Tíminn - 20.09.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.09.1951, Blaðsíða 4
TÍíYHNN, fimmtudagimi 20. septemtier 1951. 212, blað. Bankamál landbúnaðarins Grein sú, sem hér fer á eftir, er rituð með hliðsjón af því, að nýlega hefir ver- ið skipuð nefnd til að endur skoða bankalöggjöfina og gera tillögur um breytingar á henni. Höfundurinn telur rétt, að í því sambandi verði fjármagnsþörf landbúnað- arins tekin til sérstakrar at- hugunar og úrlausnar. í fyrri hluta greinarinnar, er birtist í blaðinu í dag, cr rætt um f jármagnsþörf landbúnaðarins, en í seinni hlutanum, er birtist á morg un, er bent á leiðir til úr bóta. Það er kunnara en frá þurfi að segja hversu landbún- aðuririn á íslandi hefir verið afskiptur um styrk til starf- semi sinnar í peningamálum landsins, þar sem segja má að rekstrarfé til landbúnaðar ins hafi til skamms tíma ver- ið óþekkt fyrirbrigði í banka- málum landsins. Bændurnir hafa sjálfir orðið að safna sér rekstursfjár í samvinnu- félögum, og samvinnufélög- in orðið að vera rekstursfjár- lánendur bændanna, og er þá ekki rétt að draga það undan, að samvinnufélögin hafa feng ið rekstursfe hjá bönkum landsins. Þetta er óþarft og of þunglamalegt skipulag, og þó sérstaklega of einhæft til framkvæmda, þar sem land- búnaðurinn er allra atvinnu- vega fjölþættastur og þarf þessvegna fjölþættari pen- ingamálakerti við að styðj- ast en aðrar atvinnugreinar. Nokkur þróun hefir komizt á stað í þessu efni með stofn- un Búnaðarbankans og eru einkum sumar deildir hans, eins og Byggingarsjóður og Ræktunarsjóður, mikið og gott spor í rétta átt. Áðúr en lengra er haldið, er rétt að benda á hina sérstæðu aðstöðu landbúnaðarins á ís- landi, þótt í þesiíu máli sé ekki hægt að gera það til neinnar hlítar. Landbúnaður á íslandi hlýtur ætíð að vera miklum og sérstæðum örðug- leikúm háður og er þó spurs- mál, hvort sumt af þessum örðugleikum er eigi hægt að gera að eins konar verðmæt- um með bættu vinnulagi, eins og það að hafa upp úr vor- kuldum kjarnmeiri gróður, er síðan yki verðmæti framleiðsl unnar með meiri gæðum. En um þetta þarf ekki fyrst og fremst að ræða. Áföllin í tíðar farinu verka um langan ald- ur óhagrænt á landbúnaðar- framleiðsluna, og hið mesta mál landbúnaðarins er að sigr ast á því tjóni, sem af þessu verður, sem er hvoru tveggja beint og óbeint. Hið beina tjón verður erfitt að láta eigi yfir sig ganga, en hið óbeina tjón má algerlega útiloka með vinnulagi og skipulagi fram- leiðslunnar og ekkert hjálp- ar jafnvel til þess, að svo megi verða, eins og heppileg lána- starfsemi. Eðli landbúnaðarins er af- markaður afrakstur. Ákveðin mörk liggja því fyrir fram- leiðslumagninu, hvort heldur er um jaröargróða eða húsdýraafurðir að ræða, og yfir þessi mörk verður ekki farið, nema á löngum tíma eftir vísindalegar rannsókn- ir og kynbætur. bæði jurta og dýra, eða þá jarðeðlisbætur í gegnum sams konar rann- lifíir Bencdikt Gíslason frá Hofíeis'5 sóknir og tilraunir. En þetta er eitt af allra tíma spursmál um í landbúnaði, en má heita lítið þekkt atriði í búskap ís- lendinga. Af þessum sökum verður alltaf afmarkaður af- rakstur af búskap á íslandi. en hann á að geta orðiö jafn frá ári til árs bæði aö magni og gæöum, þrátt fyrir misærið. Eitt höfuðskilyrði til þess, að svo megi verða er heppjlegt lánakerfi, er meðal annars þarf að nota til þess að mynda það þanþol í fram leiðsluháttunum, sem nauð- synlegt er til þess, að misær- iö, eða hið verra árferði, komi ekki niður á betra árferðinu með framleiðslurýrnun, eða stöðvun, eins og við hefir vilj að brenna í íslenzkum bú- skap. Hið verra árferði má ekki valda meira tjóni en auknum kostnaði, sem hið betra ár^- ferði vinnur þá upp, ef fram leiðslugrundvöllurinn er ó- raskaður. Þróunarbrautin í íslenzkum landbúnaði bygg- ist fyrst og fremst á því. að sveitafólkið hafi atvinnu, og eftir því, sem framleiðslu- störfin léttast af auknum véla kosti, verður meira hægt að ynna af höndum af öðrum störfum. Þess störf eru fyrst og fremst ræktun og bygging ar, og þessi ræktun og bygging ar á að valda nýjum heimila- stofnunum, og svo koll af kolli, unz búið er aö nýta rækt unarmöguleika landsins út í æsar. Þetta verður ekki gert nema með lánakerfi, sem sniðið er viö allgr aðstæður, því að ósanngjarnt er að ætl- ast til þess að afrakstur bú- anna geti staðið undir heim- ilafjölgun, minnsta kosti eins ört, eins og þarf að vera, ef sveitafólkið á ekki áð leita í burtu til annars bjargræðis. Ræktun og byggingar er hvort tveggja dýrt, ef vel er unnið, en er líka verðmæti, sem siður en flest onnur verð mæti ganga úr sér, og er af þeim sökum bæði rétt og skylt að styðjast við langtíma lán, og er þetta viðurkennt af öll um, sem um þetta mál hugsa. Með tilliti til sinnar fram- leiöslu hefir landbúnaðurinn enn sérstöðu. Framleiðsla llans er fyrst og fremst til þess að- halda lífinu í fólkinu, sem hann stundar og það beinist frá jörð til borðs, og þannig hafa íslendingar lengst rekið sinn landbúnað og því betur sem hann gerir þetta, er framleiðslan hag- felldari, því viðskipti á þess- ari framleiðslu valda ætíð milliliðakostnaði. Samt getur enginn landbún aður komizt hjá því að gefa viðskiptalegar vörur, og það bæði til neyzlu og iðnaðar, en þessar viðskiptalegu vörur lenda mest í innanlandsnotk un og eru með því háðar frem ur lágu verði, þar sem það getur ekki talizt þjóðhags- lega hagfellt að verðleggja þær hátt og hitt þjóð- hagslega hagfelldara að búa þannig um fram- leiðsluaöstöðuna, ^ að ekki þurfi að verðleggja landbúnað arneyzluvörur hátt. Ef um er- lendan markað er að ræða, ræður hann verðlaginu en hann getur veriö það óhag- felldur af mörgum sökum, að beina styrki þurfi í fram- leiðsluaðstöðuna, eða sérstaka verðlagningu á innanlands- notkuninni sem er nokkuð það sama, og ísland liggur það fjarri mörkuðum að alltaf verður dýr umsetning á fram leiðslunni. Að vísu er það svo að erlendir markaðir eiga að ráða, og ráða, verðgildinu í hagkerfinu, bæöU vöruverð- inu og höfuðstólsverði, og verð ur enginn þjóðarbúskapur rekinn af viti, nema svo sé, svo hér sækir til jafnaðar á kostnaði og vöruverði í fram- leiðslunni, ef útlendu mark- aöirnir ráða verðgildinu í landinu. En hér má heldur ekki gleyma því að landbún- aðurinn á íslandi á stóra bróð ur í leiknum, og við, sem er- um bændur, finnst hann vera mesti drösull í leiknum bæði hvað snertir vitið í kollinum og hreyfingarnar á leikvang- inum. Og þessi stóri bróðir hef ir gerzt svo aðgangsfrekur, að fyrir hann hefir eins og allt þjóðfélagið verið rekið, en all ar hans kúnstir og firrur hafa verið taldar eins konar andi þjóðfélagsins. Þetta er hin sérstaklegasta aðstaða land- búnaðarins á íslandi af öllu sérstaklegu, sem hann ein- kennist af. Og afleiðingarrík- ari fyrir hann en allt annað. Af þessum sökum hefir land búnaðurinn lent í lægri, og of lágum flokk þjóðhagsfræöinn ar, en rétt er að mæta þegar vel er skoðað, og eitt er víst: Það liggja aldrei í sporum hans kúnstir og firrur, sem allt í einu negla alla þjóðhags íræði, og það jafnvel svo að efnahagskerfi þjóðarinnar liggur við gliðnun. Og þegar þess er gætt, að í landbúnaö inum liggur hinn mesti auð- ur þjóðarþroskans og þjóðern isverndarinnar, þá getur ekki verið um meira mál að ræða í íslenzkum stjórnmálum, né efnahagsmálum, en búa hon um brautina til þróunar. Og séö burt frá öllum að- stæðum er það þessi andi og þýðing landbúnaðarins, sem leggur þjóðinni á heröar skyld ur til þess að búa út hinar sér stöku aðstæður, sem hann þarf í sína þróunarbraut. Hér eru aö vísu mörg atriði á ferð inni, sem öll þurfa að vera samverkandi. eins og mennta kerfi bændanna, sem þarf að vera alveg sérstætt fyrir þá, og viðskiptakerfið, sem einnig þarf að vera sérstakt á land- búnaðarvörum, ásamt með miklum og ströngum kröfum um gæði framleiðslunnar. En hér blasir það þó við, að það er lánakerfið, sem er und irstaða þess, að þjóðin leggi á slíka menntabraut, og geti komið upp hagfelldu við- skiptakerfi. (Framhald) TENGILL H.F. HeiSI via Kleppsveg Sfml SÖ694 annast hverskonar raílagn- Ir og viðgerðir svo sem: Verít smiðjulagnlr, húsalagnlr, skipalagnlr ásamt viðgerðum og uppsetnlngu á mótorum, röntgentækjum o* heimills- félum. Nýlega barst okkur í baðstof- ' unni bréf frá Vífilsstöðum, frá sjúklingi, sem þar liggur. Eins ! og gefur að skilja, er mikið rætt j um óskalagaþátt sjúklinga, sem ‘ Björn R. Einarsson flytur á1 mánudögum, og um þær radd- ir, sem fram hafa komið í blöð- unum aö undanförnu um þátt- inn. í bréfinu segir m.a.: „Mikið er rætt um óskalaga- þáttinn meðal sjúklinga hér. A1 j menn ánægja viröist vera með hann svo langt sem hann nær, en okkur kemur öllum saman um, að hann þurfi að vera oft ar, helzt tvisvar til þrisvar í viku. Okkur fannst ágæt sú hug mynd, sem kom fram í baðstofu hj alí Tímans fyrir nokkru síð- an. Tillagan var þannig að láta þáttinn hefjast strax að lokn- um fréttum og tilkynningum i hádegisútvarpinu eða um 12,45, því þau lög, sem leikin eru frá þeim tíma og þar til hádegis- útvarpinu lýkur, eru ekki neitt sérstaklega skemmtileg, -og að minnsta kosti tekur óskalaga- þátturinn þeim mikið fram. Með því að láta þáttinn hefj ast á þeim tíma, gæti útvarpið, sér að mestu að kostnaðar- lausu, haft þáttinn oftar, því þá þarf ekki sérstaka útsend- ingu fyrir hann, en aðeins greiða Birni fyrir þáttinn. Þetta ættu forráðamenn útvarpsins að athuga og hafa þáttinn með þessu fyrirkomulagi tvisvar til þrisvar í viku, og ekki skaðaði það, þótt hann væri oftar. Þegar sjúklingarnir bera fram óskir um lag eða lög líður alltof langur tími, þar til óskalagið kemur í þættinum. Sýnir það vel hve mikið af óskum berst þættinum, því eftir því sem Björn segir, tekur hann óskirn- ar í þeirri röð, sem þær berast. Þátturinn á því rétt á því að vera oftár til að fullnægja þeim óskum, sem berast, að minnsta kosti eins og hægt er. Vegna þeirra skrifa í einu blaðinu, að það sé óviðfelldið að Björn rauli með einstaka lögum, höf- um við rætt það mál okkar á milli, og niðurstaðan var sú, að allir voru á einu máli, að það væri sízt til lýta, og að Björn ætti einmitt að gera meira af slíku, því hann hefir skemmti- lega og viðfelldna söngrödd.“ Þetta segir sjúklingur í bréfi sínu. Eftir óskalagaþáttinn s. 1. mánudag hitti ég Björn, er hann var að koma úr útvarpinu, og spurði ég hann þá um þáttinn, og hvort hann gæti komið öll- um þeim óskum á framfæri, sem berast. Björn var með skjala- tösku allstóra undir hendinni, og hann sýndi mér í hana. 1 töskunni voru bréf svo skipti mörgum tugum og í þeim öll- um voru óskir um lög, og þessi bréf bárust öll á einni viku. „Það, sem mér finnst leiðinleg- ast“, sagði Björn „er að geta ekki svarað strax þeim bréf- um„ sem þættinum berast. En eins og fyrirkomulagið er nú, að þátturinn er aðeins einu sinni í viku, líður því miður oft mánuður og stundum jafnvel meir, að ég geti tekið bréfin fyr ir. Mér þykir þetta mjög leið- inlegt, og eins og nokkurs kon- ar svik við þá sjúklinga, sem senda mér bréf. En því miður get ég ekki gert við því, og ósk- irnar eru teknar í þeirri röð, er þær berast“. Þetta sagði Björn, og vonandi er að forráðamenn útvarpsins finni hvöt hjá sér til að hafa þáttinn oftar, því það mega þeir vita, að hér er um að ræða eitt vinsælasta dagskrárefnið, sem útvarpið flytur. Starkaður. VVVnV/AVVAV.V.V.V.V.W.V.V.V.VV.V.V.V.VAV.V.V l Rafmagnstakmörkun ■: STRAUMLAUST VERÐUR KL. 11—12. jj *■ Miðvifcudag 19. sept. 5. hluti: •I Vesturbærinn frá Aðalstræti, Tjarnargötu og \ Bjarkargötu. Melarnir, Grímsstaðaholtið með ;■ ■I flugvallarsvæðinu. Vesturhöfnin meö Örfirisey, ’l Kaplaskjól og Seltjarnarnes fram eftir. I; ;■ Fimmtudag 20. sept. 1. hluti: I; Hafnarfjörður og nágrenni, Reykjanes. ;I :■ ■: ■; Föstudag 21. sept. 2. hluti: ,■ ■; Nágrenni Reykjavikur, umhverfi Elliðaánna,; ;: ;í vestur að markalínu frá Flugskálavegi við Við- ;• eyjarsund, vestur að Hlíðarfæti og þaðan til í; ;■ sjávar við Nauthólsvík í Fosvogi. Laugarnesið £ aö Sundlaugavegi. Árnes- og Rangárvallasýslur. ■; £ ■: ■; Mánudag 24. sept. 2. hluti: J. ;i Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi Elliðaánna, vest ;: £ ur að markalínu frá Flugskálavegi við Vfðeyjar- £ :■ sund, vestur að Hlíðarfæti og þaðan til sjávar ;• !; við Nauthólsvík í Fossvogi. Laugarnesið að Sund I; í; laugarvegi, Árnes- og Rangárvallasýslur. ;í Þriðjudag 25. sept. 3. hluti: £ ■: Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarárholtið, Túnin, \ £ Teigarnir, og svæðið þar norðaustur af. ;• í; Miðvikudag 26. sept. 4. hluti: í; S; Austurbærinn og miðbærinn milli Snarrabraut- í; ar og Aðalstrætis, Tjarnargötu, Bjarkargötu að í; % vestan og Hringbraut að sunnan. ;; Straumurinn verður rofinn skv. þessu þegar og að svo miklu leytj, sem þörf krefur. SOGSVIRKJUNIN VAV.'.V.'.VAV.V.'.V.V/.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV.V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.