Tíminn - 15.11.1951, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.11.1951, Blaðsíða 8
Ránnsóknsrgögregian hsndsamar 2 ræningfa Aðeins ííu krónur efíir af ISOO, seni jieir rieiitln a$farnnúlt niám.dass síðasili'Sins Rannsóknarlögreglan í Reykjavík hefir nú handsamaö menn þá, sem rændu hinn drukkna mann aðfaranót’t síðast- liðins mánudags. Voru þar að verki tveir piltar um tvítugt. Iftun því verða fagnað af bæjarbúum, að tekiat hefir að hafa hendur í hári þessara manna. Af peningum þeim, sem þeir Pæhdu, gátu þeir aðeins skilað ííu krónum. Eiríkur Einarsson láíinn Hinir seku menn eru Þórð- ur Guðjón Þórarinsson, Loka- stíg 23 A, og Guðmundur Fíf- ill Þórðarson, Langholtsvegi 164. Þvottavéi í boði Happdrætti Tímans býður ykkur þvoíta- vél af vand- aðri gerð. — Þorra hús- mæðra vant- ar enn heim- ilisvélar til þess að spara sér vinnu og fyrirhöfn, og þó að því miður vanti enn viða raf- magnið, er þvottavél samt sem áður mikiís virði og auðvelt að selja hana og kaupa fyrir andvirðið annað, sem heimil- ið vanhagar um. Hinir þrjátíu vinningar, sem happdrættj Tímans býð- ur, eru allir góðir og eftir- sóknarverðir, og ættu að verða til varanlegrar ánægju. Eirikur Einarsson, alþingis- maður andaðist í fyrrakvöld, tæpra 67 ára að aldri. Hafði hann að undanförnu átt við mikla vanheilsu að stríða. Eiríkur var fyrst kosinn á þing 1919 og sat út það kjör- tímabil. Enn var hann þing- maður 1933—1934, og frá 1937 sat hann óslitið á þingi, þar til í vetur, að hann gat ekki lengur gegnt þingstörfum vegna sjúkleika síns. Eiríkur var maður mjög vinsæll af öllum, sem hann þekktu, og hinn mesti dreng- skaparmaður í hvívetna. Hjónaband, sem gæti orðið sögulegt Fyrir nokkru var stofnað til einstæðs hjónabands í Portúgal. Frægasti kvennautabani þar i landi og þótt víða sé leitað, ung frú Cintron, sem lagt hefir 390 naut að velli á 13 árum, gekk að éiga frægan ljónaveiðimann. Ungfrúin er 28 ára að aldri og hafði unnið óteljandi sigra á blóðvöllum nautaatsins, er hin- um unga ljónaveiðimanni, Don Francisco, tókst að ná ástum hennar. Hjónabandið gerbreytti ævi ungfrúarinnar, að því er talið er, þvi að hún hefir nú lagt nauta atið á hilluna til að geta gerst húsmóðir og eiginkona. Sýndi ræningjunum í veski sitt í salerninu. Piltar þessir, sem báðir voru á dansleik í Breiðfirðingabúð á sunnudagskvöldið, hittu þar mann þann, sem þeir rændu síðar, og sýndi hann þeim í veskj sitt þar í salerni hússins. Er þeir fóru úr hús- inu, kom þeim saman um það að bíða á Skólavörðustíg, i því skyni að hafa af honum fé til áfengiskaupa. Dans, sem fékk illan endi. Þegar maðurinn kom út, gáfu þeir sig þegar að hon- um, gengu með honum niður Ingólfsstræti og inn í portið við Nýborg. Fór allt mjög vin- samlega fram, og þarna fór annar ræningjanna að dansa við fórnarlambið. En er minnst varði slengdu þeir kumpánar manninum til jarð ar og börðu hann, unz hann missti meðvitund. Stálu þeir síðan peningum hans, 1900 krónum, en fleygðu tómu vesk inu ofan á hann. Hröðuðu þeir sér síðan brott. Sic transit gloria mundi. Nú höfðu hinir ungu ræn- ingjar mikil umsvif. Þeir keyptu áfengi, óku í bifreið- um og buðu með sér dömum. Fóru þeir í þessu slagtogj til Keflavíkur, upp í skíðaskála og síðast til Hafnarfjarðar. Höfðu þeir í ferðum þessum samdrykkju við ungar dömur og annað yndi. Hörð hríð gerð að Vishinski Á fundi allsherjarþingsins í París í gær var rætt um helztu leilumál stórveldanna á breið- um grundvelli og tóku margir til máls. Meðal þeirra voru Ole Björn Kraft utanríkisráðherra Dana og van Zeeland utanríkis- ráðherra Hollands. Gerðu þeir báðir mjög harða hríð að Vis- hinsky og töldu liann taka af- vopnunartillögum vesturveld- anna af heimatilbúinni andúð og heift og sökuðu hann um að neita að ræða af rólyndi og skynsemi þær tillögur, sem fram kæmu og nota slagorð og ögrar. ir í stað þess að yfirvega málin af ró og íestu. Guðnínu og Guð- mundi vel fagnað Guðrún Á. Símonar söngkona og Guðmundur Jónsson söngvari héldu söngskemmtun í Gamla Bíó í gærkveldi fyrir fullu húsi og við framúrskarandi undir- tektir áheyrenda. Sungu þau lög úr óperum og óperettum. Urðu þau að syngja mörg aukalög, bæði sameiginlega og aðskilin. Söngskemmtunin verður end urtekin á sama stað næstkom Kvöldvökur góð- templara vel sóttar Eins og kunnugt er hefir Góð témplarareglan undanfarin kvöld efnt til fræðslu- og skemnjtikvölda í Góðtemplara- húsinu. Hófst fyrsta fræðslu- kvöldið s. 1. mánudagskvöld, en það siðasta verður í kvöld. All ar hafa samkomur þessar verið svo vel sóttar, að íærri hafa kömizt þar að en vildu. Á kvöldum þessum hafa skipzt á ræður, upplestrar, gamanþætt ir, söngur, samtalsþættir, hljóm list og leikþættir. í kvöld er síðasta samkoman að þessu sinni. Þar flytur á- varp Njáll Þórarinsson, kvartett svngur, Þorsteinn Þorsteinsson, kaupmaður, og Indriði Indriða- son fulltrúi flytja stuttar ræð- ur, Guðm. G. Hagalín rithöfund ur les upp nýja frumsamda sögu. Þá er leikþáttur og Ari Gíslason kennari flytur lokaorð. Hljóm- sveit leikur í upphafi fundarins og milli atriða. Öllum er heimill ókeypis aðgangur. En lögreglan var á næstu grösum. Lögreglan hafði hins vegar meðan þessu fór fram, kom- ist á snoðir um það, hverjir myndu hafa rænt manninn. Er þeir kumpánar komu úr Hafnarfirði eftir hádegíð í fyrradag, ákváðu þeir að fara i Austurbæjarbíó kiukkan fimm, enda var þá ekki eftir af peningum, er endast mætti til stórra hluta. Að lokinni kvikmyndasýningunni fóru beir niður í bæ, og þar lauk ævintýrinu á þann kuldalega hátt, að lögreglan hremmdi þá. Og var þá og lokið hug- dirfð ræningjanna. Játaði annar þegar afbrot sitt, en hinn morguninn eftir. Arinbjörn Bardal látinn Arinbjörn Bardal, útfarar- stjóri i Winnipeg, andaðist í fyrradag. Hann var ættaður úr Bárðardal, maður háaldraður. Hann var einn í hópi hinna þekktari Vestur-íslendinga. Mjög harðnandi andspyrna komm- únista í Kóreu Ekkert samkomulag varð á fundi vopnahlésnefndanna í Kóreu í gær um vopnahléslín- una. Hvikar hvorgur aðili frá síðustu tillögum sínum. Komni únistar hafa hert mjög áhlaup á vesturvígstöðvunum síðustu dægur, en áhlaupunum hefir bó öllum verið hrundið. Tefla komrn únistar síféllt fram nýjum og oþreyttum hersveitum vel vopn uðum, og þykir sýnt, að be;m hafi mjög aukizt styrkur siðustu daga, jafnvel svo að hersveitum S. Þ. geti verið hætta búin á þessum slóðum og neyðist til undanhalds bráðlega. Yfirmenn bers S. Þ. hafa bent á það, að nú beri brýna nauðsyn til að hraða mjög liðflutningum og vopnasendingum til Kóreu til að tryggja stöðu og framsókn hersveitanna. andi föstudagskvöld. Útgerðarmenn áminnt- ir um öryggi skipa Aðalfundur L.Í.Ú. rædtli meðal annars erindi frá skipa- skoðunarstjóra um misbrest, sem á því hefir verið, að fylgt sé fyrirmælum um öryggi skipa og hinna tíðu sltipsbruna. Beindi fundurinn þeim fyrirmælum til útvegsmanna, að hlýtt skyld í hvívetna gildandi lögum og reglum um öryggi skipa. — Sérstaklega var á það bent, að hafa taltæki jafnan i góðu lagi, hafa skipsbát eða fleka á skip um yfir tuttugu smálestir og ganga örugglega frá öllum út- búnaði í sambandi við olíukynta ofna og vélar. Skattar vegna fiskábyrgSarinnar. Fundurinn taldi óeðlilegt; að haldið verði áfram að innheimta skatta vegna fiskábyrgðarin.nar, bar sem hún er úr sögunni, og hét á alþingi að afnema þá. En verði þeir innheimtir áfram, sé þeim varið til niðurgreiðslu á nauðsynjum almennings, er hækka kaupgjaldsvísitöluna. Síldarleit. Þess var farið á leit við síldar leitarnefnd, að hún beitti sér fyrir því, að minnsta kosti eitt síldarleitarskip hér við land yrði búið elac- eða asdictækjum, og verði það skip til aðstoðar síld veiðiflotanum á sama hátt og G. O. Sars er aðstoðar norska veiðiflotann. Síldarverksmiðjurnar. Loks var skorað á þingið að breyta svo lögum um sildarverk smiðjur ríkisins, að stjórn verk smiðjanna sé heimilt með ráð- herraleyfi að taka á móti síld t;l vinnslu af skipum, sem seit hafa verksmiðjunum ákveðiö magn síldar við föstu verði. Fundir og kröfu- göngur í borgum Egyptalands Geysifjölmennir útifundir og kröfugöngur fóru fram í Kairo, Alexandríu og öðrum stærri borg um Egyptalands í gær til að mót mæla setu Breta við Súes og í Súdan. I Kairo talaði forsætis- ráðherrann á fjölmennasta fund inum og gekk í broddi fylkingar aðalkröfugöngunnar. Voru borin áletrunarspjöld og fánar í göng unni. Allt fór nokkurn veginn friðsamlega fram enda var her og lögregla hvarvetna á verði, einkum við bústaði og skrifstof ur erlendra manna. Rifið innan úr Pat- reksfjarðartog- aranum Patreksfjarðartogarinn Ólafur Jóhannesson fór á ísfisksveiðar í gærmorgun, og hafði þá verið í höfn á þriðju viku. Var ástæð an sú. að rífa varð innan úr lest um skipsins og brjóta steypu í botni, þar sem ekki þótti vog- andi að fara með skipið á ís- fisksveiðar vegna hættu á skemmdum í fiskum af völdum kolsýru- eða gasmyndunar í því. Verð á útflutta kjötinu nær tveim krónum hærra Landbúnaðarráöherra svar aði á þingi í gær fyrirspurn- um um útflutning og verð- lag á dilkakjöti. Hann sagði, að sláturhús landsins hefðu fengið í haust um 4000 lest- ir af kindakjöti, og er það um sextíu lestum meira en í fyrra. Af þessu kjöti væri 600—700 lestir ærkjöt, en hitt dilka- kjöt og geldfjárkjöt. Af þessu kjöti væri búið að flytja til Bandaríkjanna um 500 lestir. Kjötsalan innan lands fram til októberloka nam 700 lest- um. Kindakjötbirgðir eiga því að vera um 2750 lestir og um áttatíu lestum meiri en í fyrra. Gera má ráð fyrir rýrn un, sem nemur 40—50 lest- um. 112—115 lestum meira en í fyrra er til í landinu af hrossakjöti og nautakjöti. Fyrir það, sem flutt er út, fást 14,95 frítt um borð í ís- lenzkri höfn, og eftir þeim tölum, sem framleiðsluráð landbúnaðarnis byggðj á um verðlagningu í haust, má vænta, að bændur geti fengið þrettán krónur fyrir kíló af útflutta kjötinu. Er hér jöfn- um höndum um að ræða dilkakjöt í fyrsta og öðrum gæðaflokki. Fyrir dilkakjöt það, sem selt ér innan lands, var reikn aö með, að bændur fengu að meðaltali ellefu krónur á kíló. Áætlunarverö líflamba, sem keypt voru í haust vegna fjár- skiptanna, var ákveðið sex krónur fyrir kíló, miðað við lifandi þunga, en uppbót á það verður ákveðin síðar, þeg ar vitað er um endanlegt verð á sláturfjárafurðum. England og Wales unnu í gær föru fram tveir lands- leikir í Stóra-Bretlandi, milli Englands og írlands, og Wal- es og Skotlands, og báru fyrr- nefndu liðin sigur úr býtum. Leikurinn milli Skotlands og Wales fór fram í Hampden Park leikvanginum í Glas- gow, og horfðu 80 þús. Skot- ar á landslið sitt tapa fyrir Wales á síðustu míiiútu leiks- ins, en þá tókst framlínu Wales að ná knettinum og brjótast í gegnum vörnina, eft ir að skozka liðið hafð'i verið í nokkuð stöðugri sókn. Clarke (Manch. City) átti mestan heiðurinn af markinu, þó Allchurch (Swansea) skallaði knöttinn í netið. í fyrri hálf- leik fengu Skotarnir víta- spyrnu, en tókst ekki að (Framhald á 7. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.