Tíminn - 05.09.1951, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.09.1951, Blaðsíða 6
 G. TI3IINN, miðvikudaginn 5. september 1951. 199. blað. Villi fræntli cndurfæðist Leikandi létt ný amerísk gamanmynd í eðlilegum lit- um, — tiridrandi af lífsfjöri og glaðværð. Glenn Ford Tary Moore Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ Scott suðurheim- skautsfari (Scott of the Antarctic) Mikilfengleg ensk stórmynd í eðlilegum litum, sem fjall- ar um síðustu ferð Roberts Falkons Scotts og leiðangur hans til suðurskautsins áriö 1912. Aðalhlutverklð leikur enski afburðaleikarinn John Mills Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ HAFNARFIRÐI Sléttuhúar (The Prairie) Spennandi ný amerísk mynd byggð á samnefndri sögu eftir J. F. Cooper, er komið hefir út í isl. h.yð- ingu. Alan Baxter, Lenore Aubert. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. S' Muuið að greiða blaðgjaldið Bergur Jónsson Málaflu tningsskrif stof a Laugaveg 65. Síml 5833. Heima: Vitasfclg 14. (JntuÁJiúujSoéljjjmaÁ. *tl* á&flaV 0uu/eCa4u7ty Ekki er allt ineð felldu Sýnd kl. 7 og Sh Roy ofí' olíuræn- ingjarnir Sýnd kl. 5. TJARNARBÍÓ Við höfnina (Waterfront at midnigth) Ný amerísk leynilögreglu- mynd, spennandi og nýstár- leg. Aðalhlutverk: William Gargan Mary Beth Huglies Bönnuð börnum Sýnd kl. 5, 7 og 9. Aukamynd: Eitt ár í Kóreu Myndin er tekin á vegum Sameinuðu þjóðanna og sýn ir styrjöldina í Kóreu um 12 mánaða skeið. Myndin er mjög fróðleg og lærdómsrík. GAMLA BIÓ Milli tveggja elda (State ofg the Union) Amerisk stórmynd gerð af Frank Capra eftir Pulitzer- verölaunaleikriti Howards Lindsay og Russels Crouse, höfunda leikritsins „Pabbi'. Aðalhlutverk: Spencer Tracy Katharine Hepburn Van Johnson Angela Lansbury Sýndkl. 9. Litkvikmynd Hal Linkers ÍSLAND Sýnd kl. 7. Ösknhuska Sýnd kl. 5. HAFNARBÍÓ Louis a Mjög skemmtlleg ný amerísk gamanmynd, sem fjallar um þegar amma gamla fór að „slá sér upp“. — Skemmti- legasta gamanmynd sumars ins. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPQLI-BIÓ Utauríkisfrétta- ritarinn (Foreign Correspondent) Mjög spennandi og fræg am erísk mynd um fréttaritara, sem leggur sig í æfintýra- legar hættur. Joel McCrea Laraine Day Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5. 7 oe 9. Auglýsingasími TIMANS er 81 300. ELDURINN gerlr ekkl boð á undan uér. Þeir, sem ern hyggnlr, tryggja strax hjá SamvinnutryggineiHM Erlent yfirlit (Framhald af 5. síðu) standa við þau þjóðnýtingar- loforð, sem hann gaf fyrir sein- ustu kosningar en þau voru mjög takmörkuð. Bendir þetta til, að flokkurinn telji ekki hyggilegt að halda lengra áfram á þjóð- nýtirigarbrautinni. Afstaða íhaldsmanna. Meðal íhaldsmanna ríkir yfir leitt sú trú, að þeir muni vinna næstu kosningar, en hins vegar virðast þeir hugsa með bland- inni ánægju til sigursins. Þeir sjá fram á, að það verði ekki neinn leikur að stjórna með verkalýðssamtökín í andstöðu meðan verið er að framkvæma vígbúnaðaráætlunina. Meðal margra forustumanna flokks- ins er sögð ríkja sú skoðun, að ekkert liggi á að fella stjórnina, heldur sé rétt að lofa henni að glíma við erfiðleikana enn um stund. Churchill vill hins vegar ekki neina bið og hefir látið flokkinn halda uppi harðvítugri stjórnarandstöðu en margir aðrir leiðtogar flokksins hafa álitið rétt. Skoðanakannanir, sem hafa verið gerðar seinustu mánuðina, benda til þess, að fylgi íhalds- manna hafi heldur farið minnk andi. Því veldur ekki sízt, að mönnum finnst sú stefna fá- tækleg og losaraleg, sem íhalds flokkurinn býður upp á. Mörg stuðningsblöð hans játa líka hreinlega, að hann skorti já- kvæða stefnu. Fylgi hans bygg- ist meira á því, að menn séu orðnir óánægðir með stjórnina og kenni henni um erfiðleikana en því, að þeir treysti íhalds- flokknum eða aðhyllist stefnu hans. Menn vilji prófa það að breyta til um stjórn, án þess að hafa þó verulega trú á bata. Talið er víst, að íhaldsmenn muni láta nær allar félagslegar umbætur Verkamannastjórn- arinnar haldast, þótt þeir komi til valda, þg þll, þjóðnýtingarfyr irtæki hénnar ,nema þjóðnýt- ingu stáliðnaðarins. Dregur það nokkuð úr áróðri íhalds- manna, að þeir verða þannig í framkvæmd að viðurkenna mörg þau verk jafnaðarmanna, er þeir hafa einna mest gagn- rýnt. JAW/.V.V/.V.WV.V/.VAV^V.WAV.W.W.V.VV/AW Bernhard Nordh: tona VEIÐIMANNS ■.w.v.w.v.v.v.v.v, 107. DAGUR v.ww.v.wwm Dvöl í U.S.A. (Framhald af 3, síðu) hverskonar leiðbeiningarstarf semi innan vébanda þessara samtaka er miða að aukinni þekfeingu æskunnar á sviði framleiðslunnar. Skemmtanalíf unga fólksins beinist mest að ferðalögum leikjum og íþróttum yfir sum armánuðina, og er körfuknatt leikur einna algengasta skemmtunin, sem bæði ungir og gamlir taka þátt í af mikl um áhuga. Skólatími unga fólksins er langur, byrjar fyrst í septem ber og endar um miðjan júní, og er skólaskylda til 18 ára aldurs. Ég vil enda þetta stutta bréf með því að láta í ljósi ánægju mína yfir dvölinni hér, því hún hefir verið bæði til fróð leiks og skemmtunar. fslendingaþættir (Framhald af 3. síðu.) börnin og ræða við gamla vini og góðkunninga, sem lit- ið hafa inn til þeirra, og rifja upp gamlar minningar frá fyrri dögum. Nú er langri og ástríkri sam búð þeirra hjóna lokið um sinn á þessari jörð. En er ekki ástæða til þess að vona að hinum árrisula og atorku sama' eiginmanni verði veitt tækifæri til þess að hefja nýtt landnám handan landamær- anna — búa í haginn og byggja þeim hjónunum nýtt heimili, þar sem þau endur heimti hamingjuna og gleð- ina er þau nutu forðum í skjóli hinna austfirzku fjalla? Þ. G. V. En henni veittist raunar lítið ráðrúm til að þess að hugsa. Hún varð að taka til mat handa Ólafi og Ingu, og hún vildi líka gefa gætur aö því, sem fram fór. Henni gazt vel að ungu stúlkunni. Það var eitthvaö hreint og traust í fari hennar. - • Ólafur mataðist. Návist' Éllu glatíöi iiann, og hann óttað- ist ekki Ingibjörgu. Hann áræddi nieira að.segja að horfa framan í hana, og kveinkaérisér^ekki við tillit hennar. Hann svaraði ýmsum spurningum-r LÖíf^léið^—jú, þau áttu lariga leið að baki. Ingu veitti ekki af hvíldinni. Inga lagðist fyrir og sofnaði þegar í stað. Ólafur vildi helzt ekki víkja frá henni. .Hánn var öruggastur í návist hennar. Líkbörur Lappa-Köru voru látnar siga í gröfina, og fjórir fílefldir karlmenn þerruðu af sér svitann. Þeir höföu búizt við því, að gamla konan væri ærið þung, en svo höfðu bör- urnar verið fisléttar. Það var harla undarlegt. Lappa-Kara var ekki lengur á börunum. Hún hafði horfið þaðan á með- an þeir tóku gröfina eða hún létti að öðrum kosti á sér. Tveir bændanna gengu á fund prestsins. Nú var kominn tími til þess, að hann læsi yfir kistu Lappa-Köru. Prestur- inn sagði, að það gerði hann næsta morgun að lokinni guð- þjónustu. Mennirnir þögðu. Þeir þorðu ekki að andmæla ákvörðun prestsins í slíku máli. Það gat líka verið háska- legt að tala við prestinn um galdra. En gerði hann sér grein fyrir því, hvað af því gat hlotizt, ef Lappa-Kara lék lausum hala heila nótt? Um þetta hugsuöu margir þetta kvöld. Það var ekki glaumur og gleði umhverfis eldana. Það var ekki vitlegt að drekka brennivín, þegar galdrakind lék lausum hala. En eldarnir loguðu glatt, því að á þá var óspart bætt. Golan var undarlega köld, svo að ekki veitti af ylnum frá eldun- um. Og það rökkvaði meira þessa nótt en menn mundu dæmi um í júnílok. Allir voru áhyggjufullir. Fólk kveið vetrinum, þegar skammdegið ríkti og draugarnir fóru ferða sinna um landið. Og dæi einhver, yrðu hinir, sem eftir lifðu, ekki ofsælir af því að flytja líkið til kapellunnar„ án prests og klukknahringinga sér til fulltingis. Það yrði ekki fyrir aðra en harðgeðja karlmenn, og helzt þá, sem eitthvað kunnu fyrir sér, að vera í slíkri svaðilför, og það þótt þeir hefðu bæði biblíu og sálmabók í barminum. Kvíði fólksins jókst sífellt, og skömmu fyrir miðnætti tóku hópar frum- býlinga skyndilega saman föggur sínar og héldu brott. XXXII. Árni kom til Lappakapellunnar- um-mriðja messuna morg- uninn eftir. Hann studdist. þjáj§S9fitíegá við gildan staf, og í fylgd með honum voru Tómas og Mimma. Augu hans glóöu af sótthita, og annar haridleggurriiá :hékk..í fatla. Kapelludyrnar voru opnar. Tómas og Mimma gengu inn, en Árni nam staöar í dyrunum. Presturinn var í stólnum, og það hefði truflað hann, ef Árni hefði haltraö við staf sinn um gólfið. Hann tók af sér húfuna og renndi augunum yfir messufólkið. Hann var áð svipast um eftir Grenivíkur- fólkinu. Skyndilega fór óvæntur þys um kapelluna. Allir litu við og horfðu til dyra. Presturinn þagnaði i miðri ræðunni og bentj Árna að ganga inn gólfið og taka sér sæti. | Árni gerði það. Hann rak stafinn hart í gólfið — hjá því varð ekki komizt. Hann renndi sóttheitum augunum yfir I , bekkina karlmannamegin, og loks settist hann við hlið föður síns og stundi við. Það var erfitt að beygja annan fótinn. ! Presturinn hélt áfram ræðunni, en Ólafur heyrði varla orð hans. Hann titraði af geðshræringu. Árni var lifandi! Afturgöngur gátu ekki komið inn í guðshús. Björninn, sem Lappa-Kara magnaði, hafði ekki unnið á honum. Hann spennti greipar, og skinnið hvítnaði á hnúum hans. Hann langaði til þess að lofa guð, en fann ekki orð, sem við ættu. Árni var lifandi. Nú hvíldi ekki lengur bölvun yfir akur- landinu. Og nú var ekki lengur hætta á því, að afturgöngur eltu hann, þegar hann var einn á ferð og Inga hvergi ná- lægt. Guðsþjónustunni lauk. Jónas Pétursson hjálpaði Árna að rísa á fætur, og aftur glumdi stafurinn við gólfið. Söfnuð- urinn starði allur á Árna. Það var eins og menn hefðu ekki enn vanið sig við þá tilhugsun, aö hann væri í tölu lifenda. Alfreð Hinriksson beiö við kirkjudyrriar. — Þú ert lifandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.