Tíminn - 22.07.1951, Qupperneq 4

Tíminn - 22.07.1951, Qupperneq 4
TÍMINN, sunnudaginn 22. júlí 1951. 162. blað. Jón Stefánsson á Litluströnd (Framhala af 3. síðu.) hross að fara en sauðfé. Aldrei hefi ég kynnzt eins þraut- tömdu hrossi og rauðri hryssu, er hann tamdi fyrir Harald bónda Sigurjónsson á Einars- stöðum. Það er hið eina hross, er ég hefi heyrt menn finna það að, að það væri of tamið, og fékk ryssan tæpast fulla viðurkenningu þess vegna, þó að hún sigraði í hverri meiri háttar keppni, er hún var lögð í. Jón var þvílíkur sláttu- maður á teigi, að talið er, að margir hinna beztu sláttu- manna í Mývatnssveit hafi tekið sláttulag hans eftir. Ná- kunnugur maður honum, Sig- fús Bjarnarson, hefir lýst slætti hans á þessa leið: „Sléttur teigur er framund- an. — Ljárinn hvín i grasi með hljóði því, er ekki verður um villzt, að vel er eggjað. Hann gengur réttur eftir ljánum, stígur jöfnum fetum eitt skref við hvert ljáfar, seilist jafnlangt til hægri með orfið, sem fram úr tekur með ljáfari hinum megin, og verð- ur því sveifla orfsins reglu- leg sem pendúlkast. Skárinn er beinn, svo að streng mætti leggja á hnakkasárið, ljáfar- ið breitt til enda, sem i miðju og allt jafn nærri jörðu skor- ið. — Og honum þótti betur, að ekki slægi kaupamaður meira en hann sjálfur." Hug- hans til verksins, keppni í- þróttamansins, er lýst, þar sem sagt er frá Geirmundi, er hann færist í ásmegin við sláttinn á Grundarengjum í sögunni Upp við fossa. — En til þess að vera vel menntað- ur bóndi, er ekki nóg að kunna verk sín vel, heldur þarf því að fylgja forsjá fyrir búi og sú umgengniskunnátta, er skapar gott heimili. Um forsjá Jóns fyrir búi er þess að geta, að hann þurfti aldrei til annarra að leita af því að í óefni færi, og aldrei brugð- ust honum afurðir af búi sínu. Hitt mundu ýmsir segja, að hann hafi ekki ætlað sér mik- inn hlut sem bóndi. Hann var smábóndi og vildi ekki ann- að vera. Sjálfs sín herra en ekki annarra, það var hlut- skiptið, sem hann kaus sér og hlaut. Hann fékk aldrei aðra aðstöðu við að skapa heimilis- líf í kringum sig en þá, er flestum mundi sýnast óviðun- andi, bjó ýmist í margbýli eða i tvíbýli i þröngum og slæmum húsakynnum, en það fór alstaðar vel og heimilis- ins á Litluströnd, þar sem hann bjó lengst, verður lengi við brugðið. Þeir Steinþór Björnsson, er þar bjuggu í senn, voru aldrei kallaðir mótbýlismenn eins og mál- venja er, þegar tveir bændur búa á sömu jörð, heldur sam- býlismenn, og þeir voru það. Þeir höfðu samvinnu um hey- skap og hirðingu fjár í haga, og orkað getur það tvímælis, hvort heimilin voru tvö eða það var aðeins eitt. Steinþór var atgerfismaður, en ýms- um þótti örðugt við hann að búa, og það var Jóni mest þakkað, engu síður af þeim sem Steinþóri stóðu næst, hve gott heimilislífið var. Steinþór var maður mjög vel verki far- inn og oft sóttur til þess að veita meiri háttar verklegum framkvæmdum forstöðu utan heimilis og sveitar, og þá sá Jón um hans bú eins og sitt, og af mörgum var talið, að hann ætti ekki minni hlut í uppeldi sona Steinþórs en faðirinn sjálfur. Þegar hinn elzti þeirra, Steingrímur, fór að heiman, skrifaði hann honum eins og það væri hans eigin sonur, og annan þeirra, Bjarna, kvaddi hann hinztu kveðju af þeim innileik ,er hann átti dýpstan. Allir báru þeir synir Steinþórs til hans sonarþel. Jón var ekki aðeins vel menntaður sem bóndi, heldur einnig vel menntaður sem rithöfundur. Hann lærði að lesa íslenzku og Norðurlanda- mál svo vel, að hann tileink- aði sér í raun og veru það sem hann las, án þess að tapa sjálfs sín eðli. Hann nam sér hugsanir og orð á tungu frá Strindberg og höfundi Grett- | issögu, Lie og höfundi Gisla- sögu Súrssonar, hann var' handgenginn höfundi Njáls-! sögu og Kjelland, höfundum Laxdælu og Eyrbyggju, Björn- ' son og Ibsen. Honum gaf sýn, hann sá og skildi, þegar hann las, hugur hans vaknaði eins og þegar funi kveikist af fund og hann gat sagt eins og Óð- inn: Orð mér að orði orðs leitaði. Ekki hljóp hann yfir fyrstu kunnáttuatriðin í rit- listinni. Hann skrifaði ein- hverja hina fegustu rithönd, og því fegurri er aldur færð- ist meir yfir hann. Hann kunni svo vel skil stafsetning- ar og greinarmerkj a, að hon- um var fært að fara þar eigin leiðir. Þegar hann hóf rit- höfundarferilinn, var mál hans, sjálf íslenzkan, dálítið' víxluð, en hann náði fljótt á henni tökunum. Mesti kunn- áttumaður í meðferð íslenzks máls honum jafnaldra, Einar Hjörleifsson, sagði í ritdómi, sem var annars ekki vinsam- legur, að. eins og hann rit- uðu „ekki aðrir en heldri menn bókmenntanna.Yfirleitt er orðfærinu svo háttað, að það leynir sér ekki, að á penn- anum hefir haldið listamað- ur.“ Mesti kunnáttumaður á íslenzkt mál hinnar næstu kynslóðar, Sigurður Nordal, segir um málbragð hans og stil: „Þetta sundurlausa mál er enn á tilraunastiginu. Það er brú til nýs ritháttar, fjöl- breyttari og eðlilegri en nú tíðkast. — Þorgils hefir vald á honum. Ég skil hann, skil meira en aðrir, líka undiröld- una, sem brotnar í sögunni. Og sá rithöfundur, sem velur svona skilning, hefir náð þeim tökum á málinu, er mestu varðar.“ Þá vil ég næst geta þess, að Jón var þeirrar gæfu aðnjót- andi að eiga konu, er hann unni heitri ást og að hjona- band hans var bæði örðugt og | gott. Þegár ég segi, að hjóna- ! band hans hafi verið örðugt, j á ég ekki við það, að konan, hans tók aldrei á heilli sér! eftir fyrsta hjúskaparárið, og. það átti þátt í því að sníða' þeim þröngan stakk efnalega. j Það sakaði ekki mikið, en ekki ( gerði það líf þeirra ríkara á, nokkurn hátt. Guðmundur, Friðjónsson á Sandi skildi, örðugleika hjúskapar þeirra í aðalatriðum rétt, er hann rit- aði um Jón í Eimreið 1909: „Maðurinn er skapstór og mun vera að eðlisfari þrung- inn af sjálfstæðishug. Konu á hann alla vega vel gefna og væna að álitum, en ef til vill ekki svo auðsveipa, sem við kjósum karlmennirnir." Jón var svo djarfur, að hann sótti sér konu inn í aðalsætt sveit- arinnar, á aðalstórbýlið í sveitinni. Konan hans, Jakob- ína Pétursdóttir, var af höf- uðgrein Reykjahlíðarættar- arinnar. Þeim finnst það a. m. k. Mývetningum, sem ekki eru af ættinni, að þeir ættmenn ætli sér mikinn hlut og finn- ist hlutur sinn mikill. Svo segir t. d. Starri í Garði í skopstælingu af Blessuð sértu sveitin mín? Yndislega ættin mín, æðin stærst frá séra Jóni, og er framhaldið, eftir að hlaupið hefir verið yfir dá- lítið: Hún er miklu meiri en þín, mest af öllum hér á Fróni. Jón var að vísu líka af ætt- inni, en hann vildi ekki við það kannast, hann vildi ekki bera reisn ættarinnar í fé- lagslífi eða búskap, ekki vera stórbóndi eða höfðingi, held- ur smábóndi og alþýðumaður, einn í hópnum þeira sveit- unganna. En stórbýlishugur- inn og höfðinghátturinn frá Reykjahlíð fylgdi Jakobínu heim á hvern jarðarpartinn, er þau tóku bólfestu á. Svo kom það til, að hún kom á- kaflega hart niður að þeirra fyrsta barni, er var svein- barn, sem dó í fæðingu. Menn töldu líka hana sjálfa dána, og var hún lögð til. En Jón vakti yfir henni, sá lifsmark með henni og varð hún kölluð til lífs. Auk þess sem hún fékk aldrei síðan fulla heilsu, bar hún með sér byrgðan harm eftir þetta barn sitt, enn sár- ari af því, að hún hafði aldrei séð það. Allt þetta vissi Jón, fann og skildi. Það styrkti samúð hans, vermdi hlýhug- inn, brýndi hann til skyldu- rækni og tillitssemi í sambúð- inni. Þannig voru þau dæmd til þess að verða bæði and- stæðingar og vinir, og það varð undarlega ljúfsárt, af því að.ekki kulnaði í glæðun- um. Fyrstu árin barst Jón fyr ir í sambúðinni, meðfram af því, að hann var ekki undir það búinn að gera uppreisn gegn gömlum skoðunarhætti og erföavenjum. Mér hefir m. a. verið sagt frá einum at- burði úr sambúð þeirra hjóna á fyrstu árunum, þau voru þá á Syðri-Neslöndum. Jakobina vildi að þau yrðu til altaris að sið foreldra hennar. Jón synj- aði henni um það í fyrstu, tók þvert fyrir það, sambýlisfólk- ið þóttist finna kapp og hita í synjuninni. Hún viðraði föt- in, er hann hafði klæðzt, er þau giftust. Enginn heyrði, hvað þeim fór svo á milli. En er stundin kom í kirkjunni, kraup hann við altarið við hlið hennar. Hann hefir ef- laust gert það nauðugviljug- ur, nauðugur af því, að hon- um var athöfnin móti skapi, viljugur af því, að honum var ljúft að vera henni eftirlátur. Á eftir hefir honum svo fund- izt hann hafa smækkað sig Og það .hefir brunnið honum í blóði lengi síðan. Nokkrum árum síðar bjó hún honum eftir föngum aðstöðu til að rita sögurnar, er voru vopn hans móti lífsskoðunum og trú sjálfrar hennar og henni lærðist að þykja vænt um þær, þrátt fyrir allt. En á milli gerðist það, sem ég ætla að segja síðast frá Jóni Stef- ánssyni í kvöld. Framh. Arnór Sigurjónsson. Mér hefir verið bent á, að það sé alrangt hjá Pétri Jakobssyni, að „það sé óskrifuð og aldagöm- ul regla“, að elzti prestur í pró- fastsdæminu taki við prófasts- embættinu. Það er hægt að Þessi einföldustu sléttubönd kallar Helgi Sigurðsson lægri sléttubönd, en hærri sléttubönd kallar hann þær vísur, sem hafa auk þese fleiri dýrleikastig. Þgss má geta, að vísúr éru oft benda á mörg dæmi um það með sléttubandaljóðstöfun að gagnstæða. Þess vegna var eng- in hefðbundin venja brotin með veitingu prófastsembættisins í Reykjavík. Tveir prestar þar fengu jöfn atkvæði og háfði kirkjustjórnin því frjálst val. Sitthvað fleira er rangt í sagn fræðinni hjá Pétri, eins og t. d. þegar hann er að prísa katólsku kirkjuhöfðingjana fyrir fátækc og sjálfsafneitun. Margir þeirra voru einhverjir hinir harðdræg- ustu og óvægustu fjáraflamenn, sem sagan greinir frá. Ég vil svo að gefnu tilefni taka fram, að það er mesti mis- skilningur, að ég gefi ekki öðrum orðið hér í baðstofunni en þeim, sem ég er sammála. Ég er eng- inn einræðisherra, heldur ann hinu frjálsa orði. Þess vegna leyfi ég iðulega þeini, sem hafa 1 allt önnur sjónarmið en ég, að taka hér til máls. Það er heldur ekki ótítt, að baðstofan sé vett- j vangur þeirra, sem aðrir hafa ^ reynt að varna máls. Svo ræði ég ekki meira um hálfu eða öllu leyti, þó ekki séu sléttubönd. * ■ Eftir þessari kenningu Helga Sigurðssonar eru hærri sléttu- bönd oft og lægri sléttubönd allt af án hringhendu- og frum- henduliða, og geta hærri sléttu- bönd þá t. d. verið þráhend að nokkru eða öllu, tálykluð, tá- skeytt, tásneidd, aftrumlykluð og á marga vegi, sem hér verður ekki lýst. -* < Ég ætla að taka hér sem dæmi eina vísu alþráhenda, sem hvorki er hringhend eða frum- hend og mun þó teljast til hærri sléttubanda: Pétur hefir boðið brag, betur kveða fáir, metur vandað ljóða lag, letin eigi þjáir. Annars finnst mér, að P. J. hafi orðið á svipuð yfirsjón og Bólu-Hjálmari og að hann hefði átt fremur að birta aldýra vísu, þar sem hann virðist leggja á- herzlu á að geta „velt“ vísunni þetta, en gef Sigurði Daðasyni' sem oftast, en á flesta vegi er orðið, en hann hefir sent mér þátt um sléttubandavísur i til- efni af skrifum Péturs Jakobs- sonar: í „baðstofuhjali“ „Tímans“ í gær, 15. júlí, ræðir Pétur Jakobs son um sléttubönd. Kvartar hann þar um, að rímskáldin hafi sneitt hjá þessum hætti, enda sé hann ekki fær „nema mestu bragsnillingum“. Lýsir hann því síðan hvernig kveða skuli sléttubönd og segir meðal annars: „Þá verður vísan ann- að hvort að vera hringhend að innrími eða frumhend". Hvaðan hefir P. J. þessa kenn ingu? 1 bragfræði eftir Helga Sig- urðsson er lýst lágmarkskröfum um sléttubönd þannig, að auk þess sem krafist' eí um venju- lega ferskeytta vísu á sléttu- bandavísa að hafa sléttubanda- Ijóðstöfun sem P. J. kallar „fall- stuðlað“ og hún á áð vera frum- lykluð í 1. og 3. vísuorði, þ. e. í 1. og 3. ljóðlínu, sem P. J. kallar „forstuðlað“. Er auðskilið, að þessir frumlyklar verða að vera þar vegna rimsins, þegar vísandag. er kveðin afturábak. hægt að kveða aldýra eða helzt alvatnsfellda sléttubandavísu. Mættu um það hljóða hans eigin orð: „Hefði þó slíkt ekki átt að vera mér ofvaxið“. Nú ætla ég að sýna hér eina aldýra vísu og næstum alvatns- fellda, sem birtist einhverntíma áður í „baðstofuhjalinu", en var þá gerð um annan Pétur, en getur vonandi líka hljóðað um P. J. Eykur gróður seggur, sið sama þjóðin metur, keikur góður leggur lið lamabróður, Pétur. Þessi vísa er auk þess sem ofar getur alfrumlykluð, alhring- hend og tálykluð. Þá er hér ein vísa, sem er al- þráhend, alhringhend, tálykluð, aldýr: Tryggðu prýddu drengja dáð, dyggöum hlýddu og æfðu„ byggðu, skrýddu lengi láð, lygum níddu og kæfðu. Lýkur hér baðstofuspjallinu í Starkaður. !■■■■■■! 1 ■ ■ ■■■_■■ ■_■■_■■ ií Laugarvatnsskóli l tekur enn sem fyrr nemendur til menntaskólanáms. — I; *■ • Enn er hægt að fá skólavist í héraðsskólanum. Dvalar- jjj -kostnaður á mánuði sl. vetur var kr. 540 fyrir pilta, en ■! kr. 440 fyrir stúlkur. iV.V.VAV.V.VAV.V.V.V.W.V.YAW.l'.V.V.V.V.V.VA I4IVEÁ CCofi ogsóC NIVEA styrkir húðina, varn ar hættulegum og sárun: sólbruna og gerir húðint dökka. Dekkri og hraust- legri húð með NIVEA. V > I. ■ v.ar'V^-'.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.