Tíminn - 29.01.1952, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.01.1952, Blaðsíða 4
4. TÍRíINN, þriðjudaginn 29; janúar 1952. 23. lilað. Jón Sigurðsson bóndi í Yz'tafelli leggur „orð í belg um kjötsölumálið“ í Tíman- um 15. desember sl. Við lest- ur greinarinnar fannst mér, að hann hefði svo lítið skeytt um það að gera sér grein fyrir málinu, að eigi gæti hann hafa ritað hana þess Vtígna og mundi réttast nð láta sig hana engu skipta. En þess hefi ég orðið var, að ýmsir bændur gera sér að meira eða minna leyti líkar hugmyndir um kjötsölumálin og Jón, og fyrst hann hefir orð ið til að bera þær fram á op- inberan vettvang, er réttlæt- anlegt að ræða við hann sem fulltrúa þeirra, sem líkar skoðanir hafa. Ég vil treysta þvi, að bæði hann og bænd- ur almennt vilji reisa skoðan- :ir sínar á þessum málum a réttum rökum. Því vil ég reyna að ræða þau skaps- muna og áreytnislaust. Að ég sný máli mínu til Jóns er ekki af árc-ytni við hann, heldur fyrir það eitt, að hann hefir opinberlega sett fram skoð anir, sem ástæða er til að gera athugasemdir við. Því er nú betur, að ekki er- um við Jón ósammála um öll málsatriði. Þannig getum við orðið sammála um þau al- mennu sannindi, er hann hef ur mál sitt á: „Markaðsmál skera úr því, hvort búnaður okkar verður lífvænlegur og samkeppnishæfur, svarar rentum og greiðir verkalaun móts við aðra atvinnu. Ef svo er ekki, eykst auðn sveit- anna “ En þegar við förum að draga ályktanir af þess- um grundvallarsannindum skiljast leiðir okkar. Jón seg- ir: „Ef við værum búmenn ís- lendingar, mundum við ekki neyfa meira kjöts en Norð- menn. (Kjötneyzla þeirra er aðeins 27 kg. á mann). Kjöt okkar er seljanlegt margíöldu verði móts við fisk.“ Ég hygg, að þessi „búmennska“ mundi öllu oðru fremur auka „auðn sce'tanna." Ekki er fullljóst af grein Jóns, hvort hann ber held.ur íyrir brjósti hag þjóðarheild- arínnar eða hag bændastétt- arinnar sérstaklega, er hann vill kenna og innleiða „bú- mennsku“ sína. Mér þykir því vissast að gera ráð fyrir hvoru tveggja. Ég viðurkenni, að „búmennska" Jóns gæti bætt hag þjóðarheildarinnar, ef málið reyndist svo einfalt, að við ykjum bara fiskneyzluna að sama skapi og við minnk- uðum kjötneyzluna. aðrar breytingar yrðu eigi á neyzlu venjum okkar, heilbrigði og þörfum. En er ekki rétt að hafa svolitla hliðsjön af því, að svo er almennt talið, að við borðum nú meiri fisk en allar aðrar þjóðir? Þess vegna er óneitanlega dálítil hætta á, að við tækjum aldrei upp 1 framkvæmd nema að iitlu ieyti „búmennsku" Jóns Við mundum heldur, þegar innlenda kjötið yrði frá okk- ur tekið, leita okkur uppi i stað þess ýmislegar neyziu- vörur innlendar. og erlendar aðallega erlendar, og þar á meðal kjöt af erlendum upp- runa. Gæti svo fariö að lok- um, að gjaldeyrishagurinn yrði vafasamur þegar á fyrsta ári. En tjónið fyrir heilsu þjóðarinnar og allt öryggi hennar yrði efalaust. Þetta hefir okkur íslendingum yf- irleitt verið ljóst um aldir, og því hefir hver gömul kynslóð reynt að kenna ungri, að hollur væri heimafenginn baggi, jafnt fyrir hvert heim- ili og þjóðina alla. Þetta var aiér kennt í æsku, og ég held Arnór Sigurjónsson: Um Jóni í Yztafelli líka, þó að svo virðist, a.ð hann sé búinn áð gleyma því. Af þessum sök um eru líka allar þær þjóöir, er framleiða mikið af kjöti, jafnframt miklar kjötneyzlu- þjóðir. “Búmennska“ Norð- manna, sem Jón er svo hrif- inn af, er í því einu fólgin, að þeir framleiða ekki öll þau 29*) kg. á íbúa, sem þeir neyta, kjötframleiðsla þeirra fullnægir ekki þeirra litlu neyzlu. Sjálfir eru þeir ekki jafn hrifnir af þessari „bú- mennsku" sinni og Jón í Yzta felli. Þeir telja það höfuðnauð syn að auka kjötframleiðsl- una, ekki vegna útflutnings, heldur vegna neyzlunnar inn an lands. Ef menn vilja gera samanburð á kjötneyzlu okk ar og annarra Norðurálfu- þjóða og leggja þar á mæli- snúru þjóðarhags, verður að gera sér Ijóst, að Danir og ír- ar einir framleiða kjöt til út- flutnings. Allar aðrar Norður landaþj óðir vestan j árn- tjalds ýmist flytja inn kjöt eða búa við kjöthungur, nema hvort tveggja sé. En allar hafa þær betri skilyrði en við til að bæta sér kjötskortinn, af því að þær ráða yfir fjöl- breyttari landbúnaðarfram- leiðslu. Svo vafasöm sem bú- mennska Jóns í Yztafelli er fyrir hag þjóðarheildarinnar, er hún miklu vafasamari fyr- ir hag bændastéttarinnar sér- staklega. Við skulum reikna búmennskudæmi Jóns til enda. Kjötneyzla okkar frá hausti 1950 til hausts 1951 var 61 kg. á ibúa, — hafði þá þegar minnkað úr 70—80 kg. á íbúa, sem hún var 1940—- 1948, — kjötneyzla Norð- manna telur Jón 27 kg., mis- munurinn er 34 kg. á íbúa. Landsmenn voru þá 144—147 þús. og nemur þessi neyzlu- munur um 5000 tonnum. En þetta sama ár kom til opin- berrar sölumeðferðar: Kindakjöt ....... 4064 tonn Nautgripakjöt .. 535 tonn Hrossakjöt ....... 270 tonn Samtals 4869 tonn Þar af var selt til U.S.A......... 452 tonn Orðið er frjálst kjotsolu Selt til neyzlu innanlands 4417 tonn Takið eftir: Allt kjöt af sauðfé, er slátrað var á slát- urhúsum, og allt nautgripa- og hrossakjöt, er kom í verzl- anir frá hausti 1950 til hausts 1951, nam ekki mismuninum á kjötneyzlu okkar og þeirri kjötneyzlu, er Jón í Yztafelli telur góða búmennsku. „Bú- mennska" Jóns er í því fólg- in að leggja innlenda kjöt- markaðinn niður að fullu og öllu. Ég trúi ekki öðru en jafn- vel Jóni í Yztafelli yrði lítið til baka, ef innlendi kjötmark aðurinn væri ekki lengur til. Síðan 1934 höfum við á hverju ári fengið hærra verð á inn- lendum markaði en erlend- um fyrir allar tegundir kjöts, — nema úrvals dilkakjöt 1950 og 1951, — stundum allt að *) Talan 27, sem Jón í Yzta felli notar, er líklega inn í þessar umræður komin vegna prentvillu eða annars mis- gánings. helmingi hærra. Flest árin hefir þetta varðað íslenzka bændastétt tugi millj óna króna reiknað til núgildandi peningaverðs. Eigum við svo að fórna öllum . okkar inn- lenda kjötmarkaði undir eins og það vill til einu sinni eða tvisvar, að við fáum hærra verð fyrir eina tegund kjöts á erlendum markaði? „Ekk- ert stórvirki verður unnið nema með sjálfsfórn," segir Jón í Yztafelli, og vissulega á það hér vel við. Það er fjarri mér að vilja gera of lítið úr Ameríkumark aði þeim, er opnazt hefir fyr- ir íslenzkt dilkakjöt. En áður en við fórnum öllum okkar innlenda markaði fyrir hann, álít ég okkur nauðsynlegt að gera okkur ofurlitla grein fyrir öryggi hans. Til þess þurfum við ögn um það að vita, hvernig á því stendur, að hann er svo góður, einmitt nú, og hvernig komið er kjöt- framleiðslu 'og kjötmarkaði Bandaríkjanna. Rétt er að menn geri sér það fyrst ljóst, að markaður fyrir innflutt kjöt, þar á meðal íslenzkt, hef ir verið til um langt skeið í Bandaríkjunum. En fram til þessa hefir verðið á kjötinu oítast verið svo lágt, að sölu- menn okkar hafa ekki talið tilvinnandi að bjóða þar ís- lenzkt kjöt til sölu, markað- urinn í Evrópu, aöallega Eng landi, hefir boðið okkur betri kjör. Nú hefir orðið á þessu snögg breyting, og valda því margar samvirkar ástæður. Síðan demokratar komu til valda 1933, hefir verði land- búnaðarafurða verið haldið háu með ýmislegum stjórnar aðgerðum, aðallega með stór felldum kaupum ríkisins. í fyrstu beindist þetta rnest að akuryrkjunni, en á síðustu árum meira að kvikfjárrækt- inni. Við þetta bættist svo í fyrra og í ár sérstök stórkaup á kjöti til birgðasöfnunar vegna Kóreustyr j aldarinnar. Þetta hefir þó eigi orðið til þess eins að hækka kjötverð- ið, heldur líka til að efla bú- fjárræktina og kjötframleiðsl una. Bandaríkin eru nú al- ment talin sjálfu sér nóg um kjötframleiðslu og hefir þó kjötneyzla þar aukizt mjög á siðustu árum, er í alþjóða- skýrslum talin 79 kg. á íbúa eða nokkru rneiri en okkar. Þetta er feykileg kjötneyzla í landi, sem ræður yfir jafn fjölbreyttri matvælafram- leiðslu og Bandaríkin. Því er vissast að gera ráð fyrir, að kjötverð þar sé komið i há- mark. Hins vegar eru líkur til, að kjötverð verði þar hátt framvegis, því að sú stefna virðist ráöandi hjá báðum að- alstjórnmálaflokkunum að styðja landbúnaðinn með háu afurðaverði og kjósa þá held- ur að takmarka framleiðsl- una með ýmislegum aðgerð- um en láta verðið lækka veru lega. Verðhækkun sú, sem orðið hefir á kjöti í Bandaríkjun- um, mundi þó eigi hafa nægt til þess að sækjandi hefði orðið fyrir okkur með dilka- kjöt á markað þar, ef eigi hefðu komið til tvær stór- felldar breytingar á verðgildi ísl. krónu gagnvart dollar. — Fyrst var íslenzka krónan verðfelld haustiö 1949 um leið og sterlingspundið var lækkað í verði móti dollar, og síðan var hún aftur verö- felld enn í marz 1950. Fyrir þessar gengisfellingar ísl. krónunnar fékkst 1 dollar fyrir 6,50 ísl. krónur, en eftir þær báðar kostaði hann 16,32 ísl. krónur. Ekki hafa þessar gengisbreytingar haft nein áhrif á kjötverðið í Bandaríkj unum reiknað í dollurum, en það varðar miklu um hitt, hvort markaðurinn er sækj- andi fyrir okkur, hvort við fáum 6,50 eða 16,32 ísl. kr. fyrir livert kg. af kjöti, er við sendum þangað. Þó bendir margt til þess, að þessi áhrif gengisfellingar okkar verði ekki langvarandi. Hér fer verðlag allt óðum hækkandi og sýnist leita sama jafnvæg- is og var fyrir síðustu gengis- breytingu. Þá er ekki lengur hægt að gera ráð fyrir því, að við fáum hærra verð fyrir dilkakjötið okkar í Banda- ríkjunum en við fáum fyrir það á innlendum markáði. Þegar á næsta hausti sýnist verð á dilkakjöti muni verða eins hátt eða hærra á inn- lendum markaði, nema eitt af þrennu komi til: verðhækk- un á markaði í Bandaríkjun- um vegna styrjaldarundir- búnings, ný gengisfelling hér eða verðgrundvöllur landbún aðarafurða hækki ekki sam- kvæmt gildandi vísitölu. Það gefur okkur mesta von um framtíð Ameríkumarkaðs ins, að verðið, sem við höfum fengið fyrir kjötið, ber því ótvirætt vitni, að litið er á það sem gæðavöru. Því er ekki mikil hætta á, að veru- legar hömlur verði lagðar á innflutning þess til Bandaríkj anna, og þess er einnig tals- verð von, að það eigi fyrir sér aö hækka enn í verði móts við annað kjöt. Þetta þarf ekki aö koma okkur á óvart, því að þetta er aðeins endur- tekning reynslunnar af brezka markaðinum. Meðan kjötmarkaðui' var frjáls í Bretlandi, var furðu lítill verðmunur á kældu 1. fl. diíkakjöti íslenzku og nýju dilkakjöti ensku, og enn eig- um við þar kost á hærra verði fyrir fryst dilkakjöt en nokkr ir aðrir en Bretar sjálfir. Þeg ar lengra liður frá gengis- fellingunni 1949, er ekki ólík- legt, að brezki kjötmarkaður- inn verði okkur eins hagstæð ur og hinn ameríski. Auk þess er miklu meiri markaðs að vænta í Bretlandi en í Banda ríkjunum. Þrátt fyrir kjöt- skömmtun, sem Bretum sjálf um þykir ærið naum (neyzla þeirra er talin 45 kg. á íbúa) fullnægja þeic ekki neyzlu sinni með eigin framleiðslu nema að einum þriðja hluta, en Bandaríkjamenn telja sig framleiða nóg kjöt fyrir sína miklu neyzlu. Auðvitað þurfum við að vanda bæði framleiðslu og mat kjötsins okkar, ef við eig- um að tryggja því erlendan markað. Það er einn höfuð- kostur þess að hafa nokkurn erlendan markað, að þá er minni hætta á að við sofn- um á verðinum við vöndun vörunnar og matsins á henni. En vöruvöndun öll og öruggt mat vörunnar er jafnt til hagsbóta fyrir framleiðendur og neytendur. Hins vegar er það ao veru- legu leyti meinloka hjá Jóni í Yztafelli, aö þessi erlendi markaður fyrir dilkakjöt '„losi okkur undan eindæmi innlendra neytenda urn vöru verð“. Jón er reyndar ekki heldur alveg samkvæmur sjálfum sér í umsögnum um „eindæmið“, á öðrum stað segir hann verðið „háð gei*ð- ardómi, þar sem neytendur eru í meirihluta,“ og á þriðja staðnum „Framleiðsluráð landbúnaðarins skammtar okkur verð.“ Ekki held ég, að Jón fari hér viljandi með hug takafalsanir til þess að blekkja lesendur sína, heldur skoða ég þetta sem hirðuleysi hans um nákvæmni í hugsun og framsetningu. Slíkt hirðu- leysi leiðir hins vegar oft frá réttri skoðun máls, og hér hef ir það augljóslega ruglað Jón sjálfan. Þegar framleiðendur sækja á erlendan markað, verða þeir oft að sæta þar „eindæmi neytenda um vöruverð,“ eink um ef mikið vörumagn er fyr ir á þeim markaði, eins og t.d. i kj ötmarkaðinum í Bandaríkj ,unum. Auðvitað verðum við að sæta þar því verði, er neyt endunum þóknast eða hverfa þaðan á brott með vöru okk- ‘Framhald á 6. síðu) Jarðarför konunnar minnar RÓSU ÞORGEIRSDÓTTUR húsmæörakennara, fer fram frá Fossvogskirkju kl. 13,39 miðvikudaginn 30. þ.m. Karl Guðmundsson. Minningaratliöfn um MARTEIN R. JÓNSSON, sem drukknaði af b/v Júlí hinn 26. des. s.I. fer fram í þjóð- kirkjunni í Hafnarfirði,miövikudaginn 30. jan. kl. 2 síðd Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Minningarathöfn um son okkar GUÐMUND, sem fórst 5. janúar með vélbátnum Val frá Akranesi, fer fram miðvikudaginn 30. þ.m. kl. 1,30 e. h. frá Hall- grímskirkju. Athöfninni verður útvarpað. Kristbjörg Guðmundsdóttir. Hans Steinason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.