Tíminn - 23.08.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.08.1951, Blaðsíða 4
4. 189. blatf. TÍMINN, timmtudagínn 23. ágúst 1951. inni landnámsins Niðuri. Sama árið og þeir Friðjón og Sigtryggur hófu viðarsög- un við fljótið keyptu þeir all- stóran og giæsilegan gufubát sem Victoria hét, hún hafði alla kosti sem einn bát má prýða og var elskuð og virt af öllum fljótsbúum og talað um hana sem lifandi ,veru. Þá létu þeir félagar Friðjón og Sigtryggur smíða á Möðru völlum tvö stór flutningaskip eða barða og létu heita í höfuð tveim systrum Hannesar Haf stein Soffíu og Láru. Barðar þessir voru til vöru og timb- urflutninga og var Victoria með þá í eftirdragi í vikuleg- um ferðum milli Möðruvalla og Crossing. Nokkru síðar bygðu þeir á sama stað stór- skipið Aurora. Var hún fyrst höfð fyrir barða. Dró þá Victoría 3 barðana. Síðan gerðu þeir félagar úr henni hjólaskip og eitt af stærstu og hraðskreiðustu gufuskipum á Winnipegvatni. ,,Hannesson bræður“ á Gimli keyptu stóra skonnortu sem hét Gold seal og breyttu í gufubát og nefndu Gimil. Hún var í lag- inu eins og íslenzkur sauð- skinnsskór og leit út sem hún gæti gengið betur á landi en vatni. Að henni útgerðri smíðuðu þeir,bræður snotran gufubát og nefndu Ospray. Var hann víða í förum. Mikla eyingarnir Kjartan Stefáns- son og Jón H. Johnson keyptu og uppnýjuðu gufubát sem Ida hét. Hafði hún einn barða í eftirdragi og flutti timbur frá mylnu Gests Oddleifsson- ar (sem var eins og áður seg ir í Lundiþorpi) til Selkirk. Þeir bræður Stefán og Jó- hannes Sigurðsson létu stníða sér I Selkirk eitt af stærstu gufuskipum sem á Winnipegvatn hafa komið. Hét það Lady of the Lake. Svo var skrautið á því og prýðin að því líkast var sem kon- ungshöllinni hefði verið skot ið á flot. Var hún í mörg ár vatnsendanna á milli. Nokkr um árum siðar keypti Stefán stórskip eimknúið sem hét Mikadó og var það í förum svo langt sem það gat flotið. Tvö minni gufuskip átti hann sem hétu Víkingur og Frank Burton. Baldvin skipstjóri Anderson, hinn alkunni glaði öðlingur, keypti gufubát sem lá á vatnsbotni skamt frá Mikley, mjög vægu verði sem nærri má geta. Svo leið heilt sumar að ekkj hirti Baldvin um að ná honum upp enda yar það talið ógerningur. Hugðu menn að Baldvin hefði keypt bátinn aðeins til að geta sagt að hann ætti gufu skip, því fyrir Balda að vera gufubátslaus var sama og vera tóbakslaus. Svo kemur vetur urinn og vatnið verður ein ís- hella. Þá fer Baldvin einn góðan veðurdag og heggur vök beint yfir gufubátnum lyftir honum svo upp á skör- ina. og dregur hann heim á sleða. Bátur þq^si hét Elín og fór stórskipaleiðir eingöngu, hefði átt að heita Ifekla, þ.ví hann spjó svo miklum eldi upp um reykháfinn að allir farþegar á þilfarinu stóðu í björtu báli og höfðu ekki við að þurka eld úr skegginu á sér. Var óttast um að hann myndi kveikja i öllu Winni- pegvatni. Jafnframt því sem þegar er talið var unnið að skógar- hreinsun, framræzlu landsins og vegabótum. Risatré voru Ræða, sem Luttorimir J, Guttormsson flutti á Lnndnámsliátíðinni að Hnausnm 2. júlí sl. höggvin af stofni með hand- öxi, trén látin þorna og brend í löngum röstum, stofnarnir látir bíða 3 ár svo auðveld- ara yrði að ná þeim upp úr jörðinni. Man ég að „heldri maður að ofan“ sagði í sam- sætisræðu að Ný-íslendingar reistu spelkur við stofnana, svo þeir dyttu ekki um sjálfa sig. .Skurðir voru ristir með heyhnífum og grafnir með rekum. Vegabætur voru gerð- ar með handöxum og rekum siðar með hestum og hesta- skóflum. Stjórnirnar lögðu stundum til peninga til vega- gerða, kannske $100.00 með löngu miliibili tíma og rúms. Einu sinni fyrir kosningar birtist það í Stjórnarblöðun- um að þáverandi stjórn hefði á því ári varið 90 þús- und dollurum til vegabóta í Nýja-íslandi. Yfirleitt vildi fólk ekki kannast við þetta, vissi ekkj um nema einn stuttan vegaspotta sem gerð- ur hafði verið í bygðinni á því herrans ári, vildi vita hvar aðalvegabæturnar hefðu farið fram, því hin tilteknu vegastæði voru ekki á landi. Upplýstist þá að þau voru fyrir framan Point. Garðar voru grobbaðir með grobbhóf. Hin mikla akur- yrkja Nýja-íslands hófst með því að íslendingar plægðu með einum uxa, en Galisíu- menn með átta kerlingum fyr ir plóg. Þá voru landnáms- mennirnir ekki síður ahafna- rnenn á andlegum vettvangi. Útkoma Framfara mun ekki eiga sér neitt hliðstætt á meg inlandi Ameriku. Áhugi á blaðamennsku 1 Nýja-ísiandi dó ekki út með Framfara, því á Gimli hófu göngu sína eitt eftir annað og sum samferða eftirfylgjandi blöð og tíma- rit: Bergmálið, Baldur, Giml- angur, Dagsbrún og hið merka tímarit Svava. Sjónleikir, ís- lenzkir og þýddir, hafa verið sýndir árlega til þessa og leik listin náð hámarki í Geysis- bygð sem kunnugt er. Fyrsta leikritið sem leikið var í Nýja-íslandi fór fram árið 1885 í fýrstu kirkjubyggingu Bræðarsafnaöais, bjálkahúsi er stóð rétt fyrir norðan prentsmiðju Framfara. Leik- rit þetta var að sögn eftir séra Valdimar Bx-iem. Sum leikrit anna, sem leikin voru, voru eftir bygðarmenn sjálfa; eitt fara. Móðir mín, Pálína Ket- ilsdóttir orti með ágætum og birtust kvæði hennar í Fram- fara og síðar í Leifi. Eftir þriggja missera veru í Graven Hurst, Ontario, var hún bæði talandi og læs á enskt mál og má það einstakt finnast. Menn sem komu fram á sam komurn og við hátíðleg tæki- færi og fluttu frumort kvæði, voru mjög í hávegum svo sem Jóhann Briem og hið mikla glæsimenni Þorgrimur Jónsson og seinast en ekki síst hið orðhepna alþýðu- skáld Þorsteinn Borgf j örð. Megnið af ljóðum sínum ortu þeir J. Magnús Bjarnason og Jón Runólfsson í Nýja-íslandi. Á Möðruvöllum við íslandinga fijót ritaði Torfhildur Þor- steinsdóttir Hólm megnið af bók sinni Eldingu og margar annara skáldsagna. Á Una- bygð ritaði J. Magnús Bjarna son Eirík Hansson og fjölda annara skáldsagna. Á una- landi ritaði Gunnsteinn Ey- jólfsson söguna Elinóra og margar aðrar skáldsögur og samdi fjölda sönglaga sem vöktu aðdáun og urðu þ.ióð- (kunn. Skáldhjónin Sigfús Drunkard Beixediktsson og Margrét, bú- sett í Mikley beittu sér fyrir nýjum hugarstefnum; hann: f r j álstrúarefnum, en hún: kvenréttinda í Kanada, stór- er, er Margrét brautryðandi kvenréttinda í Canada, stór- gáfuð kona, vel máll farin og mælsk með afbrigðum. Skrif- uðu þau fjölda blaðagreina um sín hugðarefni. Þá voru margir ritfærir í byggðinni og rituðu blaðagreinar um flest eða öll mál sem voru á döfinni. Verður ekki sagt að þeir svæfi svefni hins and- varalausa. Ritsnillingur nokk ur sem ritaði undir gervinafn inu Juniper Dick tók sig fram um að gera þáverandi sveit- arráð ódauðlegt, ritaði flug- rit og sendi á hvert pósthús í nýlendunni. Lærðu margir það utanbókar og kunnu það betur en kristindóminn. Rit þetta var parodía eða stæling af fundargerning sveitarráðs ins. Dramatis personæ þess voru: Jón oddviti Jón skrifari Jón smyrill Jón 'kjaftur og Jón kvennholli. - < Frá upphafi landnámsins hefir mikil rækt verið lögð ---------- —, -----við sönglist. Er söngflokkur- þeirra eftir Jóhann Briem, i inn sem við heyrum á í dag annað eftir Gunnstein Eyjólfs eitt margstirnið í (og eitt hið son, sem hét: „Eina nótt í " sem hét:HJ| Hróarskeldu“. Var það tveggja persónuleikur; leikendur voru Gunnsteinn og Markhús Markhússon skáld, þá „emi- grant“. J. Magnús Bjarnason samdi fjölda leikrita meðan hann var búsettur í Nýja-ís- landi. Á fyrstu frumbýlings- árunum bar mjög á ljóðagerð og öðrum listum. Kvæðin, sem ég hygg að séu þau fyrstu, sem ort ag prentuð voru i Nýja-íslandi voru eftir Björn Jónsson bygðarstjóra, föður Björns B. Jónssonar. Kvæði Björns var þakkarávarp til frú Láru Bjarnason fyrir kennslustörf hennar og birtist það í Framfara. Kvæði Jó- f hanns Briem var kveða til síra í bjarstasta) í stjörnukerfi stórra söngflokka sem komið hafa fram á sjónarsviðið, „því vel mér sýnist sungið“. Sigur- geirssynir — hinir svonefndu Grundarbræður gerðu garð- inn frægan á Mikley. Gunn- steinn Eyjólfsson var reiðu- búinn að kenna hverjum ung lingi, sem vildi læra söng- fræði — ókeypis. Man ég að hann kendi fjölda unglinga söngfræöi á sunnudögum. Söngflokka æfði hann iðu- lega og efndi til stórfeldra ;amsöngva. Lög, sem hann valdi til þeirra, voru engir hús gangar heldur hásigld klassik svo sem „Hósíanna‘> og „Brúð urförin í Harðangri". Fyrstu ungmennin í norður Jóns Bjarnasonar er hann|byggðum Nýja-íslands sem var að fara alfarinn úr Nýja- leituðu æðri mentunar á öðr- íslandi. Var það kvæði sér-um stöðum voru þau Dr. Run prentað í prentsmiðju Fram- (Framhaid á 6. siðu) Guðmundur Jónsson á Brúna laug í Eyjafirði ræðir hér um kál: „Hvernig á að geyma kálið? Þessi spurning hefir oft verið lögð fyrir mig ,og vil ég svara henni litilsháttar hér. Garðakálið „Brassica olera- cea“ vex villt í vestur- og suð- ur Evrópu, en út af því er álitið að þær káltegundir, sem við ræktum nú séu komnar. Þótt stutt sé siðan farið var að rækta kál hér á landi að nokkrum mun , er kálið mjög gamalt; t.d. var^blómkál rækt- að á ítalíu í fornöld. í nágrannalöndum okkar er nýtt blómkál algeng verzlunar vara frá því fyrst í apríl til jóla. Svo langt erum við ekki komin með ræktunina hér á landi enn sem komið er, en við sjáum hvað setur. Annars' e'r blómkálið sú káltegund, sem erf iðust er að rækta. Því má allt- af búast við betri árangri í Garð yrkjustöðum en hjá einstakling um. Það er jafn erfitt að geyma blómkál og að rækta það. Það er að vísu hægt að geyma það dálítinn tíma, ef það er tek ið upp áður en það er fullþrosk að, pakka því inn, þó ekki í loft þéttar umbúðir, og hengja það upp undir kalt kjallaraloft. Svo er það niðursuðan. Hún er lik- lega skárst, en ekki er niður- soðið blómkál jafn bragðgott og nýtt. Og svo vill það oft verða ljótt á litinn, en ekki eins ljótt, ef látið er ósköp lítið af Citron- sýru í saltvatnið. Ennfremur vl ég geta þess, að það geymist betur ef látnir ei-u einn eða tveir rauðir tómatar í krukk- una. Grænkál er létt að rækta og líklega er það ein af elztu garða plöntunum, enda er það nú ræktað alls staðar nema þar sem loftslagið er of heitt. Það er mjög auðugt af vítamínum og ætti því að rækta það miklu melra en gert er. Bezt er að planta grænkáli, þar sem er skjól, því • það lætur maður standa úti á veturna, en oft fer sól og frost illa með það, þegar snjólaust er. En mikil vörn við því er að velta því með stungu spaða á haustin, þarnig að það kæmi til með að liggja flatt með toppinn á móti norðri. Hvítkál er sú tegund, sem mest er ræktað af. Sums staðar í nágrannalöndunum í mjög stórum stíl. Hafa Danir flutt mikið út af þvi og gera enn. Þó hefir það minnkað mikið síð- ustu árin sökum gjaldeyris- hafta. Hvítkál er hægt að geyma á margvíslegan hátt, en einu megum við ekki gleyma, að hér á landi er mest ræktað sum ar-hvítkál, en það geymist stutt óskemmt í gryfjum, jarðhúsum eða þar til gerðum hlöðum, þar sem vetrarhvítkálið aftur á móti geymist þar óskemmt allan vet urinn. Hér á landi er áreiðan- iega bezt að salta það, en til þess að geta geymt saltað kál þarf kalda, frostlausa og al- gjörlega rakalausa geymslu. Ennfremur má aldrei gleymast að sjóða línklútinn og hlemm- inn, sem lagöur er ofan á kálið tyisvar í viku og jafnframt þvo barma ílátsins og grjótið eða blýklumpana, sem notaðir eru í farg. Rósenkál hefir víst lítið eða ekkert verið ræktað hér á landi. Ekki þætti mér ósennilegt, að það gæti þrifizt á Suðurlandi, en vafasamt tel ég að hægt sé að rækta það hér norðanlands, þrátt fyrir það, að nú er farið að rækta það all-norðarlega í Noregi og Svípjóð. Æskilegt væri að tilraunir væru gerðar með það. Rauðkál er ræktað á sama hátt og hvítkál, en dálítið erfið ara viðfangs, en hvað geymslu viðvíkur er víst ekki um annað að ræða en niðursuðu. Savoykál getur áreiðanlega þrifizt hér á landi. Það er rækt- að á sama hátt og þroskast á sama tíma og toppkál. Savoy- kál er næstum jafn gott til manneldis og grænkál, ætti því að rækta mikið af því. En eng- inn vafi getur verið á því, að bezt er Eisenkopi til rætkunar hér á landi. Toppkál er mjög líkt hvitkáli en verður fyrr full þroskað. Geymsla getur ekki komið til greina. Ég hefi alls ekki nefnt hrað- frystingu á káli hér, sökum þess að almenningur getur ekki hag nýtt sér hana ennþá. Grænmetisræktun er stutt á veg komin hér á landi, enda er- um við íslenzku garðyrkjumenn irnir allir ungir enn, en vonandi eigum við eftir að sýna þjóð- inni, að margar grænmetisteg- undir, sem enn eru óþekktar, geti þrifizt hér. Það er ekki nóg að rækta grænmeti, það þarf líka að búa til mat úr því. Með allri virðingu fyrir kven þjóðinni, leyfi ég mér að segja: Fáar eru þásr konur á landi voru er kunna að matreiða grænmeti til hlítar .Ef græn- metisræktun og matreiðsla á að komast í það horf, sem æski- legt væri, þurfa garðyrkjumenn og húsmæðraskólar að vinna saman. Sú samvinna getur ekki byrj- að of fljótt." Fleira verður ekki rætt í dag, Starkaður. Sundmerkln FÁST NÚ AFTUR Alljr verða að eiga sundmerkin, þegar úr slitin milli Norðurlandanna verða gerð kunn. SUNDHÖLLIN SUNDLAUGARNAR Hringprjónavél ný til sölu. — Vélin er gerð til að ganga fyrir mótor, en einnig má nota hana sem handvél. — Verð kr. 2770,00. — Upplýsingar gefur Áskell Einarsson, c/o Timinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.