Tíminn - 05.07.1951, Side 4

Tíminn - 05.07.1951, Side 4
TÍMINN, fimmtudaginn 5. júlí 1951. 148. bla9 Raforkan og dreifbýlið „Hér viœtti leiða líf úr dauðans örk og Ijósið tendra í húmsins eyðimórk við hjartaslög þíns afls í segulœðum." Draumsýn skáldsins. Þannig kvað þjóðskáldið Einar Benediktsson við foss- inn fyrir hálfri öld. Hann sá í anda „segulæðarnar“ tengja saman hinar dreifðu byggðir víðs vegar um landið frá hinu sterka „fosshjarta" og tendra ljós og líf, þar sem húmið rik- ir. Hann sá þá gjörbyltingu, sem rafmagnið skapar í lífi manna og atvinnuháttum öll- um. Hann hefir séð það, sem nú er viðurkennt, að rafmagn ið er ekki aðeins undirstaða hvers konar stórreksturs og iðnaðar í borgum og bæjum, heldur og nauðsynlegur grund völlur að öllum störfum manna, hvar sem er. Þegar skáldið segir við foss- inn: „Þú gætir unnið dauðans böii bót, stráð blómasCrauti yfir rústir grjótsins," sér það ekki aðeins frjómagn- ið, sem áburðarframleiðslan getur skapað fyrir kraft foss- anna, heldur og hin margvís- legu ræktunarstörf, sem sveit irnar vinna í þágu lífsins, er þær taka raforkuna í þjón- ustu sína. Með aukinni tækni fjölgar þeim möguleikum, sem rafork an skapar í sveitunum. Hér skulu tekin upp fáein atriði, sem sýna til hvers nota má rafmagn og gera þannig langt mál stutt: Venjuleg heimilis- notkun með öllum þeim heim ilisrafmagnstækjum, sem nú eru þekkt. Hitun á hibýlum, upphitun á drykkjarvatni hús dýra og suðu á fóðri þeirra, útungunarvélar og fósturmæð ur, lýsing hjá alifuglum til varpaukningar um vetrar- mánuðina. — Hafa tilraunir sýnt 50% varpaukningu, þar sem lýsing er. — Súgþurrkun á heyi og heymjölsvinnsla. Heyflutningur í og úr hlöðú, saxarar, tæki til að taka hey úr stáli, mjaltavélar, skilvind- ur, flórhreinsun, vélar til fóð- urblöndunar, vatnsdælur, margs konar smíðavélar og logsuðutæki. Kæling og fryst- ing. Upphitun gróðurhúsa og jarðvegshitun. Þessi atriði, sem gætu þó verið langtum fleiri, ef ná- kvæmlega væri skilgreint, sýna glögglega hvers virði sveitunum er að fá rafmagn. Raforkulögin. Fyrstu lög um samveitur á íslandi eru nr. 12 frá 1946. Þau voru undirbúin af 5 manna milliþinganefnd, sem kosin var á Alþingi 1942, sam- kvæmt þingsályktun, sem flutt var af 9 þingmönnum það ár. Raforkulögin skiptast i þessa átta kafla: 1) Um vinnslu raforku. 2) Um rafmagnsveitur rikisins. 3) Um héraðsrafmagnsveitur. 4) Um héraðsrafmagnsveitur ríkisins. 5) Um raforkusjóð. 6) Um rafmagnseftirlit ríkisins. 7) Um stjórn raforkumála. 8) Almenn ákvæði. Eins og fyrirsagnir kafl- anna bera með sér, ná lögin yfir öll þau atriði, sem máli skipta í sambandi við raforku málin. Hér verða þau ekki skýrð nánar. Heldur skal gef- ið nokkurt yfirlit um það, sem gert hefir verið frá því lög þessi voru sett, og hvað áætl- Eftir Daníel Ágústínnsson Grein sú, sem hér fylgir, birtist í seinasta hefti Skin- faxa. Þar er að finna margar athyglisverðar upplýs- ingar um raforkumál dreifbýlisins. Tíminn hefir því fengið leyfi höfundarins til að birta greinina. Þykist Tíminn vita, að margir af lesendum hans hafi mikinn áhuga fyrir þessu máli og vilji því vita um það sem gerzt. að er að gera á grundvelli þeirra. • Á síðastliðnum vetri flutti Jakob Gíslason raforkumála- , stjóri stórfróðlegt og yfirgrips mikið erindi um rafmagnsmál sveitanna á fundi í Verkfræð- ingafélagi íslands og víðar. Grein þessi er byggð á upplýs- ingum þeim, sem erindið veitti. Orkuverin. Þær samveitur, sem þegar eru komnar í sveitum, eru að- allega tengdar orkuverum við þessar ár: Sog, Laxá og Anda- kíl. Hafnar eru nú stórvirkj- anir við Sog og Laxá. Er á- formað að virkja til viðbótar í Soginu 32 þús. kw og i Laxá 8 þús. kw. Áður hafði verið virkjað í Soginu 14,5 þús. kw, en til viðbótar hafði það orku veitusvæði gömlu Elliðaár- stöðina, sem gaf 3,3 þús. kw og eimtúrbínustöðina við Ell- iðaá sem framleiðir 7,5 þús. kw. Orkan á Sogssvæðinu meir en tvöfaldast því við nýju virkjunina. Laxá var áður virkjuð í 4,4 þús. kw, svo þar verður orkan 12,4 þús. kw. Andakílsvirkjunin gefur 3,5 þús. kw. Gönguskarðsá við Sauðárkrók 1 þús. kw og Skeiðsfoss, sem enn er aðeins fyrir Siglufjörð, gefur 1,8 þús. kw. í framtiðinni verða þessi orkuver tengd saman og nýj- um bætt við, eftir því sem á- stæða þykir til. Skapar slíkt verulegt rekstraröryggi. Heimildarlög hafa verið sett til þess að byggja eftir- talin orkuver: Fossá í Ólafs- vík, Fossá í Bolungavík, Þyr- ilsvallavötn í Steingrimsfirði, Laxá i A.-Hún. og Grímsá í Skriðdal, S.-Múl. Líklegt er, að sumar þessar virkjanir verða framkvæmdar á næstu árum. Lýsing á samveitum. Samveitunum er þannig háttað, að frá orkuverunum liggja aðalveitur með hárri| spennu, 30—60 þús. volt og jafnvel hærri, eins og nýjaj Sogslínan, sem verður 130 þús. volt, til aðalspennu-1 stöðva, sem standa í nánu sambandi við kaupstaði, kaup í tún eða miðsvæðis í héraði, sem dreifa á raforku um. í ! þessum aðalspennustöðvum er spennan lækkuð niður í lægri háspennu, sem notuð er í línum héraðsveitunnar til dreifingar orkunnar til notenda í héraðinu. í þeim er spennan lækkuð i 10 þús. volt, en við þeirri spennu er orkunni veitt \jm þær héraðs- veitur til sveita, sem raf- magnsveitur ríkisins eru nú að leggja. Stofnlínur út frá þessum aðálspennistöðvum eru nú lagðar sem þrífasa loftlínur áleiðis út um sveitirnar, en frá stofnlínum og í framhaldi af þeim eru síðar lagðar ein- fasa línur heim að bæjunum. Heima við bæina eru svo spennjstöðvar, sem lækka spennuna úr 10 þús. voltum i 220 volt, sem er hin venju- lega notkunarspenna. Víðast er ein spennistöð fyrir hvert býli, og því aðeins eru tvö« býli eða fleiri saman um spennistöð, að bæirnir standi í sama túni eða því sem næst.1 Lengd frá spennistöð er heppilegast að sé ekki nema [ eitt til tvö hundruð metrar og alls ekki yfir km. Frá spennistöð liggur síðan lágspennt heimtaug í hús-; vegg, venjulega tveir eirvirar, og úr henni einangraðar taug ar inn í gegnum vegginn og að aðalvörum og rafmagns- mæli. Héruð, sem fengið hafa rafmagn. Frá Soginu hafa þessir hreppar á Suðurlandsundir- lendinu fengið rafmagn, eða eru í þann mund að fá það: Ölfusið nær allt, Sandvíkur- og Hraungerðishreppur að mestu leyti, helmingur Fljóts hlíðar, Þykkvibær, nokkrir bæir í Holtum og á Rangár- völlum, auk allra þorpanna. í sumar verður væntanlega lok jð við Fljótshlíðina að Hlíðar- endakoti og byggð lína frá Selfossi að Gaulverjabæ, sem tekur til 22 býla. Sunnan heiðar hefir verið lögð lina til byggðarinnar á Suðurnesjum um Mosfells- sveit og upp á Kjalarnes. Frá Andakílsá er veitan komin til 68 býla í Borgar- firði og ráðgerð veita upp í Reykholtsdal í sumar og nær hún til 30 býla. Frá Gönguskarðsá er veit- an komin í Glaumbæ og ráð- gerð um byggðina til Varma- hlíðar. Frá Laxá er komin veita til Húsavíkur, til nokkurra bæja í Aðaldal, um Svalbarðsströnd og til Hjalteyrar. í sumar er ráðgerð veita um mikinn hluta Aðaldals. Um Egilsstaðahverfi á Völl- um hefir verið gerð veita, sem fyrst um sinn fær orku frá mótorstöð. Hér að framan eru þá tald- ar þær héraðsveitur ríkisins, sem byggðar eru og gert er ráð fyrir að byggja í sumar. Hvernig fjárins er aflað. Það er erfiðast að yfirstíga þann mikla kostnað, sem því er samfara að leiða rafmagn um dreifbýli landsins. Styrk- þörfin á einstaka sveitasetur er venjulegast 75—90%, en gert er svo ráð fyrir, að veit- urnar standi undir því, sem eftir er. Samkvæmt raforku- lögunum leggur rikissjóður fram % styrkþarfarinnar, en lU greiðist úr héraði. Samkvæmt 27. gr. raforku- laganna hafa margar sýslur sett reglugerðir um, hvernig greiðslu héraðanna skuli hátt að. Þær eru flestar samhljóða og gera ráð fyrir, að notend- ur greiði hlut héraðanna að fullu með hinum svonefndu heimataugagjölduin. Miðað hefir verið við stofngjald kr. (Framhald á 7. .wðu). Góðkunningi minn, Valtýr Stefánsson, hefir að sönnu ekki hvatt sér hljóðs í baðstofunni, en hefir hins vegar gefið til- efni til þess að sögð væru hér nokkur orð. Hann hefir verið að gera athugasemdir í Mbl. við ýmislegt af því, sem sagt hefir verið hér í baðstofunni. Er vissu lega ekki nema gott um það að segja, að Valtýr skuli fylgjast með því, sem sagt er hér í bað- stofunni, og gæti hann margt af því lært. Ekki hefir honum þó gengið þetta nám vel enn, sem komið er, og hefir hann helzt reynt að afbaka og afvega færa það, sem hér hefir verið sagt. Verður því að víkja til hans nokkrum orðum. Valtýr telur ómaklegt, að því sé beint til dómsmálaráðherrar að hann leggi meiri áherzlu á að framfylgja gildandi áfengis löggjöf en að beita sér fyrir setningu nýrrar, því að lítið gagn verði að nýrri áfengislög- gjöf, ef ráðberrann virðir hana ekki betur en þá fyrri. Þetta er alls ekki ómaklega mælt, Valtýr minn, því að aiþjóð veit, að lögreglustjórinn í Reykjavík hef ir þverbrotið og þverbrýtur enn áfengislöggjöfina í sambandi við veitingu vínveitingaleyfa, og dómsmálaráðherrannn hefir síð ur en svo vítt hann fyrir þetta, heldur lagt fulla blessun sína yfir verknaðinn. Það er vitan- lega tilgangslaust að vera að basla við setningu laga, sem yfir völdin ætla sér ekki að virða. Þess vegna er þýðingarlaust fyr- ir Alþingi að setja ný áfengis- lög, nema það sjáist áður svart á hvítu, að slík löggjöf sé ekki einskisvirt af valdhöfunum. Svo var Valtýr að gera at- hugasemd í tilefni áf því, sem hér var sagt um útsendara kom múnista. Valtýr spyr, hvort nú sé fyrst að renna upp það ljós fyrir okkur hér í baðstofunni, að kommúnistar leggi kapp á að hafa útsendara í öðrum flokk um. Ónei, Valtýr minn, þetta höfum við alltaf vitað, þótt hins vegar geti stundum verið erfitt að vara sig á slíkum klækjum. Við vitum líka, að kommúnistar reyna ekki aðeins að hafa út- sendara í andstæðingaflokkun- um, heldur reyna þeir engu síð- ur að hafa gallharða flokksmenn og flokksforingja þar fyrir ginn ingarfífl með því að spila á metorðafíkn þeirra og gróða- löngun. Hörmulegasta og aug- ljósasta dæmið um þetta er myndun „nýsköpunarstjórnar- innar“ sálugu. En það má gjarnan minnast í þessu sambandi smærri spá- manna en Ólafs Thors og Bjarna Ben. Mér dettur í hug Valtýr sjálfur. Eftir að kommúnistar höfðu lýst honum sem mesta bögubósa fslands í meðferð ís- lenzkrar tungu, brugðu þeir við skyndilega einn góðan veðurdag og buðust til að láta Kristinn Andrésson og Barða Guðmunds son kjósa Valtý fyrir formann menntamálaráðs. Valtýr beit á agnið og lagði sjálfur til þriðja atkvæðið. Þetta var upphafið að formennsku hans í þessari virðu legu nefnd og jafnframt merk asta „nýsköpunin" á sviði and- legra mála i menntamálaráð- herratíð Brynjólfs Bjarnasonar. Kommúnistar heimtuðu full laun fyrir stuðning sinn við Valtý, og voru launin m. a. þau, að Valtýr mátti helzt ekki láta ríkið kaupa málverk eftir aðra en svonéfnda klessumáiara. Vegna áðurnefnds samnings Valtýs og kommúnista á rikið nú orðið álitlegt safn slíkra lista verka. Þannig spila kommúnist ar oft á óeðlilega metorðalöng- un gallhörðustu andstæðinga sinna. Það má vera, að Valtý þyki miður, að þetta skuli rifjað upp. En það er ekki síður ástæða til að vara við þessum starfshátt- um kommúnista en útsendúrum þeirra. Þetta er því ekki rifjað upp að tilíefnislausu. Til þess eru vítin að varazt þau. Fyrst Valtýr fæst ekki sjálfur til að segja frá þessari bitru reynslu sinni, þá verða aðrir að gera það. Starkaður. .W.W.V.V.W.V.W.V.W.V.W.V.V.V.V.W/AW.VA BÆNDUR! Sölu á ullarframleiðslu ársins 1950 er nú Iokið. Spyrjið eftir uppbót á ullina í kaupfélagi yðar og þér munuö sannfærast um ágæti samvinnunnar. Munið að þeir, sem afhenda kaupfélagi sínu framleiðsluvörurnar til sölumeðferðar, fá ávallt að lokum hæsta verðið. Vandið sem bezt til rúnings fjárins og Iátið enga kind sleppa á fja.ll í reyfinu. Afhendið kaup- félagi yðar, nú eins og áður, ullina óþvegna og sem mest í heilum reyfum og vel þurra. ÚTFLUTNINGSDEILD REYKJAVIK ■.V/AW.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V. Kaupum brotajárn SINDRI H.F Hverfisgötu 42 AUGLYSIÐ I TIMANUM

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.