Tíminn - 10.02.1951, Síða 2

Tíminn - 10.02.1951, Síða 2
2 TÍMINN, laugardaginn 10. febrúar 1951. 34. blað W~ Otá ha(i til heiía ÍJívarpíð Útvarpið í kvöld: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20,30 Söguþáttur: „Grasa- konan við Gedduvatn“ eftir Ara Arnalds (höfundur les). Enn- fremur tónleikar. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. — 22,10 Passíu- sáimur nr. 18. 22,20 Danslög (plötur). 24,00 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Eimskip: Brúarfoss fór frá Hull 8. 2. til Reykjavíkur. Dettifoss er í Rvík. Fjallfoss fór frá Seyðisfirði 4. 2. kom til Bergen 9. 2., fer þaðan til Frederikstad og Kristiansand. Goðafoss fór frá New York 7. 2. til Reykjavíkur. Lagarfoss fór frá Reykjavík 5. 2. til Grimsby, Hull, Bremerhaven og Hamborg ar. Selfoss fór frá Amsterdam 8. 2. til Hamborgar. Tröllafoss kom til New York 2. 2., fer þaðan væntanlega í dag 9. 2. til Rvíkur. Auðumla er í Hull, fermir vörur til Reykjavíkur. Ríkisskip: Hekla var væntanleg til ísa- fjarðar í gærkvöld á norðurleið. Esja fer frá Reykjavík kl. 13 í dag austur um land til Siglu- fjarðar. Herðubreið er á Aust*- fjörðum. Skjaldbreið er í Rvík. Þyrill var á Akureyri í gær. Ár- mann fer frá Reykjavík í dag til Vestmannaeyja. Sunnudagaskóli Hallgrímssóknar ( er í gagnfræðaskólahúsinu við Lindargötu kl. 10 f. h. Sýndar verða skuggamyndir. Öll börn velkomin. Féiag íslenzkra rafvirkja. Allsherjaratkvæðagreiðsla um kosningu stjórnar og annara j trúnaðarmanna Félags íslenzkra rafvirkja, fer fram laugardaginn * 10. og sunnudaginn 11. febrúar n. k. Kjörfundur hefst kl. 1 e. h. fyrri daginn og stendur til kl. 9 s. d. Á sunnudag heldur kosn- ingu áfram frá kl. 2—10 s. d., og er þá lokið. Tveir listar hafa komið fram: A-listinn borinn fram af trún aðarmannaráði félagsins, og er hann skipaður sömu mönnum og verið hafa í stjórn félagsins s. 1. ár, og B-listi lagður fram af kommúnistum. Flugferðir Ur Fijótum. Fréttaritari Tímans í Haga- nesvík skýrir frá því, að heilsu- far hafi verið sérlega gott í Fljótum í vetur. Fljótamenn eiga I læknissókn til Hofsóss, en þang að eru 34 kílómetrar frá Haga- j nesvík, og miklu lengra úr aust- anverðum Fljótum. Eru læknis- ferðir því oft mjög erfiðar á ' vetrum, því að snjóasamt er á þessum slóðum. En í vetur hefir læknir ekki þurft að fara út í Fljót svo mánuðum skiptir. I Húnvetningafélagið I heldur skemmtisamkomu í Tjarnarkaffi á fimmtudaginn ■ kemur. Þar verðúr spiluð Fram- | sóknarvist, erindi flutt og að lokum dansað. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hefir opnað skrifstofu í Eddu húsinu í Lindargötu 9 A, alla þriðjudaga og föstudaga frá kl. 16 til 19, skrifstofusíminn er 3009. Háskólafyrirlestur. Sænski sendikennarinn frú Gun Nilson flytur fyrirlestur í I. kennsiustofu háskólans mánu daginn 12. febr. um ljóðskáldið Pár Lagerkvist. Fyrirlesturinn hefst kl. 8,30 e. h. og er öllum heimill aðgangur. i Gjöf til orgelsjóð Kvenfélags Hallgrímskirkju. Frá organista og söngkór Hall gíímskirkju kr. 2000, gefið til minningar um frú Sigríði Bryn- jólfsdóttur, Flókagötu 16. — Kær ar þakkir f. h. f., Anna Bjarna- dóttir. Danska stjórn- in í vanda stödd Danska stjórnin mun verða að láta af fyrirhuguðum kreppuráostöfunum sínum vegna þess, að radikali flokk- urinn og jafnaðarmenn hafa endanlega neitað að fallast á, að dregið verði úr dýrtíðar- uppbót launamanna. Þetta mun færa dönsku stjórn’nni að höndum auk- inn vanda. sem ekki er séð. hversu leysist. SIC T ■ rli S Eldrl dansarnir 1 O. T.-höstaiS í kvöld kl. 9. — Húsinix lokaS kL 10.30. Aðgöngumlðasala kl. 4—6. — Simi 3355. — ■♦•••♦•♦♦♦•♦•••♦•♦♦••«♦ •• n Borgfirðingafélagið j seldir kl. 5 í Listamannaskálanum. Ölvun bönnuð. nýju dansarnir. Fréttakvikmynd og upplestur um Borg- || arfjörð: Jón Helgason, blaðamaður. — Aðgöngumiðar seldir kl. 8 í Listamannaskálanum. Ölvun bönnuð. Stjórnin. Flugfélag íslands. í dag er ráðgert að fljúga til Akureyrar, Vestmannaeyja, Blönduóss og Sauðárkróks. Á morgun eru áætlaðar flugferðir til Akureyrar og Vestmannaeyja. Messur á morgun Hallgrímskirkja. Messa kl. 11 árdegis, séra Jakob Jónsson. Ræðuefni: Frei§t ingarnar og umhverfið. Klukk- an 1,30 barnaguðsþjónusta. Klukkan fimm síðdegis messa, séra Sigurjón Þ. Árnason. Nesprestakall. Messað í kapellu háskólans kl. tvö, séra Jón Thorarensen. Lau garneskirk j a. Messa klukkan tvö síðdegis, séra Garðar Svavarsson. Barna- guðsþjónusta klukkan 10,15 f.h., séra Garðar Svavarsson. Kvenfélag Laugarnessóknar efnir til merkjasölu á morgun sunnudag. Hefir það unnið mjög ötullega að málefnum sínum, og er þess óskandi, að það hljóti nú sem fyrr góðan stuðning bæj- arbúa. Revnivallaprestakall. Messað að Saurbæ á Kjalar- nesi kl. 2 e. þ. Sóknarpresturinn. Óháði fríkirkjusöfnuðurinn. Messa í Aðventkirkjunni kl. 11 f. h. Björn Jónsson stud. theol. prédikar, séra Emil Björnsson flytur ávarp og þjónar fyrir alt- ari. Ræðuefni: Unga fólkið. Þess ir sáimar verða sungnir: Nr. 18, 59,105 og 24. Séra Emil Björns- son. Úr ýmy-m áttum Borgfirðingafélagið heldur skemmtifund í Lista- mannaskáianum í kvöld, og hefst hann klukkan 8,30. Rétta- kvikmynd verður sýnd, og Jón Helgason blaðamaður les upp úr síðustu árbók Ferðafélags ís- lands um suðurhluta Borgar- fjarðar. CfHum Cecji: Tillitsleysi — smekkleysa Gísl.' Magnússon, bóndi í Eyhildarholti í Skagafirðri, hefir sent Tímanum bréf um útvarpið, svohljóðandi: „Óhætt er að fullyrða, að flugslysið mikla um daginn hafi valdið þjóðarsorg. Sárastur harmur er að sjálf- sögðu kveðinn að ættingjum og vinum þeirra, er fór- ust. En þjóðin öil — þessi htla þjóð — á líka um sárt að b'nda. Þetta sviplega og ægilega slys jafngildir mörg hundruð manna líftjcni með stærri þjóð, — jafnvel búsunda. Þegar þvílíkur atburður gerist, drúpir öli þjóð in í tíiúpri sorg. Rödd ríkisútvarpsins, sem á að vera rödd þjóðarinnar að öðrum þræði, má ekki rjúfa þá harma-helgi. Slíkt er höfuðsynd gegn venzlamönnum hinna íöllnu, gegn þjóðinni allri. En þessa synd drýgði útvarpið skömmu eftir að slysið varð. Ég, sem persónu- lega stóð fjarri öllum þeim, er fórust, varð furðu lostinn og magnþrota af gremju, er dagskrá kvöldsíns — fyrir síðari veðurfréttir — lauk með því, að sungnar voru lé- legar gamanvísur — og siðan hófst frásögn af hinu ægilega slysi. Hversu mun þá þeim hafa orðið við, er ■næstir stcðu hinum látnu! ★ ★ ★ — Þetta er meira en tiilitsleysi. Það er að fótumtroða helgar tilfinningar. Það stappar nærri hreinni svívirðu. Veit ég vei, að félag eitt stóð að dagskránni þetta kvöld. Og að sjálfsögðu hef:r dagskráin verið undirbúin og ákveðin fyrir sig fram. En slíkt er engin afsökun, þegar svona stöð á. Gat ekki dagskrárstjórn útvarpsins tekið í taumana, úr því að þeim, er að þessari sérstöku dag- skrá stóðu, voru svo hörmulega mislagðar hendur. Gam anvísurnar hefðu vissulega að ósekju mátt bíða betri tima. Þögnin hefði verið þakkarverð — eins og á stóð. ★ ★ ★ Og íyrst ég fór að minnast á þessa óhæfu, er rétt að drepa á annað, sem ég tel aðfinnsluvert og óheppilega fyrirkomið í dagskrá útvarpsins. 2—3 kvöld í viku hefst flutnmgur danslaga þegar að loknum lestri passíusálma. Nú fer því f jarri, að mér sé illa við danslög, — þegar frá er tekinn jazzinn, (sem raunar er ekkert ,,lag“). Þvert á móti. En hver mundi kunna við að hefja dans eftir grammófónmúsik í kirkju, þegar eftir guðsþjónustu- gerð með sálmasöng! — Bezt fer á því, að hvaðeina sé á sínum stað — einnig í dagskrá útvarpsins". . ★ ★ ★ Þetra mál hefir áður verið nokkuð rætt í blöðunum, en ekki ástæða til annars en rödd hins ágæta, skag- f.rziia bónda komi einnig fram. J. H. Innleysið póstkröfurnar ii ■ > Enn eru þeir kaupendur mjög alvarlega á- < \ minntir, sem ekki hafa innleyst póstkröfur, sem bor- izt hafa þeim frá innheimtu Tímans. gnsiheimta Tímans \ Op num a morgun fyrsta flokks FISKBÚÐ á Vitastíg 10. ---- Fljót og góð afgreiðsla. ------- Virðingarfyllst, STEFAN A. PALSSON & Co. Símar 3244 — 2644. o o o o | Fiskhúðin Hafbjörgf s\mi 7226 ií Þorskanetaslöngur íyrirliggjandi. Verð mjög hagkvæmt. ! Barnavinaf élagið Sumargjöf | TILKYNNIR $ 15. þessa mánaðár verður opnað dagheimili í húsi félagsins, Steinahlíð við Suðurlandsbraut. + — Nánari upplýsingar hjá forstöðukonuinni. J — sími 3280. Bændur U Gætið þess að hirða og verka vel allar húðir og skinn, ♦ ♦ •: er til falla á búum yðar og afhenda þær kaupfélögun- U um til sölumeðferðar. ♦♦ ♦♦ ^ :: Reynslan mun hér eftir sem hingað til, færa yður ♦♦ **- ♦♦ jj heim sanninn um það, að með því móti fáið þér hag- :: stæðast verð. Samband ísl.samvinnyfélaga :: ::::::: :f ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦•♦•♦•♦•♦♦♦♦♦♦♦♦« ♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦4♦♦♦♦««♦«♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ÍÍfc'H-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.