Tíminn - 25.11.1951, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.11.1951, Blaðsíða 3
TÍMINN, sunnudaginn 25. nóvember 1951. 268. blað. *. Trú og siðgæði Það er oft reynt aö greina milli trúar og siðgæöis, menn geti lifaö illa, þótt þeir trúi, og vel án þess að trúa. Þvi skal ekki neitaö, en kristin trú án siögæðis er sjálfsmót- sögn, en ekki kristin trú. — Kristið siðgæði án kristinn- ar trúar er einnig sjálfsmót- sögn, er ekki kristið siðgæði. Trúin er dauð án siðgæðis og siðgæðið dautt án trúar. Hér skal bent á nokkur ein kenni kristins siðgæðis. Fyrst' er þá það, að kristin trú dæm! ir allt siðferði og siðgæöi. j Kristur sagði: „Enginn er, góður nema einn, þ. e. Guð.“ j Hann sagði einnig: „Gott tré getur ekki borið vonda ávöxtu,! ekki heldur skemmt tré borið j góða ávöxtu.“ Þessi dómur. um mennina og siðgæði þeirra er harður, en sannur. Þó mun ekki standa á mót- mælum. Menn segja: Vér er- um ekki algóöir eins og Guð, en ekki heldur skemmt tré, sem getur ekki borið góðan á- vöxt. Hitt er sanni nær, aö vér séum vanþroskað tré, sem náð getur meiri þroska með tíð og tíma. Hér greinir á milli Krists og mannlegs hyggjuvits. Hann dæmir sið- gæði mannanna, en þeir af- saka og vona hið bezta, eru bjartsýnir. En hann er ekki svartsýnn. „Yöur ber aö endurfæöast,“ segir hann.Hiartsýnn.er hann. en ekki á getu mannanna, heldur .kærleika guðs og mátt. Skemmt tré, sem ætti aö höggva upp og kasta á eld, eignast nýja framtíö. Kristið siðgæði er ekki eölilegt, því að eðlilegt siðgæði er dæmt, svo sem áður er sagt. Eðlið er dæmt, skemmt, andlega dautt. Eðlilegt siðgæði er misjafnt Lítum á það eins og það birt- ist fegurst, t. d. hjá Farise- unum. Þeir miðuöu allt við kærleikann: „Elska skaltu Drottinn, guð þinn a-f öllu hjarta þínu — og náunga þinn eins og sjálfan þig.“ „Og að elska hann af öflu hjarta og öllum skilningi og af öllum mætti og að elska náungann eins og sjálfan sig er meira en allar brennifórnir og slát- urfórnir.“ Þetta er fagurt sið- gæði og má komast langt með því. Farisei nokkur, sem gerð- ist reyndar krjistjinn, lýsir árangrinum af siðgæðisvið- leitni sinni í gyðingadómnum þannig: „Sé litið á réttlætið, sem fæst með lögmálinu, var ég óásakanlegur.“ Þeir litu ekki heldur svo á, að þetta næðist án æðri tilstilli. Sið- gæði þeirra var trúarlegt, en auðvitaö ekki kristið. Þannig lýsir Jesús bæn Fariseans: „Guð, ég þakka þér, aö ég er ekki eins og aðrir menn.“ Ef til vili, mun nú einhver segja, að siðgæði Farisea geti ekki talizt eðlilegt siðgæði, úr því að það var trúarlegt. Jú, trúarlegt siðgæði er eöli- legt, meðan byggt er á hinu góöa í manninum, guðsneist- anum, þ.e.a.s. siðgæðishæfn- inni. Kristið siðgæði aftur á móti er ekki eðlilegt siðgæði, af því aö hæfni mannsins til siðgæðis er hafnaö. „Yður ber að endurfæðast.“ Þaö ( byggist ekki á leifum hins! góða í manninum, heldur ný- j sköpun Guðs. Það mætti því; heita nýsköpunarsiðgæði. EÖlilegt siðgæði er fagurt á marga lund. Ekkert er gott nema góður vilji, segir það. Guð lítur á hjartað, tekur viljann fyrir verkið. Sigur- sæll er góður vilji. Sýrak sagði: „Þú getur haldið boð- orðin, ef þú vilt.“ Afturhvarf og endurfæðing er þá ekki skiliö eins og í kristindómn- um, heldur sem ákvöröun og alefling viljans til siðgæðis. Þá er markinu náð, en vilj- inn til hins góða er orðinn heill og óskiptur. •Kristið siðgæði greinist ekkj frá þessu í því, að þaö telji siðgæðið ekki búa í viijan- um, hjartanu, hugarfarinu, heldur í því, að viljinn til hins góöa er lamaður. „Hið góða, sem ég vil, gjöri ég ekki, en hið illa, sem ég vil ekki, það gjöri ég.“ Væri siðgæöið tryggt meö einbeiting viljans, þyrfti ekkj hjálpræði Krists. Þá þyrfti aðeins fræðslu, fyr irmynd og hvatningu, en ekki frelsara, friðþægingu og end- urfæðingu. Þess vegna sögðu Gyðingar, sem vildu þó veröa lærisveinar Krists: „Vér höf- um aldrei verið þrælar nokk- urs manns. Hvernig segir þú þá: þér munuö verða frjáls- ir?“.Sé viljinn frjáls, er eng- in þörf á endurfæðingu. Það er trúin á frelsarann og verk hans, bæði friðþægingu og endurfæðingu, sem grein- ir kristiö siðgæði frá öllu öðru siðgæði. Þetta þýðir ekki það, að kristnir menn segi: „Vér höf um náð markinu,“ heldur: „Vér höfum gefizt upp og ekki náö markinu. Siðgæðið er oss ofurefli. Vér áfellumst ekki siðgæðiskröfur Guðs, heldur siðgæðj vort. Vér höfum gef- izt upp á náðir Guðs. Ekki svo aö skilja, að vér höfum hafnaö öllu siðgæði, en vér gefum því ekki gildi til sálu- hjálpar. Hún er í höndum Guðs.“ Kristið siðgæði gerir ekki aðrar kröfur en eðlilegt sið- gæði. Kærleikurinn er og verð ur æðsta boðorðið og æösta hugsjónin. En hvorki sá kær- leikur, sem lengst fer í eigin mætti og mætti trúar, né sá kærleikur, sem friöþægöur syndari hefir til Guðs, gerir manninn hæfan til guðsrík- is, heldur náð Guðs ein. Siðgæðj kristins manns er ekkert annað en þakklát þjónusta þess. sem hefir hlot- ið náðun. Líf hans er ekki fólgið í dáð og dyggð, heldur í Kristi, sem sagði: „Án mín getið þér allir ekkert gjört.“ Án frelsarans, friðþægingar- innar og endurfæðingarinnar er allt tapað. í Kristi er öllu borgið. Siðgæði án trúar á náð Guðs í Kristi, er ofætlun. Trúin á náðina getur af sér kristið sið- gæði. Magnús Runólfsson. líbreiðið Tímíiim Bækur Menningar- og félagsins komnar út Bókaútgáfa Menningarsióðs og Þjóðvinafélagsins hefir nú gefið út allar félagsbækur sínar fyrir þetta ár. — Eru þær fimm að tölu og fá féiagsmenn þær fyrir 50,00 kr. árgjaid. Bókin ,,Danmövk“ eítir Krist- inn Ármannsson yfirkennara kom út á s. 1. sumri. — Hún er þriðja bindið, sem kemur út í bókaflokknum „Lönd og lýðir“ og er 272 bls. að stærð með 155 myndum. Hinar fjórar bækurn ar, sem eru nýkomnar út, eru Almanak Þjóðvinafélagsins um árið 1952, „Manntafl", ándvari 1951 og Alþingisrímurnar. í Þjóðvinafélagsalmanakinu er m. a. árbók íslands 1950 eftir Ólaf Hansson menntaskólakenn ara, ritgerð um ungverska lækn in I. F. Sxemmelweis eftir Sigur jón Jónsson lækni, ,Islenzk ljóð list 1874—1918“ eftir Guðmund G. Hagalín rithöfund og kaflar úr íslenzkum hagskýrslum eftir Klemenz Tryggvason hagstofu- stjóra. Nokkrar myndir eru í almanakinu. Manntafl nefnast þrjár sögur, eftir austurríska skáldið Stefan Zweig, sem margir munu kann ast við vegna þeirra ævisagna hans, sem birzt hafa á íslenzku. — Sögurnar í þessari bók heita:, „Manntafl“, „Bréf í stað rósa“ og ,,í mánaskímu". — Sagan „Bréf í stað rósa“ liefir verið kvikmynduð og var sú mynd sýnd hér nýlega undir nafninu „Bréf frá óþekktri konu“. — Þórarinn Guðnason læknir hefir valið sögurnar og íslenzkað. Hann ritar einnig nokkur orö um höfundinn. Andvari, 76. árgangur, flytur ævisögu dr. Guðmundar Finn- bogasonar eftir Guðmund G. Hagalín, mannréttindayfirlýs- ingu Sameinuðu þjóðanna og þrjár ritgerðir, er nefnast „Stefnt að höfundi Njálu", Gervi nöfn í Ölkofraþætti og Þjóðin er eldri en íslandsbyggð, eftir Barða Guðmundsson þjóðskjala vörð. — Ritstjóri Andvara og almanaks Þjóðvinafélagsins er Þorkell Jóhannesson prófessor. Aiþingisrímur 1899—1901 er tíunda bindið í bókaflokknum „Islenzk úrvalsrit". — Vilhjálm ur Þ. Gíslason skólastjóri hefir séð um útgáfuna. Hann ritar ýtarlegar skýringar um menn og málefni í Alþingisrímunum, bragarhætti þeirra og skálda- mái. Framan við rímurnar er ritgerð, sem nefnist „Hver orti Alþingisrímurnar"? eftir Jónas Jónsson skólastjóra. — í bókinni eru myndir af Valdimar Ás- mundssyni ritstjóra og Guð- mundi Guðmundssyni skáldi. Þetta bindi „íslenzkra úrvals- rita“ er 200 bls. að stærð eða 40 bls. stærra en þær bækur, er áður hafa komið út í þessu safni. Auk félagsbókanna hefir bóka útgáfan m. a. gefið út í ár leik- ritin „Mann og konu“ og „ímynd unarveikina", fjórða bindi Sögu íslendinga í Vesturheimi, upp- lýsingarit um ísland, er nefnist „Faots about Ioeland“ og Árbók íþróttamanna 1951. — Fleiri rit mun bókaútgáfan ekki gefa út á þessu ári. tíbrciði$ Tímairn Anglýsið í Tímammi VtVAV.W/.VmV.Y.V.V.'.V.W.WAV/.W.WW.V.M I 5 Rafmagnstakmörkun Frá og með laugardeginum 24. nóvember 1951, veröur sú breyting á álagstakmörkum á veitusvæði Rafmagns- veitu Reykjavíkur og Sogsvirkjunarinnar, að álagstak- mörkun veröur einnig tekin upp á laugardögum og sunnudögum á tímanum 10,45—12,15. Hverfaskipting verður sú sama og verið hefir, en á- lagstakmörkun í hverfi fimmta hvern dag. Álagstakmörkun 24. nóvember — 1. desember 1951: í Straumlaust verður í hverfum kl. sem hér segir: 10.45—12.15, Xaugardag 24. nóv. 4. hluti: Austurbærinn og miðbærinn milli Snorrabraut- ar og Aðalstrætis, Tjarnargötu, Bjarkargötu að vestan og Hringbraut að sunnan. Sunnudag 25. nóv. 5. hluti: Vesturbærinn frá Aðalstræti, TJarnargötu og Bjargargötu. Melarnir, Grímsstaðaholtið með flugvallarsvæðinu, Vesturhöfnin með Örfirisey, Ka,plaskjól og Seltjarnarnes fram eftir. Mánudag 26. nóv. 1. hluti: Hafnarfjörður og nágrenni, Reykjanes. Þriðjudag 2.7. nóv. 2. hluti: Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi Elliðaánna, vest ur að markalínu frá Flugskálavegi við Vföeyjar- sund, vestur að Hlíðarfæti og þaðan til sjávar við Nauthólsvík í Fossvogi. Laugarnesið að Sund laugarvegi, Árnes- og Rangárvallasýslur. Miðvikudag 28. nóv. 4. hluti: Hliðarnar, Norðurmýri, Rauðarárholtið, Túnin, Teigarnir, og svæðið þar noröaustur af. Fimmtudag 29. nóv. 4. hluti: Austurbærinn og miðbærinn milli Snorrabraut- ar og Aðalstrætis, Tjarnargötu, Bjarkargötu að vestan og Hringbraut að sunnan. Föstudag 30. nóv. 5. hluti: Vesturbærinn frá Aðalstræti, Tjarnargötu og Bjarkargötu. Melarnir, Grímsstaöaholtiö með flugvallarsvæðinu. Vesturhöfnin með Örfirisey, Kaplaskjól og Seltjarnarnes fram eftir. Laugardag 1. des. 1. hluti: Hafnarfjörður og nágrenni, Reykjanes. ■; Straumurinn verður rofinn skv. þessu þegar og að svo ■" % » miklu leyti, sem þörf krefur. »« í SOGSVIRKJUNIN > :i í .W.V.'.V.VAVAVA'AV.V.V.V.V.V.V.V.V.VW.V.W* I AÐALFUNDUR Byggingasamvinnufélag Reykjavíkur verður haldnin í Edduhúsinu við Lindargötu, mánud. 3. des. n. k. kl. 8,30. Dagskrá samkvæmt félagslögum. STJÓRNIN. iiiy 4 Innilegt hjartans þakklæti færum við öllum nær og f jær fyrir auðsýnda samúð og hjálp við andlát og jarð- arför sonar ökkar ÞORGEIRS MARELSSONAR, Laugum. Sömuleiðis allar gjafir, sem gefnar voru til liknarstarf- semi, sem af hluttekningu til minningar um hinn látna og síðast en ekki sízt þökkum við öll hlýju handtökin. Rærleikans faðir styrki ykkur öll í baráttu lífsins. Guðrún Einarsdóttir, Marel Jónsson, Laugum, Hrunamannahreppi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.