara stjórnarforma „lýðræ«i“ vegna þess hversu teygjanlegt það hugtak er og hve óskap- lega það er misnotað í ræðu og riti. Lýðræði er heldur ekki til sem stjórnarform, ef hugtakið er rétt skilgreint. Margir rugla saman lýðræði og lýðfrelsi. Lýðfrelsi er ekki til i einræðisríki en það er til í þeim löndum, sem búa við þingræði og þjóðræði, og aðalatriði stjórnskipunar- innar í lýðfrjálsu landi á að vera það að varðveita sem Eftir Jónas Guðmundsson, skrifstofustjjóra Víða um land eykst nú áhugi manna fyrir breyting- um á stjórnarskránni. Þann 17. f. m. var haldinn á Þingvöllum fundur áhugamanna, sem vilja beita sér fyrir ákveðnum breytingum á stjórnarskránni, m. a. fullum aðskilnaði framkvæmdavaldsins og löggjafar- valdsins. Á fundinum flutti Jónas Guðmundsson skrif stofustjóri framsöguerindi um stjórnarskrármálið og hefir Tíminn fengið leyfi til að birta það, svo að les- endur hans geti betur kynnt sér þá stefnu, sem hér er um að ræða. bezt þetta frelsi — lýðfrelsið —, reisa sem rammastar skorð ur Við því að fólkið glati andlegu og veraldlegu frelsi sínu. Ég tel að óþarft sé að ræða þann möguleika að þjóðin taki af frjálsum vilja upp hið kommúnistiska eða nazist- iska einflokkakerfi, svo að ég sleppi að ræða það nánar hér að þessu sinni. Reynzla okkar af þingræð- inu bendir ótvírætt til þess, að hér á landi muni það leiða til ofstjórnar á svo að kalla öllum sviðum. Höfuðgallinn á núverandi stjórnskipan okkar er, að mínum dómi sá, að framkvæmdarvaldið, sem þarf að vera næsta óháð öðru en gildandi lögum, til þess það sé starfhæft, er að mestu komið í hendur Alþingis, en flokkarnir á Alþingi treysta ekki veikum og sískiptandi ríkisstjórnum, sem þeir oft einnig telja sér fjandsam- legar, til að framkvæma vilja þingsins og þvi velur þingið sjálft nú orðið allskonar ráð, stjórnir og nefndir til þess raunverulega að fara með ýmsa hina þýðingarmestu þætti framkvæmdavaldsins. Þýðingarmesta atriðið við samningu nýrrar stjórnar- skrár handa íslendingum er það, að mínum dómi, að skilja nægilega tryggilega á milli framkvæmdarvaldsins og lög gjafarvaldsins, þannig að for seti og ríkisstjórn verði sem allra óháðust Alþingi, og starf Alþingis verði fyrst og fremst löggjafarstarf og eftirlit með framkvæmd ríkisstjórnarinn- ar á lögum og ályktunum, sem Alþingi hefur gert. Það er mín skoðun, að verði þessi grundvallarskipting ekki tryggð nægilega vel, fari svo, áður en langt um líður að einhver flokkur eða flokka- samsteypa á Alþingi hrifsi til sín öll völdin og komi hér á einræði eins flokks eins og gert hefur verið í mörgum löndum á allra síðustu árum. Öil önnur ákvæði stjórnar- skrárinnar svo sem ákvæði um friðhelgi, mannréttindi, eignarétt, vinnuréttindi, og hvað annað verða að mínum dómi dauður bókstafur ef ekki verður að því horfið að greina mjög tryggilega sund- ur framkvæmdarvald og lög- gjafarvald og gera dómsvald í landinu enn sjálfstæðara en það er nú, bæði gagnvart lög gjafarvaldi og framkvæmd- arvaldi. Verði nú að þesu ráði horfið tel ég að á skömmum tíma megi byggja hér upp þjóð- veldi, sem um marga hluti gæti orðið cðrum þjóðum til fyrirmyndar, en skilyrði þess er að minni hyggju það, að það verði reist á þjóðræðis en ekki þingræðisgrundvelli. Eg mun ekki í þessu stutta erindi, dvelja neitt að ráði við það að gagnrýna þingræð ið. Reynzla okkar af því er slík að þess ætti ekki að vera þörf, sist í þessum hópi. Vér þurfum aðeins að gera oss það alveg fyllilega ljóst, að þingræðið getur hæglega leitt til einræðis og hefur gert það nú á vorum dögum í mörgum löndum, ef þess hef ir ekki verið gætt nógu strang lega að halda jafnvæginu milli hinna þríggja höfuð- þátta rikisvaldsins. Allsstaðar þar sem þingin ná undir sig öllu ríkisvaldinu — hlýtur af leiðingin ávallt að verða flokkseinræði. Flokkseinræði þarf ekki endilega að vera illt eða þjóð þarf ekki endilega að líða illa undir sliku stjórn arformi, það fer alveg eftir þvi hverskonar menn stjórna flokknum sem fer með ein- ræðið. Hið fyrsta sem hver maður því þarf að gera upp við sjálfan sig þegar hann fer fyrir alvöru að hugsa um að taka afstöðu til stjórnarskrár málsins er það hvort hann vill aðskilja að fullu fram- kvæmdarvaldið og löggjafar- valdið. Það er þungamiðjan í allri stjórnarskrárbaráttunni. Sá maður sem ekki skilur það, skilur hvorki upp né nið ur í stjórnarskrármálinu og ætti sjálfs sin vegna að forð- ast að koma nálægt því. Hér á landi er stjórnskipu- lagið nú þannig að Alþingi eitt hefir öll völd í sínum höndum og það er blekking einber að forseti íslands fari með framkvæmdavaldið og næstum jafnmikil blekking að sérstakir dómendur fari með dómsvaldið. Ef við lítum í stjórnar- skrána frá 1944 segir þar 1 2. gr.: „Alþingi og forseti íslands fara saman með löggjafar- valdið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðr- um landslögum fara með framkvæmdavaldið. Dómendur fara með dóms- valdið“. Það er óþarfi að eyða löngu máli í að tala um lögjafar- vald forsetans. Það er blátt áfram ekkert af þeirri ein- földu ástæðu, að hann get- ur engin lög sett hvað mikið sem við liggur nema að ein- hver ráðherra áriti lögin með forsetanum, öll slík bráða- birgðalög eru sett af ríkis- stj órninni og að hennar beiðni, réttast væri að orða þetta þannig, að forseti geti ef þess er *þörf komið i veg fyrir að ríkisstjórnin setji á milli þinga lög að eigin geð- þótta. Lítum svo á greinina, sem fjallar um framkvæmdarvald ið. Þar segir: „Forseti og (Framhald á 6. síðu.) 221. blað. Brynjólfur bóndasonur ræðir hér í dag um friðun fugla og er mál hans á þessa leið: „1 vetur voru samþykkt á Al- þingi lög um friðun rjúpunnar í fimm ár, og líkaði mér það prýðilega. 13. júní skrifar Gunn ar V. Gíslason grein í Tímann, sem hann nefnir: Friðun fugla, eýðing ránfugla. Eins og nafn- ið bendir til, vill Gunnar út- rýma öllum ránfuglum, utan fálkans og arnarins, og einnig felst það í fyrirsögninni að hann vilji friða alla aðra fugla. En þegar maður fer að . athuga greinina vel, kemst maður að allt annarri niðurstöðu, sem sé þeirri, að það beri að friða nytja fuglana, en leyfa áframhaldandi sportmannaráp á hinum. Seinast í grein Gunnars stend ur þetta: „Fyrst að gjöra allt sem unnt er, til að friða mesta nytjafuglinn bæði fyrir mönn- um og vargfugli, áður en farið er að setja káklög um að friða alla fugla, sem svo fáir eða eng ir fara eftir.“ Ég held nú, að sá maður sem vill friða fugla, ein- göngu vegna nytja, ætti ekki að láta heyra í sér á opinber- um stöðum, svo hann ekki yrði hafður að skotspæni af þeim, sem skoða málið frá öllum hlið um og hlutdrægnislaust. Ég ætla nú að sýna fram á í stórum dráttum hvað Gunnar vill. Hann vill láta eyða öllum ránfuglum, að undanskildum fálkanum og erninum, en þeim vill hann láta fækka. Við skul- um nú athuga hvernig umhorfs yrði, ef þetta væri gjört. Við skulum þá fyrst minnast á hrafninn. Ætli það finndist ekki sumum sveitabörnunum tómlegt að sjá aldrei hann „krumma sinn“ fyrir utan glugg ann. Já, ég veit að það yrðu fleiri en börnin. Það yrðu nær allir, sem eitthvern snefil hafa af manndómi í kollinum. Og væri ekki tómlegt að sjá aldrei svartbakinn, máfinn, skúminn eða kjóann? Svo er það með að fækka fálk anum og erninum. Hvílík fjar- stæða! Fyrst til að byrja með yrði að telja þessar fuglategund ir, og svo yrði að fara herferð og eyða vissum fjölda af þeim, svo „mátulegt“ væri eftir. Ég get ekki varizt brosi þegar ég hugsa til þessara vinnubragða. Það væri reynandi að biðja Gunnar að taka þau að sér! Ég held nú að það sé ekki mikið til af fálka, og því til stuðnings skal þess getið, að sá sem þetta skrifar, hefur aldrei séð þenn- an stórmerka fugl. Gunnar tel- ur upp galla, sem þessir fuglar hafa, og satt er það að þeir drepa og ræna fugla, og ákjós- anlegt værí að þeir gerðu það ekki. Hrafninn t. d. rænir miklu af eggjum á vorin. En hvað gera ménnirnir? Eru það ekki þeir sem tína t. d. kríueggin eins og ber? Þrátt fyrir það að þeir hafa nóg að bíta og brenna, en fuglarnir hafa engin önnur ráð með að afla sér fæðu. Svo skulum við athuga mögu leika til friðunar eins og Gunn- ar vill hafa hana. Hann vill láta friða nytjafuglana en leyfa áframhaldandi sportmanna- dráp á hinum. Við skulum nú athuga þetta nánar. Við hugs- um okkur, að rjúpan væri frið- uð. Nú kæmi ég á bæ, þar sem væri verið að snæða fuglakjöt, og sæi ég strax, að það væri af rjúpum, og hefði orð á því við fólkið. Þá gæti það bara sagt, að þetta væri af einhverrj um öðrum fuglum sem það til- tæki, — þrátt fyrir það þó þetta væru rjúpur. En ég gæti auð- vitað ekkert sagt, ég hef engar sannanir. En hvernig yrði þessi saga ef allir fugiar undantekn- ingarlaust væru friðaðir. Ég þyrfti ekki annað en að sjá að fuglakjöt væri á börðum, og þá yrði þjófurinn að meðganga. Eina ráðið til að friða nytja- fugla, er því að friða alla fugla, sem gerði auðvitað ekkert til, því að ef „nytjafuglarnir“ væru friðaðir, færi enginn að skjóta hina nema að gamni sinu, og slíkt á ekki að líðast. Ég veit tvö dæmi um það að svanurinn hefur verið skotinn þrátt fyrir friðunina, en ég lét þáu mál afskiptalaus, því ég vissi að þau yrðu tekin með þeim vettlingatökum, að þjóf- urinn kæmist jafnánægður heim til sín aftur. — Fyrir nokkru var ég að tala við kunn ingja minn, og barst talið m. a. að friðunarmálunum, og fór ég að tala um friðun rjúpunnar. Kom hann þá alveg úr fjöllum og vissi ekkert um þau lög. Og ég veit að svona er það með marga. Það er því nauðsynlegt að gefa út bækling með friðuhar lögunum og senda á hvert heim ili á landinu, og skora ég á Dýra verndunarfélagið að skerast í það hið bráðasta. En nú langar mig til að spyrja: Hvað gerir Dýravernd- unarfélagið? Ég hef aldrei heyrt neitt frá því nema á veturna þegar það áminnir fólk um að gefa smáfuglunum. Nýlega las ég að Dýraverndunarfélagið í Færeyjum ætlaði að láta endur skoða friðunarlögin þar, og ég held að Dýraverndunarfélagið hérna, ætti að gera slíkt hið sama, og gefa svo fyrrnefndan bækling út.“ Svo óska ég ykkur öllum góðra stunda. Starkaður gamli. iMiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiuiiiiiipii Hjartanlega þakka ég öjlum þeim, sem glöddu mig | f með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum á | | fimmtugasafmæli mínu þann. 1. okt s. 1. Þorstcinn Guðbrandsson Leifsgötu 22 IMIMMMMMMMIMMMMMIMMMMMIM....MIIMIIIIIIMMI.MMIMMMMMMMMI.IIMMIIMIIIIKMIMIIIMMMMIIIIIimiÍ FRAMSÚKNARVIST Framsóknarvist verður í Herðavatnskála n. k laug- ardagskvöld, 14. okt. Byrjar kl. 8,30. Allir velkomnir!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.