Tíminn - 30.06.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.06.1951, Blaðsíða 4
4. 144 blað, TÍMINN, laugardaginn 30. júní 1951. Árbókin og Valtýr Stefánsson Árbók landbúnaðarins og Valtýr Stefánsson. Árbók landbúnaðarins er nýlunda nokkur í bókaröðum íslendinga, enda hefir hávað inn látið hana að mestu í friði í auglýsingum og ’umtali. Þessu veldur sennilega efni hennar: landbúnaðarmál ís- lendinga, en á þau þykir mörgum miklum mönnum nóg að skakkblína augunum, og vitna svo um þekkingu sína á málinu og hjartans trú- festi sínu við þennan æru- verða öldung. íslendingar hafa nú lengi reynt að lifa án allrar hagfræði nema þeirrar sem login hefir verið i þá eftir tækifærum í svindli og braski og hefir bókagerð þeirra sniðgengið að mestu það bókmenntasvið þeirra sem heyrir til hagrænu lífi og starfi. Árbók landbúnaðarins er nýlundarleg í þessu efni, því hún er fyrsta tilraun til þess að gera sér hagfræðilega grein fyrir öðrum og hinum æðri at vinnuvegi þjóðarinnar bæði i sögulegum og menningarleg- um skilningi. Árbókin reynir að svara flestum spurningum um landbúnað á íslandi, eins og hann er nú á tímum. Hvert er ástand hans i dag? Hvaða launakjör veitir hann þeim sem hann stunda? Hve mikil er framleiðslan, ásig- komulag hennar og fjöl- breyttni? Við hvaða aðstæður býr hann frá þjóðfélaglnu lánakjör og lánsfé? Hvað hef ir hann af tækni og þægind- um? Og hver eru markaðs- skilyrðin og markaðshæfni framleiðslunnar. Og siðast en ekki sízt. Hverju veldur misærið og landshlutamisvægið um af- komu hans? Þetta mikla mál, sem sumum finnst eðlilegt að nota í stryk til þess að draga yfir hann allan. Auk þess er svo gert ráð fyrir því, að ræða þurfi um ýmsar niðurstöður, sem Árbókin sýnir um ýmsa liði, á ýmsa lund og við ýmis sjónarmið, sem eru landhlut- arleg eða almenn. Þessi atríði væri að visu eðlilegt að tekin væru til um ræðu á almennum blaðavett- vangi sem þýðingarmikil þjóð mál, en þar sem það virðist að blaðamenn hafi ekki kom ið auga á not þeirra í hinum pólitíska skarkala, hefir það ekki orðið ennþá, og háttvirt ir blaðamenn hafa haft Ár- bókina í draumgjafa í værðar voðum á þjöðfélágslegum svefndýnum; og enda ekkert lagt illt til hennar, enda er það von til að hún beri vel í drauma. Þvílík sem yfirlýst ást þeirra er á landbúnaði. Hér ber þó að undanskilja Valtý Stefánsson, sem látið hefir sér annt um það þjóð- hagslega efni, sem Árbókin er ofin af; og fylgist með at- hygli með því starfj. sem ligg- ur til grundvallar Árbókinni og virðist skilja vel hvað mikla þjóðfélagslega þýðingu það hefir að vinna það verk, sem hún er risin af. Hinn 3. júní s. 1. minntist hann á Árbók- ina í Reykjavíkurbréfi Morg- unblaðsins, en þá var komið út. I. hefti þessa yfirstand- andi árgangs. Eru ummæli hans hin vinsamlegustu, án þess að rekja efni bókarinn- ar til neinnar hlýtar. En þetta hefti hafði að geyma áætlun um fj ármagnsþörf landbúnað arins til uppbyggingar og Eflir Benedikt Gíslason, llofteigi. ræktunar og varð hún að upp hæð 1000 m'lj. króna. Hafði Bergur Sigurbjörnsson við- skiptafræðingur samið þessa áætlun eftir fyrirlagi og í samvinnu við formann Stétta sambands bænda, Sverris Gíslasonar, en Stéttasamband ið hafði ákveðið að láta vinna þetta verk o. fl. Hér var þaðj sem Valtý Stefánssyni varð að orði, það sem máli skiftir um framtíð landbúnaðarins, og upplýsir nokkuð hver er aðstaða landbúnaðarins, þeg ar út á hinn almenna vett- vang kemur sem heitir trú manna á land sitt, enda virð- ist Valtýr Stefánsson bera fyrir sig vöntun á þeim hlut- um, sem Árbókin er að upp- lýsa, og mun upplýsa. Til eru að visu þeir menn, sem án allr ar Árbókar, þurfa ekki að spyrja sjálfa sig, né aðra, að þvi hvort landbúnaður á ís- landi beri sig, eða hvort ó- hætt sé að hætta í hann fé, án þess því sé á glæ kastað því það er það sem Valtý Stefánssyni þykir ósannað mál vera, þegar um það sé að ræða að leggja honum til 1000 millj. króna til uppbyggingar. Þetta mál er tviþætt og verð ur annar þáttur þess aldrei tekin fyrir í Árbókinni, en það er þjóðmenningarhliðin og svo er þriðji þátturinn á bak við hina báða, en það er sag- an. íslendingar hafa um alla sögu til næstliðins tíma lifað j á landbúnaði, en ef það ekki borgar sig að stunda land-' búnað, hefir það ekki borgað sig fyrir þessa þjóð að lifa, og' væri nú svo komið að ekki j borgaði sig að lifa á land- búnaði, þá er það dauðadóm- ur yfir þjóðinni. En hafi þjóð in lifað á landbúnaði án rækt unar og bygginga, sem sagan sannar að hún hefir gert, þá mætti það mikið vera að ekki borgaði sig að rækta landið og byggja það upp og þarf í rauninni engar tölur að nefna í slíku sambandi. Þjóðin get- ur á engan hátt betur varið fjármunum og vinnuafli, en rækta og byggja upp sitt land. En hér er það sem er komið eins og við kaun á lifandi holdi, því kaupstaðirnir hafa gjörst svo atga.ngsfrekir um fé og atvinnuaðstöðu við þjóð félagið að skaþast hefir slíkt atvinnumisvægi, að það er verra í rótum sínum en hið ill ræmda misvægi í náttúrufari landsins. Og það er undan því kauni á þjóðarlíkaman- um sem velviljuðum manni verður það, á að stanza snögg lega þegar nefndar eru 1000 j milj. litlar íslenzkar krónur til þess að byggja upp og rækta stórt land, sem getur 1 fóstrað mikinn fjölda manna, og hefir að allra skynbærra manna dómi ágætan jarðveg og notandi veðurfar (klima), og er þó ekki búið að athuga 1 á hve margan gagnlegan hátt má nota klima landsins tii ræktunar eða matarfram- le'ðslu. (Hinn dýrmæti heið- j argróður). j Stéttasambandið lét vinna að þessum áætlunum á hag- I fræðilegum grundvelli. Það I var byggt á reynslu timans á verðlagi og vinnuafköstum, sem í framkvæmdinni þarf að leggja, og af góðum skilningi á því hvaða hluti þarf til þess að fullnægt sé lægstu Kröfum um alla aðstoð til lífs og framkvæmda í svelitum landsins. Engir varanlegir hlutir í þessum framkvæmd- um eru til staðar, sem hefðu áhrif á það, að þetta kostaði meira en eðlilegt má telja og sambærilegt í öðrum löndum. En þyki upphæðin há, er það skýr bending um það, að búið sé að færa þjóðfélagið svo úr skorðun, að nú sé það orðinn dauðadómur fyrir þessa þjóð, sem áður var lífsgildi, og er þá réttara að snúa sér að því máli, og eru rætur þess ann- arsstaðar en þar sem gjörðar eru áæflanir um fjármagns- þörf landbúnaðarins. Og það er víst, að þeir, sem stóðu að samningu þessarar áætlunar, voru við því búnir í trú sinni á landið að birta hána hiklaust, enda var ekki farið frekar í kröfurnar, eða meira á eftir rekið, en að þetta væri tiu ára fram- kvæmdaáætlun eða 100 milj. á ári, og skal ég með glöðu geði hækka hana um helm- ing. Það slær óhuga á alla við athugssemd um það að verja fé til landbúnaðarins á ís- landi þegar í fyrsta sinn er reynt með rökfastri áætlun áð gera sér grein fyrir fram- kvæmdunum og hvað þær muni kosta, og í fyrsta sinn kemur út upphæð sem þó ætti að skýra málið harla vel ef um er hugsað. fslenzk bændastétt er ekk- ert óvön þessu. Úrtölur og hangs og einskonar hrekkir hefir verið einkennandi fyrir stjórnmálasttarflð í landinu viðvikjandi landbúnaðinum. Sagan um litla barnið á hung urskeiði þjóðarinnar hefir endurtekið sig í skiftum rikis vaídsins við þennan höfuðat- vinnuveg og menningargrund völl þjóðarinnar, og skal hvert dæmið öðru telja ef þessu verður ekki þegjandi kyngt. Þó er sagan af tófunni sem bauð spóanum 1 veizíuna enn betra dæmi. Tófan bjó til graut á pönnu og bauð spóan um að borða með sér. Tófan sleikti með sinni breiðu tungu grautinn upp á augabragði en spóinn með sínu mjóa nefni náði í næsta lítið. í slíka veizlu hefir ríkisvaldið boðið landbúnaðinum æ ofan í æ, og haft svo stór fréttir að færa af rausninni. Frægasta dæmi um þetta er rafmagns- mál sveitanna. Lög um raf- veitur! Allir sveitabæir fá rafmagn! Mikil er vísinda- dýrðin! Sannleikur hinsvegar sá, að 1700 sveitabýli, eða 25,4% af sveitabýlunum fá aldrei rafmagn eftir þessum lögum en 69^ár líða áður en hin fá það öll. En allir kaup- staðir í landinu þykir sjálf- sagt að fái rafmagn til allra hugsanlegra nota, auk heldur hugsaðra fyrirtækja, enda ekki nema sjálfsagt mál, bara ef tófan vildi haga sér hæ- versklegar í veizlunum. í slíka spóaveizlu hjá tófunni er landbúnaðinum boðið í þessu máli, og það væq gott ef veizlustjórarnir gætu bent á einhverja veizlu, sem ekki væri þessari lík í megindrátt um, í landbúnaðarmálunum. En sagan er ekki nema hálf sögð spóinn gerði líka veizlu fyrir tófuna. Nú ber hann súp una fram í flösku. Ofan í hana náði nef hans, en tófan bara (Framhalrt á 6. slðu.) Nú er Pétur Jakobsson fast- ] eignasali kominn í baðstofuna og hefir kvatt sér hljóðs. Hefir hann nú orðið: Skattskrá Reykjavíkur, fyrir árið 1951 er komin út. Bók þessi J er mikið lesin þessa dagana. Flestir Reykvíkingar kvíða fyrir útkomu hennar. Hún segir sína' sögu um skuldir þær, sem skatt- ] borgarar Reykjavíkur eru komn 1 ir í við borgina og ríkið. Það, eru fæstum gleðitíðindi, sem hún flytur. Hún segir frá þvi,1 að skattborgarar Reykjavíkur séu nú að þessu sinni 22500. [ Skráin segir líka, að niðurjöfn- uð útsvarsupphæð sé kr. 64.700.000,00. Með öðrum orð- um segir niðurjöfnunarskrá Reykjavíkur, að álögð útsvars- upphæð sé kr. 3000,00 — þrjú þúsund — krónur á hvern gjald skyldan mann í borginni. Hún segir, að verkamaðurinn þurfi ca. sex vikur úr árinu til þess eins að vinna fyrir útsvarinú', til jafnaðar. Hún segir líka, að á s. 1. ári voru gjaldendur í Reykjavik 21700, en þá hafi ver ið jafnað niður kr. 56,7 millj- ónum. Útsvarsskráín segir, að gjaldendum hafi fjölgað um 1800 frá í fyrra, en á þessa menn séu lagðar 8 milljónir króha. Skráin segir líka, að s. 1. ár hafi niðurjöfnunin verið kr. 2.600,00 á hvern gjaldanda. Útsvarsskráin segir, að alltaf þyngist ánauð sú, sem gjald- endur Reykjavíkurborgar verði að þola. 1 blaðaviðtali, lýsir for maður niðurjöfnunarnefndarinn ar önn nefndarinnar við þessi störf sín. Ekki skal ég efa það, að rétt sé frá skýrt. Það mun mála sannast, að í niðurjöfnun arnefnd Reykjávíkur eru sóma- menn, sem viljá gera vel og Vilja gera rétt. Hitt er svo ann- að mál, hvort þeim vinnst tími til að grundvalla útsvarsálagn- inguna einS og æskilegt væri, en viljandi gera þeir engum rangt. Það er nú svo að allir niður- jöfnunarnefndarmennirnir eru opinberir starfsmenn, sem að- eins hafa niðurjöfnunarnefnd- arstarfið í eftirvinnu, sem svo er kallað. Þeir munu byrja þetta niðurjöfnunarstarf sitt um miðj an febrúar ár hvert og hafa lokið verkinu í byrjun júní- mánaðar. Að þessu sinni hefir niðurjöfn unarnefndin jafnað réttlátlega útsvörum á Reykvíkinga, að upp hæð 64,7 milljónum, á rúmum 100 kvöldstundum. Þetta er mikill vinnuhraði. Gengur hann næstur því, er meistari hnatt- anna skóp hnattkerfið, en það er sá mesti vinnuhraði, sem heimsbókmenntirnar greina frá, svo langt' er til jafnáð ,og ekki gert lítið úr okkar ágætu niðurjöfnunarnefnd með sam- anburðinum, enda engin ástæða til að gera það. Mér er tjáð, að Reykjavíkurborg greiði ca. Vz milljón króna fyrir álagningu útsvaranna. Hljóta því niður- jöfnunarnefndarmennirnir að fá vel borguð þessi þýðingar- miklu og virðulegu störf sín. Þelr fá auðvitað sér samboðið eftirvinnukaup. Formaður niðurjöfnunar- nefndar varar fólk, í blaðavið- talinu, við að kæra útsvörin. Hann minnist þess, að yfir hann rigndi 1500 útsvarskærum s. 1. ár. Honum stendur stuggur af þessu fjaðrafoki. Hann hefir nokkrar áhyggjur af kostnaði þeim, er fylgir af kærunum fyrir þá, sem ekki geta gert það sjálfir. Þeir, sem þekkja for- mann niðurjöfnunarnefndar Reykjavíkur vita, að hann er maður hlýr og hjartagóður. Má því verá að hann kenni nokk- urs innri sársauka þegar hann er að deila skattafúlgunni á fátæklingana eða þá, að hann vorkenni þeim eyris útgjöldin fremúr, en ekki krónu útgjöld- in. Annars hélt ég, að formaður niðurjöfnunarnefndarinnar . vissi lítið hvað útsvarskærur kosta hér í bæ. Hann er svo fær maður, að hann getur sjálfur skrifað sínar kærur. Hann seg- ir, að kærurnar beri lítinn ár- angur. Bendir það til þess, að hann telji sig alls ráðandi í útsvarsmálum Reykjavíkur. Mætti minna hann á, að hann tilheyrir lægsta dómstigi skatta málanna. Til er yfirskattanefnd Reykjavíkur og Ríkisskatta- nefnd. Þær eru æðra dómstig sk'attamálanna, og undir þeim þjónar hann. Það er að skjóta yfir mark, að vorkenna gjaldendum kæru- kostnaðinn. Eg mótmæli því harðlega, að ég sendi markleys- iskærur, eins og formaðurinn orðar það í blaðaviðtalinu, að komi til niðurjöfnunarnefndar- innár.'og óska ég að vera laus við allar slikar aðdróttanir. Hefir niðurjöfnunarnefndin, á ur.danförnum árum, oft fallist á mál mitt, og lækkað útsvörin. Þar sem það hefir brugðizt hef- ir verið leitað til æðri dómstiga í skattamálum, og það borið oft góðán árangur. Vona ég að við- skiþtaviiiir mínir séu sáttir við mig fyrir afskipti mín af skatta- málum þeirra. Þar sem það leynir sér ekki, að formaður niðurjöfnunar- nefndar ber hag skattborgara Reykjavíkur fyrir brjósti, og hann er maður málsmetandi, þá ætti hann að beita áhrifum sínum við bæjarstjórn Reykja- vikur í þá átt, að snúið verði við á þeirri útsvarsbraut, sem far- in hefir verið undanfarin ár, og nú verði framvegis árlega lækk uð upphæð sú, sem lögð er á út- svarsgreiðéndur bæjarins, því að ég held að útsvarsmælir bæj- arstjórnar Reykjavíkur sé orð- inn fullur. Gæti hann lækkað kúfinn á honum, þá mundu margir blessa nafn hans.“ Fleiri hafa ekki beðið um orð- ið í. dag. Starkaður. . Ferðafatnaður Úrval af hentugum fötum í sumarferðalögin. GEFJUN - IÐUNN Kirkjustræti 8B. Sími 2838. AUGLYSIÐ í TIMANUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.