Tíminn - 25.11.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.11.1951, Blaðsíða 4
TÍMINN, sunnudaginn 25. nóvember 1951. 268, blað’. Hvernig á að kjósa stjornlagaþing? Niðurlag. Alþingi kjósi stjórn- lagaþingið. Skyldi'nú svo fara að ekki næðist samkomulag á Al- þingi um kosningalög fyrir stjórnlagaþingið á þá leið, sem hér hefir verið bent á, kemur önnur hugmynd til greina, að vísu stórum frábrugðin og á vissan hátt ólýðræðislegri og líklegri til flokkspólitískrar skiptingar fulltrúanna. — Sú leið er að Alþingi kjósi stjórn lagaþingið með hlutfallskosn- ingu. — Kjörsvæðum sé hag- að á sama eða svipaðan hátt og greinir hér að framan, kjörgengi bundið við búsetu fulltrúa á kjörsvæðinu og kos ið um fulltrúa fyrir hvert kjörsvæði út af fyrir sig í sameinuðu Alþingi, er hin fyr irhugaða breyting á núgild- andi stjórnarskrá, sem kvæði á um þetta, hefði öðlazt stað- festingu. Jafnframt og Alþingi fengi þenna rétt, leiddi það af sjálfu sér, að alþingismenn afsöl- uðu sér kjörgengi til stjórn- lagaþingsins. Gera má raun- ar ráð fyrir því, að alþingis- menn yrðu ekki á stjórnlaga- þingi þótt annars konar kosningatilhögun yrði við- höfð, meðal annars af þeirri ástæðu, að þingin yrðu að öll um líkindum að störfum sam tímis. Þessi kosningaaöferð hefir þann stóra kost, að hún er fyrirhafnarminnst og öldung- is kostnaðarlaus. Tvær mótbárur munu flutt- ar fram gegn þessari kosn- ingatilhögun og verður, ef að vanda lætur, hrópað hátt um báðar. Önnur er að kjósendur séu sviptir rétti til að kjósa stjórnlagaþingið. Athugum þetta nánar. í fyrsta lagi mun svo fara, ef almennar stjórnlagaþingskosningar fara fram að kjósendum verður einatt lítt kunnugt um af- stöðu frambjóðenda til stjórn arskrármálsins. Og sjálfir verða kjósendur, meginþorri þeirra, reikulir í ráðí í þessu efni. Hér kemur margt til greina, sem athuga ber. Höf- undar forseta-tillögunnar, þ. e. þeirrar, að forseti, sem jafn framt yrði forsætisráðherra, eigi að mynda stjórn eða skipa ráðherra án tilverknaðar Al- þingis, halda því að vísu fram, að þjóðin muni skipt- ast í tvo hópa, milli þeirra og hinna, sem halda vilja í þing- ræðisskipulagið. — En efast má um að slík flokkaskipt- ing komist á, þótt því sé hald- ið fram af ýmsum. — Hér kem ur margt til greina, sem at- huga ber, svo sem tvískipt þing eða eina málstofu, skip- un kjördæma hlutfallskjör að einhverju, einmenningskjör- dæmi, ellegar máske kjör- svæðatilhögun þá, sem rætt er um hér að framan, valds- svið forseta m.m. Afleiðing af þessu verður sú, að kjósendur yfirleitt verða reikulir í ráði um til- lögur í stjórnarskrármálinu, tileinka sér enga sérstaka stefnu, en velja þá í flestum tilfellum samflokksmenn sína, þeir sem teljast til ein- hvers flokks, hinir þá er þeir treysta bezt, og er ekki nema sæmilegt um þá afstöðu að segja. — En skoðanir fram- bjóðenda á stjórnarskrármál inu koma lítt eða ekki til greina. Menn verða vel að gæta Eftir Kristján Jánsson frá Garðstöðum þcss, að hér stendur allt öðru vísi á en í kosningum til Al- þingis. Hér er ekki verið að kjósa fulltrúa til þings þar sem grundvallarstefnur í þjóð málum koma fyrst og fremst til greina svo og hagsmuna- mál einstakra kjördæma — og kjósenda máske. Hér er einungis verið að velja fulltrúa til að semja stj órnarskrá fyrir lýðveldið. Og það stjórnarskrárfrum- varp verður síðan borið und- ir atkvæði alþingiskjósenda' til samþykkis eða synjunar. Sú mótbára gegn þessari til- | högun að kjósendur séu með henni sviptir kjörrétti er því í rauninni veigalítil. — Kjós-' endur eiga nefnilega hér all- an eftirleikinn. Þeir geta kol- j fellt stjórnarskrárfrumvarp stjórnlagaþings, og gera það vitanlega verði frumvarpið eigi að skapi meirihluta al-' þingiskjósenda landsins. Þenn an rétt eiga kjósendur ein- ungis að því er fullnaðarsam- þykkt stj órnarskrárinnar snertir, en í engu löggjafar- máli öðru. Þess vegna er kjör- réttur kjósendanna til stjórn- lagaþing(s ekki jafn mi'kils virði, ekki jafn áríðandi og við kosningar til Alþingis eða bæja- og héraðsstjórna. Kostir þessa kosningafyrir- komulags eru margir. Það er fljótvirkt, fyrirhafnarlaust og kostnaðarlaust bæði fyrir rík- issjóð og „háttvirta kjósend- ur“. — Það verður að treysta alþingismönnum til að velja þá eina á stjórnlagaþingið, sem kunnir væru að nokkurri þekkingu á stjórnarskrármál- inu og hefðu áhuga fyrir að leysa málið. Vitanlega myndu menn líta misjöfnum augum á val fulltrúanna og vafalaust fengju þingmenn orð í eyra og jafnvel stór ámæli. Sá leiði háttur tíðkast annars of mjög í þessu landi að fara niðr- andi orðum um alþingismenn- ina. En ýmsir þeir, sem ámæla þingmönnum sí og æ og sjá, að því er virðist, fátt gott í framkomu þeirra og störfum, eru oft manna tindilfættast- ir, og á sífelldum þönum með að afla þessum sömu mönn- um atkvæða við kosningar. — Á gambri slíkra manna er því ekki mikið mark takandi. Ég hygg, að allir verði í al- vöru að játa, að valið myndi af auðskildum ástæðum tak- ast betur hjá Alþingi en kjós- endum. — Það, sem um er að ræða, er, hvort kjósend- ur vilji afsala sér kjörrétti sínum í hendur Alþingis. — Á það ber og að líta, að kjós- endur geta haft nokkur óbein áhrif á þingmenn um afstöðu þeirra til stjórnarskrármáls- ins og jafnvel val stjórnlaga- þingsfulltrúa, því alþingi ber ekki að kjósa stjórnlagaþings fulltrúana fyrr en að kosning um loknum. Því mun verða haldið fram, að með þessu fyrirkomulagi sé skefjalausri flokkspólitík boðið heim í vali st j órnlagaþingsf ulltrúanna. Ekki þarf þó svo að vera. — Kunnugt er að innan þing- flokkanna eru skoðanir skipt- ar um mörg mikilvæg atriði tilvonandi stjórnarskrár. Mætti því ætla að í fulltrúa- vali Alþingis til stjórnlaga- þings kæmu fram þau sjónar- mið og sérskoðanir í stjórnar- skrármálinu sem máli skipta. Fyrir þessu myndi að minni hyggju vera séð með almenn- um kosningum, og einkanlega myndi með einmenningskjör dæmakosningum hrein tilvilj un ráða. — Þó er sennileg- ast að við þessháttar kosn- ingaraðferð myndi í flestum tilfellum eingöngu kosið eftir hreinum flokkslínum og eink anlega í þéttbýlinu og fjöl- mennustu kjörsvæðunum. — Þeir, sem öðru halda fram, verða að benda á einhver stað góð rök máli sínu til stuðn- ings. Ég er að vísu þeirrar skoð- unar, að tillaga mín, er ég hefi lýst hér að framan um óhlutbundið kjör allra stjórn lagaþingsmanna á sama kjör seðli sé æskilegasta fyrir- ’ komulagið. Vel má þó vera, ‘ að þeir agnúar reynist á þeirri kosningatilhögun að kostanna! gæti eigi nógsamlega. — Að1 þeirri tilhögun slepptri er það kjör Alþingis, sem til greina kemur. Ætla ég ekki að end- urtaka þau rök, sem ég hefi fært fram fyrir þeirri kosn-' ingaaðferð né lengja mál mitt meir að þessu sinni. | Nú er það hinna áhuga- sömu formælenda nýrrar lýð- , veldisstjórnarskrár, að benda á aðrar heppilegri leiðir í máli þessu. — Einkum tel ég að hinum nýstofnuðu og til- f vonandi stjórnarskrárfélög-, um beri skylda til að láta uppi álit sitt og leggja fram til- lögur í málinu. Það er meira aðkallandi að koma sér saman um stjórn- lagaþingið og kosningafyr- J irkomulag þess, en að leggjaj fram ákveðnar tillögur í sjálfu stjórnarskrármálinu nú þeg-j ar. — Ráðlagði skipstjór- anum að halda til hafnar Óhugnanlegt atvik kom fyr ir á enskum síldveiðibát á dög unum, er hann var staddur að veiðum 30 sjómílur undan landi. Einn af hásetunum kom til skipstjórans og sagði honum að bezt væri að halda með skútuna og allt saman til hafnar þegar í stað. Þegar skipstjórinn bað um upplýsing ar, sagði hásetinn að hann gæti komizt að því með því að fará í matstofuna, því hann kæmi beint frá því að drepa kokkinn. En rétt í sama mund bar kokkinn einmitt að haltrandi og illa til reika. Hafði hásetinn lamið hann niður með stórum hamri, vegna þess að hann treysti sér ekki að ráða öðru vísi við sér stærri mann og ætlað að láta lífdaga hans vera talda. Þegar til lands kom bar há- setinn það, að hann hefði skyndilega komizt að því að kokkurinn héldi við konuna sína og þá undið bráðan bug að því að binda endi á það með öruggu móti. Anglýsið í Tímannm. Kaupið Tímann! Góð tíðindi eru það, að forseti íslands hefir fengið bót við kvilla þeim, er varð þess vald- andi, að hann varð að fara til Bretlands og fá þar sérstaka læknisaðgerð. Samkvæmt frétta tilkynningu frá forsætisráðherr anum hefir þessi aðgerð heppn azt vel. Það liefir ekki þurft heilsu- leysi forseta til, að rnenn hafa undanfarið verið að stinga sam an nefjum um það, hver myndi erfa forsetatignina, ef núv. for- seti léti af embættinu. Svipaðar gátur eru menn að ráða í öðr um löndum, þótt ekki sjáist sérstök merki þess, að hlutað- eigandi forustumaður sé að hætta störfum. Menn hafa allt- af gaman af því að spyrja og spá og að reyna að skyggnast inn í framtíðina, þótt oft og tíðum reki ekki neinar nauðir til þess. Það er sagt, að viss öfl í Sjálf stæðisflokknum hafi mikinn á- huga fyrir því, að einhver Thors arinn verði næsti forseti fs- lands. Ólíklegt er, að Ólafur Thors sækist eftir embættinu, því að hann mun heldur kjósa að fást við stjórnmál meðan hann hefir afskipti af opinber- um málum á annað borð. Meðan ætlazt er til þess, að forsetinn sé hlutlaus og hátíðleg persóna er líka erfitt fyrir pólitískan flokksforingja að ætla að fara umsvifalaust í forsetaembættið. Thor ’Thors kemur því fremur til greina og jafnvel Richard Thors, ef Sjálfstæðisflokkurinn vill gera Thorsara að forseta- efni sínu. Ósennilegt er, að aðr ir flokkar en Sjálfstæðisflokkur inn myndu fallast á Thorsara sem forseta. Af þeim mönnum, sem staðið hafa framarlega í stjórnmálum, er Ásgeir Ásgeirsson einna oft ast nefndur sem forsetaefni. Hann hefir látið lítið bera á sér opinberlega að undanförnu og gæti af þeim ástæðum komið til greina. Annars ganga tals- verðar sögur um áhrif hans og afskipti að tjaldabaki. Ásgeir hefir gegnt virðulegum embætt um, bæði veriö forsætisráðherra og forseti Alþingis við hátíðlegt tækifæri. Hann er virðuleg persóna og diplomat og myndi á^margan hátt sóma sér vel í fórsetaembættinu, eins og því er nú háttað. Af mönnum, sem hafa nú lítil eða engin afskipti af stjórnmál um, hafa verið tilnefndir sem líkleg forsetaefni Pálmi Hann- esson rektor, dr. Björn Þórðar- son og Sigurður Nordal sendi- herra. Af hálfu ýmsra Sjálfstæð ismanna, er ekki vilja Thors- ara fyrir forseta, en vilja þó hafa pólitískan lit á forsetan- um, hefir veri§ ymprað á Gísla Sveinssyni fyrrv. sendiherra. i Fleiri forsetaefni hefi ég heyrt , nefnd, en læt nægja að nefna i þessi nöfn að sinni. Menn munu og vona, að núv. forseta endist f svo líf og heilsa, að hann geti 1 gegnt embættinu lengi enn. Allar líkur benda til þess, að hann verði endurkosinn gagn- I sóknarlaust meðan hann gefur | kost á sér. En samt hafa menn ; gaman af að geta sér til um 1 líklegan eftirmann hans. Svo getur farið, að ekki náist sam- komulag um neitt forsetaefni 1 og hörð kosningabarátta fari ' fram. Slík kosningabarátta gæti I haft miklar stjórnmálalegar breytingar í för með sér. f tilefni af þessum getgátum um eftirmann forsetans, kemur mér í hug hin skyndilega brott för Einars Gerhardsens úr norska forsætisráðherraembætt inu. Hún kom yfir menn, eins og þruma úr heiðskíru lofti. Enginn átti von á því fyrir fram, að Gerhardsen tæki þennan kost. Menn vissu aö vísu, að hann var orðinn þreyttur, en það er ekki venjulegt, að menn geri sér þess svo grein sjálfir að þeir sleppi af valdamiklum stöðum þess vegna. Þvert á móti er það venjan, að menn setji meðan sætt er og sækist lengur eftir völdum en hollt er fyrir þá | og aðra. Að því leyti er þetta fordæmi Gerhardsens sérlega athyglisvert. Sum Norðurlandablöðin telja, að Gerhardsen hafi valið þenn an kost með tilliti til þess, að harðari flokkabarátta fari nú í hönd en áður. Stjórnmálabar- áttan í Noregi hefir í stjórnar- tíð Gerhardsens mótazt af sam starfsandanum frá striðsárun- um og Gerhardsen hefir breytt mjög í samræmi við hann. Hann hefir því unnið sér vinsældir langt út fyrir flokk sinn. Ýmsar aðstæður valda því, að nú hljóta flokkadeilurnar heldur að harðna, m. a. í sambandi við kaupgjaldsmálin. Gerhardsen kann því að hafa talið rétt, að hann drægi sig nú í hlé, en þjóðinni gæti síðar staðið for- usta hans til boða, ef á auknu samstarfi þyrfti að halda. Það styður m. a. þessa skoðun, að eftirmaður hans, Oscar Torp, er talinn stórum harðskeyttari maður og meiri flokksforingi en Gerhardsen. Jafnan hefir ver ið mjög góð samvinna milli þeirra Torps og Gerhardsens og þykir víst, að svo verði áfram. 1 Mikla athygli vekur það, að Sjálfstæðismenn eru nú látnir einir um það að sækja þýðingar miklar opinberar ráðstefnur. Þannig eru allir fulltrúarnir (3) á þingi S.Þ. Sjálfstæðismenn og sömuleiöis allir fulltrúarnir (4) i á þingi Atlantshafsbandalags- ins í Róm. Starkaður. Þökkum innilega sýnda samúð vegna andláts og jarð- arfarar EIRÍKS EINARSSONAR, alþingismanns, svo og margs konar virðing, sem minningu hins látna hefir verið sýnd. Vandamenn. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför fósturmóður og tengdamóður okkar ELÍSABETAR GUNNLAUGSDÓTTUR. Elísabet og Ólafur Kvaran, Ingibjörg og Niels Ö. Nielsen.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.