Tíminn - 25.11.1951, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.11.1951, Blaðsíða 2
2. TÍMINN, sunnudaginn 25. nóvember 1951. 268. blað* UtvarpLb 'Útvarpið í dag: 8.30 Morgunútvarp. — 9.10 Veðurfregnir. 11.00 Messa í Hall grímskirkju (séra Sigurjón Árnason). 12.15 Hádegisútvarp. 12.55 Útvarp af stálþræði frá fundi Stúdentafélags Reykjavík ur 13. þ.m. (Pramh. fundarins útv. kl. 16.45). 15.15 Préttaút- varp til íslendinga erlendis. 15.30 Miðdegisútvarp. — Útvarp frá siðdegisskemmtun í Þjóð- leikhúsinu. 16.45 Veðurfregnir. — Framhald stúdentafundar- ins. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Barnatími (Þorsteinn Ö. Steph- ensen. 19.30 Tónleikar (plötur). 19.45 Auglýsingar. — 20.00 Préttir. 20.20 Tónlist með til- brigðum: Farið í sirkus. Erindi: Uppruni og innflutningur ís- lenzku flórunnar. 21.00 Tónleik ar (plötur). 21.25 Upplestur: Úr ritum Benedikts Gröndal (Gils Guðmundsson ritstj.). 21.45 Tón leikar (plötur): Tilbrigði eftir Arensky um stef eftir Tschai- kowsky. 22.00 Fréttir og- veður- fregnir. 22.05 Danslög (plötur). — 22.30 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. 20.20 Útvarpshljómsveitin; Þór- arinn Guðmundsson stjórnar. 20.45 Um daginn og véginn (Gylfi Þ. Gíslason prófessor). 21.05 Einsöngur: Erling Krogh syngur (plötur). 21.20 Erindi: Konrad Röntgen og röntgen- geislarnir (dr. Gísli Fr. Peter- sen yfirlkænir). 21.45 Hæstarétt armál (Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari). 22.00 Frétt- ir og veðurfregnir. 22.10 „Fram á elleftu stund“, saga eftir Ag- öthu Christie; XIII, (Sverrir Krist j ánsson sagnf ræðingur). 22.30 Tónleikar (plötur). 23.00 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Sambandsskip: Hvassafell fór frá Vestm.eyj um 18. þ.m. áleiðis til Finnl. Arnarfell er í Bilbao. Jökulfell lestar freðfisk á Eyjafjarðar- höfnum. Ríkisskip: Hekla fer frá Reykjavík á morgun vestur um land i hring ferð. Esja verður væntanlega i Álaborg í dag. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Skjaldbreiö fór frá Reykjavík í gærkvöld til Skagafjarðar- og Eyjafjarðarhafna. Þyrill er í Reykjavík. Ármann var í Vest- mannaeyjum í gær. Eimskip: Brúarfoss fór frá Reykjavík 23.11. til Boulogne og Amster- dam. Dettifoss fer frá Hull í dag 24.11. til Reykjavíkur. Goða foss fór frá London 23.11. til Rotterdam og Hamborgar. Gull foss fór frá Reykjavík kl. 12 á hádegi 24.11. til Leith og Kaup- mannahafnar. Lagarfoss kom til New York 8.11., fer þaðan 25.11. til Davisville og Reykja- víkur. Reykjafoss er í Hamborg. Selfoss fór frá Reykjavík 23.11. til ísafjarðar, Siglufjarðar, Ak- ureyrar og Sauðárkróks. Trölla foss kom til New York 19.11. frá Reykjavík. Vatnajökull fór frá New York 22..11. til Reykjavík- ur. Flugferðir Lof tleiðir: í dag verður flogið til Vest- mannaeyja. Á morgun verður flogið til Akureyrar, Bíldudals, ísafjarðar, Patreksfjarðar, Vest mannaeyja og Þingeyrar. A réttri leið. Að undánförnu hafa verið flutt íslenzk sönglög á und- an fréttum hádegisútvarps- ins. Þótt þessi tími, sem þarna er ætlaður íslenzkum sönglögum sé stuttur, er þetta virðingarvert, og mun almenn ánægja yfir þessari nýbreyfni. Hafa ýmsir haft orð á því við blaðið, að skylt sé að þakka þessa nýbreytni, sem þá er gert hér með. Það er skylda ríkisútvarps ins að leggja rækt við ís- lenzka þjóðmenningu og stuðla að því á allan liátt að íslenzk þjóðerniskennd og heilbrigður þjóðernismetnað ur glæðist. Það eitt gefur okk ur rétt til þess að lifa sem þjóð, að við eigum þjóðlega, íslenzka menningu, og án þess værum við Iítilsverður .dropi í hafi þjóðanna, dæmd ir til að gleymast og týnast. Allt, sem íslenzkt er, á að verða helgara en allt annað, og metnaður okkar fyrir hönd þjóðar okkar og þjóð- ernis okkar mesta dýrmæti. Árnað heitla 85 ára er í dag Sigurgeir Jónsson, org- anleikari á Akureyri. Sextugur er í dag Jón Ingólfsson bóndi að Breiöabólsstað í Reykholts- dal. Fimmtugur. Sigurður Samsonarson, starfs maður hjá kaupfélaginu á Flat eyri, er fimmtugur í dag. Hann hefir staðið framarlega í íþrótta hreyfingunni og tekið mikinn þátt í margs konar félagsstörf- um. Úr ýmsum áttnm Gestir í bænum. Jónas Jóhannsson, bóndi í Öxney, Jón Ingólfsson, bóndi á Breiðabólstað í Reykholtsdal. Leikfangahappdrætti Víkings. Skyndihappdrætti Víkings um hin 60 þýzku úrvalsbarna- ieikföng og tvær ferðir með Gull fossi til Kaupmannahafnar, eru í fullum gangi í verzluninni Stálhúsgögn Laugaveg 45. Fyrirkomulag happdrættis- ins er þannig, að þeir, sem ; kaupa miða geta samstundis séð hvort þeir hafa hlotið vinn ing. Verða miðarnir, sem kosta 2 krónur, seldir í áðurnefndri ^ verzlun um helgina. Tónlist eftir Hallgrím Helga- 1 son í danska útvarpinu. Næstkomandi þriðjudag verð ur flutt tríó fyrir fiðlu, celló og píanó, eftir Hallgrím Helgason í danska útvarpið. Hefst útvarp ið kl. 17.40 eftir dönskum tíma. Einn þekktasti fiðluleikari Ðana, Börge Helfred, kapel- meistari i Vivex, flytur verkið ásamt fleirum. Kvenréttindafélag Islands. byrjar fræðsluhring um trygg ingamál næstkomandi þriðju- dagskvöld klukkan 8,30 í skrif- stofu félagsins, Skálholtsstíg 7. Sverrir Þorbjarnarson trygg- ingarfræðingur mun leiðbeina. Félagskonur tilkynni þátttöku næstu daga klukkan 10—1 ár- degis í síma 2398 og 5056. í leikfangahapprdætti Heilsu- hælissjóðs N.L.F.Í. eru 426 vinningar að verðmæti kr. 40.000, — allt glæsileg og vönduð ensk barnaleikföng, m. a.: 272 uppdregnir bílar, 15 teg. af ýmsum stærðum, 1 stórt upp lýst brúðuhús, 8 herb. og bíl- skúr og 7 minni hús með 4 herb., 8 stórir, stignir, bílar, t.d. bruna bíll, jeppi, traktor o.fl., 7 bens- ínstöðvar með bílageymslum, 10 þríhjól og 12 hlaupahjól, 10 sett sandkassaleikföng og 13 sprellikarlar, 4 brúðuvagnar og 5 brúðukerrur, 12 brúðustólar, 17 brúður, sem tala og ganga 25 stór brúðurúm, 2 brúðueld- hús með öllum eldhúsgögnum og vörum. 2 brúðuþvottahús og stór brúðuklæðaskápur, 3 verzl- anir- með vörum, vog o. fl., 2 rafmagnsjárnbrautir og stór vörukrani, 11 hraðbátar. Búið er að draga út vinnings númer svo að menn sjá hvort þeir hafa unnið um leið og þeir kaupa miða, en vinningarnir verða afhentir fyrir jól. Miðarnir eru seldir í Austur- stræti 6 og þar eru munirnir til sýnis. — Opið verður til kl. 9 á kvöldin. Allur ágóði af happdrættinu rennur til byggingar heilsuhæl- is N.L.F.f. Dagsbrúnar- og Kíjumenn; Laugardaginn 1. desember verður sjónleikurinn Dóri sýnd ur í Þjóðleikhúsinu fyrir með- limi Dagsbrúnar og Iðju. Að- göngumiðar með sömu kjörum og áður verða seldir í skrifstof- um félaganna, og hefst sala á miðvikudag. Óþarfi að kippast við. Jóhanni Þ. Jósefssyni hefir fallið það svo illa að Tíminn sagði í græskulausum gaman- tón frá smáatviki, sem gerðist í þingsölum á fimmtudaginn, að hann hefir látið Morgunblað ið birta leiðréttingu og afsökun en brigzlar Tímanum um leið um óheiðarleik og ranghermi. Athugasemdin ber þó með sér að rétt var frá skýrt atvikum, en það var alger óþarfi af Jó- hanni að kippast svo mjög við, því að það snertir raunar á eng an hátt hann sjálfan persónu- lega. S(líkt gamanatvik hefííi getað komið fyrir fleiri þing- menn og hægt að segja frá því um hvern þingmann sem var. Og þótt Jóhann væri eitthvað annars hugar, hefir Tímanum aldrei komið til hugar að. drótta því að honum, að hann hafi verið undir áhrifum í þingsal, enda kunnugt, að Jóhann er hinn mesti hófsmaður i þeim efnum. (Framhald af 1. síðu.) um minnst þremur til fjórum venjulegum íbúðum. Tæki þessi eru gerð til' brennslu á jarðolíu, en hún er allmiklu ódýrari en dieselolía, |1 sem mest er notuð til kynding- : ar í húsum nú. Tæki þessi kosta [ 11 til 15 þús. kr. Tímmn liefir ekki miimzí á nein tilho@ Vísir skýrir svo frá í gær, að AlþýSublaðið og Tíminn hafi sagt, að fyrir lægju til- boð frá einstaklingum um að takast á hendur rekstur Þjóð leikhússins. Þetta er algerlega rangt að því er snertir Tím- ann. í honum hefir hvergi verið orð um það, að slík til- boð væru fyrir hendi, og er blaðinu algerlega ókunnugt um það. Bókmenntakynning og menningar hcltfuS Gunnari Gunnarssuni verður kl. 13,15 í Austurbæjarbíó Leikararnir Þorsteinn Ö. Stephensen, Herdís Þorvaldsdóttir, Lárus Pálsson. lesa upp úr verkum skáldsins: BORGARÆTTINNI, SKIPUM MEIÐRÍKJUNNAR, SVARTFUGLI, ÓREYNDUM FERÐALANGI. Aðgöngumiðar á 5 krónur seldir við innganginn Mál og menning I Aformað er að hafa T ómstundakvöld (Kvöldvöku) í samkomuhúsinu Röðlf, uppi, þriðjudaginn 27. þ. m., kl. 8,30 e.h. Ðagskrá kvöldsins: 1. Samsöngur með píanóundirleik. 2. Tilsögn í prjóni, liekli og útsaumi. 3. Sameiginleg kaffidrykkja. 4. Kvikmyndasýning. Allar ungar konur og stúlkur velkomnar. Samtök kvenna. Teppagerðarnálar Höfum nú fengið tvær gerðir af teppanálum, hinar þekktu All-nál og Alacliii-nál Einnig höfum vér fengið striga munstraðan og ómunstraðan ásamt tvinna og römmum. Verð á nálunum kr. 45 GEFJUN—-IÐONN Kirkjustræti 8. — Sími 2838 Gerist áskrifendur að iJímanum Askrlftivrsfmi Í3ES FYRIRLIGG J ANDI: vatnskassaelement í jeppa. Önnumst viðgerðir á alls konar vatnskössum. Einnig nýsmíði og viðgerðir á benzingeymum og hljóð- deyfurum bifreiða og annarra ökutækja. Framleiðum þakrennur og rör, einnig þakglugga. Sent um allt land gegn póstkröfu. Blikksmiðjan Grettir Brautarholti 24. Símar 2406 og 7529. Áskriftarsími Tímans er 2323

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.