Tíminn - 20.09.1951, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.09.1951, Blaðsíða 2
X 2. TIMINN, fimmtudaginn 20. september 1951. .A'sfv' ,f »fi 212. blaff. jrá kafi til heiía Utvarpib Útvarpiff í kvöld: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20,30 Einsöngur: Else Brems syngur (plötur). 20,45 Dagskrá Kvenréttindafélags íslands. — Upplestur: „Félagar", smásaga eftir Victoríu Benediktsson (frú Estrid Brekkan). 21,10 Tónleik- ár (plötur). 21,15 Frá útlöndum (Benedikt Gröndal ritstjóri). 21,30 Sinfónískir tónleikar (plöt ur). 22,00 Fréttir og veðurfregn ir. 22,10 Framhald sinfónísku tónleikanna. 22,35 Dagskrárlok. Útvarpiff á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20,30 Útvarpssagan: „Upp við Fossa“ eftir Þorgils gjallanda; XII. (Helgi Hjörvar). «21,00 Tón leikar (plötur). 21,35 Erindi: NÓrðlenzk höfuðból — Möðru- vellir í Hörgárdal (Brynleifur Tobíasson yfirkennari). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Vinsæl lög (plötur). 22,30 Dag- skrárlok. Hvar erti skipin? Sambandsskip: Ms. Hvassafell losar kol á Vest fjörðum. Ms. Arnarfell lestar saltfisk á Þingeyri. Ms. Jökulfell er í Guayaquil. Ríkisskip: 'Hekla er á Austfjörðum á norð ufléið. Esja er í Reykjavík. Herðu breið var á Hornafirði í gær á suðurleið. Skjaldbreið er í Reykjavík. Þyrill var í Hvalfirði í gær. Ármann var í Vestmanna eyjum í gær. Eimskip: Brúarfoss kom til Reykjavík- ur 18. 9. frá Antverpen. Detti- foss fór frá Reykjavík 17. 9. til Hull, London, Boulogne, Ant- verpen, Hamborgar og Rstter- dam. Goðafoss fór frá Gauta- borg 18. 9. til Reykjavíkur. Gull foss fór frá Leith 18. 9. til Kaup mánnahafnar. Lagarfoss er í New York, fer þaðan væntan- lega 26. 9. til Reykjavíkur. Reykjafoss kom til Sete í Suður Frakklandi 15. 9., fer þaðan væntanlega 20. 9. til Hollands. Selfoss er í Reykjavík. Trölla- foss kom til Reykjavíkur 18. 9. frá Halifax. Úr ýmsum áttum Andlálsfregn. Fyrir nokkru, 29. ágúst, lézt í Ethridge í Montana-fylki í Bandaríkjunum íslendingurinn Gunnar Hjartarson, sextíu ára að aldri. Dó hann mjög snögg lega af hjartaslagi. Gunnar var fæddur á Langanesströnd. Hann fór til Kanada og þaðan til Bandaríkjanna 1911, og kvænt ist 1916 Rósu Gunnlaugsson frá Wynyard í Saskatchewan. Lifir hún mann sinn, ásamt þremur sonum, Garðari, Hirti og Stein- þóri. Gunnar á tvær systur og tvo bræður á lífi hér á landi. — Gunnar var vel metinn maður og forustumaður í sínu byggðar lagi. Esperantistafélagiff Auroro heldur fund í Aðal- stræti'12 í kvöld, og hefst hann klukkan níu. Gestir velkomnir. T.B.K. tilkynnir. Skákmót hefst fimmtudaginn 27. september. Þátttökulistar liggja frammi á æfingum klúbbsins. Æfing fimmtudaginn 20. september. Flugferðir Flugfélag íslands. í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Vest- mannaeyja, Ólafsfjarðar, Reyð arfjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Blönduóss, Sauðárkróks og Siglufjarðar. Á morgun eru ráð gerðar flugferðir til Akureyrar (2 ferðir), Vestmannaeyja, Kirkjubæjarklausturs, Fagur- hólsmýrar, Hornafjarðar og Siglufjarðar. Loftleiffir. í.dag er ráðgert að fljúga til ísafjarðar og Akureyrar. Á morg un -er ráðgert að fljúga til ísa- fjarðar, Akureyrar, Sigiufjarð- ar, Sauðárkróks, Hólmavíkur, Hellissands, Patreksfjarðar, Bíidudals, Þingeyrar og Flateyr ar. Árnað heilla Hjónaband. Síðastliðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband ung- frú Valborg Westerlund, Hafnar firði, og Hjörleifur Zófoniasson, kennari. Heimili þeirra er á Holtsgötu 18, Hafnarfirði. — Séra Jakob Jónsson gaf brúð- hjónin saman. Leitað að hestl (Framhald af 1. siðu.) inn, en hann var svo stygg- ur, að þeir náðu honum ekki og komust ekki í námunda við hann. Sneru þeir aftur við svo búið. Tilboð Gunnars á Tjörnum. Þegar hér var komið, bauðst Gunnar Jónsson, bóndi á Tjörnum, fremsta bæ, til þess að fara suður í Jökuldal til þess að sækja hestinn, ef hann fengi þrjá hesta til far- arinnar. En þar sem göngur voru byrjaðar, tókst ekki að útvega honum hesta, sem treyst væri í slíka för. Þrír Akureyringar ráðast í förina. Dýraverndunarfélagið á Ak ureyri hafði nú ráð uppi um það, að senda leiðangur á tveimur jeppum suður í Jökul dal til þess að fanga hestinn og skjóta hann, en áður en það kæmi til framkvæmda, tókst því að fá Stefán^ Stein- þórsson á Akureyri til þess að fara suður að Tungnafells- jökli og sækja hestinn lifandi. Er Stefán þrautreyndur ferða maður og er póstur á vetrum milli Akureyrar og Breiðu- mýrar. Til farar með honum réðst Albert Sigurðsson raf- virki ,og fóru þeir í gær á sjö hestum fram að Tjörnum. — Þriðji Akureyringurinn, Páll Jónsson, ætlaði þangað á jeppa á eftir þeim, og í morg- un hugðust þeir að leggja á hálendið, og var förinni heit ið í Laugafell í kvöld, en á morgun búast þeir við að ná í Jökuldal. Ætla þeir að reyna að handsama Rauð í hópi hesta sinna, enda er hann taminn reiðhestur, og járna hann þar innra, en niður í Eyjafjörð koma þeir aftur að forfallalausu á sunnudags- kvöld. Þorsteinn Þorsteinsson, for maður Ferðafélags Akureyr- ar, sem öllum mönnum er kunnari öræfunum, sat á fundi með leiðangursmönn- um og forgöngumönnunum úr Dýraverndunarfélaginu, áður en lagt var af stað i Forseti íslands á ferðalagi norð- an lands Forseti íslands herra Sveinn Björnsson lagði í gærmorgun af stað norður í land. Gisti hann á Hólum í Hjaltadal í nótt, en fer síðan til Akur- eyrar, að Kristnesi, á Sval- barðsströnd og í Svarfaðardal. Forsetinn mun koma aftur til Reykjavíkur 25. þ. m. (Frá forsætisráðuneytinu). Atvinna ( ♦♦ Klæðskerasveinn óskast strax. Einnig stúlka til að if sauma karlmannabuxur í 1. flokk. Upplýsingar í síma 81 840. p ♦♦ SAUMASTOFA GEFJUNAR, |j ♦♦ ♦♦ Kirkjustræti, Reykjavík. « Þurrkur í Eyjafirði í Eyjafirði hefir verið þurr viðri í þrjá daga og stundum allgóður þurrkur, þótt dag sé tekið að stytta og sólargangur orðinn skammur. Hins vegar hefir verið liðfátt "5: bæjum vegna gangnanna, svo að þurrkurinn hefir ekki notazt til fulls vegna þess. Þó hefir mikið náðst upp af heyjum. Hvar er Gráni i úr Bárðardal? Það er ekkert einsdeemi, að hestar fari fram á öræfi og beri þar stundum beinin og mun ekki alltaf fást vitneskja um afdrif þeirra. Fyrr í sumar er t. d. talið, að grár hestur hafi strokið fram á öræfi og lagt upp úr Fnjóska dal. Hesturinn er frá Hvarfi í Bárðardal, en keyptur sunn an úr Árnessýslu. í sumar strauk hann og sást síðast fara fram úr Fnjóskadal. Er hann því að öllum líkindum að flækjast einhvers staðar á öræfunum eða er kannske kominn langleiðina suður yf ir fjöll. Líklega er ekki svo vel, að hann hafi fundið Rauð og sé hjá honum í Jökuldal. þessa för, og lagði með þeim á ráðin. Hreppa Rauff sjálfan í björgunarlaun. Það er von allra, að þessi leiðangur gangi vel, og hefir ungfrú Edda Skagfield heit- ið þeim Stefáni Rauð, ef þeim tekst að bjarga honum til byggða, svo fremi sem þetta reynist hennar hestur. VV.V.V.V.V/.W.V.'.V.V.V.V.V.V.V.'.V.VAVVV.VAV.V í í VANDLATAR húsmæður biðja um hið I; ;■ bragðgóða og Ijúffenga í* j FLÚRUSMJÖRLÍKI j Ji J« :■ £ambahc(i til. áawvúimufelaefa *: W.VAV.V.'.V^AVAWAVAW.V.W.V.V.V.VAAWWV W.V.W.V.V.Y.V.V.V.V.WW^VA'ASV.V.V.V.V.V.V.V \ Frá Húsmæðraskólanum \ Blönduósi í; :■ ■. Tveggja mánaða námskeið verða haldin i Húsmæðra •: skólanum Blönduósi. Kennslugreinar: Saumar, vefnað ■: ur og hússtjórn. Fyrstu námskeiðin hefjast 1. október. £ ;• Umsóknir skulu sendar fyrir 25. þ. m. til skólastjóra £ I; sem gefur allar nánari upplýsingar. ;• ■: Skólastjóri !; .-.V í AV.V.V, W.V.V.VrV.V.V.*.V.V.V.V.W.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V I Í.R.-HLUTAVELTA X S 'í .; félagsins verður í Í.R.-húsinu sunnudaginn 23. septem- ■; í; ber. Munum verður veitt móttaka í Í.R.-húsinu allan í; ;í daginn til helgar.-Kaupmenn og velunnarar fé- ;■ ;I lagsins, hringið í síma 81 244, ef þér viljið láta sækja ■; til yðar það, sem þér getið látið af hendi rakna til fé^- ■; í; lagsins. — I; í; Í.R,-ingar. Hjálpið til við hlutaveltuna og mætið í í; í Í.R.-húsinu á föstud. kl. 8,30 og eftir hádegi á laugard. í ;í - Stjórn f.R. ;í VJVAW\W,W.W.V.V.V.V.V.V.’.V.VAVA\VVV.VíÁ W.V.’.V.V.VAV.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V.Vr’.V.V.V.V.’.VJ í Sölubörn óskast til að selja merki Heilsuhælissjóðs NLFÍ í dag. Góð sölulaun. Afgreiðsla í skrifstofu Náttúrulækninga- félagsins, Laugavegi 22. — (Gengið inn frá Klappar- stíg). w'.Vi TILKYNNING Nr. 37/1951. Fjárhagsráð hefir ákveðið eftirfarandi hámarks- verð á brauðum í smásölu: Ánsölusk.: Með sölusk. : Rúgbrauð, óseydd, 1500 gr. .. kr. 4.07 kr. 4,20 Normalbrauð, 1200 gr. — 4.07 — 4.20 Séu nefnd brauð bökuð með annarri þyngd en af of- an greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofan- greint verð. Á þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starfandi, má bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarks- verðið. — Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið vera kr. 0,20 hærra en að framan .greinir. Reykjavík, 19. september 1951, VERÐLAGSSKRIFSTOFAN. í I !■■■■■■■■ Útför RICHARDS KRISTMUNDSSONAR, læknis, Kristnesi, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. september kl. 1,30 e. h. Blóm og kransar afbeðiff, en þeim, er vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á S.Í.B.S. Athöfninni verður útvarpaff. Elísabet Jónsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.