Tíminn - 29.01.1952, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.01.1952, Blaðsíða 5
38. blað. TÍMINN, briðjudaginn 29. janúar 1952. 5. i*riif jud. 29. jan. Enn um óþarfar utanferðír Morgunblaðið heldur áfram að gera kostnaðinn viö utan- ríkisþjónustuna að umtals- efni og telur, að þar sé öllu mjög í hóf stillt. Mbl. telur það fyllsta óþarfanöldur hjá Tímanum að vera nokkuð að finna að því, að fjölmennar sendinefndir séu látnar mæta á hinum eða þessum ráðstefn um. Slíkar sendiferðir séu alveg sjálfsagðar. Þrátt fyrir þessar stóryrtu fullyrðingar, verður lítið úr rökum hjá Mbl., þegar það á að standa við þær. Það forð- ast t. d. að reyna að finna þeirri fullyrðingu sinni stað, að nauðsynlegt hafi verið að senda fimm Sjálfstæöismenn á Rómarfund Atlantshafs- bandalagsins á síðastl. hausti. Það forðast að færa sönnur á það, að nauðsynlegt hafi ver- ið að senda Árna Eylands á fund matvælastofnunarinn- ar, er haldinn var í Róm um líkt leyti. Það reynir ekki að færa minnstu rök að því, að nauðsynlegt hafi verið að senda Gunnar Thoroddsen við þriðja mann á Miklagarðs fund alþjóðlega þingmanna- sambandsins, sem var gersam lega þýðingarlaus skálaræðu- samkoma. Og svona mætti á- fram telja. Mbl. aðeins full- yrðir og hefir fullyrðingarnar þeim mun gifuryrtari, sem minni rök eru á bak við þær. Sannleikurinn er sa, að ís- land hefir verið látið ganga í. óeðlilega mörg fánýt alþj óð- leg samtök á undanförnum árum. Það væri þó nokkur bót í máli, ef reynt yrði að kom- ast hjá útgjöldum í þessu sam bandi með því að senda ekki fulltrúa á allar hinar gagns- litlu ráðstefnur, sem þessi samtök halda. í stað þess að fvlgja þessari reglu, reynir Sjalfstæðisflokkurinn og ut- anrikisráðherra hans að nota hvert tækifæri til þess að láta ríkið kosta gæðinga sína til utanfarar í sambandi við þessi fundarhöld. Frægasta dæmið um það mun þó vera Strassborgarferð Jóhanns Hafsteins á seinasta vori, en hann fékk greiddan hinn ríf- iegasta ferðakostnað fyrir að mæta einn dag á þinginu. Því miður virðist enn ekki bóla á því, að hér sé einhver stefnubreyting i vændum. — Mbl. skýrir t.d. frá því, að samþykkt hafi verið á lokuð- um fundi seinasta þingdag- inn, að ísland gerðist aðili að fyrirhuguðu Norðurlanda- þingi. Sú ráðstöfun út af fyr- ir sig skal ekki gagnrýnd, því að sjálfsagt er, að við sýnum samstöðu okkar með Norður- löndum. Hins vegar virðist engin þörf á því að við send- um fimm fulltrúa á þessi þing, eins og Mbl. segir, að ætlast sé til. Mbl. reynir í tilefni af gagn rýni Timans að hefja gagn- árás. Segir það, að Tíminn hafi haldið því fram áður fyrr, að óþarft væri að hafa þrjá sendiherra á Noröur- löndum en nú sé hann hætt- ur að beita sér gegn þessu. Sannleikurinn er sá, að skoð- anir Tímans og Framsóknar- hianna í þessum málum eru ERLENT YFIRLIT: Styrjöldin í Indó-Kína Heimsslyrjöld getur lirotizt út.eí Kíaivcrjar sentla þangað sjálfhoðaliöa í stórurn stil I ræðu þeirri, sem Anthony Eden utanríkisráðherra flutti ný lega í New York, lét hann svo ummælt, að það yrði að segjast greinilega, að innrás kínverskra kommúnista í Suðaustur-Asíu ( þ.e. í Indó-Kína, Burma, Síam og á Malakkaskaga) myndi skapa sömu aðstöðu og nú væri í Kóreu. í ræðu, sem Churchill flutti fáum dögum seinna í bandaríska þinginu, lagði hann á það sérstaka áherzlu, að voþna hlé í Kóreu væri lítils virði, ef samtímis yrði hafin ný árás ann ars staðar. Það sást glöggt á orð um hans, að hann átti hér eink um við Indó-Kína. Meðal Frakka virðist sá ótti almennur, að vopnahlé í Kóreu muni ekki leiða til friðar í Aust ur-Asíu, heldur muni það ýta undir það, að kínverskir komm- únistar auki íhlutun sína í styrj öldinni í Indó-Kína, þar sem þeir hafi þá þörf fyrir minni herafla í Kóreu en áður. Af mörg um ástæðum muni forsprakkar kommúnista heldur kjósa að beina vopnum sínum gegn Indó- Kína en Kóreu. Bæði sé þar eft ir meiru að sækjast, því að Suð austur-Asíulöndin séu meðal auð ugustu landa i heimi, og varnir séu þar minni fyrir, því að Bandaríkin hafa enn ekki feng- izt til að heita Frökkum og Bret um fullum stuðningi gegn upp- reisnannönnum í Indó-Kína og á Malakkaskaga. Meðal þeirra, sem bezt fylgj ast með heimsmálunum, virðist sú skoðun líka almenn, að hætt an á heimsstyrjöld sé nú mest í Austur-Asíu og þá annað hvort í sambandi við það, að vopna- hlésviðræðurnar í Kóreu fari út um þúfur eða að Kínverjar hefji innrás í Indó-Kína. Stríðshætt- an er talin minni í sambandi við írandeiluna og sáralitil í sambandi við Súesdeiluna, þar sem Rússar hafa ekki aðstöðu til að veita Egyptum hernaðar lega hjálp að ráði. Fimm ára styrjöld. Það eru nú fimm ár liðin síð- an styrjöldin í Indó-Kín^ hófst. Frakkar reyndu að koma til móts við sjálfstæðishreyfinguna í Indó-Kína með því að sameina nokkur fylki landsins í sérstakt lýðveldi, er hlaut nafnið Viet- nam. Fylkjunum Laos og Cam- bodia var haldið utan við þessa sameiningu. Við samningana um stofnun Wietnam-lýðveldis- ins kom það fljótt í ljós, að á heimsstyrjaldarárunum höfðu kommúnistar náð undirtökunum í sjálfstæðishreyfingunni undir forustu Ho Chi Minh. Samkomu lag milli hennar og Frakka strandaði því á ýmsum atriðum og kom svo að lokum í desem- ber 1946, að til vopnaðra átaka kom milli Frakka og hersveita kommúnista. Sú styrjöld hefir staðið yfir látlaust síðan. Að' visu hafa stundum orðið alllöng hlé og aðeins smáskærur átt sér stað, en öðru hvoru hefir annar hvor aðilinn gert meiriháttar árás og má segja, að þá hafi ver ið um fullkomin styrjaldarátök að ræða. Frá öndverðu hefir kommúnistum tekizt að halda allstórum landshlutum, sundur slitnum þó, en annars hefir víg línan sveiflazt nokkuð fram og aftur. Barizt um hrísgrjóna- sléttuna miklu. Haustið 1950 hófu kommúnist ar mikla sókn úr þeim héruð- um,-er þeir höfðu á valdi sínu við kínversku landamærin, og horfði þá illa fyrir Frökkum um skeið. Þeir sendu þá aukið lið þangað og fólu frægasta hers- höfðingja sínum, Jean de Lattre Tassigny, herstjórnina. Honum tókst að stöðva sókn kommún- ista og hrekja þá nokkuð til baka. Það var hrísgrjónasléttan mikla umhverfis Hanoi, er fyrst og fremst var barizt um, en hún mun vera einn frjósamasti og fjölbyggðasti blettur jarðarinn- ar. Frakkar hafa unnið að því seinasta árið að styrkja varnir hennar. Það er álit margra, að | sá, sem ráði yfir henni, ráði ■ jafnframt yfir Indó-Kína. I Eftir að slitnaði upp úr samn ingum milli Frakka og komm- j únista, unnu Frakkar að þvi að ganga frá stofnun Vietnam- ríkisins og varð niðurstaðan sú, I að það var gert að keisaradæmi. j Bao Dai, sem áður hafði verið keisari þar, settist að nýju í keisarastólinn, en siðan hefir verið unnið að því að koma upp þingbundinni keisarastjórn. Frakkar hafa veitt Vietnam-rík- inu allvíðtæka sjálfstjórn, en framkvæmdir í þeim efnum hafa þó nokkuð tafizt vegna borgara styrjaldarinnar. Afskipti Kínverja og Rússa. Það er augljóst mál, að komm únistar í Indó-Kína hefðu ekki getað haldið áfram styrjöldinni þar i fimm ár, ef þeir hefðu ekki fengið mjög verulega að- stoð Kínverja og Rússa. Þessir aðilar hafa séð þeim fyrir bæði vopnum og þjálfun. Allmikið af her kommúnista er sagður hafa verið þjálfaður í Kína. Frakkar telja sig nú sjá þess ýms merki, að Kínverjar ætli að auka aðstoð sína við kommún- ista í Indó-Kína. Undanfarið hafa Kínverjar unnið kappsam lega að því að leggja nýja járn- braut og allmarga bílvegi til landamæra Indó-Kína. Þá hafa þeir stóraukið herafla sinn þaf. Kommúnistar í Indó-Kína hafa HO CHI MINH fengið mikið af nýjum vopn- um. Nýjar fregnir herma svo, að einn af hershöfðingjum Kín verja, sem barizt hefir í Kóreu, Feng Huo að nafni, vinni nú að því að skipuleggja sveitir kín- verskra sjálfboðaliða, er eigi að senda til Indó-Kína. Innrás Kín verja í Indó-Kína, ef til kemur, verður vafalaust gerð í því formi, að eingöngu sé um sjálf- boðalið að ræða. Það er formið, sem Kínverjar hafa haft í Kóreu. Frakkar munu nú hafa um 150—200 þús. manna her í Indó Kina. Til viðbótar er svo 60—70 þús. manna innlendur her, sem berst með þeim. í her kommún ista er talið, að sé um 180 þús. menn, er telja megi reglulega hermenn, en auk þess hafi þeir 100—120 þús. manna varalið. Her Frakka er bæði betur búinn og betur þjálfaður. Hins vegar er hann í varnarstöðu og er hún jafnan mannfrekari en sóknar- staðan. Hann er ekki heldur tal- inn nógu öflugur til að hefja alls herjarsókn. Frakkar telja sig geta varizt þeim liðsafla, er kommúnistar hafa nú, en hins vegar sé herstyrkur þeirra ekki (Framhald á 6. síðu) óbreyttar. Framsóknarmenn báru fram frumvarp um að fækka sendiherrum strax eftir seinustu þingkosningar. Það hlaut ekki fylgi á þing- inu og dagaði því uppi. M.a. beitti Sjálfstæðisflokkurinn sér eindregið gegn því undir forustu utanríkisráðherra síns. Þar sem stefna þing- meirihlutans virtist óbreytt á seinasta þingi, sá Framsókn arflokkurinn ekki ástæðu til að flytja frumvarpið til þess eins að láta það daga uppi í annað sinn. Sé stefna utan- ríkisráðherrans hins vegar breytt og hann sé orðinn með- mæltur fækkun sendiherra, þá er óhætt að fullyrða það, að Framsóknarmenn munu ekki bregða fæti fyrir slíkar tillögur hans. Af umræddu frumvarpi Framsóknarmanna hefir ann ars hlotist sá árangur, að sendiherrunum á Norðurlönd um hefir verið falið aukið starfsvið. Áður mátti helzt enginn annar vera sendiherra á meginlandi Evrópu, utan Norðurlanda, en bróðir utan- ríkisráðherrans. Af þessu leiddi, að hann var orðinn of- hlaðinn störfum, en sendi- herrar á Norðurlöndum voru starfslitlir. Þessu hefir nú verið breytt í það horf, að nokkur lönd hafa verið lögð undir sendiherraembættin á Norðurlöndum, en minnkað tilsvarandi á sendiherranum í París. Hefir þetta reynzt mjög til bóta. En það mætti vissulega gera margt fleira til bóta í utanríkisþjónustuna. Senni lega gefur Mbl.* tækifæri til þess að um það verði nánar rætt. Raddir nábúaana Það er víðar en hér sem jafnaðarmenn eru slæmir, þegar Þjóðviljinn segir frá. Á sunnudaginn birtir Þjóð- viljinn bréf frá fréttaritara sínum í Kaupmannahöfn og er því lýst þar, að allir and- stæðingar kommúnista þar séu þrælar Bandaríkjanna. Síðan segir: „Beztir þrælar í Danmörku eru sósialdemokratar, engir stjórnmálamenn láta sér jafn annt um yfirboðara sína, og hlýða hverri þeirra skipan bet ur en allir aðrir, enda öðluðust þeir öðrum fremur leikni í því á síðustu stríðsárum. Skiptir þar minnstu máli að öll þeirra hegðan er í hrópandi mótsögn við uppruna þeirra, kenningar, ræður og athafnir um ára- tugi. Þeim þykir ekki tiltöku- mál að vera fremstir í flokki þeirra, sem eyðileggja vilja og rífa niður allt það, sem þeir gerðu að stefnuskrármálum sínum og fengu í lög komið til hagsbóta alþýðu á árunum milli styrjaldanna. Þess er ekk ert dæmi, að nokkur sú skerð ing- á lífskjörum alþýðu, sem ákveðin hefir verið á þjóð- þingi Dana síðustu ár, hafi ekki átt fylgi allra þingmanna danskra sósíaldemokrata“. Danskir verkamenn virðast hins vegar hafa aðra skoðun á þessum málum en fréttarit ari Þjóðviljans. í kosningum innan dönsku verkalýðsfélag anna eru kommúnistar alltaf að missa fótfestu, en jafnað- armenn vinna á. — Danskir verkamenn meta meira á- byrga afstöðu jafnaðarmanna en yfirboð kommúnista. — Danskir verkamenn munu og lítið hrifnir af þrælahaldi Stalins í Danmörku. Þögnin nra Faxa í október 1948 gerðu Reykjavíkurbær og Kveldúlf- ur h.f. með sér félagssamn- ing um síldarverksmiðju og stofnuðu Faxa s. f. Stofnfé fyrirtækisins var 3,5 millj. kr. og lagöi Reykjavíkurbær fram 2,1 millj. kr. en Kveld- úlfur 1,4 millj. kr. Ætlanin var að verksmiðjan gæti unnið úr 5000 síldarmálum á sólarhring og ráðgert að stofn kostnaður hennar myndi nema 10—12 millj. kr. í samningnum er ennfrem- ur ákveðið, að Reykjavíkur- bær og Kveldúlfur bera gagn vart lánardrottnum og öðr- um viðskiptamönnum solidar- iska ábyrgð á skuldbinding- um Faxa. Ágóði og tap af Faxa skal skiptast á samn- ingsaðilana að réttri tilötlu við stofnfjáreign þeirra. Reikningsár Faxa á að vera 1. júní til 31. maí og er stjórn fyrirtækisins skylt að skila reikningum liðins árs til samningsaðila eigi síðar en 2 mánuðum eftir lok reiknings ársins. — Stjórn Faxa hefir frá upp- hafi verið þessi: Richard Thors, formaður, .Guðmund- ur Ásbjörnsson, Einar Olgeirs son, Jón Axel Pétursson og Haukur Thors. Nú hefir Faxi reist verk- smiðju í Örfirisey og er hún tekin til starfa. Annars vita menn harla lítið um fyrirtæk ið. í bæjarstjórn hefir aldrei verið rætt um það. Ekki held- ur í bæjarráði eða útgerðar- ráði, að því er vitað er. Og hið einkennilega er, að reikning- ar Faxa hafa aldrei verið lagð ir fram, eins og samningar mæla fyrir um. Það eina, sem menn vita um Faxa er það, að samkvæmt reikningum Reykjavíkurbæj- ar skuldaði Faxi bæjarsjóði í árslok 1950 3,3 millj. kr. og hafði þá skuldin hækkað um 1,9 millj. kr. á árinu. Það var því ekki að tilefnis- lausu, að Þórður Björnsson bæjarfulltrúi gerði í byrjun okt. s.l. þessar fyrirspurnir til borgarstjóra: 1) Ilver er stofnkostnaður Faxaverksmiöjunnar? 2) Hver eru afköst verk- smiðjunnar? 3) Hvernig er framleiðsla verksmiðjunnar og fram- leiðslukostnaður pr. tonn? 4) Hver er rekstrarafkoma verksmið j unnar ? 5) Hvernig stendur á 3,3 millj. kr. skuld verk- smiðjunnar við bæjar- sjóð? 6) Hvers vegna eru reikn- ingar Faxa ekki lagðir fram? Borgarstjóri hét að svara spurningunum á næsta bæj- arstjórnarfundi, en gerði það þó elcki. Þórður hefir margítrekað spurningar sínar og í byrjun desember s.l. játaði borgar- stjóri, að hann hefði fengið skýrslu frá formanni og fram kvæmdastjóra Faxa um fyr- irtækið, en kvað þá hafa ósk- að eftir því, að hún yrði ekki birt opinberlega fyrr en stjórn Faxa hefði samþykkt skýrsluna, en stjórnarfundur myndi verða haldinn alveg á næstunni. Þórður óskaði þá eftir lokúðum fundi í bæjar- stjórn um Faxa, en það var fellt. Hins vegar samþykkti bæj- arstjórnarmeirihlutinn til- lögu frá Jóhanni Hafstein (Framhald á 6. slðu) ,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.