Tíminn - 15.02.1951, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.02.1951, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, fimmtudaginn 15. febrúar 1951. 38. blaff. La traviata i Amerísk mynd gerð eftir i hinni frægu óperu Verdis. ! Sýnd kl. 7 og 9. ! i Frá frelsisiíaráttii í Dana Sýnd kl. 5. ítRIPOLI-BÍÓi Æskan á þlngi j Mjög skemmtileg rússnesk lit j kvikmynd um íþróttir, söng-j list og þjóðdansa. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ____________________;( NÝIA Bíój Svarti köttnrinn j (The Black Cat) Hryllingssaga eftir EDGAR [ ALLAN POE. Aðalhlutverk: Basil Rathbone Hugh Herbert Anne Gwynne Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍój HAFNARFIRÐI j Syndir feðranna (Moonrise) Ákaflega spennandi ný am- i erísk kvikmynd byggð á skáld j sögunni „Moonrise" eftir | Theodore Strauss. Sagan hef-! ir komið út í ísl. þýðingu íí tímaritinu „Allt“. I Dane Clark Cail Russel Bönnuð innan 16 ára Sýnd ki. 7 og 9. Sími 9184. <J*utAjLuigjo£LuA*i£it Mza. j !! Bergur Jónsson Málaflutnlngsskrifstofs Laugaveg 65. Stml 5333. Helma: Vltastlg 14. Askriftar^úoli flMINIV *333 Gerlzt áskrifendnr. Austurbæjarbíó = IleunNisieisíaraniót j ið í Bi'iissel 1950 j Einstð heimild um hina glæsi jlegu frammistöðu Islendinga ]á mótinu. Allir beztu frjálsíþróttamenn ! Evrópu koma fram í mynd [ þessari. AUKAMYND: Norden — USA í Osló 1949. Sýnd ki. 5, 7 og 9. TJARNARBÍÓ Maatalognr brcyskleiki (The Guilt of Janet Ames) Vegna fjölda eftirspuma verður þessi óvenjulega mynd, er fjallar um barátt- una við mannlega eigingirni, sýnd í örfá skipti. ! Aðalhlutverk: Rosalind Russell Melvyn Douglas Sýnd kl. 5, 7 og 9. iGAMLA BÍÓ Fornar ásl ir !(The Passionate Fríends) Eftir skúldsögu II. G. Wells. Ann Todd. ! Claude Rains. Sýnd kl. 9. Sindkað sæfari Sýnd kl. 5 og 7. HAFNARBÍÓ Gimsteina- bærinn •jKu.-at.~a (Diamond City) Ákaflega spennandi og vlð-| burðarík ný kvikmynd er ger íst í Suður Afríku. * Aðalhlutverk: David Farrar Diana Dors Honor Blackman ! Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Raflagnlr — Viðgerðir Baftækjaverzlualn LJÓS & BITI h. f. Laugaveg 79. —- Síml 5184 HÚS • ÍBÚÐIR ^ LÓÐIR • JARÐIR SKIP ® BIFREiÐAR ; EINNIG: Verðbrc) Vátryggingar Auglýsingastarfscmi FASTEIGNA SÖLU MIÐSTÖDIN Lækjargötu 10 U SÍMl 6530 Erlent yfirlit (Framhald af 5. slOu.y sambandi við ýmsa olíusamn- inga. í seinni tíð hefir hann stundum verið sérstakur fulltrúi írans og íraks. Hann var t. d. sendifulltrúi Irans í París, þeg- ar Þjóðverjar hernámu Frakk- land 1940, og síðan varð hann fulltrúi iraks í Vichy. Þessi fulltrúaumboð björguðu honum frá því að verða fangi Þjóðverja. Árið 1942 taldi hann þó ráð- legast að fara til Lissabon og þar hefir hann dvalið síðan. Gulbenkian býr nú á hóteli, ásamt þjónum sínum, og forð- ast að koma nokkuð fram opin- berlega. Hann tekur ekki á móti gestum, nema sérstaklega standi á, og anzar ekki heldur í síma. Hann tekur ekki á raóti bréfum, nema þjónar hans hafi handleikið þau áður. Hann er enn vel heilsuhraustur og fyig- ist vel með fjárrei.ðum sínum með aðstoð þjóna sinna. Þegar heitt er á morgnana, lætur hann bifreiðastjóra sinn aka sér upp í hæðirnar hjá Lissabon. Þar fer hann úr bílnum á afskekkt- um stöðum, klæðir sig úr sokk- unum og bakar fæturna í sól- skininu. Yfirleitt rer hann ekki út úr hótelinu, nema í þessar morgunferðir. Gulbenkian hefir látið svo ummælt, að hann verði a. m. k. 106 ára gamali, en faðir hans náði 105 ára aldri. Hann hefir látið í veðri vaka, að hann muni nota eignir sínar til að stofna stóra sjóði, sem veiti styrki til menningar- og mannúðarmála eftir daga hans. Vel má vera, að hann hafi þjóðflokk sinn sérstaklega í huga í því sam- bandi. Kunnugir telja, að að- búnaður Armena í uppvexti Gul- benkians hafi mjög mótað hátta lag hans — gert hann tortrygg- inn og einrænan, en jafnframt ötulan og framtakssaman. Land ar hans margir hafa náð langt á viðskiptasviðinu, þrátt fyrir hinar erfiðu aðstæður þjóð- stofnsins, en þó enginn eins langt og hann. (jfng|irónn ... (Framhald aj 5. si&u.) til þess aff þagga þaff mál nið- ur. Þessi dæmi verffa látin nægja að s'*nni. Þau sýna, aff réttarfariff cr að færast hér inn á hættulega braut. Ákæru og rannsóknarvaldinu er allt of mikið beitt eftir því, hvort það er flokksmaffur eða and- stæffingur, scm á hlut aff máli. Hér er að skapast öfugþró- un í réttarfarsmálunum. Von- andi sér líka dómsmálaráð- herrann á hvaffa villígötum hann er og dregur réttar á- lyktanir af því. Þaff er ekki nóg, aff berjast gegn kompi- únistum, en falla svo fyrir sömu freistingum og þeir. X+Y. ♦♦♦♦♦ Gerist áskrifendnr aff öí imanum Áskriftarsími 2323 í "iti" ÞJÓDLEÍKHÚSID Fimmtudag kl. 20.00. Flokkaöar bondur Bannað börnum innan 14 ára. Föstudag kl. 20. íslandshlukkun Aðgöngumiðar seldir frá kl. 13,15 til 20,00 daginn fyrir sýn- ingardag og sýningardag. Tekið á móti pöntunum. Sími 80000. 0 J< ina ~J\auA: SKIPS- LÆKNIRINN 33 peninga, og kannske ýmsum öðrum. En ég kýs fremur að vera fátæk barónessa en frú Gulecke frá Dresden. Mér finnst það þægilegra — og sómasamlegra. En handa Bóris hefi ég enga peninga. Gulecke borgaði aðeins reikninga mína og lét mér í té farseðil og lítils háttar vasapeninga. Það var allt og sumt. — En hvers vegna fóruð þér þá með Bóris Lþessa ferð? — Það var kannske heimskulegt af mér. Það eru auk þess svik við Gulecke, því að hann lét mig ekki hafa vasa- peninga til þess að kaupa fyrir farseðil handa Bóris. En ég vildi gefa honum síðasta tækifærið til þess að komast á rétt- an kjöl. Ég vonaði, að hann gæti oröið nýr maður í nýju landi — fremur heldur en heima.... — Þykir yður vænt um bróður yðar? spurði Tómas mild- ari en áður. — í æsku tilbað ég hann, svaraði Friðrika stutt í spuna. Og fellum svo þetta tal. Hún var risin á fætur, og hann fór að dæmi hennar. Þau kvöddust með handabandi. Tómas var samt óánægður með sjálfan sig. Hann átti ekki að láta hana losna svona auðveldlega undan þeirri skyldu sinni að sjá bróður sínum farborða. Hann átti að setja henni kostina. En nú var hún farin. Hann varð að snúa sér til skipherrans. Friðrika hélt hins vegar til klefa síns. Hún þóttist vita, að Stefanson hefði þegar snætt moi;gunverð, þvi að klukk- an var að verða tíu. Hún símaði þess vegna til hans. Ungfrú Fielding varð fyrir svörum. Hún sagði Friðriku, að Stefanson væri því miður í sundhöllinni. Friðrika lét sér hvergi bregða. Hún fór í baðföt sín, og fá- um mínútum siðar veifaði hún glaölega til Stefansons og stakk sér á bólakaf í laugina. — Ég hefi beðið yðar í meira í klukkutíma, sagði Stefan- son, er þau tóku tal saman. Eruð þér svona morgunsvæf? Spurningin var ofur-hversdagsleg. En það var þó auðséð, að Stefanson var allt annað en rótt. Hann hafði beðið henn- ar i tvo tíma, og hann var óvanur að bíða eftir öðrum. Hann hafði líka haft fregnir af því, að Friðrika var fyrir löngu farin úr klefa sínum, og hann hafði látið leita hennar víðs vegar um skipið. Stefanson var í eðli sínu tortrygginn og afbrýðisamur. Hann minntist þess, að hann hafði fyrst séð Friðriku á tenn- isbrautunum með yfirmönnum skipsins, og þess vegna tor- tryggði hann sérstaklega fyrsta stýrimann. Hann hafði sím- að til hans og boðið honum að leika við hann tennis, en feng- ið stutt svör: Var á stjórnpalli til klukkan fimm — þarf að sofa meira.... Hann hafði samt einsett sér að láta ekki á neinu bera, er hann hitti Friöriku aftur, afla sér í kyrrþey vitneskju um framferði hennar, senda henni síðan dýran gimstein að gjöf — ög tala ekki við hana, þaö sem eftir var ferðarinnar. Nú svaraði Friðrika spurningu hans á allt annan veg en hann hafði búizt við: Ég svaf alls ekki, heldur hitti gamlan vin minn á skipinu. Síðan bauð hún í kappsund, en þá kom á daginn, að Ste- fansson kunni alls ekki að synda. — Þar sem- ég íæddist, var ekkert vatn, sagði hann. Hún hló. Það var broslegt, að eigandi heils flota, kon- ungur úthafanna, skyldi ekki geta fleytt sér yfir litla skips- laug. Af Tómasi var það að segja, að hann hitti skipherrann á efstu þiljum, þar sem hann stóð á tali við listfræðing um málverk Gauguins. — Ég hefi þráð Suðurhafseyjarnar allt mitt líf, sagði hann andvarpandi. En líklega fer ég í gröfina, án þess að sigla annan sjó en Atlantshafið. Tómas sagði honum nú vandræði sín. Hvað átti hann aö gera við Mergentheim? Eiginlega þyrfti að loka hann inni í öryggisklefa. En þægilegra væri þó að vista hann í eins manns klefa og fá öruggan gæzlumann handa honum. Skipherrann hugsaði sig um. — Þetta gerist líklega allt degi of snemma, sagði hann. Á morgun myndi Stefanson fús til þess að borga allan kostn- að af honum. En við getum líklega ekki beðið.... Tómas hristi höfuðiö. Hann hafði í raun og veru rlta sam- úð með Friðriku. — Við verðum að láta hjúkrunarmann líta eftir barónin-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.