Tíminn - 16.08.1951, Page 4

Tíminn - 16.08.1951, Page 4
4. 183. blað. TÍMÍNN, fimmtudaginn 16. ágúst 1951. Ferb til Vestfjaroa II. Frá Bíldudal til Þingeyrar Frá Bíldudal til Þingeyrar. Eftir tveggja tíma dvöl á Bíldudal, er haldið út f jörðinn og ferðinni heitið til Dýra- fjarðar. Út á strönd Arnar- fjarðar norðanverðri, stend- ur bærínn Lokinhamrar í mynni Lokinhamradals. Á Lok inhömrum er skáldið Hagalín fæddur og uppalinn. Hefir hann í bókum sínum lýst lífi og háttum Vestfirðinga betur en nokkur annar. Allmiklu ut ar en Lokinhamrar standa gengur hálendið á milli Dýi-a- fjarðar og Arnarfjarðar snar- bratt í sjó fram. Virtist mér ekki fært fyrir það á landi, utma fuglinum fljúgandi. — Þegar komið er norður fyrir r.es þetta, er beygt inn til Dýrafjarðar. Dýrafjörður er einhver blómlegasta og vinalegasta byggð Vestfjarða, enda róm- uð fyrir fegurð. Arnarfjarðar megin er Þingeyrarhreppur en með hinni ströndinni ligg ur Mýrahreppur. Ræktunar framkvæmdir í Mýra- og Þingeyrahrepp hafa hin síð ustu ár verið meiri, en í öðr- um hreppum Vestfjarða, enda gefur að líta ýms myndarleg býli beggja vegna fjarðarins. Þegar komið er vel inn í mynni Dýrafjarðar blasir menntasetrið Núpur við Mýra hreppsmegin. Telja má mjög staðarlegt að líta að Núpi, en eigi gafst mér tími til aö kom ast þangað. Yzti bær í Þing- eyrarhreppi er jörðin Sval- vogar. En næst kemur Keldu- dalur. Á milli Keldudals og Sveinseyrar sem er nokkru innar á ströndinni, er torleiði mikið. Fyrir nokkrum árum varð sóknarprestur þeirra Þingeyrarhreppsbúa fyrir skriðu, er hann var í emb- ættisíerð um sókn sína. Var það Sigurður Z. Gíslason, vel iátinn myndarklerkur. Má á því sjá, að harðræði mikið bjóða Vestfirðjr ýmsum, þeg- ar prestar þeirra mega leggja sig í lífshættu í ferðum til sóknarbarna sinna, enda hef- ir tæpast þrifist á Vestfjörð- um nema duglegt fólk og kjarkmikið, því ávallt hefir þurft karlmennsku til að sækja björg í bú, bæði til sjós og lands. Um miðjan Dýra- fjörð sunnanverðan stendur þorpið Þingeyri undir miðju Sandafelli. Þangað er ferð- inni heitið til að byrja með. Þegar kemur inn um Þingeyri líkist fjörðurinn stööuvatni, og innan úr fjarðarbotni sýn ast Sandafell Þingeyrarmegin og írafell Núpsmegin loka firðinum. Esja leggst að bryggju og við, sem til Þing- eyrar ætlum, göngum á land. Þingeyri. Kauptúnið Þingeyri stend- ur utan í hlíð Sandafells. Það sem ókunnur ferðamaður undrar sig á við fyrstu sýn, er það, að þorpið er nær allt byggt í brattanum, þar sem hlíðar Sandafells ná í sjó fram, en eyrin sjálf, sem er nes lítið, er skagar út í fjörð- inn, er að mestu óbyggt. íbúar Þingeyrar munu vera um 300. Fækkaði þeim nokkuð eins og í mörgum þorpum öðrum á stríðsárunum. Til Þingeyrar sækja verzlun sína meginhluti Mýrahrepps, allur Þingeyrarhreppur og nokkur hlutí Auðkúluhrepps, enda hefir kaupfélag Dýra- fjarðar útibú á Auðkúlu. Þing Eftsr Hannes Pálsson frá Undirfclli eyringar hafa dyggilega reynt að rækta hvern ræktanlegan blett í námunda við þorpið, og fyrir nokkrum árum var byggt pr'estsseturshús á Þingeyri, en prestssetrið Sandar, er stend ur bak við Sandafell, lagt til afnota kauptúninu. Þingeyri er því betur sett hvað rækt- unarmöguleika snertir, en flest önnur þorp Vestfjarða. Nokkur nýrækt er þegar kom in á Söndum ,og er kaupfé- lagsstjóri þeirra Dýrfirðinga, Eirikur Þorsteinsson, einn mesti ræktunarmaðurinn. Eiríkur Þorsteinsson hefir verið kaupfélagsstjóri þeirra Dýrfirðinga um 18 ára skeið, og Ijúka allir upp einum munni um það, að hann hafi stjórnað kaupfélaginu af framsýni og dugnaði. Framfæri sitt, verða Þing- eyrarbúar að hafa að mestu af sjávarfangi, eins og önnur þorp á Vestfjörðum, og hefir Eiríkur beitt sér meira fyrir framkvæmdum í útgerð, en nokkur annar kaupfélags- stjóri. Kaupfélagið hefir kom ið sér upp hraðfrystihúsi og beinamjölsverksmiðju, sem nú er verið að fullkomna og bæta við síldarbræðsiu, er brætt getur 600—800 mál á sólarhring. Er því verki nær lokið, svo vonir standa til að karfabræðsla geti hafist, með haustinu. Gengist hefir Eiríkur fyrir því, að nokkrir forustumenn samvinnumála í Dýrafirði hafa stofnað hlutafélag, er keypt hefir einn hinua eldri togara. Hefir félagið látið setja olíukyndingu í togarann og standa vonir til að skipið verði fullbúið ti! veiða með haustinu. Á þennan hátt kemur sam- vinnan fólkinu til hjálpar. — Innfjarðamið Vestfjarða og þau sem liggja það nærri landí að fær séu smærri bát- um, virðast tæmd, því alger ördeyða hefir verið um fisk- afla hin síðustu ár. Virðist Því eiria lífsbjörg kauptún- anna að fengin séu stærri skip, og hagnýting á afla þeirra verði sem mest í landi. Dýrfirðingar, með sinn ötuia kaupf élagsst j óra í broddi fylkingar. skilja það ve!, að hagnýting lands og sjávar þarf að fara saman. ^íeð stþrvirkum tækjum til öflunar og hagnýt:ngu sjáv- arfangs, getur á Þingeyri myndast allmyndarlegt kaup tún, er hefir að baki sér land- búnaðarframleiðslu tveggja til þriggja sveita. Myndu þá þorpsbúar fá nægar landbún- aðarvörur úr nánasta ná- grenni og sveitin blómgast með bættum markaðsskiiyrð- um. Vestfjarðaþorpin hafa flest hinar ágætustu hafnir. Má það teljast mikil óstjórn á at- vinnumálum þjóðar vorrar,að hinum stórvirku atvinnutækj um, er keypt hafa verið inn að tilstuðlan ríkisins, skuli ekki hafa verið dreift meira um landið, en raun hefir orð- ið, ekki sízt til Vestfjarða- þorpanna. Dýrfirðingar, með sina framsýnu forustumenn, virð- ast hafa vísað veginn i at- vínnu- og verzlunarmálum. Fyrirtæki fólksins í byggð- arlaginu koma upp atvinnu- tækjunum í landi, til hvers- konar hagnýtingu framleiðslu varanna. í vissu sambandi við sameignarfélag fóiksins, eru hlutafélög mynduö til rekst- urs útgerðarinnar. Með slíkum hætt.i er fólk- inu tryggt að arðurlnn af vinnu þess og verzlun, flyzt ekki úr héraðinu, heldur verð ur ævarandi eign þess byggð- arlags, er arðinn hefir mynd- að. — Með slíkum hætti þarf fólkið ekki að óttast, að at- vinnurekandinn selji fraro- leiðslutækin úr byggðarlaginu eða rífi hús sín og skilji fólk- ið eftir án lífsbjargar, en slíka sorgarsögu má víða finna á landi voru, frá tíma einstaklingsrekstursins. Auk þeirra húsa, véla og verk- smiðja er Kaupfélag Dýrfirð- inga hefir komið sér upp, hef ir það reist mjög myndarlegt verzlunarhús. Hefi ég ekkert verzlunarhús séð, sem er eins haganlega fyrir komið og gef- ur eins góð vinnuskilyrði og möguleika til vinnusparnað- ar, sem verzlunarhús þeirra Dýrfirðinga. Þorpið er að leggja vatnsleiðslu úr Hvammsá, um 5 km. veg, og verður þá séð fyrir nægu vatni, en á því hefir v’ljað verða nokkur misbrestur4 þar sem aðeins hefir verið um brunna að ræða, i námunda við þorpiö. Norrærca sundrnótið Úrslitin á Norðurlandasund- meistaramótinu urðu sem hér segir síðari daginn: 100 m. frjáls aðferð karla: 1. Per Olson, S 1:00,1 mín. 2. Ole Johanson S 1:00,7 — 3. Pentti Ikonen F 1:02,5 — 4. Pétur Kristj.son 1 1:02,6 — 5. Ari Guðmundss. I 1:03,2 — 6. Roard Woldum N 1:03,6 — 400 m frjáls aðferð konur: 1. Greta Andersen D 5:26,7mín. 2. Mar. Lundquist S 5:39,0 — 3. Ulla F. Madsen S 5:42,9 — 4. Aase Skaeslien N 5:44,9 — 5. Ritva Járvinen F 6:08,5 — 200 m bringusund konur: 1. Jytte Hansen D 3:06,0 mín. 2. Beth Jonsson S 3:06,4 — 3. Kr. Hedegaard D 3:06,8 — 4. Hel. Lorentsen N 3:09,9 — 5. Koija Makela F 3:13,8 — Þórdís Árnadóttir var áttunda í þessu sundi, en ekki er kunn- ugt um tíma hennar. 100 m flugsund karla: 1. Bent Rask S 1:10,8 min. 2. Bengt Uhlin S 1:13,4 — 3. -4. Juha Tika F 1:14,7 — 3.—4. A Kohkönen F 1:14,7 — 5. Carl Ebbe D 1:20,2 — 1500 m frjáls aðferð karia: 1. Per O Östrand S 20:25,7 mín. 2. G. Karlson S 20:40,5 — 3. Erik Christof. D 20:56,2 — 4. Erik Eriksen N 21:25,8 — 5. Bjarne Joc.sen D 22:00,4 — 6. Helgi Sigurðss í 22:00,7 — Christofersen setti danskt met ,og bætti því met konunnar Ragnhild Hveger, 20:57,5 mín., sem er heimsmet kvenna á þessari vegalengd. Refur bóndi heldur nú áfram með vísur sínar, þar sem frá var horfið i gær: „Eigi fyrir löngu síðan var ég á gangi með kunningjum mín um og mættum þá á leiö okkar fallegri stúlku. Sagði þá kunn- ingi minn, að ég mætti gæta1 þess að verða ekki „skotinn". Þá varð eftirfarandi visa til: .dL... JL Meiri en setja má í stef mörg eru lukkuþrotin. Illt er fyrir aldinn Ref ef hann verður „skotinn". En þó eru refir oftast unnir með skotvopnum. Eftirfarandi vísur þurfa ekki skýringar við, en þær kalla ég: Móti straumnum: Ef þig fýsir auðnu að fá æstum lífs í glaumi Skaltu líkt og lax í á leita móti straumi. Ei þeim braut er ávallt grelð er í strenginn beita. En það er aldrei auðnu leið undan straumi að leita. Til er orðtaeki, sem hljóðar á þá leið, að einn eða annar hafi spilað rassinn úr buxunum. 1 tilefni þessa varð eftirfarandi staka til: Margur varð á svipinn súr, — sjálfur vel ég skil það — þegar báðum brókum úr botninn hafði spilað. Það hefir verið sagt, að glað- lyndi lengi lífið og mun það rétt vera. Eftirfarandi vísa er kveð- in í tilefni af þessu: M.1*. Ef vér skoðum allir rétt — ýms það dæmin sanna, það er víst að lyndi létt lengir æfi manna. Ég las fyrir stuttu síðan verð launasögu Indriða Þorsteinsson ar í „Samvinnunni". Eigi er það ætlun mín að fella neinn dóm um hana, en höfundinum óska ég góðs gengis, og þó sérstak- lega þess að hann eigi eftir að skrifa betri sögu. Að lestri sög- unnar loknum urðu eftirfarandi hendingar til: Suðurlanda sól og hlýju seggur þessi vona ég finni Alla leið til ítalíu Indriði kemst á Blástörinni. Fremri verðlaun fáir hljóta, fyrir að rita sögu slíka. Sinna verka er sætt að njóta, — sér hann máske Hellas líka. Blástörin er bezti gróður, blástörina vel ég kenni. Blástörin er bragðgott fóður — beljur mjóika vel af henni. En það er önnur blástör. Kvöld eitt núna fyrir skömmu síðan varð mér litið vestur til Snæfellsjökuls og kvað þá: j Oft þykir mér sætt að sjá sjólann hárra fjalla, þegar glóey glampar á gamlan jökulskalla. Eftirfarandi vísa þarf ekki skýringar við, en hún varð til í gærmorgun þegar ég vaknaði: Svefninn veitti sálu frið sælan allra hnossa. Nú er gott að vakna við varma sólar kossa. Nú er víst komið nóg af svo góðu en þessa vísu læt ég verða endir kveðskaparins í dag: Lengur ei Ijóð ég þyl, lýtt með ýmsum göllum. Blessunar ég biðja vil, bændum landsins öllum. Fleira verður ekki tekið fyrir í dag. Starkaður. Sunnlendingar, athugið! Auglýsingaumboðsmenn vorir eru: Kirkjuliæjarklaustri Vilhjálmur Valdemarsson, útibússtj. Vík í Mýrdai Óskar Jónssom fulltrúi. 100 m baksund: 1. Per O. Olson S 2. Rolf Olander S 1:13,3 mín 1:13,6 — 3. Erkki Martinen F 1:14,5 — . i.; Hvolsvelli Stokkseyri Eyrarbakka Selfossi Ólafur Ólafsson, c/o K.R. Helgi Ólafsson, útibússtjóri. Helgi Vigfússon, útibússtjórí. Arinbjörn Sigurgeirsson, kaupmaöur. Athugii! Ef þér þurfið að koma auglýsingu til birtingar í blaðinu, snúið yður til þess umboðsmanns, sem bú- settur er næst yður og mun hann annast frekari fyr- irgreiðslu auglýsinga yðar. £.uHHleh4iH<fat ! Hafið það hugfast, að Tíminn hefir meiri útbreiðslu en nokkurt blað annað á Suðurlandsundirlendinu. — Þess vegna tryggið þér yður beztan árangur af auglýs- ingum yðar í TÍMANUM. Snúið yður með auglýsingar yðar til umbobsmanna vorra

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.