Tíminn - 25.11.1951, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.11.1951, Blaðsíða 6
 6. TÍMINN, sunnudaginn 25. nóvember 1951. 268. blaff. Dreemnagyðjan I mín i | Pramúrskarandi skemmtileg | | þýzk mynd tekin í hinum | i undurfögru AGPA-litum. — 1 i Norskir skýringartextar. Wolfgang Luhschy. | Sýnd kl. 7 og 9. Slimgiim sölu- maður | Sprenghlægileg mynd meö Red Skelton Sýnd kl. 3 og 5. ; t «»iiiiiitiiwnin ÝJA Bí0I Saga Hubbardf jöl- f a' skylduimar I (Another Part of the Rorest) i Sterk og mikilfengleg ný am 1 erísk stórmynd. r® Prederic March Ðan Duryra I Ann Blyth Sýnd kl. 5, 7 og 9. I Halll í Holly wood f Grínmyndin fjöruga með | Harold Lloyd Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 11. f. h. i BÆJARBÍÖl - HAFNARFIRÐI - Kranes kaffikús f (Kranens Konditori) I HÖfandi norsk stórmynd = byggð á samnefndri skáld- i sögu eftir Coru Sandels, sem | nýlega er komin út í íslenzkri | þýðingu. | Aðalhlutverk: Rönnlaug Alten Erik Hell i Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. 5 A Z ÍJtvarps viðgerðir | Hadiovinnustofau f LAUGAVEG 166 M = Bergur Jónsson Málaflutningsskrifstofa Laugaveg 65. Sími 5833 Heima: Vitastíg 14 ett* áeJtaJO = uiimuiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuuiiuiiiiiiiiiiiiitu IIUIIIUUIIIUIIIUIIIUIUIIIIIUIIIIIIIIIIIUIIUIUUIIIUUIIUIII I Austurbæjarbíó | Mght and day Sýnd kl. 5 og 9. Trfgger yngri Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 11. f. h. | TJARNARBÍÓ i Söngur Stokkhólms! | (Sangen om Stockholm) | Bráðskemmtileg sænsk i | söngva- og músíkmynd. 1 Aðalhlutverk: Elof Ahrle Alice Babs Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. GAMLA BÍÓ Rifbein Adams (Adams Rib) I Ný amerísk gamanmynd. Spencer Tracy Katharine Heburn Judy Holliday („bezta leikkona ársins") Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f.h. Öskuhuska Sýnd kl. 3. | HAFNARBfó! I Englandsfararnir f | Spennandi og afar vel gerð | | norsk mynd um hetjudáðir á f | hernámsárunum í Noregi. | Jörn Ording Lauritz Falk § Elisabeth Bang Sýnd kl. 5, 7 og 9. Venjulegt verð, = Guðrún Brunborg § Sonur Hróa Hattar i Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 11 f.h. jTRiPOLI-BÍÓ j E 5 f Rakari kouungsius I f (Monsieur Beaucaire) | Bráöskemmtileg amerísk f f gamanmynd, með hinum | | heimsfræga gamanleikara = f Bop Hope f Joan Caulfield Sýnd kl. 5, 7 og 9. Auglýslngasími 1 TÍMANS er 81 300. j ELDURINNj | gerir ekki boð á unðan sér. : | Þeir, sem eru hyggnir, 1 tryggja strax hjá | Samvinnutryggingum f 1 úúimuwMM«-uiittitiitiiiitiiiiiitiitiiiitiiiiiiiiiiii,iiii»i íslendingur ... (Framhald af 5. síðu) eru að verða tilbúin, en á eftir að selja 40 þeirra. Margir vilja kaupa, því að barnafólk yillj miklu heldur búa svona utan við borgina, þar sem rýmra er. En fjöldi manna á erfitt með að kaupa sæmilega góða íbúð handa sér, einkum líka af því að síversnandi er með lánsfé. Kauptúnið verður hreinlegt og aðlaðandi og á vafalaust eft ir að stækka og þar eiga senni lega eftir að fæðast, starfa og deyja þúsundir og tugir þús- unda og máske milljónir manna í framtíðinni. Þarna, þar sem fram uð þessu hefir verið óbyggð ur eyðistaður og fyrir flestra augum lítt byggilegur, þar til bóndasonurinn norðan úr Húna þingi á íslandi ruddi brautina í fararbroddi nú á miðri 20. öld- inni. Á heimleiðinni barst í tal, að ólíkt sé nú þetta starf umfangs meira heldur en að vera heima í íslenzkri sveit. Já, það er nú víst, sagði Ólafur. En ég held nú að bræður mínir: Magnús, Júlíus og Halldór, sem allir eru bænd- ur heima í æskuhéraði okkar, Húnavatnssýslu, hafi samt haft ánægju og séð lika ánægju af sínum störfum. Ég held, að lífs hamingjan sé oftast mikið undir því komin, að hafa ánægju af störfunum og helzt að sjá dá- lítinn árangur af þeim einnig. Líka að vera með góðu fólki er hvers manns ein bezta guös- gjöfin. Ósköp var gott fólk og elsku legt heimili þarna í Borgarfirð inum hjá ykkur, sem unun var að kynnast, svo sem Gullbera- stöðum, Hóli, Grund o. fl. Far- skóli minn var á tveim síðar- nefndu bæjunum og þar var indælt að vera, sagði Ólafur. Og um leio brá klökkva fyrir í rödd inni, er hann minntist góðra stunda og elskulegra samferða manna heima á ættjörðinni. Vigfús Guðmundsson. Ráðleggja innflytj- endum að kaupa norskan fisk Samkvæmt viðskiptasamn- ingi, sem Norðmenn og Frakk ar gerðu með sér 3. júlí hefir frönskum fiskinnflytjendum verið ráðlagt að kaupa frá Noregi frosinn fisk. Standa þeim til boða innflutnings- leyfi fyrir norskum fiski, fyr ir upphæð, sem nemur hátt á þriðju milljón norskra króna. Mestur hlutinn er frosinn, eða nýr fiskur, eða fyrir 2,2 millj. kr., en síld og annar fiskur fyrir 1,3 millj. norskra króna. Vtbreiðið Tíiuami. AuglýsitS í Tímannm mm úm'k WODLEIKHUSID „Hve goít og fagurt44 Sýning í kvöld kl. 20.00. Imyndimarveilun BARNASÝNIN G þriðjudag kl. 17,00. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 11—20.00. — Sími 80000. KAFFIPANTANIR í MIÐASÖLU Sigge Stark: I leynum skógarins sér allar undankomuleiðir lokast og hringinn þrengjast æ meira um sig. En þegar sýslumaðurinn spurði hann, hvort hann neitaði enn að hafa framið morðið, reisti hann höf- uðið og sagði hátt og skýrt: — Hvað sem þið færið fram, þá er ég að minnsta kosti ekki sekur um morðið á Eiríki. Fríða var einnig kvödd til þess að bera vitni. Hún hvíslaöi orðunum, svo að sýslumaðurinn varð hvað eftir annað að áminna hana um að tala hærra. En allt, sem hún sagöi, var aðeins endurtekning þess, sem Janni hafði sagt. Þegar sýslu- maðurinn spurði hana, hvort það væri af sömu ástæðu og Janni hafði tilgreint, að hún hefði þagað um þessa mikils- verðu vitneskju, sem hún bjó yfir, svaraöi hún því játandi. — Ég var líka hrædd, bætti hún við. En þegar Naómí dó.. Friðrik hafði gefið lítinn gaum að framburði hennar, en þegar hún nefndi Naómí, rak hann upp hljóð. — Naómí.... er hún dáin? spurði hann og starði agn- dofa á sýslumanninn. — Já, hún var jörðuð á sunnudaginn. Friðrik seig niður í sætið. — Naómí, tautaði hann í bringu sér. Naómí — dáin.... Hann gróf andlitið í hendur sér. Það var dauðaþögn í salnum. Andrés leit á Maju. Á þessari stundu var það sjálf- sagt enginn annar en hann, sem gaf henni gaum. Allir aðr- ir störðu á fangann, líka hún sjálf. Þegar hún sá Friörik siga niður í sætið, er hann heyrði lát Naómí, kom tryllings- legur þj áningarsvipur á hana. Þar speglaðist kvöl hinnar forsmáðu konu og sársauki afbrýðiseminnar. Hann furöaði sig ekki á því, enda þótt hún gætti alla jafna að láta til- finningar sínar sem minnst í ljós, en á því, sem á eftir fór furðaði hann. Svipur hennar breyttist skyndilega, og er sýslumaðurinn hóf máls, birtist í augum hennar áköf þrá til þess að leggja höfuð sakborningsins við brjóst sér og gera allt, sem umkomuiaus kona gat gert til þess að hugga hann. Hversu mikið mátti bjóða ást hennar, hugsaði Andrés. Hún hlaut að vera býsna lífseig. Friðrik rétti úr sér í sætinu, en ekki á sama hátt og áður. Þrjózkan var liorfin úr hreyfingum hans og svip, og andlitið var fölt og mæðulegt. — Það ber allt að sama brunni, sagði hann — allt. Nú skal ég segja sannleikann, og svo getiö þið dæmt mig, ef þið viljið. Mér er alveg sarna. En það er sannleikurinn, sem ég nú segi. hvort sem þið trúið mér eða ekki. Ég hafði hugsaö mér að jafna um Eirík — berja hann eins og hann frekast þyldi eða vel það, því að ég var viti mínu fjær yfir því, að hann skyldi ná ástum Naómí en ekki ég. Hefði ég komizt í kast við hann, má vel vera, að ég heföi drepið hann, það skal ég ekki sverja fyrir, en samt sem áður var það ekki ég, sem skaut hann. Ég hafði hugsað mér að bíða hans handan við hamarinn, þar sem dálítið svigrúm var til þess að kljást við hann, því að hann kunni vel að beita hnefunum og var vel að manni. En þegar ég var í þann veg- inn að búa mig undir það að stökkva í veg fyrir hann, kvaö við skotið, og hann steyptist til jarðar. Ég sá undir eins, að maðurinn hafði verið skotinn til bana, hver svo sem hafði gert það, og ég tók á sprett brott frá þessum stað, því að ég sá undir eins, aö það gat verið hættulegt fyrir mig að láta sjá mig þar. Nú vitið þið allt, eins og það var, og nú getiö þið dæmt mig, ef þið viljið. Héðan af er mér alveg sama, hvað þið gerið við mig. Hann seig allur saman, og starði döprum augum á bekk- inn, 'þar sem Naómí hafði setið við fyrri réttarhöldin. Þeir voru til, er trúðu sögu hans, en langflestir gerðu það ekki. Fólk var því vant, að Friðrik lygi, og hann hafði gert það áður við yfirheyrslurnar og réttarhöldin. Og allir voru sannfærðir um, að vitnisburður Janna og Fríðu myndi telj- ast næg sönnun gegn honum. Hann yrð( dæmdur sekur um morðið. En það hafði enginn munað eftir Pétri Brask. Hann hafðl staðið úti í einu horninu og hlustað á framburðinn. En nú olnbogaði hann sig í gegnum mannþröngina. Allir litu undr- andi á hann. Hann, sem venjulega var svo feiminn og hlé- drægur, virtist nú ekki gefa því neinn gaum, þótt hann vekti á sér allra athygli. Hann staröi aðeins á sýslumann- inn, náfölur og andstuttur. — Ég vil segja dálítið, sem ég sagði ekki síðast, sagði hann og vætti þurrar varir sínar. Það komst hreyfing á alla, og maður hvíslaði aö manni,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.