Tíminn - 22.02.1951, Side 6

Tíminn - 22.02.1951, Side 6
6 TÍMINN, fimmtudaginn 22. febrúar 1951. 44. blað. Giftnr allri fj ölsky ldimni Afarfyndin þýzk gaman- mynd. Aðalhlutverk: Heinz Ruhmann, sem lék aðalhlutverkið í Grænu lyftunni. Sænskar skýringar. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ OFHRHIIGAR (Brave Men) Gullfalleg ný, rússnesk lit- kvikmynd, sem stendur ekki I að baki „Óð Síberíu“. Fékkj 1. verðlaun fyrir árið 1950. j Enskur texti. Aðalhlutverk: Gurzo Tshernova Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ ROBERTO. (Prélude á la Glorie) Stórfengleg tónlistarmynd, með hinum fræga 10 ára gamla tónsnillingi Roberto Benzi Tónlist: Liszt, Weber. Ross- ini, Mozart, Bach. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBIO HAFNARFIRÐI Brautryðjaiidiim I (Pacific adventure) Ný amerísk mynd byggð á j ævisögu hins heimsf ræga j flugkappa, sir Charlees Kings j ford Smith. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. J'’nulrjsigj<>&ulrxjÁA. áejtaA; 0Cui/eUi$u7 % Sergur Jónssoo Milaflutningsskrifstofa Laugaveg 65. Siml 5833. Helma: Vltastig 14. i Askriftarsíruft TIMINIV Gerlzt áskrifendsu*. Austurbæjarbíó [Jörumlur smiður. Sýnd kl. 7 og 9. Gög «« Gokke í fangelsi Sýnd kl. 5, 7 og 9. TJARNARBÍÓ FRIEDA Hin heimsfræga enska stór- mynd. Sýnd vegna áskorana í örfá skipti. Aðalhlutverk: Mai Zetterling, David Farrar. Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BÍÓ IJmtöiuð kona (Notorious) Ingrid Bergman, Cary Grant. Sýnd kl. 5, 7 og 9. HAFNARBÍÓ Fallin fyrirmynd (Silence Dust) [Hin fræga enska stórmynd, sem farið hefir sigurför um | allan heim. Aðalhlutverk: Stephan Murry, Sally Gray. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ELDURINN I cerir ekki boð á undan >ér. >eir, sem eru hyggnir, tryggja strax hjá Samvinnutryggíngum MUNIÐ: Auglýsingasíml TÍMANS er 81300 Raflagnir — Vlðgerðir Raftækjaverzlunln LJÓS & HITI h. f. Laugaveg 79. — Siml 5184 ►»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦« HÚS* IBÚÐIR LÓDIR • JARÐIR SKIP . BIFREIÐAR EINNIG Verðbrcf Vátryggingar Auglýsingastarfscmi FASTI.IGINA SÖLU MIÐSTÖÐIN Lækjargötu 10 B SÍMI 6530 Erlcnt yfirlit (Framhald af 5. síðu.v einna skeleggast hafa deilt á stálhringinn og varað við ein- veldi hans, eru „The Times“ og „The Economist“, og þó einkum það síðarnefnda. Þau hafa tal- ið, að hér væri mikilla umbóta þörf. Hins vegar hafa þau bæði haldið því fram, að þau sæu ekki neina lausn á þeim vanda, sem hér þyrfti að rá<fa bót á, þótt ríkishringur tæki við af einkahring. Þvert á móti hafa þau talið, að slík aðgerð gæti jafnvel verið spor aftur á bak. Samkvæmt þjóðnýttngarlög- unum verða 80% stærstu stál- og járnverksmiðjiír landsins, sem annast nú um 90% stál- framleiðslunnar, eign nýrrar stofnunar, The Iron and Steel Corporation, er kaupir hluta- bréf hinna fyrri eigenda fyrir ákveðið verð. Ríkisstjórn til- nefnir stjórn þessa nýja fyrir- tækis. Þessi nýja stjórn á að annast um samræmingu og ýmsa skipulagningu, en gðmlu fyrirtækin verða þó rekin áfram undir sama nafni og áður, með sömu stjórn og forstjórum og áður og með allmiklu sjálfstæði. Bæði „The Times“ og „The Economist" óttast, að þetta nýja fyrirkomulag geti miklu fremur leitt til glundroða en skipulagningar, a. m. k. fyrst í stað, og komi sú breyting nú á versta tíma, þar sem nú verði að mestu að forðast allar truflan- ir og leggja allt kapp á aukn- ingu stálframleiðslunnar. Þá sé ríkisstjórninni það enn örðugra en einkafyrirtækjum að leggja niður óarðbærar verksmiðjur, þar sem slíkt geti skapað at- vinnuleysi í bili. Verkamenn yerði enn harðari í launakröf- um, þegar verkamannastjórn sé atvinnuveitandi o. s. frv. Loks komi svo sú óvissa, sem vofir yfir öllum rekstrinum, vegna þess, að íhaldsmenn hafa lýst því yfir, að þeir muni láta stál- verksmiðjurnar aftur í hendur fyrri eigenda, ef þeir nái völd- um, en til þess þykja nú líkur, að það geti orðið fyrr en síðar. Af þessu getur leitt mun lakari samvinnu milli verksmiðjanna og stjórnenda hins nýja ríkis- hrings. Þá er það atriði, sem getur orðið stjórninnl óhagstætt, að erfiðleikar fara nú vaxandi við útvegun járnmálms, og kann það að geta dregið úr stálfram- leiðslunni. Andstæðingar þjóð- nýtingarinnar myndu vafalaust skrifa það á reikning hennar. Að öllu þessu athuguðu, þykir það mjög djörf sigling hjá Attlee að ráðast í þjóðnýtingu stáliðn- aðarins á þessum tíma. Það þykir sýnt, að hann hafi verið knúinn til þess af vinstri mönn um Verkamannaflokksins, sem að öðrum kosti hafi hótað að svipta stjórnina stuðningi. Attlee má nú ekki mörg at- kvæði missa, ef hann á að geta. haldið velli. Frímerkjaskipti Sendið mér 100 íslenzk fri- merki. Ég sendi yður um hæl 200 erlend frlmerki. JON 4GNARS. Frímerkjaverzlun, P. O. Box 358. Reykjavík Í }J 5t5; ÞJÓDLEIKHÚSÍD ★ Fimmtud. kl. 17.00: Snædrottningin Föstudag kl. 20. Nvársnóttin Aðgöngumiðar seldir frá kl. 13,15—20 daginn fyrir sýn- ingardag og sýningardag. Tekið á móti pöntunum. Sími 80 000. Cj i n a JC auó: SKIPS- LÆKNIRINN 39 ur. Þar var ekki neinn gáfusvipur á honum, og hann var ekki sérlega fágaður maður, en það var mikill þróttur og orka í þessum manni. — Ég harma það, að ég skuli í dag verða að standa and- spænis yður eins og hugleysingi, hélt Shortwell áfram. En það er þó ekki mín sök. Ég vildi tala um málið við yður í Kissingen, segja yður sannleikann og krefjast þess af yður, að þér veittuð konu yðar athafnafrelsi, úr því sem komið var. Þetta vildi Sibyl ekki. Hún fór að gráta, ef ég minntist á það. Auðvitað á maður ekki að láta undan duttlungum kvenna, þegar mikið er í húfi. En ég lét samt glepjast til þess. Ég get ekki afsakað það — en orðinn hlutur verður ekki aftur tekinn. Þessu verður ekki breytt. Tómas starði út í bláinn. Hann þagði og beið átekta. Hann er kominn til þess að njósna um fyrirætlanir mínar, hugsaði hann. Eða ógna mér. Við skulum sjá, hvernig fer! Og hann þagði og beið átekta. — Þér eruð kominn hingað á þetta skip til þess að krefj- ast reikningsskila af mér, sagði Shortwell. Ég veit auðvitað ekki, hvað þér hafið haft í huga. En þér þurfið að minnsta kosti ekki að segja mér, að ég hefi hagað mér lítilmann- lega. Ég veit það. Ef þér hafið hugsað yður að veita mér ráðningu, þá gerið það. Ef þér ætlið að skjóta mig — þá skjótið! Hann teygði frá sér báða handleggina til marks um það, að hann byði fram brjóst sitt, og bætti við: Ég er vopnlaus, og ég mun ekki verja mig. Tómasi kom ekki til hugar að beita skotvopni, og þó þurfti hann ekki annað en opna skrifborðsskúffuna til þess að ná i skammbyssu. Hann minntist skyndilega þess atviks, er hann tók snigilinn af veginum, svo að hann kremdist ekki undir fótum manna eða hjólum farartækja, — og Shortwell spottaðist að honum fyrir. — Hættið þessum skrípalátum! sagði Tómas kuldalega. Þér vitað bezt sjálfur, að ég mun ekki skjóta varnarlausan mann. — Ég bjóst ekki við því, sagði Shortwell. Og ég vil minna yður á, að við Sybil erum bæði varnarlaus ■— að öllu leyti. Þér hafið allt okkar ráð í hendi yðar. Þér getið látið opna klefa okkar með valdi. Þér getið sigað hafnarlögreglunni á New York á okkur. Þér getið látið varpa mér í fangelsi og látið senda Sybil aftur heim til Þýzkalands.... Shortwell hafði ekki gefið sig mjög að bóklegum fræð- um um dagana, en samt sem áður var hann talsverður sál- fræðingur. Ósjálfrátt fann hann, að hann gat ekki skákað þessum manni, sem hann hafði sært og svívirt, með öðru en veikleika sínum og varnarleysi. Það varð að vera hans , vörn. — Þetta, sem þér segið mér, er ekki nein opinberun, sagði Tómas. Ég hefði getað stöðvað för yðar, ef ég hefði kosið þá leið. En það virðist yður ofvaxið að skilja, að þetta er mál, sem aðeins varðar mig og konu mína. Yður varðar mig ekki um. Ég krefst aðeins eins af yður: sjáið um, að ég geti talað við konu mína í einrúmi. Skiljið þér mig? Þessa krefst ég af yður. Ef þér ætlið að koma í veg fyrir, að ég fái að tala við konu mína, skuluð þér ekki treysta á vægð eða miskunn af minni hálfu — ekki einu sinni stillingu. Þá mun ég annað hvort skjóta yður eða láta varpá yður í fangelsi. Hvort tveggja ættuð þér skilið.... Shortwell lét eins og ekkert væri. Hann settist í stólinn, sem ætlaður var sjúklingum Tómasar. — Það er leitt, að Sybil.... — Konan mín! öskraði Tómas. — Eins og þér viljið, svaraði Shortwell. Það er leitt að konan yðar er ekki fær um viðræður um málefni sem þetta. Þér getið ekki ímyndað yður í hvílíku ástandi hún er, síðan hún heyrði rödd yðar í morgun, er þér ætluðuð að brjótast inn til hennar. — Hvar voruö þér þá? spurði Tómas. — Ég skil ekki hvers vegna yöur er áhugamál að vita það. Annars var ég hjá rakaranum. Sybil — fyrirgefið — konan yðar — gat engu orði upp stunið, er ég kom til hennar, og hún skalf eins og ösp í vindi. Þér verðið að skilja það, Wohl- mut, að svona málefni verða karlmenn að útkljá sín á milli. Konur eru ekki svo taugasterkar, að þær geti átt I slíku. Ég er reiðubúinn til þess að veita yður þær sárabætur, sem þér farið fram á. Ég myndi ekkert til spara, ef.... — Ég hefi sagt yður, að yður vil ég ekkert hafa saman

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.