Tíminn - 05.09.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.09.1951, Blaðsíða 4
4. TTMINN, miðvikudaginn 5. sepíember 1951. 199. blað. in merkasta prentsmiðja landsins átti 50 ára afmæii um mánaðamótin Á næsta ári eru liB'ti 100 ár frá því að prentsmiðja var stofnsett hér í bæ, og er blaða útgáfa á Akureyri jafngömul, því að Norðri hóf göngu sína í marzmán. 1852. í ngestu 50 ár var ein prentsmiðja starf- and; hér, en síðsumars 1901 urðu þáttaskil í sögu prent- listarinnar í þessum bæ og raunar landsins í heild. Þá kom Oddur prentmeistgri Björnsson út hingao frá Kaup mannahöfn með prentsmiðju sína o’g bókaforlag. Hóf prent smiðjan starf hér undir for- ustu hans hinn 1. sept. 1901 og stendur því á fimmtugu pm þessar mundir. Oddur Björnsson hafði starfað að prentlist í Kaupmannahöfn um 14 ára skei'ð pg haföi geng ið þar á prentlistarskóla. Hann var því um flesta hluti betur að sér í iðn sinni en stéttarbræður hans hér heima á þeirri tíð. Auk þess var hann listfengur og stórhuga. Var því ,ekki að undra, þótt prentsmiðja hans fengi snemma orð á sig fyrir ágæt vinnubrögð, enda varð Oddur bfátt einn hinn merkasti brautryðjandi um allar fram- farir í prentlist hér á iandi ög skipar merkan sess 1 sögu islenzkrar prentlistar. Oddur Björnsson var, er hann kom hingað út til Akureyrar, orð- inn þjóðkunnur maður fyrir bókaútgáfu þá, er hann stofn aði til á Hafnarárum sínum. Má þar til nefna hið merka „Bókasafn alþýðu“, er hann gaf út með miklum myndar- brag og var með nýtízku- legra' sniði en íslenzk bóka- gerð yfirleitt á þeim árum. Það er því engan veginn of sagt, að stofnun Prentverks Odds Björnssonar hér á Ak- ureýri hafi boðað þáttaskil í Sögu prentlistarinnar hér í bæ og raunar landsins alls. Oddur varð um marga hluti brautryðjandi í iðn sinni. Á 50 ára skeiöi hefir fyrirtæki hans jafnan haldið merki hans hátt á loft. Prentsmiðj- an hefir alla tíð verið ein fuíl komnasta á landi hér. Afkom endur Odds Björnssonar, sem stýrt hafa málefnum prent- sm'ðjunnar eftir hans dag, hafa haldið í heiðri þeim hug sjcnum stofnanda prentsmiðj unnar, að vera í fyrirrúmi um tæknilegar framfarir og nýj- ungar og ástunda vahdvirkni og smekkvísi í vinnubrögðum og fullan trúnað við viðskipta menn. Hið fimmtuga fyrir- tséki helf'r marfefaldað af- kastamöguleika á við hina fyrstu prentsmiðju; þar starfa nú að staöaldri tugir manna viö ágætar aðstæður. Öll hin ytri aðstaða er gjör- breytt orðin, en allt starfið hvílir á þeim grunni, er Odd- ur Björnsson lagði í önd- verðu. Prentsmiðjan í fjörunni. Oddur Björnsson settist að með prentsmiðjuna í „Fjör- unni“ á Akureyri, í húsinu Aðalstræti 17, og starfaði prentsmiðjan óslitið í þeim húsakynnum í fulla þrjá ára- tugi, eða til ársins 1932, að hún fluttist í það bæjarhverf iö, sem þá var orðið miðdepill alls athafnalífsins hér um slóðir. Aðaláhöld prentsmiðj- unnar voru upphaflega þessi: Hraðpressa, til bóka- og blaða prentunar, lítil pressa til fv. Oddur Björnsson smærri verka, stór pappírs- skurðarhnífur og götunarvél. Auk þess að sjálfsögðu ýmis smærri áhöld og svo margs konar leturgerðir og lausalet , ur. í hraðpressunni var hægt ! að prenta 1000 eintök á klst. og var henni snúið með hand I afli, en litla pressan var fót- j st gin. I,eturtegundir prent- jsmiðjunnar voru fallegri og nýtízkulegri en áður þekktist liér, enda bar frágangur bóka og blaða í hinni nýju prent- smiðju þess vott, að þar voru í senn góð' tæki og smekkvísir inenn að verki. — Var prent- smiðjan lika á þessum árum talin fullkomnasta prent- smiðja landsins, og allt fram um 1920, er prentsmiðjan Gutenberg var stofnuð í Reykjavík. Árið ip2Ö var fengin hreyf- ill tjl þess að knýja pressuná, og var það yitaskuid. mikil endurbót, og árið' 1926 var fyrsta setjaravélin keypt, og eru þar þáttaskil í sögu prent verksins. Fyrsti nemandi í prentsmiðjunni, Jakop Krist jánsson Nikuiássonar lögreglu þjóns á Akureyri, keypti þessa vél í Noregi og setti hana upp og stjórnaði hennj veturinn 1926—27. Tók Sigurður O. Björnsson þá við sem stjórn- gndi vélarinnar og var vél- setjari prentsmiðjunnar allt fram til ársins 1932, er fyrir- tækið fluttjst í hin nýju húsa kynni í Bptinni, en þá tók Sigurður við allri stjórn fyrir tækisins af föður sínum, er þá var mjög tekinn að eld- ast og þreytast eftir langan og dáðríkan starfsdag. Sig- urður hafði þó enn um skeiö á hendi vélsetninguna, auk daglegrar stjórnar fyrirtæk- isins, en brátt bættust við ný- ir liðsmenn, pg hann gat helg að sig meira en áður stjórn íyrirtækisins og útfærslu. í Hafnarstrætj 90. I Hafnarstræti 90 — sem er hið gamla verzlunarhús KEA — hlaut prentsmiðj an mjög aukinn húsakost frá því sem áður var, enda færðist starísemj fyrirtækisins mjög í aukana. — Voru nýjar vélar brátt keyptar, þar ,á meðal nýjar setjaravélar, mun full- -1 Ein kunnastu prentsmiðja landsins, Prentverk Odds Björpsson h. f., á Akureyri á hálfrar aldar afmæli um þessar mundir. Hún hefir jafnan verið ein af fremstu prent smiðjum landsins og oft á tiðum brautryðjandi. í meðfylgj- andi grein, sem nýlcga birtist í Degi, er saga þessa kunna fyrirtækis rakin í mesáúíh'áttum, en l,að er m- a- mcrkilegt og skemmtilegt í senn við þá sögu, að prentsmiðjan hefir verið undir stjórn sömu ættarinnar allt frá byrjun. i komnari en hin eldri var, ný I hraðpressa, sem það nafn bar ! með rentu, á þeim árum full- komnasta bókapressa, sem til var í landinu, svo og mörg önnur tæki og áhöld. Afköst prentverksins jukust stórlega við þessar breytingar, enda stefndj óðfluga aö því, að Ak- ureyri yrði ein helzta bókaút- gáfumiðstöð landsins. Enda þótt viðbótarbygging yrði gerð við Hafnarstræti 90 og nokkuö rýmkaði um prent verkið með þeim hætti, sótti þó brátt í sama horfið, að of þröngt var um fyrirtækið, og augljóst, að knýjandi nauð- syn var að koma upp miklu stærra prentsmiðjuliúsi, sem hæfði þessu vaxandi fvrir- tæki. Hafði byggingamálið líka lengi verið eitt helzta á- hugamál prentsmiðjustjór- ans, Sigurðar O. Björnssonar. Hafði honum tekizt að tryggja preptsmiðj unni mjög hentuga lóð við Hafnarstræti 88B, eða í hjarta bæjarins, og þar hófust byggingafram- kvæmdir árið 1944 og árið 1945 gat prentsmiöjan sagt skilið við húsakynnin í Hafn- arstræti 90, sem voru orðin allt of lítil, og sezt að í hinu nýja húsi, þar sem vinnuað- staða öll var margfglt betri en áður hafði þekkzt í þess- ari iðngrein hér og vel séð fyrir öllum vaxtamöguleik- um. Prentsmiðjuhúsið nýja er í dag tvær hæðir, en ætlun in er að byggja ofan á húsið, og þeggr því er að fullu lok- ið, verður þarna risið eitt af mestu stórhýsum bæjarins. í hinum nýj u húsakynnum hefir prentverkiö dafnað á- gætlega undir markvissri stjórn Sigurðar O. Björnsson ar og sonar haris Geirs S. Björnssonar. Þar starfa nú 15 menn að prentstörfum, auk margra stúlkna við pappírs- skurð og skyld störf. Á neðri hæð hússins er Vélabókfoand- ið h.f. til húsa, en það er fyrir tæki, sem er í nánum tengsl- um við prentsmiðjuna og raun ar mikilsverður liður í starfi hennar. Stjórnar Siguröur O. | Bj örnsson því fyrirtæki einn- iig- Þrír ættliðir. j Oddur Björnsson prent- 'meistari andaðist í Reykjavík 11945 tæpra 80 ára gamaíl, eft , ir langan starfsdag, sem lengi mun verða minnzt. Allmargir læpðu prentiðn hjá honum, og eru þeir nú dreiföir víða um land. Einn nemendi Odds hef ir reynzt giftudrýgstur prent verkinu, en það er Siguröur prentmeistari sonur hans, sem gengt hefir forstjórastörf um við fyrirtækið óslitið frá 1932. Vinsældir prentverksins og álit eru ekki hvaö sízt runn ar frá ágætri verkstjórn hans og yfirsýn. Sigurður O. Björns son er mjög ástsæll af starfs- mönnum sínum og nýtur mik ils trausts og virðingar út í frá. Viö fyrirtæki hans hafa tengzt traustum böndum úr- (Framhald á 7. síðu) Gamall Mýramaður hefir sent eftirfarandi bréf: i „í kosningunum í Mýrasýslu í vor tókst áberandi samdráttur með kommúnistum og lið'sodd- um Sjálfstæðismanna. Var það sviplíkast tilhugalífi óframfær- inna elskenda. Reynt var að fara með þetta í felur, en eigi þurfti glöggskyggna menn til að sjá, að hverju fór. Enda al- mennt vitað og viðurkennt af þeim, sem gjörla þekkja til, að einhver slæðingur komma hafi kosið fulltrúa Sjálfstæðis- manna. Mbl.mönnum er þetta ljóst eins og öðrum, þótt ekki fari hátt. En kunnugir menn vita meira. Hér var stofnað til við- skipta, sem greiðast verða að fullu. Ef ekki í fríðu, þá í enn verðmeiri hlutum. Nú eru þeíta ekki lengur á- giskanir, heldur óþægilegar stað reyndir. Fyrsta afborgunin kom í Mbl. 23. ágúst. Þar skrifaði einn af sterkustu stuðnings- mönnum Péturs Gunnarssonar grein, sem vakið hefir umtal og nokkrar eftirhreytur. Formaður Fjárhagsráðs hefir í Mbl. sjálfu talið þessa ritsmíð langt fyrir neðan virðingu blaðsins að birta. Og mælt er að ritstjóri Mbl. hafi í einrúmi sætt enn þyngri átölum fyrir. Þessi grein hefir verið gerð að umtalsefni í Tímanum og skal það ekki rakið. En það má ekki í gleymsku falla, að grein- in er fyrsta afborgun vegna leynimakks milli Sjálfstæðis- manna og kommúnista í Borgar arnesi fyrir Mýrasýslukosning- una. Greinarböfundi vöknar um augu yfir, að einhverjum kommabróður hefir verið sagt upp atvinnu í Borgarnesi. Enn aumari verður hann yfir, að á- hugasöm kommúnistakona hef ir ekki verið tekin aftur til starfa í Fjárhagsráði. Þessi fræði birtir Mbl. í dul- nefnisgrein. Verður nú lítið úr pllu þess gaspri um óþjóðholl- ustu kommúnista, ef það er liöf uðsök, sem gerir menn ósam- starfshæfa, séu kommar ekki látnir hafa forgangsrétt til starfa. Er dýru verði keypt fylgi þeirra, þegar Mbl. tekur ábyrgð á þessum fræðum. Enda heíir gætnari mönnum flokksins of- bpðið gersamlega. Niðurlag Mbl.greinarinnar er þó enn hjartnæmara. Þar seg- ir, að Sjálfstæðismenn meti drengskap mikils, en í þeim efn um hafi Framsókn lægsta eink- unn af öllum andstæðingunum. Síðan bætir höf. við: „Þótt margt beri á milli í skoð unum SjálfstEeðismanna og andstæðinganna þriggja, þá getur farsæld um framkvæmd stjórnarsamstarfs og stjórnar aðgerða, oltið meira á mann- kostum og drengskap, en blæ- brigðum í pólitískum lit.“ Þarna hafa menn það. Þetta stendur í Mbl. um fulltrúa Rússa. Drengskapui' og mann- kostir! Öðru vísi mér áður brá. Var óeðlilegt, er Magnús Jóns- son sagði um þessa ritsmíð, að það væri langt fyrir neðan vii'ð ingu Mbl. að birta hana. En það sér svo lítið á mó- rauðu. Þyngri spor eru eftir vegna Mýrasýsluk'osningarinn- ar. Þetta er aðeins fyrsta afborg un.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem kommúnistar hafa íátið Sjálfstæðismenn borga riflega fyrir snúð sinn. 1 því sambandi er skemmst a'ð minna á ný- sköpuparstjórnina og verður svo ekki meira rætt um þetta að sinni. Starkaður. :: I II Það er miki'ð atriði, hvers konar filma er notuð. Ef þér notiö KODAK-filmur, hafið þér tryggt, að byrjunin er rétt. Framleiðendur Kodak filmunnar eru fremstir á sviði Ij ósmyndatækninnar. Á Kodak filmur fást fallegustu og skýrustu ljósmyndirnar. « ♦♦ B I Ð J I Ð AVALLT UM KODAK F I LM U It :: ♦♦ H S « « :: 8 p Einkaumboðsmenn fyrir Kodak Ltd.: h XX ♦♦ Yerzlumn Mnns Pciersen :: Bankast.ræti 4, Reykjavík. « áugiýsingasími Títnans 81300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.