Tíminn - 15.02.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.02.1951, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, fimmtudaginn 15. febrúar 1951. 38. blað. Söguritun hundavaðsháttarins Ég mun reyna að vera ítuttorður í svari mínu í petta sinn, enda ertu nú orð- mn hogværari í orðum en áð- ar og hættur að bera á mig asvífni og bein ósannindi. — Hins vegar dróttarðu því að nér, að ég beri ekki svo mikla virðingu fyrir lesendum Tim- ans, að ég vilji gefa þeim rétt ar hugmyndir. — Hvað skal pá um þína virðingu fyrir lesendum Þjóðviljans? Krafan um hernaðar- pátttöku. Þú rekur söguna um tilboð- íð, sem íslendingar fengu um þátttOku í samkomunni í San Prancisko vorið 1945. í því sambandi birtir þú tiilögur pær, sem flokkarnir lögðu cram a lokuðum þingfundi 27. cebrúar það ár. Þessar tillögur sanna lítið am raunverulegan vilja flokk anna, eöa hefir þú aldreí vit- að dæmi til þess, að menn clyttu tillögur, sem gengu skemmra en þeir vildu helzt? Eftir því hlýtur a5 fara álit .nanna á sönnunargildi þess- arar írásögu i þessu máli. Þú segir, að ég hafi slitið 'úr samhengi, setriinguna.sem ;g birti úr Þjóðviljanum 25. nai 1945, þar sem blaðið seg- .r, að þið Sósíalistar hafið viliað láta lýsa því yfir, að ís- cendíngar ættu í striði við pjóðverja. Þú spyrð, hvort nér linnist það heiðarleg nálfærsia. Þú segir, að til- vitnun ihín gefi „aíranga riugmynd um málflutninginn pegar svo er að farið.“ Jæja, Ásmundur! Ég skora þá á þig, að gera þér lítið cyrir, og birta þessa tilvitn- an í rettu samhengi, svo að hún gefi rétta hugmynd um máiflutninginn. Þetta er víst lítilþæg bón, .ynr aðra eins höfuðskepnu Jg þig. Vertu nú ékki að vægja :.nér! Reyndu að vera sá maður, að standa við það, að ég hefi slitið þessa tilvitnun úr sam- nengi, svo að hún yrði mis- .skilím Ég held þér dugi ekki ein vika tií þeás. aö segja formlega stríð á hendur er komið úr móð. — 'Sg man.ekki til að Rússar og pjóðverjar segðu hvor öðr- am stnð á hendur 1941 eða siðan, ef við eigum að halda bókstaflega við það orðalag. Bn þið, friðarvinirnir, vilduð ýsa þvi yfir 1945, að íslend- mgar ættu í striði við möndul veldin. Og Þjóðviljinn sagði :neðal annars 25. maí Í945: „Hins vegar var afstaða Framsóknar, svo sem tillaga hennar bar vott um, fyrst og lrémst sú að Ieggja á- herzlu á, að íslendingar VILDU EKKI gerast stríðs- aðili.“ í framhaldi af því sagðj Þjóðviljinn, að slík yfirlýs- :ing væri „beinlinis storkun til hinna sameinuðu þjóða.“ Hvort finnst þér nú meira atriði, að „segja þjóð stríð á hendur“ eða lýsa þ»ví yfir, að við „séum í stríði“? Kemur það ekki nokkuð i sama stað niður? Hitt má svo hafa til hlið- sjónar, að tilvitnanir þessar úr Þjóðviljanum eru frá maí- mánuði, þegar farnar voru að koma í ljós undirtektir þjóð- arinnar við þeirri hugmynd, . ' lýsa yíir striSl við Þjóð- Ádrepnsvar til Ásinumlar Slgurðssonar, alfiiiigismaiins verja og Japani. Þá var afstaða Þjóðviljans sú, að við ættum eins og Rússar að vera í stríði við Þjóðverja, án bess að hafa sagt þeini strfð á hendur fremur en Rússar. Hins vegar var það yfirlýsing ykkar Sósíalista 1940—’41, að við ættum raun- verulega í stríði við Breta, ef við værum þess megnugir, að bera hönd yfir höfuð okkar. Þá áttum við áð afla fiskjar fyrir Þjóðverja og ísland var svívirt með þvi, að verða vígi í baráttunni gégn nazisman- um. Ég hefi nefnt þetta og nefni það enn til að sýna hvað því fer víðs fjarri, að ykkur Sós- íalistum sé sjálfrátt um af- stöðu ykkar gagnvart stefn- um og félagshreyfingum. Þið getið orðið bandamenn og þjónar hvers sem er, jafnvel nazismans, ef þið haldið, að það efli hinn rússneska mál- stað. Þið getið fjandskapast við baráttu lýðræðisþjóða, eins og Breta gegn nazisman- um og viðleitni samvinnu- hreyfingarinnar til að sk,apá réttlátara mannfélag, ef þið haldið að það sé Rússum þénanlegt. Með því að rifja þetta upp, er ég að reyna að gefa les- endum Timans réttar hug- myndir um ykkur,þig og þinn flokk. Hin tækifærissinnaða afstaða ykkar til nazismans er gott dæmi í því máli. Hat- ramar árásir ykkar á kaup- félögin á kreppuárunum eftir 1930 eru það lika. Hvatvísi þín á olíu- málunum. Um olíumálið mun ég ekki fjölyrða fremur en áður. Þó væri fróðlegt að vita, hvaða heimildir og sannanir þú hef ir fyrir þvi, að Olíufélagið hafi greitt umræddan farm 9 dögum fyrir gengisfallið á gamla genginu en ekki eins og það segir. Ég hefi engar sannanir fyrif því, og sízt mun ég trúa því, þó að sá, sem kallar mig ósvífinn lyg- ara, þegar ég ségi satt, fleipri eitthvað um það. Þú ert erin bæði hvatvís og ógætinn i þessum olíumálum. Þú fullyrðir, að H. Ben. og Co. hafi eitt árið selt smurnings- olíur 56% „of dýrar“, af því sú olíutegund var þessu dýr- ari annarri tegund, sem Ol- íufélagið seldi. Nú gæti þessi olía hafa ver ið dýrari í innkaupi og ég sé ekki neitt glæpsamlegt eða ó- löglegt við það i sjálfu sér, þó að éin verzlun hafi umboð fytir vöru, sem ekki er sam- keppnisfær við aðra. Sjálf segir verzlunin, að sín olia sé svo. miklu betri, að þetta sé í rauninni enginn verðmunur Hvað sem um það er, er hitt þó staðreynd, að verðmunur tegundanna hefir minnkað að mun, án þess að fyrir liggi nokkuð um það frá Hallgrími Benediktssyni, að gæðamun- úrinn hafi minnkað. En af þessari staðreynd ræð ég það, að fyrir starfsemi Olíufélags- inS hafi samkeppnin um oliu rharkaðinn harðnað, svo að ýmsar tegundir séu boðnar fram með lægra verði en ella. Það gæti vel legið í því, að hringurnin erlendis lækki sína cíiu í innlcaupi hingað, heldur en að láta hrekja sig af markaðinum. Það þyrfti því ekki að hafa verið um neinn þjófnað eða ólög að ræða hjá olíufélögunum hér, en gróði þjóðarinnar af þess- um breytingum er engu minni fyrir því. Ég finn ekki annað, en ég muni hér eftir sem hingað til ljúlca upp frjálsum munni um verðlagsbrot og fjárdrátt þegar tilefni gefst. Ég hefi ennþá bezta trú á samvinnu- hreyfingunni til að gera verzl unina heilbrigða, alveg eins og þegar síra Gunnar fyrir- rennari þinn skrifaði ljótustu skammirnar um hana fyrir tæpum 20 árum. Ég mun ekki fremur nú en þá, hverfa úr röðum þeirra, sem í orði og á borði halda áfram að efla samvinnuskipulagið á kostn- að heildsalanna, enda þótt menn á borð við ykkur Gunn ar reyni að brjóta niður hin- ar innri varnir samvinnufé- Iaganna. Þú hefir verið alltof hvat- vís i þessu máli, þar sem þú fullyrðir að satt sé allt það versta, sem aðrir bera fram sem aðdróttun, getsakir eða dylgjur um þá aðila, sem við olíuv,erzlun fást, og dæmir svo samvinnuhreyfinguna í heild eftir ósönnuðum sakar- giftum á Olíufélagið. Það breytir engu, þó að þú segist ! gera þetta af hreinni vináttu og umhyggju fyrir samvinnu- hreyfingunni. Þú hefir ekki skrifað um vaxandi eða verð- andi spillingu í Sósíalista- flokknum, þó að eitthvað hafi verið talað um gróða- hnykki í sambandi við Einar OJgeirsson. Er þér óljúfara að trúa ósönnuðum sakargiftum, þegar þær ber þannig að? — Eða þykir þér ekki jafnvænt um Einar og Sósialistaflokk- inn og Vilhjálm Þór og S.Í.S.? Þú lagðir ekki á þig að kynna þér málavexti. Þú ert í nokkrum vanda með þá skýringu. að umræð- ( ur okkar í Tímanum um á- ' fengismál séu svar við sakar- giftunum á Ölíufélagið, þar sem ég benti þér á, að ég j hefði hafið umræður um vín- veitingaleyfi lögreglustjór- ans strax í október. Frá þessu reynirðu nú að komast með því að Segja, að þú hafir ekki lagt á þig að læra utan að allt, sem ég hefi skrifað í Tím ann. Þarna ferst þér i vörn- inni líkast því, sem sagt er af Jóni skráveifu, þegar hann reyndi að bjargast úr bardag anum á Grund. Það er lítil sök, þó að þú hafir ekki lært greinar mínar í Tímanum. Hitt er hundavaðsháttur, að segja sögu, án þess að kynna sér málavexti. Og það er ó- skammfeilni, að segja svo hróðugur eftir á eitthvað á þessa leið: Æi, jæja! Ég hefi aldrei lagt á mig að gera mér grein fyrir þvi, sem ég var að segja! Svona málflutningur, Ás- mundur, er ekki til þess fall- inn, að auka virðingu les- enda þinna fyrir þér. Þú sagðir söguna þannig, að gagnrýni Framsóknar- manna, mín og annarra, á vínveitingaleyfum, verzlun S.Í.F. og fleiru, hefði aðeins (Framhald á 7. slðu.) í dag hvílum við okkur við áfengismálin en hins vegar gef ég orðið tveimur gestum, sem mjög er mál að tala um skatta á kvenþjóðinni. Sá fyrri nefnist Hallur og mælist honum svo: „Þjóðfélagið telm sig þurfa á tekjum að halda til að standast útgjöld þjóðarbúsins. Einn tekju stofninn er tekjuslcattur, sem lagður er á landsmenn. Hann verður að ná ákveðinni lág- marksfjárhæð, annars verður halli á búrekstrinum. Sama gild ir um útsvör. Kvenþjóðin, — eða sá hlutinn, sem heldur fundi og gerir samþykktir, — hefif hafið baráttu fyrir því, að tekju skattur (og útsvör?) verði lagt á hjón, hvort í sínu lagi, — til þess að þau falli undir lægri skattstiga, þegar sameiginlegum tekjum þeirra er skipt í tvennt, og hvor aðilinn telur fram sinn hluta. Sé fulls réttlætis gætt verður þetta að ná til allra hjóna, hvort sem þau vinna á heimili eða utan. Ríki, bæjar- og sveitarfélög þurfa að ná ákveðnum fjár- hæðum í beinum sköttum — tekjuskatti og útsvari. Það breyt ir því engu, þó hjón verði „séi- sköttuð“, því sameiginlegur skattur þeirra verður að fylla hítina. M. ö. o. það verður að hækka skattstigann, annars bregðast telcjurnar. Það, sem þvi mundi hafast upp úr skatta- kröfu kvenþjóðarinnar, eru tvær skattskýrslur frá hverjum hjón- um, í stað einnar nú. Þetta yrði drjúg atvinnubótavinna fyrir skattayfirvöidin, en það er nú önnur saga“. Hinn gesturinn er bóndakarl og kemur hann að málinu nokk uð úr annarri átt, þó að skammt verði á milli þeirra að lokum. Hann segir þetta: „Ekki er kunnugt hvort Karl Kristjánsson alþingismaður er mikið upp á kvenhöndina. En hitt er ljóst, að konur veita honum athygli og hugsa mikið um hann. Fyrir skömmu síðan skrifaði alþingismaðurinn blaða grein nokkra og síðan hefir hver konan af annari skrifað um hann í blöð allra stjórnmála- flokkanna. Karl er undarlega samansettur, ef hann hugsar ekki margt undir þessum lestri öllum og þeirri eftirtekt, sem hann vekur hjá konum, — og ef hann gleðst ekki yfir þessu, — í leyni. Að síðustu komst ein konan alla leið upp í útvarp. Þar var vegur Karls mestur. Hans var ekki getið. Hann var hinn ó- sýnilegi dávaldur, sem blés lífs- anda í gamla doðranta. Og meyjaroði gægðist fram i rök- semdirnar. Málstaður hans var veginn og grisjaði í gegnum þokuna. Hann gerðist heldur fáklæddur. En eftir er stærsti sigur kvenn anna. Þegar þær hafa litíllækk- að manninn nóg og flett hann rökum, munu þær taka hann í sátt, — og fyrirgefa honum allt. Barnaskapur er að leggja Karli liðsyrði, eða deila við rétt- lætið. Við karlar lærum af þessu og vorum raunar sumir áður svo góðir að vilja konum vel. Og ef þær vilja sjálfár telja fram til skatts, er lítill greiði að veita þeim það. En aðeins lítið heilræði í mesta bróðernl: Verið ekki hálfar í kröfum ykkar. Heimtið jafnrétti fyrir allar konur. Þá skulum við glað- ir sigla með ykkur. Fallið ekki fyrir óskapnaðin- um, sem frú Soffía bar fram á þingi, að gera upp á milli kvenna eftir því hvar þær vinna, — eftir því hvort þær vinna á heimili sínu eða utan þess. Þann ig tillögur og málflutningur frestar framgangi ykkar mála kannske um áratugi. Okkur hefir verið sagt, að heimilíð væri' hornsteinn þjóð- félagsins, og hefir mörgu verið logið meira. Konan, sem vinnur því allt, á í hverri grein, að njóta fyllsta réttar, sem þjóð- félagið veitir, hvort sem er í skattamálum eða öðru. Það er heilsteypt krafa, sem ekki villir á sér heimildir, að allir þjóðfélagsþegnar telji fram. Tekjum hjóna sé þá jafnt skipt milli karls og konu. Öll önnur flokkun á konum, er smáborg- araleg sjónarmið". Hvað segið þið svo? Eru kven- skattar betra umræðuefni en vínveitingar? vinveitingar? Eg vona að prent- ararnir bæti ekki litlu r-i inn í, þar sem verst gegnir, því þá væri víst úti um mig. Starliaður gamli. Öllum þeim, sem glöddu mig með gjöfum, heimsóknum, skeytum, bréfum og á annan hátt á 75 ára afmælis- daginn, þakka ég af heilum hug. Guðrún Jónsdóttir frá Þyrli. ■v.v.vAv.vv.v.v.v.v.v.v.v.v.v.r.v.v.v.v.v.v.v.v. fslenzkar vörur Eftirtaíin matvæli eru venjulega fyrirliggjandi hjá oss: i; •C Ostar Smjörlíki Kökufeiti Nýmjólkurduft Undanrennuduft Rúllupylsur Hangikjöt Kálfakjöt Nautakjöt Kýrkjöt Ærkjöt Saltað folaldakjöt Dilkahausar Dilkalifur. 1 1 2 ’í Frystihúsið Herðubreiö ifi r • ■ 0 fl m ■ 1 Sími 2678. i » n • rjr w n * • n v > S

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.