Tíminn - 15.02.1951, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.02.1951, Blaðsíða 8
I „ERIEJVT YFIRUT“ í DAtí: Calouste Sarkis Gulbenkian 35. árgangur. Reykjavík, 99Á FÖRMJM VEGI“ t DAG: Svefnvufinarnir koma 15. febrúar 1951. 38. blað. Her S.-Kóreu gengur á land við Wonsan 130 km. norðan 38. br.b. Tvö skip S. í. S. við bryggju á Akureyri í vetur Arnarfell og Hvassafelli Hep 8. E». <i miðvígstöðvanum hélt velli|iráit fyrir Iiarðar árásir norðurhershns ' .. ílfeiív'. i Kersveitir úr sjóher Suður-Kóreumanna gengu á land sköinmu fyrir hádegl í gær rétt norðan við hafnarborgina Wonsan á austurströnd Norður-Kóreu 80 mí!um eða 130 km, norðan 38. breiddarbaugs. Borgin VVonsan er á móts við Pyongyang, höíuðborg Norður-Kóreu. Landgöngusveit- irnar höfðu tek ð úthverfi YVonsan í gærkvöldi. * Skip S.Í.S. í förum til brettán landa Höfðu viðkomu f fförtíu íslenzkum höfn- um og 32 erlendum síðastliðið ár Skipadeild Sambands íslenzkra samvinnuféiaga annaðist flutninga á 74.216 smálestum af vörum á siðastliðnu ári, og hafði deildin I siglingum Hvassafell og Arnarfell en auk þeirra 22 leiguskip í sérstakar ferðir. Öll fóru skipin 64 ferðir á árinu, komu 315 sinnum við í 40 íslenzkum höfn- um og 90 sinnum í 32 erlendum höfnum í 13 löndum og 3 heimsálfum. „Jökulfell“ Þriðja skip, Samb,andsins „Jökulfell“, er væntanlegt til landsins í aprílmánuði næst- komandi. Er það 1000 lesta kæliskip, smíðað í Óskarshöfn í Svíþjóð. Mun skipið hafa heimahöfn á Reyðarfirði og taka þar land í fyrstu heim- ferð sinni. Skipið er smíðað með sérstöku tilliti til kjöt- flutninga innanlands, og flutnings á frystum landbún aðar- og sjávarafurðum til annara landa. „Hvassafell“ „Hvassafell, sem var fyrsta skip SÍS fór 13 ferðir á árinu 1950, hafði 99 viðkomur í 39 íslenzkum höfnum, en 24 við komur í 19 erlendum höfnum í 11 löndum. Skipið flutti sam tals 19.990 smálestir af vör- um milli landa og milli hafna innanlands. „Arnarfell“ „Arnarfell“ fór 11 ferðir á árinu, kom 106 sinnum við í 39 íslenzkum höfnum, en 27 sinnum í 17 erlendum höfnum í 10 löndum. Skipið flutti samtals 22.361 smálest af vör um milli landa eða ' milli hafna innanlands. Leiguskipin. Leiguskipin, sem flest voru lítil og fóru 1—2 ferðir hvert, aðallega með kol og sement, fóru samtals 40 ferðir og höfðu 110 viðkomur í 40 ís- lenzkum höfnum og 39 við- komur i 11 erlendum höfnum í 6 löndum. Skipin fluttu sam tals 31.864 smálestir af vör- um. Nokkur leiguskipanna voru íslenzk. en flest norsk. Hagleysi og lít- ill afli á Fá- skrúðsfiröi Frá fréttaritara Tímans i Fáskrúðsfirði. í janúar gekk hér á með snjókomu og blotum á víxl, og bættist alltaf heldur við snjóinn. En í byrjun febrúar breytti til og gerði allveru- lega hláku, en varla næga til þess, að hagar kæmu upp. Er því viða haglaust enn um sveitir hér eystra, og hefir verið svo lengi. Tveir bátar eru byrjaðir róðra. Afli er sáralítill enn sem komið er. Margt af vinn andi fólki er farið suður 11 ýmsra starfa þar við sjósókn og landv nnu. Bátar byrjaðir róðra frá Sandi Frá fréttaritara Tímans á Hellissandi. Þrír stórir vélbátar og fjór ir trillubátar eru byrjaðir róðra frá Sandi. Það, sem af er, hef r afli verið heldur tregur, og kenna sjómenn því um aðallega, hversu togarar eru nærgöngulir á miðunum við Snæfellsnes. Virðast þeir nota sér aðstöðu þá, sem skap ast til veið þjófnaðar í land- helgi, við það að varðskip eru sjaldséð á þessum slóð- um. Hafa fiskimenn á Snæfells nesi skrifað yfirvöldunum og beðið um hjálp vegna ágengni togaranna- Vonast menn eft 5r vaðskipi vestur, því ella má búast við óvenju lélegri vertíð Tók fyrst tvær eyjar. Áfásin hófst snemma í gær morgun með því, að banda- ríska orrustuskipið Missouri ásamt nokkrum tundurspill- um og be tiskipum úr flota S. Þ. og Suður-Kóreumanna sigldi inn á flóann út af Wonsan og hófu skothríð á borg'na og járnbrautir og veg ina beggja megin hennar á ströndinn’. Samtímis því var og sett lið á land á tveim eyjum skammt utan við höfn ina í Wonsan. Her nn settur á land. Skömmu fyrir hádegi gekk svo her Suður-Kó.reumanna á land nokkra km. norðan við horgina. Var lið þetta 10—15 þús- menn og síðan bætt við það síðar um daginn. Lítið var um varnir norðurhers'ns á þessum slóðum og mætti landgönguliðið ekki teljandi mótspyrnu fyrr en kom inn í úthverfi borgarinnar. Sló þá í harða bardaga og stóðu þeir fram eftir degi, en í gærkveldi var meginhluti borgarinnar á valdi suður- hersins. Ekki er enn ljóst, hvort hér er aðeins um að ræða strand högg eða víðtækari hernaðar aðgerðir til að hefta liðflutn inga suður skagann. En verk efni þessara sveita mun fyrst og fremst það að ná forða-1 búrum sem þarna eru og I hefta flutninga til hersins sunnar á skaganum, en einn ig er sá möguleiki fyrir hendi, að þarna skuli hefja víðtæk-, ari hemaðaraðgerðir að baki j aðalstyrk norðurhersins, sem’ er sunnar á skaganum. Skag- j inn er mjóstur um þetta taU og auðveldast að setja her- belti þar yfir hann þveran. Allmikill her kommúnista er sagður um 60 km. norðan við Wonsan og var hann sagð ur á leið’nni suður i gær- kveldi. Ablaupum hrundið við VVonju. Á miðvígstöðvunum gerði norðurherinn geysihörð á- hlaup i þvi skyni að ná sam- göngumiðstöð nni Wonju á sitt vald í gær, en franskar og bandarískar hersveitir á þessum slóðum hrundu öll- um áhlaupum og hélt suður- herinn stöðvum sínum að mestu á mið- og vesturvíg- stöðvunum. Þó hafði nprður- hernum tekizt að ná veg'n- um vestan -^onju á sitt vald í gærkvöldi. Harðir bardagar stóðu þar við bæinn Kok- suri. Brezka þingið ræð- ir landvarnir Shinwell landvarnarráð- herra Breta hóf í gær um- ræður um landvarnamál í neðri deild brezka þingsins í gær. Mun umræðan standa tvo daga en síðan verða greidd atkvæði um 4700 millj. punda fjárveitingartillögu stjórnarinnar til landvarna. Shinwell sagði, að her Breta mundi verða 880 þús. manns 1. apríl n. k. Hann sagði að j setulið Breta í Þýzkalandi mundi verða aukið á næst- unni um eitt herfylki og yrðu þar þá fjögur brez her- 1 fylki. Hann sagði enníremur, að hergangaframleiðslan i Bretlandi ykist nú hröðum skrefum en mest áherzla væri lögð á þrýstiloftsflugvélafram leiðsluna. VÍSkomustaoir Flestar viðkomur innan- lands voru í þessum höfnum: Reykjavik 25 sinnum, Akur- eyri 18 sinnum, ísafirði 15, Siglufirði 14, Skagaströnd og Dalvík 11, Akranesi, Sauðár- krók og HúsaVík 10, Norðfirði Fáskrúðsfirði, Keflavík og Hafnarfirði 9 og á 27 öðrum stöðum sjaldnar. Mesta fannfergi og hagleysi í V.-ísaf jarðarsýslu í 30 ár Fyrrl viku heimtist lamb í Dýrafirði eftir tveggja mánaða hagleysi að kalla Jóhannes Davíðsson, bóndi í Neðri-Hjarðardal í Vestur- ísafjarðarsýslu, leit inn í skrifstofu blaðsins i gær nýkom- inn að vestan og sagði helztu tíðindi úr héraði. — Um mán- aðamót nóv.. og des. gerði þar vestra stórhríð með mikilli fannkomu og síðar, um 10. des annað áhlaup. Síðan bætti enn snjó á snjó sem blotaði og fraus í gadd, og er óvenju snjóþungt um mestan hluta sýslunnar á þessum tíma. Stjórn ísraels biðst lausnar Stjórn David Ben Gurions baðst lausnar fyrir sig og stjórn sína í gær eftir að þing ið hafði samþykkt vantraust á hana i umræðum um menn ingarmál. Forsetinn hefir ekki enn beðið neinn stjórn- málamann að reyna stjórnar myndun enn, en Ben Gurion hefir lýst yfir, að takizt ekki að mynda þingræðisstjórn bráðlega muni flokkur hans leggja til að þingrof verði gert og nýjar kosningar fari fram hið bráðasta. Haglaust um alla sýsluna Jarðsnöp voru á fáeinum bæjum í Auðkúluhreppi og Svalvogum í Dýrafirði fram í janúar. en vegna tiðra blota þá og frosta á víxl tók fyrir jörð einnig á þessum bæjum, svo að í byrjun febrúar mun hafa verið hagalaust í allri sýslunni, og mun það ekki hafa skeð í s. 1. 30 ár. Tið síðan um áramót hefir verið fremur mild með væg- um umhleypingum, og í síð- ustu blotum hefir snjór nokk uð runnið en svellað þar sem jarðar kennir. Lamb heimtíst á þorra Fyrir viku síðan heimtist lamb frá Alviðru í Dýrafirði. Kom það um næturtíma að fjárhúsum að Gerðhömrum, sem er yzti byggði bærinn í sveitinni. Voru spor þess rak in út með sjónum út í svo- kallaða Voga, sem eru skammt utan við Arnarnes. Náði þar til jarðar á háhryggjum og í fjöru. Þó er snjór þar um slóð ir svo mikill, að ekki hefir ver ið eins síðan 1920. Lamb þetta vó 35 kg. og mun ekki hafa létzt. Vantaði það ásamt öðru lambi síðan í sláturtíð, og kom engum til hugar, að nokkri skepnu væri lífs von þarna eftir hríðar og fannalag um tveggja mánaða skeið. HundruS togara á bátamiðunum. Fiskleysi er á miðum á báta, er róa héðan úr verstöðvun- um. Hundruð togara eru sí- fellt á miðunum og taka fisk (Framaald á 2. slðu.) Strætisvagnaverk- . fall yfirvofandi Strætisvagnastj órar 1 Reykjavik munu leggja niður vinnu, ef ekki komast á sætt ir í dag eða nótt í deilu, er þeir eiga i um þessar mundir um^ kaup og kjör. L*eitað hefir aðstoðar sátta semjara ríkisins, og voru um ræðufundir með deiluaðilum í fyrradag og gær, og verður þeim að sjálfsögðu haldið á- fram í dag. Mikið mun bera á milli, og vanséð, hvort deil- an leysist, án þess'að til verk falls komi. Fáist lausn ekki að svo stöddu, falla strætisvagnaferð ir niður á morgun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.