Tíminn - 15.02.1951, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.02.1951, Blaðsíða 3
38. blað. TÍMINN, fimmtudaginn 15. febrúar 1951. 3 / siendingajpættir Dánarminning: Guðrún Guðmundsdóttir Hinn 12. des. 1950, var ti! moldar borin að Borg á Mýr- um, Guðrún Guðmundsdótt- ir frá Borgarnesi. Hún lézi í Landakotsspítala 6. s.m. Það má, ef til vill segja, að ekki sé um efnisríka sögu að ræða, um konu, sem mestan hluta ævi sinnar var vinnu- kona, en aldrei eiginkons eða húsmóðir. Þó tel ég það vel viðeigandi, að minnast hennar með örfáum orðum — Veit líka að langorð æfi- minning var henni ekki að skapi. — Einn af þeim mönn- um, sem ég man fyrst eftir, frá því að ég var kornungur drengur, var Guðmundur 1 Hamarshúsum, og hið fyrsta, sem ég vissi um hann, var það, að hann var bláfá- tækur, og að hann átti konu og þrjú börn. Þetta var á árunum 1887— 1890. En vorið 1882 höfðu þau hjónin flutzt úr vinnu- mennsku eða húsmennsku, frá Ásbjarnarstöðum í Staf- holtstungum, að Beigalda í Borgarhreppi, eftir að þau höfðu mist gersamlega allar þær skepnur, sem þau áttu. Voru þau þá með eitt barn — elzta barnið sitt, Guðmund, sem enn er á líf-i. Þetta haust, 19. okt., fæddist þeim annað barn, Guðrún, sú, sem þessar línur eru helgaðar. Á þessum árum var ekki auðvelt fyrir fátækt fólk að fá skýli yfir höfuðið, og enn síður að fá þægilegt ábýli og eignast bústofn. Þau hjónin höfðu því neyðst til þess, eft- ir fárra ára dvöl í hús- mennsku, að fá að byggja bæjarkofa við beitarhús frá stórbýlinu Hamri í Borgar- hrepp. Að Hamri bjuggu þá tveir vel metnir og velefnaðir bændur, Gunnar Vigfússon og Sigurður Finnsson. Varð Gunnar fyrri til að veita þeim byggingarleyfið, en enga skepnu máttu þau hafa og ekki fá smáblett í mel eða móum til matjurtaræktar. — Allra lífsnauðsynja, varð Guðmundur að afla með vinnu sinni og bera þær svo heim á bakinu. Hann stund- aði sjóróðra á vertíðum, og svo hverja þá vinnu, sem til féll aðra tíma. Um sláttinn voru þau hjónin bæði í kaupa vinnu og,höfðu þá börnin með sér, þau eldri, en yngsta barn íð, Guðveig, — hún dó í fyrra- vetur — ólst upp að Gljúfur- á, hjá hinum trausta mynd- arbónda Þorsteini Magnús- syni. Við þessi skilyrði ólst Guð- rún upp; ef til vill ekki við hungursneyð, en allt að því. Allt varð að spara og nýta, nýta og spara með fyllstu hagsýni og árvekni. Engum skógarmi var fleygt, engin flík lögð niður, meðan nokk- ur ögn var nýtileg í þeim. Þegar Guðrún var á fjórt- ánda ári og búið að ferma hana, fór hún alfarin að heim an, að Einarsnesi til Gunn- laugs Einarssonar bónda þar og konu hans, Friðriku Frið- geirsdóttur. Rómaði hún það mjög, hversu Friðrika hefði reynzt sér góð húsmóðir. Eft- ir það var hún vinnukona í ýmsum bæjum Þsveitiijni. — Þegar hún þroskaðist, fékk hún það orð, að hún væri bezta vinnukonan. Allar hús- mæður vildu ná í „Gunnu Guðmunds“, svo var hún nefnd í daglegu tali, olli því fyrst og fremst skapgerð henn ar, vandvirkni og trúmennska Því varð það mjög oft hlut- skipti hennar að vera þar sem mannraunin var mest. T. d. var hún hjá Páli heitnum Jónssyni og Þóru Baldvins- dóttur konu hans i Einars- nesi, er þau háðu bæði erfitt helstríð, eins og mörgum er kunnugt — og þaðan fór hún ekki, fyrri en hiin var búin að fylgja syni þeirra, sem þá var barn að aldri, og eina barnið, sem þau áttu á lífi — norður í Þingeyjarsýslu til nánustu ættingja hans. Nokkur síðustu árin var hún í sjálfsmennsku, þ.e. hætti að vera vinnukona og fluttist í Borgarnes. Dvaldist hún hér síðustu árin og vann meðan orkan leyfði. Það virð ast ekki miklar líkur til þess, að hún hafi getað safnað fé um æfina, — vinnulaunin einu tekjurnar og vinnukonu- kaupið ekki hátt. Þó kom það fram við lát hennar, að hún hafði sparað saman laglega upphæð. Þar komu fram áhrif in frá uppeldi hennar og hin meðfædda nýtni hennar og hagsýni. Hún gaf Sjúkrahúss-sjóði Borgarness aleigu sína. Með Gunnu Guðmunds er fallin í valinn, enn ein grein af stofni kynslóðar okkar, sem nú er- um sem óðast að hverfa. Hún var að mörgu leyti frábær kona, sem ekki er unnt að lýsa vel í fáum orðum. Trú- mennska hennar í smáu og stóru, tryggð hennar og hjálp fýsi, við sjúka og bágstadda, voru aðdáunarverðir eðlis- þættir. Hún staðfesti sjálf sannleiksgildi þessara orða, með dánargjöf sinni: Það eru hinir sjúku, sem eiga að njóta ávaxtanna af lífsstarfi henn- ar, þess sem hún átti, er hún dó. Sigurjón Kristjansson, frá Krumshólum. Málmhúðuð föt Ameríslca fataverksmiðjan Deering Milliken Company, sem er einhver stærsti fatn- aðarframleiðandi í Bandaríkj unum, er að taka upp nýja aðferð til þess að gerá vetrar fatnað jafnléttan og samt eins skjólgóðan og léttan sum arfatnað. Þessi nýja aðferð byggist á því að setja örþunna málm- húð á ranghverfu flíkanna. Málmurinn er aluminiumduft eða önnur málmefni í harpix upplausn. Þessi málmvökvi myndar einhverskonar hreyst ur innan á fötunum og ein- angrar hita eins og ull, en kastar kuldanum miklu bet- ur frá sér heldur en hún, og ver líka betur fyrir hita á sumrin. Talið er að 85% af hitanum, sem frá líkamanum geislar, fari forgörðum út í kuldann með vanalegum fatn aði. Þótt þessi nýju föt haldi Leiðréttar villur í grein Shell og BP um olíumálin Eftir Sig'Hrð Jónasson, forstjóra Þó ég telji yfirleitt ekki þörf á að svara miklu í „Nokkrum athugasemdum um olíuverzlunina,“ sem h.f. Shell á íslandi og Olíuverzl- un íslands h.f. (B.P.) rituðu i Morgunblaðið 13. þ. m., vil ég hér með leiðrétta nokkur atriði: 1) Shell og B.P. gefa í skyn, að togaraeigendur hafi ver- ið þvingaðir til samninga við Olíufélagið vegna aðstöðu Ol- íufélagsins í Hvalfirði. Þetta er algerlega rangt. Samning- unum við togaraeigendur var lokið áður en Olíufélagið keypti endanlega stöðina í Hvalfirði og áttu togaraeig- endur meira að segja kost á þvi hjá ríkisstj órninni að kaupa hana að hluta og reka sjálfir, ef eigi gæti orðið sam komulag við Oliufélagið. — Samningarnir voru þvi alger lega frjálsir og byggðir á þeim grundvelli ,að togaraeigendur skyldu yfirleitt fá að njóta þeirra ágætu kjara, sem Ol- íufélagið hafði fengið þá ný- lega með samningum sinum við Standard Oil, en aðeins greiða Olíufélaginu lítilfjör lega þóknun fyrir ómakið og væga leigu fyrir geymsiuna í Hvalfirði. Að einhverjir tog araeigendur vilji svo aftur skipta við hin félögin, eftir að Olíufélagið var með samn ingum sinum við togaraeig- endur búið að færa verðin niður á hinn lága grundvöll, er ekki neitt undrunarefni, þar sem Shell og B.P. hlutu þá að verða að selja þeim tog urum, sem við þá vildu skipta olíuna á hinum lága verð- grundvelli, sem Olíufélagið hafði skapað. 2) Þá segja Shell og B.P., að Reykjavíkurbær hafi ekki keypt brennsluoliu (Fuel Oil) af öðrum en Olíufélaginu. Eitt hvað hefir minnið smávegis bilað hjá greinarhöfundum, a.m.k. hjá Shell, vegna þess að það félag seldi Rafmagns- veitu Reykjavíkur um 1000 tonn af brennsluolíu (Fuel Oil) seint á árinu 1947, fáum mánuðum áður en Olíufélágið seldi Rafveitunni brennslu- olíu í fyrsta sinn í febrúar 1948. Verð Shell til Rafveit- unnar var kr. 265.00 tonnið í stöð Shell í Skerjafirði. Verð Olíufélagsins til Rafveitunn- ar kr. 228.00 tonnið, eða 37 kr. lægra en Shell hafði selt fyr- ir, og hafði þó hámarksverð á brennsluolíu stórhækkað er lendis frá því að Shell seldi Rafveitunni sína olíu. Þar sem Oliufélagið seldi Rafveitunni rúmlega 21.000 tonn, mun sú upphæð, sem ég nefndi í fyrri grein minni um hagnað Rafveitunnar á kaupum hjá Olíufélaginu varla vera fjarri lagí. Þó að Reykjavíkurbær hafi keypt 10.000 tonn af B.P. og Shell á síðustu 12 mánuðum, þá er það lítið fyrir Shell og B.P. að hrósa sér af að geta, fyrir pólitísk áhrif á stjórn Reykja víkurbæjar, féngið að selja Reykj avíkurbæ olíuna án þess að opinbert útboð (Licitati- on) sé látið fara fram, e ns og venja er hjá opinberum fyrirtækjum, sem heiöarlega er stjórnað. Þetta hefir Reykjavíkurbær ekki gert í sambandi við þessar síðustu tvær sölur eftir að tækifæri var komið til þess að láta 3 félög bjóða. Hefir það löng- um loðað við íhaldsstjórnina í Reykjavík, að hún hefir not að sér aðstöðu sína til þess að fita vildarvini sína með því að kaupa af þeim vörur þær, sem bærinn hefir þurft að nota, með óhagstæðari kjör- um en hægt hefir verið að fá með heiðarlegum útboðum. — Þessu til sönnunar get ég m. a. nefnt eitt dæmi úr sögu Olíufélagsins. Árið 1947 gerði Olíufélagið samning við Póst og símamálastjórnina um að selja henni benzín með 10 aura afslætti á líter og tók póststjórnin því fegins hendi og þóttist vel hafa samið. — Þetta sama tilboö var gefið Innkaupastofnun Reykjavík- ur fyrir strætisvagnana og aðrar þarfir Reykjavíkurbæj- ar fyrir benzín, en sú fræga Innkaupastofnun kaus held- ur að sæta áfram, eins og áð- ur, aðeins 5 aura afslætti hjá Shell. Þá vildi Reykjavíkur- bær heldur ekki notfæra sér hin lágu verð Olíufélagsins á smurningsolíum og hefir aldrei viljað. 3) Shell og B. P. játa raun- verulega í grein sinni: a) að Olíufélagið hafi lækkað innkaupsverð- in. b) að Olíufélagið hafi í byrjun lækkað flutn- ingsgjaldið frá Venezu ela til íslands um 50 cent tonnið og sú lækkun hafi haldizt síðan í stórum drátt- um. Enda þótt einn farmur eða svo, sem kom á síðastliðnu ári, þegar flutningsgjöldin hækkuðu svo að segja dag- lega, hafi verið nokkrum cent um hærri en hjá B.P. og Shell, getur slíkt ekki talizt Olíufé- laginu að neinu leyti til lasts eða verzlun þess, enda er hægt að benda á það, að mörg um sinnum á síðustu 4 árum hefir Olíufélagið fengið mikið lægra flutningsgjald en B.P. og Shell og er því sjálfsagt að meðaltali um allmiklu meira en 50 centa lækkun að ræða að meðaltali, ef allt væri talið með. 4) Shell og B.P. viðurkenna að Olíufélagið hafi ekki viljað taka þátt í því að þvinga verð lagsstjóra til þess að setja þau verð, sem olíufélögunum þókn aðist, en segja að „aldrei hafi komið til árekstra við verð- lagsyfirvöldin áður en Olíu- félagið kom til“- Nú var á- lagningin í prócentum mikið hærri áður _ en Olíufélagið kom til. Kannske Shell og B.P. vilji gefa skýringu á þvi, nvers vegna ekki kom þá til árekstra við verðlagsyfirvöldin úr því að ekki var um neina þving- un af hálfu þessarn félaga að ræða? 5) Shell vill ekki viðurkenna að fyrsta boð, sem það gaf Síldarverksmiðjum rikisins 1947 í brennsluolíu, áður en Shell gat óttast að Oliufélagið kæmi með tilboð, hafi verið kr. 300.— pr. tonn cif. Siglu- firði. Samt var það svo, en annað mál er það, að eftir að Olíufélagið hafði boðið Síld- arverksmiðjunum olíuna á kr. 159.— tonnið cif. Siglufjörður, lækkaði Shell sig niður í kr. 210.— tonnið til þiess að fá 1000 tonna farm til Raufar- hafnar. Þannig hefir nú sann azt í viðbót, að Síldarverk- smiðjurnar hafa grætt 90 000 krónum meira en áður var talið, á tilboði Olíufélagsins, því varla hafði Shell farið að selja ódýrari olíuna til Rauf- arhafnar en Siglufjarðar. Samanburður á Esso og Vacuum smurningsolíum betur hita á manni, þá hindra þau ekki húðöndun, því að loft kemst vel í gegnum þau. Sagt er, að nylon-efni verði meira að segja loftheldari en áður með þessu efni. (Fréttabréf um heilbrigð- ismál). Út af yfirlýsingu þeirri, er Olíuverzlun íslands h.f. birti í Morgunblaðinu þann 13. þ. m., viðvikjandi smurningsol- íum, skal tekið fram eftir- farandi: í yfirlýsingu sinni segir Olíuverzlun íslands h.f., að ESSOLUBE-smurningsolíur (Motor Oils), er Oliufélagið h.f. hefir selt hér á landi und anfarin ár, séu í öðrum og lak ari gæðaflokki en smurnings olíurnar MOBIL OILS frá So- cony-Vacuum Oil Co., sem Olíuverzlun íslands h.f. hefir selt. Hér er farið með rangt mál, því það er staðreynd, að ESSOLUBE MOTOR OIL er ekki einungis í sambærilegum gæðaflokki við Motor Oil, held ur betri olía eins og eftirfar andi tæknileg sundurgrein- ing (Specificaton) sýnir: Essolube Motor Oil Mobil Oil A (Vacuum) þykkt SAE 30 þykkt SAE 30 Eðlisþyngd 0,8911 0,8950 Storknunarmark .... ./.18°C './.15°C Blossamark .. 230°C 218°C Seigja (Viscosity): Saybolt Universal Sec. á 100°F .... .... 528 510 Saybolt Universal Sec. á 130°F .... .... 240 225/235 Saybolt Universal Sec. á 210°F .... .... 66 64 Seigjugráða (Viscosity Index .... 100 95 Ofanritaöur samanburður sýnir glögglega yfirburði ESSOLUBE-smurningsolíunn- ar. Seigja og seigjugráða Esso lub-smurningsolíunnar er hærri en Mobil Oil. Seigjugráðan er hér stór þýð- ingarmikið atriði. enda tákn ar hún mótstöðu olíunnar gegn því að þynnast við hita og þykkna við kulda. Þeim mun hærri sem seigjugráðan er, þeim mun minna breytist olían við hita og kulda. Það er staöreynd að Esso- lube Motor Oil er seld um heim allan í samkeppni við Mobil Oil, sem fullkomlega sambærileg og jafnvel betri (Framhald á 7. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.