Tíminn - 14.10.1951, Qupperneq 3
TÍMTNN, srninuðaginn 14. október 1851.
3,
232. blað.
Árelíus Níelsson
Stórfenglegustu hlutaveltu ársins heldur Kvennadeild Slysavarnafélags
íslands í Verkamannaskýlinu við höfnina sunnudaginn 14. bessa mánaðar.
A lilutaveltu þcssari eru kynstrin öll af góðum og dýrmætum munum t. d.
Flugferö til Ísaíjaröar meö Loftleiöum — Sjóferö til Akureyrar meö Rík-
isskip — Fjöldi af vönduðum bókum — Skrautútgáfa Helgafeils og ísa-
foldar — Fjölnir frá Litoprent — Kol í tonnatali — Ólía í tunnum — Ým-
iskonar fatnaöur — Allskonar matvörur í pökkum og heilum sekkjum, einn
ig kjötskrokkar — Snyrtivörur — Skrautvörur — og jafnvel silfurborð-
búnaöur. —
Dráttiirlnn 50 aurar.
Að^angíir 50 aurar
Eiig'in niifl
Fjölmennið á þessa ágætu hlutavcltu,
Allur ágóði rennur til slysvarna.
Kvennmleild SUisavurnufélafis íslands
REYKJAVÍK.
Bænrækni
Margir telja bænir lítils-
viröi. Og þær eru lítilsvirði,
ef þuliö er hugsunarlaust.
Annars eru þær líkt því að
fá sér svalandj eða hressandi
drykk, t.d. við fjallalind í erf-
iöri smalamennsku. Bæn þarf
ekki að vera orð. Sönn bæn
er einmitt að opna sál sína.
sitt innra líf fyrir innstreymi
frá Guði, innstreymi frá upp
sprettu lífsins.
En þá þarf andi mannsins
aö vera rétt stemmdur til að
veita krafti alvitundarinnar
viðtöku. Strengir tilfinning-
anna þurfa að veröa líkt og
þræðir viðtækis, sem stilltir
eru til viðtöku á réttan hátt,
annars verður ekki annað en
óskapnaður úr sambandinu.
Sálir sumra manna eru líkt
og viðtæki, sem alltaf er með
alls konar truflanir, Aðrir
opna aldrei sín viðtæki og
vita því aldrei hvaða dásemd-
ir i orðum og tónum hin þög-
ula eða margraddaða tilvera
umhverfis þá kann aö geyma.
Sumir geta einmitt’ stiflt sína
strengi svo að segja hvenær
sém er. Þá fæðast oft hin feg
urstu listaverk í orðum eða
híjómum, því allt slíkt er
komið til mannheima við
rétta stillingu tilfinninganna
í bæm‘ -
Menn geta verið í bænará-
standi án þess að gera sér
þess fulla grein að um venju
lega bæn sé að ræöa. Aðal-
atriðið er innri friður, upp-
Ijómun og einhver angurblíð
sæla, sem gjarnan brýzt fram
i þöglum gráti — tárum.
’Þaö er sérstök gjöf himins-
irís að eignast hið sanna bæn-
arástand. Samt er hægt að
gjöra margt til að æfa það
og verða barn bænarinnar.
Þess vegna skyldi venja börn
á ýtri bænrækni áður en þau
skilja fyllilega þýðingu bæn-
ar. Það er algjör skortur á
góöu uppeldi éf það er i''
gjört. Til þess er nauðsyn-
legt að hafa frið og kyrrð,
helzt sérstakar stundir, sér-
stákan stað. t.d. svefnher-
bergi, og gott er að umhverfiö
fái á þeim stundum sérstak-
an blæ. Gott er að kveikja
kertaljós, eða kveikja á reyk-
elsi. Og stundin á að vera
stutt fyrir börn, örstutt, kann
ske mínúta til áð byrja með.
Þörfin skapar síðar lengri
tíma.
Kristur fór á afskekktan
eyðistað, snemma morguns.
Þar skópust hinar fegurstu
bænir, sem svala margri
manns-sál enn í dag.
Ég sagöi áöan, að mörg,
kannske öll dýrðlegustu íista
verk nlannkyn.íins eigi upp-
tök sín í hrifningarástandi
sannrar djúprár bænar. jafn
vel listaverk hinna svoköll-
uðu heiðingja.
Við getum ekki öll skapað
listaverk í litum og tónum,
eða orðum, en við getum öll
leitazt við að móta lásam-
legasta listaverk 'jarðar, en
það heitir: Fagurt mannlíf.
Til þess styður bænrækni
flestu öðru fremur. Þess
vegna skulum við varðveita
vel þau tækifæri, sem veit-
ast til að stilla strengi hugsun
ar og tilfinninga til samræm-
is við lifskraft alvitundarinn
ar og kærleikans, og reyna að
gjöra næátu kynslóðir enn
færarj til þess en við erura
siálf.
Til þessá eiga kirkjurnar
auðvitað að hvetja og hjálpa,
en í heimahúsum og ekki
sízt í einveru og þögrí nátt-
úrunnar er gott að. eignast
hljóða, helga stund, ekki sízt
við bfennandi heita haustliti
lyngsins og dvínandi ilm deyj
andi blóma, þegar’ líf og
dauði fallast i faðma signd
af fölum stjörnufingrum
Þvottabalar
Úrvals tegundir af þýzkum
þvottabölum og vatnsfötum
nýkomið
Járnvöruverzlun
JES ZIMSEN H.F.
Kjötkvarnir
Kaffikvarnir
Straujárn 3 stk. í setti.
Strauborð.
Járnvöruverzlun
JES ZIMSEN H.F.
Dánarminning: Jón Tómasson
FyriHristuhaífai'
SSM'fessíiai' riðfi'íip
Sláíiífslmífar
Flsaíiiliig’sluaífar
Essialje þvoftaföt
Járnvöruverzlun
JES ZIMSEN H.F.
Miðstöðvarketill
Nýr. miðstöðvarketill bæði
fyrir oliukyndingu og kol,
tveggja fermetra til sölu.
Verð kr. 1.250.00
Einnig litið orgel. Verð
kr. 1.050.00.
Upplýsingar i síma 80932.
NY DIESEL-
rafmagnsstöð
6 kw til sölu með tækifæris-
verði. — Upplýsingar í síma
1134, Reykjavík. _
Síðastliðinn fimmtudag
kvöddum við Jón Tómasson
frá Kollsá hinni hinstu
kveðju, er hann var til mold-
ar borinn hér í Fossvogs-
kirkjugarði. Já, margs er að
minnast og þakka af okkur,
sem með honum höfum dval-
izt um margra ára skeið.
Jón var fæddur að Kollsá
í Hrútafiröi 2. maí 1884. Þeg-
ar í æsku lærði hann söðia-
smíði hjá fööur sinum, og
stundaði þ,á iðn ásamt bú-
skapnum ætíð meðan hann
bjó, og eingöngu eftir að hann
fluttist hingaö til Reykjavik-
ur. —
Eftir komu sína hingað til
Reykjavíkur vann Jón á sööla
smiðaverkstæði Baldvins Ein-
arssonar, þar til í ágúst i sum
ar, að hann veiktist, og varö
að dveljast á sjúkrahúsi um
tíma.
Um 30—40 ára skeið mun
Jón hafa stundað búskap og
söölasmíði, og lengst af á
Litlu-Hvalsá í Hrútafirði.
Flestir Hrútfiröingar eiga
því einhver reiðtygi, sem Jón
hefir smiðað, og bera þeir
gripir allir ótvíræðan vott um
smekkvísi hans og vand-
virkni. En það þurfti meira
en að smíða þessa hluti, þaö
varð einnig að sjá um við-
hald þeirra, því að tönn tím-
ans kvikar aldrei frá því lög-
máli sínu, að allir hlutir verða
fyrr eða síðar að Iáta undan
og slitna.
Oft bar það við að gestir
komu til Jóns meö alls konar
reiðtygi, sem þurfti að gera
við samstundis. Kom þetta
éngu síður fyrir þótt Jón
væri önnum kafinn við síátt
eða heyþurrk á túninu. En
þrátt fyrir það, reyndi hnnn
ávallt að leysa úr vandræö-
um gesta sinna, og var þá oft
viðbragðsíljótur og léttstígur
heim og aö heiman, þegar
Svo stóð a. Ég minnist þess
ekki, að Jón hafi synjað nökkr
um manni þeirrar bónar, sem
honum var auðið að láta í té.
Hann var fyrirmyndarbóndi
í orðsins lyllstu merlríngu,
starfsamur, hagsýnn, reglu-
samur og nýtinn, og sérstak-
ur skepnuvinur og skepnu-
hirðir. Hann var mjög i'jöl-
hæfur starfsmaður og vinnu-
glaður hvort heldur var á
sjó eða landi. Ég minnist eins
atviks, er ég var með Jöni á
sjó.
Við rérum saman eitt haust
frá Litlu-Hvalsá. Það va” næg
ur fiskur skammt undan.
landi. í einum róðrinum
mátti svo heita, að fisk-ur
væri á hverjum öngli. Ég
ríefni þetta sökurn þess, að
rriér eru svo minnisstæð þau
hröðu og léttu handtök Jóns,
er hann dró lóðina, sem fíaut
með vænum fiski. Ég minn-
ist þess ekki að hafa orðið
jafn snortinn af veiðiáhuga
og í þetta skipti. Ég hygg,
að ég hafi sefjast af gleði og
áhuga frænda mí-ns, er hann
sá svo góða veiöi, sem gaf
björg í bú.
Öll samvinna við Jón var
alveg sérstaklega góð og auð
veld, og hann kostaði jafnan
kapps um að hlúa að því bc-zta
í fari samferðamanna sinna.
Aðfinnslur eða þungar átöl-
ur heyrðust aldrei frá hon-
um.
Þess ber líka að minnast,
að Jón átti því mikla láni að
(Framhald á 6. síSu)
Átíræður: Sigurour Sigurðsson
Sigurður dúx er áttræður í
dag. Nú, hvaða Sigurður er
þáð? Þeir eru svo margir Sig-
urðarnir og' hafa sennilega
ýmsir orðið dúxar í skóla. Jú,
vel má þaö vera. En þessi átt
ræði Sigurður er Sigurður Sig
urðsson, núverandi vörður
Bókasafns Austurlands á Seyð
ýsfirði og fyrrverandi kennari
á Eiðum, Hólum, Seyðisfirði
og víðar — lítill maður vexti
en mikill í starfi, hæglátur
og hávaðalaus, svo að ýmsum
kynni yfir að sjást. í
Ekki er ég við því húinn að
skrifa áeviskrá hans alla í
fræð'imannastíl, enda munu
aðrir verða til þess — og hafa
oröið. En leiðir okkar Sigurð-
ar hafa legið mjög saman á
þrem tímabilum ævinnar, um
nálægt þriðjungi aldar. Hefir
öll okkar kynning hnigið til
einnar áttar. Maðurinn er
dúx, ekki fyrir afburðagáfur,
í venjulegum skilningi þess
orös, heldur fyrir afburða
notkun góðra gáfna, þvi iðn
in, vandvirknin og samvizku
semin eru með afbrigðum.
Og það eru ekki gáfurnar
einar, en fyrst og fremst
notkun þeii'ra, sem gerir
manngildið. Forsendur þessa
dóms eru þær, að við Sigurður
höfum verið sessunautar í
Möðruvallaskóla, sambýlingar
á kennaraskólanum í Blágaröi
í Kaupmannahöfn og sam-
starfsmenn og nágrannar á
Seyðisfirði. Mætti ég því
þekkja manninn allvel.
Dúx-nafnbótina félck Sig-
urður á Möðruvöllum og var
vel að henni kominn'j, því
hann var efstur í sínum bekk
við öll próf nema eitt, enda las
hann löngum, meðan við flest
ir vorum að leik. Hygg ég, að
hann hafi jafnan haft sömu
reglu við lexíur allar í lífsins
skóla.
í sumar var Sigurður á ferð
hér um slóðir. Var haixn í
eftirleit að því, sem Bókasafn
Austurlands átti óheimt frá
prentsmiðjum í Reykjavík.
Hann var þá hress í anda og
léttur í spori, magnaður á-
huga og starfsgleði eins og
fyrr.
Kona Sigurðar, Soffía Þor-
kelsdóttir frá Klúku i Hjalta
staðaþinghá er nýlega látin,
góð kona og gegn. Var heim
ili þeirra vistlegt og vel hald
ið. Dóttur eignuöust þau eina,
Helgu. Hún býr nú með föður
sínum, en starfar í pósthúsi
Seyðisfjarðar með alúð og
samvizkusemi, eins og hún á
foreldri til.
Sigurður fæddist í Fögru-
hlíð í Jökulsárhlíð í Norður-
Múlasýslu. Gæfa væri það
landi og lýð, ef fjölgaði vel
þeim Fögruhlíðum, þar sem
fæddust mannsefni á borð við'
Sigurð, og lifðu honum likt.
.. Karl. Finnbogason. j