Tíminn - 25.11.1951, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.11.1951, Blaðsíða 8
35. árgangur. Reykjavík, 25. nóvember 1951. 268. blað. MEÐAL SAMVINNUMANNA Á AUSTURLANDI III. Á Stöðvarfirði hefir kaupfélagið treyst grundvöll atvinnulífsins Björn Stefánsson: Verðmætari afurðir. Stöðvarfjörður er einn hinna austfirzku fjarða, þar sem fjöllin og hin fagra nátt- úra móta svip fólksins og við mót, og sjórinn, sjósóknin og nostursöm nýting takmark- aöra landgæða er þunga- miðja lífsbaráttunnar. Á Stöðvarfirði og Breiðdals vík starfar eitt af yngi kaup- félögum landsins, sem með tuttugu ára starfi hefir tek- izt að bæta lífskjör fólksins og treysta aíkomumöguleik- ana með' hagkvæmum tækj- um til að nýta framleiðsluna og skapa sem mest verömæti fyrir fiskinn og kjötið. Þegar trillubátarnir fara í róður. Á kyrrum sumarkvöldum leggj a Stöðvarfj arðartrillurn ar út fjörðinn til fiskiveiða, hver á eftir annarri. Hinir and stuttu skellir olíuvélanna bergmála milli fjallanna og sjómennirnir sitja við stýri, og dunda við að ganga frá lóð og athuga um hnúta á belgjum eða sökku, meðan báturinn özlar út fjörðinn. Útgerðin er að mestu bund in við trillurnar og venjuleg- ast gefast þær vel. Menn eru sjálfs síns húsbændur á sjón um; og útgérðarkostnaðurinn er tiltölulega lítill. Útgerðin gengur meöan eitthvað fæst úr sjónum, en áhyggjurnar fara vaxandi vegna aukinnar ágengni stærri skipa á land- grunninum. Landgrunnið er landareign fiskimannanna á ströndinni, tún þeirra og ak- ur, þar sem engu má ræna, án þess að hegnt sé fyrir. Auk myndarlegs trillubáta- flota er einn stór þilfarsbát- ur, Víðir, gerður út frá Stöðv arfirði af óvenjulegri hagsýni og dugnað af eigepdunum, sem sjálfir starfa á bátnum. i Frá bryggjunni beint á túnið. Með morgninum fara trill- j urnar aö týnast að landi, og ' koma hver af annarri. Oft er þaö góðs viti, ef seint er kom j ið að, og það gleður augu þeirra aðstandenda, sem fylgj | ast með ferðum bá'tanna, er þeir sjá þá rista djúpt undir j góðum afla. Því miður hefir sú sjón verið heldur sjaldgæf i sumar og .haust. Flestir sjómanna í Stöðvar firði eru landbændur öðrum þræði og sinna biiverkum milli þess, sem sjórinn er stundaður. Hvert heimili, að kalla, á sinn túnblett, og mörg tún eru innan takmarka kaup túnsins. Þegar þurrkdagur er að sumrinu fara stundirnar ckki til ónýtis á Stöðvarfirði. velkominn af sjónum m Þá má sjá atorkusama menn hraða för sinni frá bryggju upp á túnblettinn til konu og barna, sem þar eru fyrir að sinna heyskapnum. S'.ofmin kaup- félagr.ins. Kaupfélag Stöðfirðinga er tvítugt um þecsar muhdir o;r hefir því vaxið mjög íisliu. um hrygg á síðaii árum. Þao varð til eins og fleiri kaupfó- laganna á Austurlandl, án allra átaka og með góðu sam- komulaei við þá, sem unnu að verzlun og atvinnurekstri á staðnum. Eðlileg félagsalda kallaði fram hina nýju félags hugsjón í Stöövarfirði. Fólkið fann, að það þurfti á sam- vinnufélagi að halda til að treysta lífsafkomuna, og þess vegpa var kaupfélagið stofn- að. Síðan tók hið nýstoínaða félag við verzluninni á staðn um, og er hún rekin enn í þeim húsakynnum. Þungbær vöggugjöf. ! Heimskreppan síðari kom eins og vöggugjöf til hins ný- stofnaða félags. Þaö fór ekki hjá því, að erfiðleikar henn- ar kæmu við afkomu og starf semi félagsins. Aldan, sem hingað barst frá viðskiptaerf iðleikunum úti í hinum stóra heimi, olli því, að ekk'i varð um að ræða skjóta og öra íramíaraþróun hjá hinu ný- 1 stofnaða kaupfélagi, þótt í þvi j værj hins vegar mikil vörn.1 Eftir því sem tímarnir urðu erfiðari og meira harðnaði á, varð félagsins og fyrirhyggju þess til tryggiflgar sannvirði afurða og neyzluvara líka méiri þörf. I Breiðdalsvík. Þegar óveður kreppunnar var liðið hjá óskuðu samvinnu menn í næsta byggðarlagi, Breiðdalsvik, eftir samfylgd við Stöðvfirðinga, og starfa ' báðar byggöirnar sem ein samvinnuheilð síðan. Á Breiðdalsvík, sem er ungt kauptún, heíir félagið komið , á fót hraðfrystihúsi, sem jöfn ! um höntíum er notað til frys-t ! ingar og geymslu á dilkakjöt inu, en á þessu félagssvæði er jmikill landbúnaður, landgott cg dugandi bændastétt. Auk þess er frystihúsið not i að til hagnvtingar á sjávar- ' afla sem að landi berst í kaup ' túninp, ,en. á- Brc'ðdalsvik er nokkur og vaxandi útgerð. j Getur hraðfrystiiiúsið unnið júr . fjsldnum .. markaðsvör.u j með flökun og roðflettingu, ;sem iöfnum höndum er gerð imeð markað í Bandaríkjun- um eða Evrópulöndum fyrir augum. Á Breiðdalsvík rekur Ifélagið svo að sjálfsögðu verzl i unarútibú. Bæít aðs'aða atvinnu- Jífsins. Á Stöðvarfirði er verzlun fé lagsins ennþá til húsa í gömlu kaupmannshúsunum, sem eru .orðin allmikið úr sér (Framhald á 7..síðu) Allar myndir á þessari síðu eru frá Stöðvarfirði. Efsta myndin er af kaupstaðmim í Stöðvarfirði. Næst er mynd af kauptúninu í Breiðdalsvík, bar sem útibú félagsins er. Þá er mynd úr hrað- írystihúsinu á Stöðvarfiroi. Stúlkurnar eru að vega og pakka ýsu fyrir Ameríkumarkað í umbúðir sambandsins. Til vinstri á síðunni er táknræn mynd fyiir Stöðvarfjörð. Einn af liinum harð- duglegu trillubátsformönnum kemur heim úr róðri og stígur á land upp úr bátnuro sínurn. Ilann liefir farið margar ferðir á trillunni sinni út og inn fjörðinn, (Ljósm. Guðni Þórðarson).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.