Tíminn - 19.04.1952, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.04.1952, Blaðsíða 1
 Rltstjórl: Þórarinn Þórarinssoa Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur i Edduhúsl Fréttasímar: 81302 Og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 36. árgangur. Reykjavík, laugardaginn 19. apríl 1952. 88. blað. Þar sem stórviðir vaxa við sömu skil- yrði og á íslandi livikmyml úr Alaska leilSangri Jéns Bjiirnssoinar Jón Björnsson magistcr í Hveragerði, hefir sýnt í Hveragerði, á Eyrarbakka og í Hlégarði í Mosfeilssveit kvikmynd, sem hann geröi í fræsöfnunarieiðangri þeirra bræðra, hans og Árna Björns sonar, til Alaska. í dag mun hann sýna myndina Á Sel- fossi, en á morgun að Laug- arvatni. í sambandi við þess ar sýningar verður fólki gef inn kostur á að kaupa trjá- fræ frá Alaska til sáningar, og mun fylgja þvi leiðarvís- ir um sáningu og meðferð á plöntunum í fræbeði. í kvikmyndinni er gerður samanburður á hitastigi og úrkomu á Kenaiskaga í Alaska og á íslandi, en veð- urskilyrði á þessum tveimurj stöðum eru nær hin sömu. Eru síðar í myndinni sýnd mikil skógarsvæði á Kenai- skaga, aspir og sitkagreni- tré undra vaxtarmikil, og nýting og vmnsla trjáviður á þessum slóðum. Er það lær dómsríkt fyrir fólk að sjá með eigin augum hvílíkur stórskógur getur vaxið í landi, þar sem veðurskilyrði eru svo til nákvæmlega hin sömu og við búum við. Eyjabátur raeð 50 Iestir úr róðri Það má heita, að land- burður sé í Vestmannaeyj- um. í gær var aflahæsti bát- urinn þar, Helgí Helgason, með 7 þúsund af stórum þorski úr netum í einni veiði ferð og vóg fiskurinn úr róðr inum 50 lestir, þegar búið var að slægja. í fyrradag var vélbáturinn Kári' aflahæstur með 4500 af þorski, en nokkrir bátar voru þá með lítið eitt minni afla. argar flugvélar í leitarflug ef veðurleyfir Kaíalínaflugvél fór af stað í gær on varð að snúa við vcgna illviðris Katalínaflugvél frá Flugfélaginu fór af stað í leitarflug að norsku selveiðiskipunum í gær, en hreppti versta veður, er kom vestur undir ísrönsCina, og varð að snúa við heim aftur. t dag er ráðgert að fara i ný leitarflug, ef veður verður sæmilegt. Nýja sjúkrahúsið á Akureyri. (Guðni Þórðarson tók myndina). Myndarlegf átak tii aö full- gera Sjúkrahús Akureyrar IVcer Iiálf milljón í frjálsum frnmlögsnn, aðrar eins upplimðlr frá Isæ ríki I ár Norðlendingar og þá sérstaklega Eyfirðingar, gera nú myndar- legt átak til að Ijúka hinni myndarlegu sjúkrahúsbyggingu, sem tr í smíðum á Akiueyri. Standa nokkrar vonir til, að húsið verði fullgert um næsiu áramót, ef allt gengur að óskum. Blaðamaður f'rá Tímanum átti í gær tal v’-ð Guðmund Karl Pétursson, yfir- iækni á Akureyri, um sjúkrahúsið nýia. Sjúkrahúsið bætir úr brýnni þörf. Hið nýja og myndarlega sjúkra hús á Akureyri bætir úr brýnni þörf, enda verður það búið full komnum tækjum til ljóslækn- inga og skurðaðgerða. Verður þar rúm fyrir um 120 sjúklinga og má skipta starfseminni í sex deildir — 3 sjúkradeildir, fæð- ingardeild, skr-rðstofudeiM og ljóslækningadeild. Vönduð bygging. Byrjað var ■ á byggingunni 1946, svo að segja má, að sjúkra húsið sé búið að vera lengi í smíðum, enda um mikla fram- kvæmd að ræða. (Framh. á 7. siðu). Ný gerð flotvörpu í Eyjura Frá fréttaritara Tímans í Eyjum. Vestmannaey jatogarnir hafa um nokkurt skeið stund að veiðar með nýrri tegund flotvörpu, sem Magnús Magn ússon, netagerðarmaður í Eyjum, hefir fundið upp og látið gera að sinni fyrirsögn. f fyrrinótt fékk Bjarnarey 70 lestir í þessa vörpu og hinn bæjartogarinn, Elliða- ey, fékk 120 lestir á nokkuð lengri tíma. Blaðið átti snöggvast tal við Anton Axelsson, flugmann, í gær kveldi, en hann var flugstjóri í icitarfluginu í gær. — Veður var betra hér upp viö landið, sagði Anton. Við lögð um af stað frá Reykjavík um kl. 11, en þegar við komum vestur undir 36. lengdargráðu og nálg- uðumst ísröndina, var komið af taka veður með 11 til 12 vind- stigum, dimmviðri og súld, svo að engin leitarskilyrði voru. Var ekki annað fært en snúa heim aftur við svo búið. Annars gekk förin vel, þrátt fyrir óveðrið. Vonir standa til að veður fari eitthvað batnandi, og verður þá væntanlega lagt af stað aftur að morgni. Norsku skzpin farin út aftur. Norsku korvetturnar tvær, sem leituðu hafnar á Siglufirði í fyrrakvöld, fóru þegar út aftur um miðnættið og stefndu norð- ur að ísröndinni til að halda á- fram leitinni. Er ætlun þeirra að fara suður með ísnum suður og vestur í haf. Korvetturnar hrepptu aftaka veður á annan páskadag norðan við land og spilltist þá m. a. vatnsforði þeirra og önnur þeirra varð fyrir lítilli bilun. Tóku þær vatn á Siglufirði og fengu þá viðgerð, er þurfti, áður en þær héldu út aftur. Margar flugvélar til leitar. Eins og frá hefir verið skýrt er nú ákveðið að hefja flugvéla- leit af fullum krafti á ný, og hafa Norðmenn óskað eftir öll- um þeim flugvélakosti, sem hér er hægt að láta í té til þess. í dag, eða hvenær síðar sem veð- ur leyfir, munu eins margar flug vélar og hægt er að fá fara í leitarflug, en líkur til að ein eða tvær katalínaflugvélar fari í leitina árla í dag, en fleiri síðar, ef veður og leitarskilyrði reynast góð. Vegna hinnar miklu fjar- lægðar leitarsvæðisins munu flugferðir þessar taka allt að 10 stundum. Þjóðvppjiron, sem Isyrrsetti börnin segir: Þýzkur dómstóll breytti réttin- um til yfirráða yfir telpunum Lókafundur F.U.F. Grpinariícvð hins fíýzka maniis nát inálið um vinstra samstarf Félag ungra framsóknar- manna í Reykjavik heldur þriðja og síðasta fund sinn um vinstra samstarf n. k. þriðjudagskvöld kl. 8.30. Annar fundur félagsins, sem haldinn var um þetta mál s.l. miðvikudag, var f jör- ugur og f jölsóttur. Þegar hon um var frestað um miðnætti voru 8 menn á mælandaskrá. Ræðutími verður takmark aður þegar í upphafi fund- arins á þriðjudagskvöld og mun gengið til atkvæða um framkomnar tlllögur kl. 11. j Fyrir nokkru var skýrt frá því hér í blaðimi, að reykvísk | móðir hefði síðastliðið sumar verið svipt börnum sinum með j óskemmtilegum hæiti og þrátf fyrir skriflegt og vottfest jioforð um annað. Nú hefif biaðinu borizt frásögn hins þýzka ■ manns, föður barnanna. Fara hér á eftir meginatriðin i frá- sögn Þjóðverjans af þessu máli. vegna barna sinna. Það er Hann segir orðrétt:. „Máli þessu var í flestum atriðum rétt lýst í umræddd | grein. Þaö er rétt, að dóms- j málaráðuneytið á íslandi úr j skurðaði, að móðirin skyldi ( hafa yfirráðarétt yfir öllum 5 börnunum. Það er rétt j hermt, að hinn nefndi út- ' , lendingur fór tvær ferðirilelur telpurnar heidur frá Þýzkalandi tií ísiands i viljá vera í Þýzkalandi. ennfremur rétt, að skriflegs loforðs var krafizt af hon- um, er átti að irvggja það, að hann skilaði börnunum aftur að áliðnu sumri, og var að lokum kyrrsettur á íslandi í 1S daga.“ Siðan segir hinn þýzki mað | ur, aö það sé rangt, að telp- urnar tvær, sem um er að ræða, hafi látið í ljós, að þær 1 vildu aö móðir þeirra flytti þær til íslands. Þær hafi frem i ur kosið að vera kyrrar meö föður sínum í Þýzkalandi. — „Óskir barnanna hafa veriö bókfærðar fyrir þýzkum rétti, og þetta var meira að segja á- stæðan fyrir því, að stúlkurn- ar urðu fyrst um sinn eftir í Þýzkalandi," segir hann. Fyrir þýzkum dómstóli. Þá mótmælir hann einnig því atriði, að yfirráðaréttur hans yfir telpunum hafi ver- ið ólöglega fenginn. Yfirráða- (Framh. á 7. síðu). Fryst loðna engu betri en síld Frá fréttaritara Tímans á Akranesi. Akranesbátar voru allir á sjó í gær, en afli var ákaflega tregur, 2—4 lestir. Á miðviku- dag öfluðu bátarnir heldur betur, 4—8 lestir, enda beittu þeir þá nýrri loðnu. Nú er sú beita ekki fyrir hendi, en sum ir hafa reynt að róa með frysta loðnu og reynist hún ekkert betur en fryst sild. Bátarnir stunda veiðarnar á grunnmiðum . Lögreglukórinn efnir til söng- skemmtunar á morgun Lögreglukórinn í Reykjavík mun efna til söngskemmtun- ar í Gamla bíói á morgun klukkan þrjú, og ætla lögreglu þjónarnir að syngja t einkenn isbúningum sínum. Þetta er í fyrsta skipti, sem lögreglukórinn efnir til söng- skemmtunar hér, en hann hef 'ir áður sungið í útvarp, og 11950 fóru sextán menn úr hon um söngför á mót norrænna lögreglukóra og gat sér góðan orðstí í þeirri för. Eru þeir, sem þessa för fóru, megin uppistaða lögreglukórsins, en ' alls eru kórfélagar nú 23. — Söngstjórinn er Páll Kr. Páls- son, en faðir haps, Páll Árna- ' son var lögregluþj ónn í Reykjavík. j Kórinn mun aðallega syngja íslenzk lög, en einnig nokkur erlend .Er þess að vænta, að bæjarbúar sæki söngskemmt- un lögreglunnar og hafi á- nægju af því að eiga með henni stund í nýju hlutverki í Gamla bíói á sunnudaginn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.