Tíminn - 20.09.1951, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.09.1951, Blaðsíða 7
212. blað. TÍMINN, fimmtudaginn 20. septembcr 1951. 7. Handíða- og myndlista- skólinn vex ár frá ári Nemendur ern á sjötta hundrað. Ýmsar nýjar keiinslugremar á komandi vetrl Lúðvík Guðmundsson, skólastjóri Handíða- og myndlista- skólans, ræddi við fréttamenn í gær og skýrði þeim frá starfi skólans á komandi vetri. Handíðaskólinn var stofnaöur haustið 1939 og er því búinn að starfa í 12 ár. Aðsókn að honum hefir farið sívaxandi og síðustu tvö árin hafa nem- endur verið á sjötta hundrað, og sl. vetur kenndu yfir 20 sérkennarar við skólann. Óvíst, hvað verður um innflutning snjóbíla Enn-er óákveðið.'hvað keypt kann að verða af snjóbílum hingað til lands, en fyrir fjárhagsráði munu Iiggja umsókn- ir um snjóbíla frá Norðurleið, Kaupfélagi Héraðsbúa og Kaupfélagi Þingeyinga, auk nokkurra einstaklinga. Skólinn starfar í þremur deildum: 1) Teiknikennara- deild. sem veitir sérmenntun teiknikennara. 2) Myndlista- deild veitir undirbúnings- menntun í listiðnaði og mynd listum: teiknun, listmálun, myndamótun, svartlist, og listasögu. 3) Síðdegis- og kvöldnámskeið í rúmlega tutt ugu námsgreinum, m. a. teikn un, listmálun, svartlist, tækni teiknun, bókbandi, útskurði, leðurvinnu o. s. frv. Myndlistdeildin og teikni- kennaradeildin starfar 5—6 stundir á dag. Aðalkennarar deildarinnar eru: frú Tove Ólafsson myndhöggvari kenn ir myndmótun, Sigurður Sig- urðsson listmálari teiknun, Valtýr Pétursson listmálari kennir listmálun, Björn Th. Björnsson listfræðingur kenn ir listasögu. — Myndlistadeild in hefir nú starfað i 10 ár og er hún einasti fastur dagskóli í myndlistum, sem starfar hér á landi. Margir kunnir er- lendir listaháskólar hafa þeg ar fyrir löngu viðurkennt starfsemi myndlistadeildarinn ar. Allmargir nemendur deild arinnar hafa farið til fram- haldsnáms í erlendum sérskól um í listiðnað'i og myndlistum og getið sér þar hið bezta orð fyrir kunnáttu sína og hæfi- leika. — Valtýr Pétursson list- málari, sem nú hefir verið ráð inn að skólanum sem kennari i listmálun, hefir alllengi að undanförnu dvalið erlendis við framhaldsnám og vinnu í list sinni. Var hann í tvö ár nemandi eins af fremstu list málurum Ameríku. Hálft ann að ár var hann í París. Síðar einnig á Ítalíu og víðar. Er- lendis og hér heima hefir hann vakið athygli á sér sem hæfileikamikill listamaður. — Auk kennslu sinnar í mynd- listadeild skólans kennir hann listmálun á kvöldnámskeiði, sem byrjar upp úr næstu mán aðamótum, Námskeið þetta' er fyrst og fremst ætlað ung um listmálurum og öðrum, sem nokkuð hafa stundað list málun og teiknun. Kennsla verður hagað með líkum hættj og tíðkast í hinum kunnustu og beztu málaraskólum á meg inlandinu. Til kennslu í öðrum sér- greinum kennara- og mynd- listadeildarinnar hefir skól- inn tryggt sér hina ágætustu kennslukrafta. Kvöldnámskeiðin. Á síðdegis- og kvöldnám- skeiðum skólans, sem flest eru ætluð fclki, sem hefir annað starf aö deginum til, verða nú kenndar rúmlega tuttugu námsgreinar, m. a. teik’nun, listmálun, svartlist, tækni- teiknun fyrir iðnaöarmenn, drifsmíði fyrir silfur og gull- smiði, bókband fyrir almenn ing og bókbindara, útskurður, listföndur. Sérstakir náms- flokkar verða fyrir börn í teiknun, fö'ndri og útskurði. í vetur verður kennd leður- vinna, hanzkagerð og vefnað ur. Á undanförnum árum hefir orðið vart vaxandi áhuga al- mennings á myndlistum og hefir skólinn flest árin haldið uppi listfræðslu fyrir almenn- ing. Nú er í ráði að koma fast ara skipulagi á fræðslu þessa og stofna sérstakan náms- flokk í listasögu. Fyrirhugað er að kennsla fari fram eitt kvöld í viku. Kennt verður í fyrirlestrum og með skugga- myndum. í fræðslunni verður stuðzt við listasögu. sem út kemur á íslenzku nú á næst- unni. Kennari verður Björn Th. Björnsson listfræðingur. Nýjar kennslugreinar. Vefnaður hefir ekki áður verið kenndur í skólanum. Kennari í vefnaði er ráðinn þýzkur vefnaðarkennari, Fr. Falkner. í stað vefstóla verða notaðir vefjarrammar af nýrri þýzkrj gerö. Er nú unniö að smíði þeirra hér. — Unnur Briem kennari mun kenna nýja grein listföndur. Má vera að nokkur dráttur verði á því að kennsla í listföndri getj byrj að, þar eð tafsamara hef ir reynzt að fá erlendis frá sumt af efni því og tækjum, sem til kennslunnar þarf. Meðal annarra nýrra kennslugreina mættj nefna auglýsingaskrift og bókletrun (blockchrift; t. d. við letrun ávarpa á pergament o. þ. h.). Eins og s. I. vetur er í ráði að efna einnig nú til nám- skeiða í listbókbandi fyrir bók bindara og aðra, sem langt eru komnir í bókbandi. Listbók- bindarinn Siegfried Búge, kennir. Af öðrum kennurum skól- ans má nefna frú Ester Ás- gerði listmálara, sem kennir teiknun, Svein Jóh. Kjarval kennir tækniteiknun, ungfrú Ragnhildur Ólafsdóttir teikn ari kennir leðurvinnu. Vetrarstarfið. Þá ræddi skólastjórinn m. a. nokkuð um vetrarstarfið og sagði m. a.: — Þessa dagana er af kappi unnið að því að undirbúa kennsluna í vetur. Er.meöal annars unnið að lagfæringu og breytingum á húsnæði skól ans á Grundarstíg 2 A. Skortur á stærra og hent- ugu húsnæði hamlar mjög starfsemi skólans. En eins og nú horfir virðast möguleikar til úrbóta í því efni vera harla litlir. Kostnaður við skölahald sem þetta hlýtur ætíö að vera' allmikill. Verkfæri og önnur kennslutæki kosta mikið fé. Ef stefna skal að góðum á-' rangri i kennslunni verður einnig mjög að takmarka tölu nemenda í hverjum náms- flokki. í bóknámsskólum er það algengt að hafa 20—30 nemendur i hverjum bekk. Til þess að tryggja sem bezt góð an árangur af starfi skólans hefir Handíðaskólinn aðeins 7—8 nemendur í hverjum námsflokki flestra verklegu greinanna. Nemendur í myndlistadeild inni og á námskeiðum skól- ans greiða kennslugjöld. En til þess að gera sem flestum kleift að stunda nám í þeim greinum, sem hugur þeirra stendur til, er þessum gjöld- um haldið mjög lágum. Styrkurinn hrekkur skammt. Skólinn nýtur nokkurs styrks frá ríki og bæ. En eins og verðlagi öllu er nú komið þyrfti sá styrkur að vera mikl um mun hærri en nú er. Fjár- hagur skólans er og hefir jafn an verið mjög þröngur, jafn- vel svo þröngur, aö oft hefir við borð legið, að ég yrði að loka skólanum og leggja þann ig í rúst afköst margra ára starfs og strits. En þeir, sem muna stofnun skólans, starf hans. vöxt og viðtökur þær, em hann hefir fengið hjá al- menningi í landinu, en þó fyrst og fremst í Reykjavík, þeir sjá og skilja að þörfin á skólanum var brýn. Þeim er það líka ljóst, að skólinn hefir jafnan unnið markvíst að auk , inni og bættri verkmennt og eflt og glætt ást og skilning nemenda sinna á fögru hand bragði og listum. Skólinn var alger nýjung í fræðslumálum þjóðarinnar fyrir tólf árum. Nú mun flest um þykja hann vera sjálf- sagður hlutur. Vona ég þá einnig, að öllum þyki það þá alveg jafn sjálfsagt að hlúa að honum og efla hann til aukins mennihgarstarfs. Fínpúsning Skeljasandur Hvítur sandur Perla í hraun Hrafntinna Kvarz o. fl. Fínpúsningargerðin Sími 6909 Ragnar Jónsson hæstaréttarlögmaður Laugaveg 8 — Slmi 7752 Lögfræðistörf og clgniaum *ýsla. 1» N.s. Dronning Alexamlrine Áætlun til áramóta. — Vænt- anlegar ferðir. — Frá Kaup- mannahöfn: 28. sept., 13. okt., 9. nóv., og 6. desember. — Frá Reykjavík: — 5. okt., 18. okt., 14. nóv., og 15. des. — Ath.: Burtförin frá Reykjavík 18. okt. og 14. nóv. er um Græn- land til Kaupmannahafnar. — Farþega er ekki hægt að taka þá, en flutning ef óskað er. — Skipaafgreiðsla Jes Zimsen Erlendur Pétursson Á Norður- og Austurlandi munu menn einkum hafa hug á að eignast bíla, sem geta annazt flutninga byggð arlaga á milli, þegar mikinn snjó leggur. Norðurleiö mun aftur á móti hafa hug á bif- reiðum til fólksflutninga. Nokkur galli á. Á snjóbifreiöum þeim, sem kostur er á, er hins vegar sá galli, að þær eru ekki not- hæfar nema á snjó, en hér hagar viða svo til í óstilltri veðráttu og þegar snjó legg- ur misjafnt, að snjóbílar koma ekki að fullum notum, nema unnt sé að aka þeim einnig yfir snjólaust land, þar eð þeir eru mjög dýr tæki til þess eins að aka þeim stutt- an spöl, þótt slíkt géti auðvit- að komið til greina, þar sem til dæmis nauösyn er á vetr- arflutningum um fjallavegi. Nýr, sænskur snjóbíll. Af þessum sökum mun Noröurleið til dæmis hafa nokkurn augastað á nýrri gerð snjóbíla, sem Sviar eru með á döfinni, þar eð þeir eru taldir álitlegri að þessu leyti. Þegar niðurstaða er fengin. verður mjög trúlega horfið að því að draga úr snjómokstri á vetrarleiöum.en verja fénu í þess stað til kaupa og reksturs á snjó- bílum. Myndlistaskólinn í Reykjavík (Áður Myndlistaskóli F.Í.F.) TEKUR TIL STARFA 1. OKTÓBER N.K. Kennsludeiidir skólans veröa: Málaradeild. Höggmyndadeild. Teiknun. Modelteiknun. Barnadeild (á aldrinum 7, 9 og 10—12 ára) kennsla ókeypis og hefst 15. október. Dagdeild í málara- og höggmyndalist. Kennarar skólans verða: Ásmundur Sveinsson, myndhöggvari. Þorvaldur Skúlason og Kjartan Guðjóns- son, listmálarar. Unnur Briem, teiknikennari. Innritun veröur í skólanum Laugaveg 166 (vesturdyx efstu hæð), frá og með föstud. 21. þ.m. kl. 5—7 e.h. svo og alla daga til mánaðamóta. Sími 1990. Sýning á verkum úr barnadeild frá s.l. vetri verður í glugga blómaverzlunarinnar Flóru, Austurstræti, yf- ir næstu helgi. STJÓRNIN. i«tfl»nmmtnnmiiiii:iK)iiimiii::;i:iii;g:igi:i!i:iiin:nn:iiiiiii:u;mtn8i Dilkakjöt Mysuostur Alikálfakjöt 30% ostur Linuli Rjiil»ur Lax 40 %• ostur Smjör Smjörlikl Kokossmjör Kökuffoiti HeildsölciMrgðir hj:i: HERÐUBREIÐ Simi 2678 Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför JÓHANNS JÓNASSONAR v Skógum M. Júlíana Sigmundsdóttir og börn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.