Tíminn - 02.02.1951, Page 1
Ritstjóri:
Þórarinn Þórarinsson
Fréttaritstjóri:
Jón Helgason
Útgefandi:
Framsóknarjlokkurinn
35. árgangur.
Reykjavík, föstudaginn 2. febrúar 1951.
Skrifstofur i Edduhúsinu
Fréttasimar:
81302 og 81303
AfgreiÖslusími 2323
Auglýsingasítni 81300
Prentsmiðjan Edda
27. blað.
Glitfaxi hefir farizt milli Álftaness og Keilisness
Olíubrák á sjónum út af Hraunsnðsí, björgunar-
belti á floti nokkru utar, tveir flekar úr gélfi
flugvélarinnar út af Keilssnesi
Það má nú telja víst, að flugvélin Glitfaxi hafi farið í sjó-
inn einhvers staðar á svæðinu milli Álftaness og Keilisness,
og allir, sem í henni voru farizt þar. Fannst á þessum slóð-
um brak úr gólfi flugvélar og eítt björgunarbelti, og brák á
sjónum út af Hraunsnesi. Virðist allt bcnda til þess, að slys-
ið hafi borið mjög skjótt að og fólkið drukknað þegar í stað.
Reköld finnast.
Jóhannes flugstjóri Snorra-
son kom fyrstur manna auga
á brakið um þrjúleytið í gær,
og tilkynnti þegar, að hann
sæi á tveim stöðum eitthvað í
sjónum, sem gæti verið fleki
úr flugvélargólfi. Risi það á
rönd upp úr sjónum, og sæi í
nýlegt brotsár. Voru flök þessi
út af Keilisnesi i stefnu frá
Akrafjalli á Keflavík.
Sendi Jóhannes svohljóð-
andi skeyti:
„Hef fundið brak á sjón-
um. Það líki'st krossviðar-
fleka, brotið á hliðum og
upp úr því stendur eitthvað.
Gæti verið hluti af gólfi úr
flugvél."
Varðskipið Ægir var þá
statt í sex mílna fjarlægð, og
kom það nú á vettvang. Kast-
aði björgunarflugvél frá Kefla
víkurflugvelli út fljótandi
blysi til þess að merkja stað-
inn, þar sem flökin voru. Fann
Ægir brátt reköldin og auk
þess eitt björgunarbelti. Kom
hann með þetta til Reykja-
víkur í gærkvöldi.
Brakið tvímælalaust
úr Glitfaxa.
Þegar er Ægír var kom-
inn að landi, var brakið,
sem fundizt hafði, tekið til
rannsóknar og varð nið-
urstaðan sú, að brakið
væri tvímælalaust úr Glit-
faxa. Var um að ræða tvo
gólffleka, um tveggja metra
langa eða rösklega það, og
var annar mun mjórri en
hinn. Er talið, að annar
hafi verið hægra megin úr
gólfi flugvélarinnar, en
hinn vinstra megin. Stæm
flekinn var flagnaður og
brotinn i annan endann og
skein þar í hvítan balsavið.
Við fleka þennan voru
einnig brot af stólafesting-
um, og hluti af áklæði af
einum stólnum.
Björgunarbeltið, sem
fannst, var með órofnu inn
siglí, og hafði því sýnilega
ekki verið notað.
Hluti þessa aila töldu
flugvirkjar og flugmenn
sig þekkja, að væru úr
Glitfaxa, enda voru brot-
sár á viði og málmi alveg
ný, og ekki um brak úr
Ljóslaus flugvél
sást á Mýrura
Vestur á Mýrum telur
fólk á mörgum bæjum sig
hafa orðið flugvélar varfc í
fyrrak\öld. Heyrðist til vél
arnir víða. Á einiEm bæ
í Hraunlireppi. Laxárholti
telur bóndinn sig hafa séð
ljósiausa flugvél á ferð um
klukkan hálf-scx. Segir
hann, að flugvélin hafi
flogið hægt og lieldiir lágt,
borið yfir bæinn í vestur
í stefnu á Kerlingarskarð.
Vestur í Mýrasýslu og
Hnappadalssýslu var víða
leitað í gær og gerðir út
margir leitarflokkar, er
fóru upp um fjöll og dali.
annarri flugvél að gera á
þcssum slóðum.
Umfangsmikil leit.
Þegar brakið úr flugvélinni
hafði fundizt, og sýnt þótti,
að það væri úr Glitfaxa, voru
leitarflokkar allir á landi
kvadcjir heim, og skip og flug-
vélar beðin að hætta leit. —
Höfðu tólf flugvélar tekið þátt
í Ieitinni, en auk þess mörg
skip og bátar og fjöldi fóiks á
landi allt umhverfis Faxaflóa.
Var leitað allt frá sjávarmáli
upp til fjalla.
Fólkið, sem fórst.
Eins og skýrt var frá í gær
voru margir Vestmannaey-
ingar meðal beirra, sem fór-
ust með Glitfaxa. Páll Jóns-
son skipstjóri var að koma
hingað til þess að taka við
bátnum Faxaborg, og var í för
með honum sumt af mönnun-
um, sem átti að vera á bátn-
um. — Kona sú, sem í blaðinu
í gær var samkvæmt farþega-
listanum sögð heita Marta
Hjartardóttir, hét María Hjart
arson, og barn hennar var
kornungt sveinbarn, aðeins
fimm mánaða.
Bræðurnir Magnús Guð-
mundsson úr Reykjavík (rang
lega sagður úr Keflavik í gær)
og Guðmann Guðmundsson í
Keflavík voru að koma frá
arfaskiptum, sem farið höfðu
fram eftir látinn bróður þeirra
í Eyj um. Loks skal það leiðrétt,
að Guðmundur bóndi í Arn-
arholti var ranglega nefndur
Guðbjörnsson i gær. Hann var
Guðbjarnason.
Flugstjóri á Glitfaxa, Ólaf-
ur Jóhannsson, var sonur Jó-
hanns Þ. Jósefssonar alþing-
ismanns.
Viðtal við Eirík Kristófersson
skipherra á Ægi
Tíðindamaður frá Tíman-
um átti tal við Eirík Kristó-
fersson, skipherra á Ægi, er
hann kom í höfn í gærkvöldi
með brakið úr Glitfaxa'. Fer
frásögn hans hér á eftir:
— Við vorum í þann veginn
að leggjast í Vogavík um sex
leytið í gær, er ég heyrði flug-
vélardyn, að mér virtist. Vant
aði klukkuna þá tvær eða
þrjár mínútur í sex. Er klukk-
an var fjórar eða fimm mínút
ur gengin í sjö virtist mönn-
um á þilfarinu þeir heyra aft-
(FramhaUJ á 2. síðu. ‘
Uppdráttur þessi sýnir þær slóðir, þar sem Glitfaxi fórst.
Innsti krossinn er skammt út af Hraunsnesi, þar sem olíu-
brákin virðist koma upp úr sjónum. Næsíi kross sýnir hvar
björgunarbeltið fannst á reki, en ysti krossinn er út af
Flekkuvík og Iveilisnesi, og þar fundust flekarnir úr gólfi
flugvélarinnar á reki með nokkur hundruð metra millibili
Olíubrákin fannsf við geisla
sfefnuvitans á Álftanesi
Jóhannes Snorrason flaug í
leitinni Glófaxa, sem er Da-
kótavél, eign Flugfélags ís-
iands. Byrjaði hann leitina í
birtingu og leitaði á stóru
svæði á landi og á sjó.
Var meðal annars leitað um
hæðadrög í nágrenni Reykja-
víkur og Hafnarfjarðar og
fjarlægari fjöll, um Bláfjöll
og Reykjanesskaga, allt aust
ur í Selvog.
Olíubrák á sjónum.
í leit sinni yfir Faxaflóa
flaug Jóhannes Glófaxa eft-
ir radlógeislanum í stefnu í
suðvestur frá Álftanesi, þar
sem líklegt mátti telja, að hin
týnda flugvél hefði verið á
ferð. Sá hann þá skömmu fyr-
ir hádegi, í námunda við þenn
.y ’
-t
Glitfaxi — flugvélin, sem fórst í fyrradag. (Ljósm. G. Þ.)
an geisla, oliubrák á sjónum
út af Hraunsnesi.
Eftir hádegið var aftur lagt
upp í leit og þá ákveðið að at-
huga nánar þessa olíubrák,
ekki sízt vegna þess, að lítil
flugvél hafði talið sig sjá eitt-
hvað brúnleitt á reki á sjón-
um í námunda við olíuna.
Kom síðar í ljós, að það mun
hafa verið björgunarbelti.
Jóhannes flaug þessu næst
víðar um þetta svæði og
lengra út á sjóinn. Var liklegt
vegna vindstöðunnar síðan
flugvélin týndist, að brak, sem
kynni að vera á floti, hefði rek
ið í norðvestur.
Rekald finnst úr flugvél.
Eftir talsverða leit á þess-
um slóðum fannst svo fleki á
sjónum, sem nú er vitað, að
er úr Glitfaxa.
Er það vel af sér vikið að
koma auga á þennan litla
fleka úr flughæð, þar sem
hann barst með öldunum og
í bárubrotunum á gáróttum
haffletinum. Eftir að búið var
að athuga flekann nánar virt-
ist honum, aö þarna gæti ver-
ið um gólf úr flugvél að ræða.
Þó að búið væri að finna
flekann á sjónum, reyndist
afar erfitt að fylgja honum
eftir með augunum, svo að
hann týndist ekki aftur. Flaug
Glófaxi í hringi yfir staðnum
um sinn, meðan Ægir var á
leiðinni frá olíubrákinni út að
flekanum.
Meðan þessu fór fram kom
(Framhald á 2. siðuJ