Tíminn - 05.07.1951, Page 5
148. blað
TÍMINN, fimmtudaginn 5. júlí 1951.
8,
imttm
Fimmtud. 5. jiilí
Trúin á landið og
samvinnuna
Sá dagur líður nú varla, að
ekki sé japlazt á því í Mbl., að
Framsóknarflokkurinn eigi
sér enga hugsjón og skorti
því lífsmagn. Þessu sé allt
öðru vísi varið með Sjálfstæðis
flokkinn.
í tilefni af þessu er það
vissulega ekki úr vegi að rifja
upp meginstefnu Framsóknar
flokksins og leita siðan orsak
anna fyrir þrí, að Mbl. finnst
hún vera hugsjónalaus.
Meginstefnu Framsóknar-
flokksins má í stytztu máli
skilgreina þannig, aS hún sé
fólgin í trú á landið og trú á'
samvinnuna.
Framsóknarmenn trúa þvi,
að ísland sé gott land, ef það
er vel og réttilega nytjaö. Þeir
þafa tröllatrú á möguleikum
landbúnaðarins. Þeir telja það
meginskilyrði fyrir sjálfstæða
tilveru þjóðarinnar, að hér sé
rekinn blómlegur landbúnað
ur. Þeir telja það ekki að-
eins nauðsynlegt fyrir fjár-
hagslega afkomu þjóðarinnar,
heldur engu síður fyrir menn
ingu hennar. Framsóknar-
menn telja það sameiginlegt
hagsmunamál allra lands-
manna, jafnt sveitafólks og
kaupstaðabúa, að landbúnað-
urinn sé blómlegur og íbúum
sveitanna tryggð jafngóð kjör
og öðrum sambærilegum stétt
um.
ERLENT YFIRLIT:
Rússar og leppriki þeirra
ílniar leppríkjanna eru andvígir yfir-
drottiiun Itússa. en una vin.suin liinum nýju
Nkipiilag'sliáttiiin sæmileg'a.
i *
Framsóknarmenn telja það
líka meginnauðsyn fyrir góða
afkomu þjóðarinnar, að nytj
uð séu önnur auðæfi landsins
en þau, sem beint snerta land
búnaðinn, og má þar ekki sízt
nefna vatnsaflið, er eitt út af
fyrir sig gerir ísland að geysi
lega auðugu landi.
Framsóknarmenn telja það
einnig rétt, að sjávarútvegur
inn sé vel ræktur og verði
ekki sízt unnið að því að
tryggja afkomu vélbátaútvegs
ins. í því sambandi leggur
hann mikla áherzlu á stækk-
un landhelginnar. Hann vill
hins vegar ekki byggja á
sjávarútveginum sem einasta
aðalatvinnuvegi þjóðarinnar,
heldur sem einum af atvinnu
vegum hennar. Það er hér,
sem leiðir hans og annara hér
lendra stjórnmálaflokka skil
ur. Þeir hafa fyrst og fremst
varpað trl sinni á sjávt-út-
veginn einan. Þeir hafa tak-
markaða trú á landbúnaðin-
um og virkjun vatnsorkunnar.
Þetta sýndu verk þeirra bezt
í tíð „nýsköpunarstjórnarinn
ar“. Þá var ekki hirt um að
efla annan atvinnuveg en
sjávarútveginn. Nýsköpunar-
stjórnin taldi, að ekki þyrfti
að hugsa um aðra atvinnuvegi
og eyddi því striðsgróðanum
í sukk og svall að svo miklu
leyti, sem hann fór ekki til
sjávarútvegsins.
Það, sem hér hefir verið
rakið, snýst einkum um það,
hvernig Framsóknarflokkur-
inn vill tryggja -efnahagslega
afkomu þjóðarinnar. Hann
vill gera það með því að leggja
meginkapp á ræktun og nytj-
an landsins. Framsóknarflokk
urinn telur það hins vegar
ekki nóg að tryggja hina efna
2egu afkomu. Sorgleg reynsla
undanfarinna áratuga, sýnir
það vissulega, að hinar verk-1
Joseph C. Harsch er einn af
kunnustu blaðamönnum Banda
ríkjanna. Hann hefir undanfar
in ár verið aðalfréttaritari „The
Christian Science Monitor“ í
Washington og ritað í blaðið yfir
litsgreinar um gang stjórnmál-
anna þar. Jafnframt hefir hann
starfað sem útvarpsfyrirlesari
og notið mikillar vinsælda í því
starfi. Hann er frjálslyndur í
skoðunum en nýtur þó viðurkenn !
ingar fyrir það að vera óhlut-
drægur og sanngjarn í dómum
sínum.
Áður en Harsch settist að í
Washington, dvaldi hann lang-
dvölum í Evrópu og er því mjög
vel kunnur málum þar. Hann
ritaði fyrir nokkrum árum bók
um valdabaráttu Þjóðverja,
„Pattern of Conquest", sem þótti
hin merkasta. Nú nýlega hefir
hann látið fara frá sér aðra
bók, sem mikla athygli hefir vak
ið. Hún nefnist: „The curtain
isn’tTron" (Járntjaldið er ekki
úr járni) og fjallar um
málefni Sovétríkjanna og lepp-
ríkja þeirra og viðhorf Banda-
ríkjanna í því sambandi. Bók
þessi hefir vakið mikla athygli
og umtal, enda fjallar hún um
mál, sem Bandaríkjamenn láta
sig miklu varða um þessar
mun^ir.
Hér á eftir verður leitazt við
að draga saman nokkur aðal-
atriðin í þessu riti Harsch eða
réttara sagt þær niðurstöður,
sem hann kemst að.
Samstarf heittrúnaðar
og ríkisvalds.
Veldi Sovétríkjanna um þess-
ar mundir, segir Harsch, bygg-
ist á því, að þar fer saman
sterkt ríkisvald og öflug trúar-
hreyfing. Þótt kommúnistar lát
ist afneita allri trú, er kommún
isminn mesti heittrúnaðurinn,
sem þekkist í dag, og flokkar
kommúnista sterkasta trúar-
hreyfing veraldar um þessar
mundir.
f dómum sínum um Sovétríkin
láta Bandaríkin sér oft sjást yf-
ir þetta. Andstæðingar þeirra í
kalda stríðinu eru hvorki Sovét
ríkin eða kommúnisminn, held
ur þetta hvorttveggja. Ef þetta
tvennt væri hins vegar aðskilið,
yrði hættan strax miklu minni,
alveg eins og hættan af islam-
ismanum þvarr eftir að hann
hætti að styðjast við sérstakt
ríkisvald eða islamiskt stórveldi,
er um skeið ógnaði allri Evrópu.
Fyrir Sovétríkin er það
óhemjulega mikill styrkur að
geta stuðzt við jafn öfluga trúar
hreyfingu og kommúnisminn er.
Jafnframt er það líka veikleiki.
Það er erfitt að sameina yfir-
drottnunarstefnu eins ríkis ann
ars vegar og alþjóðlega trúar-
hreyfingu hins vegar. Þessi veik-
leiki verður því meiri, sem yfir-
ráðasvæðið verður stærra. Þá
byrja sérhagsmunir Sovétríkj-
anna og hagsmunir kommún-
ismans að rekast á. Þessi ágrein
ingur getur hæglega orðið svo
mikill, að leiðir Sovétríkjanna1
og kommúnismans hætti að
liggja saman.
Byltingin í leppríkjunum.
Harsch snýr þessu næst máli
sínu að leppríkjunum. Sé fram
angreind skoðun rétt, segir
hann, eiga Bandaríkin að keppa
að því að ná þeim undan
yfirráðum Sovétríkjanna, en
ekki að færa þjóðfélagsskipu-
lagið í þessum löndum á það
stig, sem það var fyrir hina
kommúnistísku byltingu.
Margir Bandaríkjamenn stóðu
lengi í þeirri trú, að hinir nýju
þjóðfélagshættir ættu litlu fylgi
að fagna í leppríkjunum. Þetta
er misskilningur. Almenningur
harmaði það ekki, þótt hin fá-
menna yfirdrottnunarstétt þar,
stórjarðaeigendur og iðjuhöldar,
misstu eignir sínar. Þvert á móti
áttu ráðstafanir eins og jarða-
skiptingin almennu fylgi að
fagna. Sannleikurinn er sá, að
alþýðan í þessum löndum, ósk-
ar yfirleitt ekki að hverfa aftur
til þess skipulags, sem áður var.
Það er aðeins fámennur hópur
hinnar gömlu yfirstéttar og á-
hangenda hennar, sem elur slík
ar óskir í brjósti. Alþýðan ósk-
ar vitanlega ýmissa breytinga
á því skipulagi, sem nú er, eink
um aukins frjálsræðis. En hún
óskar ekki eftir afturhvarfi til
hinnar fyrri þjóðfélagsskipun-
ar, sem var henni ekki að neinu
leyti betra, heldur þvert á móti
óhagstæðara á ýmsan hátt. Þess
verður nefnilega að gæta, að
þessar þjóðir bjuggu ekki við
vestrænt lýðræði, heldur voru
enn á stigi einræðis og léns-
skipulags. Tékkóslóvakía er und
antekning, enda er viðhorfið
líka öðru vísi þar en í hinum
leppríkjunum.
Fordæmi Júgóslava.
Á sama hátt og alþýða lepp-
ríkjanna unir hinni nýju þjóð-
félagsháttum engan veginn
illa og þjóðfélagsbreytingarnar
eru því að ýmsu leyti styrkur
fyrir hina nýju valdhafa, eru
vaxandi yfirráð Sovétríkjanna
þar mjög óvinsæl og verða óvin
sælli með hverjum degi, sem líð
ur, og þau koma betur í ljós.
Afstaða Bandaríkjanna á því að
vera sú, að ráðast á yfirráð
Moskvuvaldsins og hjálpa til, að
leppþjóðirnar komizt undan
þeim, en ekki að vinna að því
að breyta hinum nýju þjóðfélags
háttum og færa þróunina til
baka.
Fordæmi Júgóslava er lær-
dómsríkt. Alþýðan unir hinum
nýju þjóðfélagsháttum á marg
an hátt vel. Hins vegar voru
yfirráð og íhlutun Rússa óvin-
sæl og þjóðin virtist einhuga að
baki Tító í því að risa gegn þeim.
Bandaríkin eru nú að auka að-
stoðina við Júgóslavíu, án þess
að reyna til þess að breyta hin-
um nýju þjóðfélagsháttum. Lík
legt er, að það muni gefast vel.
Stefna Achesons í Kínamálun
um virðist hafa verið byggð á
þessu viðhorfi, en áróður repu-
blikana hefir hins vegar fært
stjórnina nokkuð af leið. Stefna
Achesons virðist hafa verið sú,
að ráðast ekki gegn kínversku
byltingunni, en reyna að hindra
vaxandi áhrif Rússa i Kina.
(Framhald á 6. siðu.)
legu framfarir eru ekki ein- [ þetta öðrum augum. J’eir trúa
hlítar. Kreppur, styrjaldir og ekki á ræktun landsins, því að
óréttlæti eiga sér stað þrátt milliliðamennskan er miklu
fyrir þær. Mennirnir þarfnast
umfram allt bættra félags-
hátta. Fullnægingu þess mark
miðs sjá Framsóknarmenn í
úrræðum samvinnustefnunn-
ar. Hún miðar að því að
tryggja hverjum sinn fulla
rétt og fulla hlut, en heldur
ekki meira. Hún byggir á jafn
rétti og bræðralagi Framsókn
armenn trúa því, að hin fé-
lagslegu vandamál verði bezt
leyst með því að færa þjóðfé
lagið sifellt meira og meira
yfir á grundvöll samvinnunn-
ar.
Hér hefir í stuttu máli verið
leitazt við að marka megin-
drættina i stefnu Framsóknar
manna. Framsóknarmenn
telja þetta hugsjónir — mikl-
ar og göfugar hugsjónir. En
þeir geta vel skilið, að forkólf
ar Sjálfstæöisflokksins líti á
ábatavænlegri atvinnugrein,
eins og þjóðfélaginu enn er
háttað. Þeir trúa ekki á sam-
vinnuna, heldur samkeppn-
ina, sem veitir þeim sterka
aðstöðu til að undiroka hinn
veika. Þeir trúa á sig sem hina
sterku, sigursælu einstakl-
inga, er eigi að drottna yfir
fjöldanum.
Eins og forsprökkum Sjálf-
stæðismanna finnst lítið til
um hugsjónir Framsóknar-
manna, finnst Framsóknar-
mönnum ekki aðeins lítið til
um hugsjónir þeirra, heldur
eru fullkomlega andvígir
þeim. Það mætast hér tvær
öndverðar stefnur, sem marka
munu höfuðandstæðurnar í
stjórnmálabaráttunni á kom
andi árum, eins og þær haía
líka raunar gert seinustu ára
tugina.
JIKE.V
Raddir nábúanna
Alþýðublaðið ræðir í forustu
grein sinni i gær um aukakosn
inguna i Mýrasýslu. Það reyn-
ir að leggja þá Andrés Eyjólfs
son og Pétur Gunnarsson að
jöfnu og virðist þar byggja á
þeirri skoðun Alþýðuflokks-
ins frá stjórnartíð Stefáns
Jóhanns, að einu gilti þá hvort
heldur Ólafur Thors eða
Stefán Jóhann sátu á þingi.
Það segir síðan:
„En hvað þá um Berg, —
„vinstra framsóknarmanninn",
sem flokkur Rússa hér býður
fram? Hvort skyldi hann ekki
vera líklegur til þess að standa
á verði um „dreifbýlismálstað
inn“? Ekki vantar hann þjóð-
ræknina, sem kunugt er, þó
að einkennilega sé hún inn
stillt á utanríkispólitík Rússa.
En máske er hann andstæðing
ur gengislækkunarstefnunnar,
sem gert hefir bændum, eins
og verkamönnum, mestar bú-
sifjar undanfarið? Nei, Bergur
var gengislækkunarmaður og
hafði innan Framsóknarflokks
ins mælt eindregið með lækk-
un krónunnar áður en íhalds-
flokkarnir stigu það óhappa-
spor; og enginn veit til þess, að
hann hafi síðan verið í neinni
stjórnarandstöðu í innanlands
málum fyrr en nú, að lionum
þykir það vænlegt til atkvæða
veiða fyrir kommúnista uppi
á Mýrum“.
Grein blaðsins lýkur svo með
áskorun um að kjósa fram
bjóðanda Alþýðuflokksins. A1
þýðublaðið veit þó vel, að með
því að kjósa hann eða Berg
eru Mýramenn raunverulega
að ógilda atkvæði sitt, því að
báðir eru gersamlega vonlaus
ir. Glíman stendur milli
Andrésar og Péturs og enginn
frjálslyndur Mýramaður ætti
að vera í vafa um hvorn þess
ara tveggja honum ber heldur
að styðja. Þess vegna munu
þeir gera sigur Andrésar glæsi
legan á sunnudaginn.
Spurningar til
Morgunblaðsins
Morgunblaðið heldur áfram
að reyna að ófrægja fjár-
málastjórn Framsóknar-
manna á árunum 1934—38.
Jafnframt lofar það hástöf-
um fjármálastjórn Sjálfstæð
isflokksins á árunum 1939
—49.
Tíminn hefir í undirbún-
ingi nákvæman samanburð á
fjármálastjórninni á þessum
tveimur tímabilum og verður
því ekki rætt öllu meira um
þessi mál að sinni. Þangað til
mætti Mbl. þó gjarnan glíma
við að svara eftirfarandi
spurningum:
Hvað mikið lækkuðu toll-
arnir í fjárstjórnartíð ,SjáIf-
stæðisflokksins á árunurn
1939—49, en eitt af því, sem
flokkurinn hafði lofað áður
en hann fékk fjármálastjórn
ina, var stórfelld skattalækk-
un?
Hvað mikiið lækkuðu toll-
arnir í fjárstjórnartíð Sjálf-
stæðisflokksins á árunum
1939—49, en áður hafði Sjálf-
stæðisflokkurinn deilt ákaft á
of háa tolla?
Hvað mikið lækkuðu skuld-
ir ríkissjóðs í fjárstjórnartíð
Sjálfstæðisflokksins á árun-
um 1939—49, en áður höfðu
Sjálfstæðismenn mjög deilt á
skuldasöfnun ríkisins?
Hversu blómleg var afkotna
atvinnuveganna, þegar Sjálf-
stæðisflokkurinn lét af 10 ára
fjármálastjórn rétt eftir ára-
mótin 1950? Er það rétt að
ekkert minna hafi þá dugað
þeim til viðreisnar en stór-
feldasta gengislækkun, er
gerð hefir verið hér á landi?
Hversu vel tókst að varð-
veita verðgildi sparifjárins í
fjárstjórnartíð Sjálfstæðis-
flokksins á árunum 1939—49?
Er það rétt, sem Mbl. hefir
verið að segja seinustu dag-
ana, að rýrnunin hafi verið
svo stórfelld, að upphæð, sem
nam 100 millj. kr., þegar Sjálf
stæðisflokkurinn tók við fjár-
málastjórninni 1939, hafi
svarað til 1000 millj. kr., er
hann lét af henni 1950?
Og er það rétt, að þegar
Sjálfstæðisflokkurinn lét af
fjármálastjórninni 1950 hafi
verið búið að fara svo grá-
lega með efnahag landsins út
á við, að þjóðin hafi í fyrsta
sinn í sögu sinni orðið aö lifa
að verulegu leyti á erlendu
gjafafé?
Og svo að lokum: Er það
ekki rétt, að þjóðinni hafi á
þeim árum, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn fór með fjármála-
stjórnina, hlotnast margfalt
meiri óvæntur gróði, en áður
eru til dæmi um í sögu henn-
ar?
| #Vonandi stendur ekki á
Mbl. að svara þessum spurn-
ingum fljótt og samvizku-
samlega.
Gróusaga
Mbl. heldur enn áfram að
endurtaka þá Gróusögu, að
j Framsóknarmenn hafi verið
! andvígir nýsköpunarstjórn-
(inni vegna þess að hún beitti
(sér fyrir ýmsum verklegum
framkvæmdum. Þetta eru
fyllstu ósannindi. Framsókn-
armenn voru þvert á móti
andvígir henn vegna þess, að
hún vanrækti ýmsar nauð-
synlegustu framkvæmdir, eins
og eflingu landbúnaðarins og
rafvirkjanir, en sóaði striðs-
gróðanum í hvers konar ó-
hófseyðslu eins og í lúxusbíia
og lúxushús hinna nýríku.