Tíminn - 05.09.1951, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.09.1951, Blaðsíða 2
2. TÍMINN, miðvikudaginn 5. september 1951. 199. blað. 'Jtá hafi til Útvarpið Tjtvarpið í dag: - Fastir iiðir eins og venjulega. Kl. 20,30 Útvarpssagan: „Upp við Fossa“ eftir Þorgils gjall- anda; VIII. (Helgi Hjörvar). 21,00 Tónleikar: Lög eftir Ey- þór Stefánsson, Gunnar Sigur geirsson og Sigfús Halldórsson. 21,25 Erindi: Fótgangandi um fjöll og byggð: Mývatnsheiði (Þorbjörg Árnadóttir magister). 21,45 Tónleikar (plötur). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Danslög (plötur). 22,30 Dagskrár lok. Útvarpið á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20,30 Einsöngur: Elizabet Schumann syngur (plötur). 20,45 Dagskrá Kvenréttindafélags ís- lands. — Erindi: Sveitin mín (frú Sigurlaug Árnadóttir). 21,10 Tónleikar (plötur). 21,15 Frá út- löndum (Þórarinn Þórarinsson ritstjóri). 21,30 Sinfónískir tón- leikar (plötur). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Framhald sinfónísku tónleikanna. 22,30 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Sambandsskip: M.s. Hvassafell er í Stettin. Ms. Arnarfell losar .kol á Eski- firði. Fer þaðan væntanlega í kvöld til Húsavíkur. Ms. Jökul- fell er á leið til Guayaquil frá Valparaiso. Ríkisskip Hekla er í Reykjavík og fer þaðan næstkomandi fimmtu- dag vestúr um land í hringferð. Esja var á Seyðisfirði í gær- morgun á norðurleið. Herðu^reið fór frá Reykjavík kl. 18 í gær til Snæfellsness- og Breiðafjarð arhafna. Skjaldbreið er í Rvík. Ármann fer til Vestmannaeyja í kvöld. Þyrill var á Akureyri í gær. Eimskip: Brúarfoss er væntanlega í Hull. Dettifoss kom til Reykja- víkur 31. 8. frá New York. Goða foss kom til Gdynia 2. 9. og fer þaðan 5. 9. til Hamborgar, Rotter dam og Gautaborgar. Gullfoss íer frá Leith i dag 4. 9. til Kaup mannahafnar. Lagarfoss fer frá Patreksfirði síðdegis í dag 4. 9. til Stykkishólms. Selfoss er i Reykjavík. Tröllafoss fer frá New York 6.—7 9. til Halifax og Reykjavíkur. Úr ýmsum áttum Tundurduflasvæði talin hættulaus. Samkvæmt brezkri tilkynn- ingu eru þau svæði milli Fær- eyja og Islands, og Islands og Grænlands, þar sem tundurdufl um var lagt í síðustu styrjöld, ekki lengur talin hættuleg yfir- ferðar skipum. Svæði þessi hafa þó elcki verið slædd, heldur eru tundurduflin á þeim álitin orðin ónýt vegna þess hve lengi þau hafa legið í sjó. Bergsþwrshvoll (Framhald af l. slðu.) prófessor sér um. Fór Fornrita félagið þess á leit við Kristján Eldjárn þjóðminjavörð, að nýjar og rækilegar rannsókn. ir yrðu gerðar á Bergþórshvoli,! áður en bókin kæm; út, svo að sem fullkomnust vitneskja lægi fyrir um sanngildi frá- sagnanna um Njálsbrennu. Skyrið og kerið. Rannsóknir hafa áður verið gerðar á Bergþórshvoli. Sig- urður Vigfússon fornleifafræðg ingur fann þar á sínum tíma skyrið fræga, og Matthías Þórðarson, fyrrverandi þjóð- minjavörður fann þar meðal annars fornt ker, sem steypt hafði verið úr jökuleðju, sem þar eystra er nefnt at. Fleira hefir fundizt og er varðveitt frá þessum sögulega stað. Flugferðir Loftleiðir h.f. í dag verður flogið til Vest- mannaeyja, ísafjarðar, Akureyr ar, Siglufjarðar, Sauðárkróks og Keflavíkur (2 ferðir). Á morgun er áætlað að fljúga til Vest- mannaeyja (2 ferðir), ísafjarð ar, Akureyrar og Keflavíkur (2 ferðir). Frá Vestmannaeyjum verður flogið til Hellu. Flugfélag íslands. Innanlandsflug: í dag er ráð- gert að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Vestmannaeyja, Hellis- sands, ísafjarðar, Hólmavíkur og Siglufjarðar. Á morgun eru áætlaðar flugferðir til Akureyr- ar (2 ferðir), Vestmannaeyja, Ólafsfjarðar, Reyðarfjarðar, Fá- skrúðsfjarðar, Blönduóss, Sauð árkróks og Siglufjarðar. Milli- landaflug: Gullfaxi kom í gær- kveldi frá London og Nizza. Árnað h&ulo Sextugur er í dag Kristján Sveinsson, bóndi í Geirskoti í Sándvíkur- hreppi. S j álf stýritækið (Framhald af 1. síðu.) magnara. Segular áttavitans vekja upp rafmagnsstyaum í segulvefjunum, sem svo eru magnaðar í magnaranum. — Þannig magnaður stjórnar hann svo stýrisvél sem er í sambandi við stýri skipsins. Hentugt á veiðiskip. í sambandi við tækið má einnig hafa fjarstýringu, þannig má t. d. ofan úr tunnu á siglutré, eða ofan af þaki stýrishússins, eða frá þilfari skipsins, breyta stefnu þess, en sjálfstýritækin halda skip- inu nákvæmlega á því striki sem þau eru stillt á. Ætti slíkt að koma að mjög góðum not- um á bæði hval- og síldveið- um, en auk þess má segja að tækið bæti einum manni við á skipið, því að maður sá er stjórnar vindunni á togi, get- ur einnig frá sama stað stýrt því. Hefir selt íslending- um rafmagnsvélar síðan 1910 Nýlega er kominn hingað til lands L. Uffe útflutningsfor- stjóri rafmagnsvélaverk- smiðju Thomas B. Thrige í Odensé í Danmörku. Það fé- lag hefir selt vélar til fs- lands frá 1910. Árleg fram- leiðsla er um 70 þús. raf- magnsvélar, allt frá skipavél- um, járnbrautavélum og öðr- um stórvirkum rafmagnsvél- um niður í handverkfæri. — Starfsmenn fyrirtækisins eru 3000, en alls vinna í verksmiðj unum um 2600 manns. Fyrirtækið er stofnað 1894 og er því 57 ára nú. Sl. 40 ár hefir þetta fyrirtæki fram leitt vélar fyrir íslenzkan iðn- að og atvinnurekstur, og má nefna til dæmis, að Eimskipa- félag íslands og Skipaútgerð ríkisins hafa fengið margar lyftur og aðrar rafmagnsvél- ar hjá fyrirtæki þessu. Þetta félag hefir framleitt vélar fyrir ýmis lönd Evrópu, aðallega fyrir Frakkland, Spán, England og Rússland. Umboðsmaður þessa fyrirtæk- is hér er Ludvig Storr, stór- kaupmaður í Reykjavík. Fyrirtæki þetta hefir stofn- að sjóð, er veitir styrk til vís- indalegra iðkana á svipaðan hátt og Carlsberg-'sjóðurinn danski. Skurðgrafa að störf ■ um í Suðursveit og á Mýrum Frá fréttaritara Tímans í Höfn í Hornafirði. Skurðgrafa á vegum rækt- unarsambandsins hér hefir verið að störfum í Suðursveit í sumar, og er nú nýbyrjuð á Mýrum. Bíður skurðgröfunn- ar mikið verkefni hjá bænd- um í héraðinu. Undanfarin tvö ár hefir þessi skurðgrafa verið notuð við framræslu í nýbýlahverf- inu í ÞinganesL. i Landbúnaðarvélar Höfum fyrirliggjandi: Slátturvélar Herkules 3y2' sænskar Sláttuvélar Herkules 4' sænskar Sláttuvélar, Heros 3y2', tékkneskar. Rakstrarvélar Herkules 30 tinda sænskar Rakstrarvélar Kuli 36 tinda tékkneskar. Snúningsvélar Vertex, gaffalvélar tékkneskar. Kartöfluupptökuvélar Herkules, sænskar. Kartöfluflokkunarvélar (handsn). sænskar. Rraðhreinsarar „Troll“ norskir. Hreykiplógar (litlir) norskir. Plógar á Framall A. Plógar Genius Nr. 11 (við dráttarvél W-4). Plógar Genius Nr. 14 (þrískornir) Diskaherfi 19BF (einfalt) við dráttarvél W-4). Keðjur á Farmall A Keðjur á Farmall Cub Samband ísl.samvinnufélaga Véladeild. Sjóvinmibankiim í Færeyjum í hættu staddur Annar stærsti banki Fær- eyja, Sj óvinnubankinn, er nú sagður í mikilli fjárþröng, sv'o að líkur þykja til, aö taka verði hann til uppgjörs að því er danska blaðið Politiken segir. Er sagt að bankastjór- inn, Thorstein Petersen, for- maður Fólkaflokksins, hafi lánað 55% af eigin fé bank- ans formanni bankaráðsins, án nægilegrar tryggingar, og sé mikill hluti þess fjár tapað. Þar að auki hafi bankastjór- inn sjálfur fengið 350 þús. kr. lán í bankanum án sæmilegr- ar tryggingar. Með báðum þessum aðgerðum hafi banka- stjórinn brotið bankalöggjöf- ina. Það er talið, að bankinn þurfi 7,7 millj. kr. þegar íi stað til að geta staðið við, skuldbindingar sínar. Að vísu. er gert ráð fyrir því, að mikið j fé muni bráðlega fást fj'rir | fisksölu og renni það að mestu í Sjóvinnubankann, en engu að síður sé augljóst, að bank- inn hafi lánað fé í stórum stíl til annarra atvinnugreina en reglur hans geri ráð fyrir. Þar að auki sé um helming- ur eigin fjár hans tapað. Mysuosíiir 30 % osíiir 40% ostm* Smjtir Smjörlíki Kökufelti • Kokossmjör Meildsöliiliirgðir Iijá: HERÐUBREIÐ Sími 2678 Góð bújörð til sölu Kross í Mjóafirði er til sölu ef viðunandi tilboö fæst. Á jörðinni er stórt íbúðarhús úr timbri járnvariö. Hlöður yfir allan töðufeng. 200 hest hlaða með nýju súgþurkunarkerfi. Votheysgryfjur fyrir 60 hesta og 139—140 hestburða þurrheyshlaða. Gripahús nægileg. Útibeit og fjörubeit góð, einnig reki. Heyvinnsluvélar geta fylgt einnig einhver áhöfn. Jörðin er laus til ábúðar á vori komanda. Réttur áskilinn að taka hvaða tilboði, sem er eöa hafna öllum. Uppiýsingar gefur eigandi og ábúandi jarðarinnar STEFÁN EIRÍKSSON Iirossi, Mjóafirði, S.-Múlasýslu innMfflBfflnmniiimmmiiimigiiimniiiiiiiiiiiimimawiiiiuiiutmnni HOFUM TIL SOLU VARAHLUTI í G. M. C. og CHEVROLET vörubifreiðar. Housingar, gearkassa, fjaðrir, fjaðrablöð, stýrismaskínur, vatns- kassa, stuðdempara, bensíntanka, hjöruliði, drifsköft, burðaröxla o. fl. EFSTASUND 80 — Sími 5948. Auglýsið í Tíiiiaimm CtbreiðiSH Tímann Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát ogí jarðarför bróður míns RUNÓLFS JÓNSSONAR, frá Hellnatúni. Fyrir hönd vandamanna. Sigríður Jónsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.