Tíminn - 19.04.1952, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.04.1952, Blaðsíða 8
6G. árgangur. Reykjavík, 19. apríl 1952. 88. blað. I' r Atta ára drengur bjarg- ar yngri bróður sínum í»að lá nærri r.ú fyrir nokkru, að fjögurra ára drengur biði baoa í skurði á túnínu á Yngvörum í Svarfaðardai. En átta ára dvengur, bróðir bess litla, bjargaði honum úr skurðinum, og v'issi héimiúsfólkíð ekki hvað gerzt hafði, fyrr en hann kom með Íiann inn. ÞásEBÍir maana bíða með ótía við varnargarðana '• Flóðin 'skullu með fullum ■þunga á varnargörðunum vfð ; borgirnar Omaha og Counil Kluffs í gærmorgun og náðu al veg að brún viðarplankanna, • sem höfðu verið lagðir ofan á sandpokagarðana. Eru flóðin nær metra hærri en það liefir orðið nokkru smni siðustu 70 árin. 1 allan gærdag biðu þús- undir eða tugþúsundir nianna vifS garðana í löngum röðum í ofvæni með ótta í hug eftir því a'ð flóðin brytu einhvers staðar skarð í varnargarðana viðbún U’ að reyna að fylla í skarðið áður en það yrði of seint. Þeir íbúar, sem ekki eru flúnir úr íægstu hverfunum, biðu þess albúnir að flýja, ef vatnið bryti varnargarðana. I gærkveldi héidu varnargarðarnir að ntestu enn, en fióðið var ekki faráð að lækka. Menn vonuðu þó á hverri stundu a'ð eitthvað | tæki að lækka, því að talið er víst, að fióðin hafi nú náð há- inarki. Bókmeniitakynniiig helguð firamtugsaf- mæli Kiljans Sunnudaginn 27. apríl n. k. gengst Mál og menning fyr- ir bókmenntakynningu, sem íielguð verður skáldinu Ha.ll- dóri Kiljan Laxness að til- efni fimmtugsafmælis hans, sem er 23. apríl. Flytur Jón Helgason, prófessor, erindi urn Halldór. Lárus Pálsson, Þorsteinn Ö. Stephensen og fleiri leikarar lesa upp úr Sjálfstæðu fólki og Ljósvík- íngnum, og Guðmunda Eli- asdóttir, einsöngvari, syngur itokkur lög við kvæði eftir Halldór, með undirleik frú Jórunnar Viðar. Vegna þess að fjöldi fólks hefir þegar spurt um sölu að- ■feöngumiða og óskað að fá þantaða miða, hefir verið á- kveðið að sala hefjist í dag (laugardag) í Bókabúð Máls iog menningar, Laugavegi 19, öpið til kl. 4 í dag, sími 5055. ; Bókmenntakynningin verð- uv í Austurbæjarbíói og hefst kl. 2 síðdegis. V í s i t a I a n 1 5 © s t i g Kauplagsnefnd hefir reikn að út vísitölu framfærslu- kostnaðar i Reykjavík hinn 1. apríl s.L, og reyndist hún færa 156 stig. — Þennan dag var enginn full- orðinn karlmaður heima í Yng vörum, sagði Steingrímur Eiðs- s jn, bóndinn , þar, við tíSinda- mann blaðsins í gær. Drengir minir tveír, Árni Veigar átta ára og Hailur fjögurra ára, voru að Ieika sér úti við,' en annað heimilísfólk var inni í bæ. Sájófyllah hrapaði ofan á hann. Um fimmtíu metra frá tænum er skurður, sem lækur rennur eftir, og var snjór yfir skurðin- um. Er drengirnir voru þarna á hlaupum, hrapaði Hallur litli niður um snjóinn og í skurðinn og snjófylla ofan á hann og huldi hann að miklu leyti. Sneri hann þannig, að andíitið var undan hallanum, og stifláðist lækurinn. Snariæði átta ára barns. Eldri drengurinn varð þess vís ari, að bróðir hans var skyndi- lega horfinn. Sá hann þegar hvers kyns var. Hækkaði vatnið óðum í skurðinum, en Árni hafði á því engar vöflur, að hann fór niður í skurðinn og tókst að ná bróður sínum upp, áður en hann sakaði. Afli að glæðast Frá fréktaritara Tímans á Sauðárkrók. Frá Sauðárkrók eru hafnir róðrar fyrir skömmu síðan. — Afli hefir verið heldur tregur, en er að glæðast og hafa trillubátar fengið upp í eitt og hálft tonn í róðri. Vinna hefir verið lítil fram til þessa, helzt við frystihúsið. Þíðviðri hefir verið undanfarna þrjá daga í Skagafirði. Vélstjórinn komst upp Sú missögn slæddist inn í frásögn Tímans af hinu hörmulega slysi viö Vest- mannaeyjar, er tveir skip- verjar fórust með vélbátnum Veigu, að vélstjórinn hefði ekki komizt upp úr vélarrúmi. Þetta er ekki rétt. Hann komst upp úr vélarrúminu, en tók síðan út og drukknaði. KáfSstefMa iim Sín»s- deiiiiua I LdiiiIdu Eden utanríkisráðherra Breta hefir kvatt Raiph Stevenson sendiherra Breta í Kairo heim til London um næstu helgi ásamt landstjóra Breta í Súdan til ráðstefnu um deiluna við Egypta. Ráð- stefnu þessa mun sendiherra Egypta í London einnig sitja. Talið er að brátt muni verða gengið frá samningsuppkasti milli Breta og Egypta. )| Eldborgin aftnr í förum Frá fréttaritara Tímans d Akranesi. Eldborgin hefir nú tekið við áætlunarferðum þeim, sem Laxfoss hafði milli Reykja- víkur annars vegar og Akra- ness og Borgarness hins veg- ar. Skipið var leigt til Noregs í vetur og er nýkomið heim ;)ir þeirri útivist. Fór það fyrstu áætlunarferðirnar í fyrradag. Þykir mikil bót að fá Eld- borgina til þessara ferða frá því sem verið hefir að und- anförnu, enda þótt skipið sé ófullnægjandi til fólksflutn- inga á hinni fjölförnu leið. Kefauver, keppinautar um sætið sem forsetaefni demokrata. Tmman styðnr Harriman sem forsetaefni Truman forseti hefir nú lýst yfir, að hann styðji Averell Harriman sem forsetaefni demo krata. Talið er og, að miðstjórn demokrata sé honum fyigjandi, og muni beita sér að því, að hann verði fyrir valinu, m. a. með því að styðja að kosningu þeirra fulltrúa demokrata í New York á flokksþingið, er styðja vilja hann. Harriman hefir og lýst yfir, að hann muni fús til þess að taka útnefningu. Allt virðist því benda til, að málin séu að snúast svo, að baráttan um sæti forsetaefnis demokrata verði milli Kefauvers og Harrimans. Kefauver er þeg ar búinn að fá allmarga fulltrúa. i Hefir þetta orðið uppi á teningn,j um eftir að Stevenson ríkis- stjóri í Illinois lýsti yfir að hann gæfi ekki kost á sér. Leiðtogar demokrata í New York héldu Harriman mikla veizlu í gær og munu þar hafa verið lagður grundvöllur að kosn ingabaráttunni fyrir Harriman. Síðasta Framsókn- arvistin á Akranesi Síðasta Framsóknarvistin sem haldin verður á Akra- nesi á þessum vetri, er á sunaudagskvöldið í Tempi- arahúsínu og hefst klukkan hálf-níu. Fyrst verður spilað að venju, síðan flytur Bragi Jónsson kvæði og að siðustu verður dansað. Akurnesingar! Fjölmennið á þessa síðustu Framsóknar- vist. Aðalfundur Félags matvörukaupmanna Félag matvörukaupmanna i Reykjavík hélt aðalfund sinn á fimmtudagskvöldið. Þar flutti formaður félagsins, Guðmundur Guðj ónsson, skýrslu um starf félagsins og gerði grein fyrir verkefnum. Guðmundur Guðjónsson var endurkjörinn formaður fé- lagsins og auk hans eiga sæti í stjórn: Sigurliði Kristjáns- son, Lúðvík Þorgeirsson, Björgvin Jónsson og Axel Sig- urgeirsson. Félagið verður 25 ára á næsta ári og mun fé- lagið minnast afmælisins. Fundurinn lýsti ánægju sinni yfir auknu frelsi í verzl- unarmálum, vísaði frá ásök- unum iðnrekenda í garð fé- lagsins og átaldi verðlagsskrif sumra blaða undanfarna mán uði og lýsti yfir að matvöru- kaupmenn hefðu hreinan skjöld í þeim efnum. Nautgriparæktarfé- lag Hraungerðis- hrepps 40 ára Fjörutíu ára afmælis Naut- griparæktarfélags Hraungerð ishrepps var minnzt í gær með fundi, og voru meðal gesta á honum Páll Zóphóníasson bún aðarmálastjóri, Ólafur Stef- ánsson nautgriparæktarráðu- nautur og Hjalti Gestsson hér aðsráðunautur. Sveinbjörn Björnsson, bóndi í Uppsölum, sem verið hefir eftirlitsmaður félagsins í þrjá tíu ár, flutti erindi um félagið og starf þess. Slökkviliðsmenn halda aðalfmid sinn Aðalfundur Starfsmanna- félags slökkviiiðsmanna var haldinn 17. april. Foimaður félagsins var kjörinn Guð- mundur Guðmundsson og varaformaður Bjarni Bjarna- son. Gjaldkeri var kjörinn Guðmundur Kristjánsson og ritari Þóröur Pétursson. Með- síjórnandi er Sigurgeir Guð- jónsson. í stjórn ekknasjóðs slökkvi- liðsmanna var kjörinn Sigur- gísli Guðnason, formaður sjóðsins. en gjaldkeri Kristinn Eyjólfsson. Norræn tónlist í Vínarútvarpinu Þann 15. apríl var leikin norræn tónlist í útvarp í Vín- arborg með tónverkum eftir Hallgrím Helgason og finnska tónskáldið Yrjö Kilpinen, sem óhikað má telja einn mesta ljóðlagasmið, sem nú er uppi, enda kalla Þjóðverjar hann „Schubert Norðurlanda.“ Verk in voru flutt af úrvals lista- mönnum, þeim Ilona Stein- gruber og Friedrich Wildgans. Ilona Steingruber er söng- kona við ríkisóperuna í Vín. Hefir hún getið sér mikinn orðstí vegna fyrirmyndar- túlkunar á nútímatónsmíðum. Friedrich Wildgans, maður hennar, er austurrískt tón- skáld og prófessor við tónlist- arháskólann í Vín, forseti austurrísku deildarinnar í Al- þjóðasambandi rlútímatónlist ar. Hefir hann samið mörg tónverk, m. a. óperuna „Skiln- ingstréð.“ Með 650 skippund frá árairiötum Frá fréttaritara Tímans í Eskifiröi. Vélbáturinn Björg kom af netaveiðum heim til Eskifjarð ar í gær eftir 4 daga útivist. Var báturinn með sæmilegan afla, 40 skippund. Alls hefir Björg aflað 650 skippund síð- an um áramót, og verður það að teljast sæmilegur afli, eft- ir þvi sem nú gerist. Ekið á barn í gær kom maður til rann- sóknarlögreglunnar og skýrði frá því, að í fyrradag um eitt' leytið hefði drengur á reiðhjóli með hjálparvél ekið á þriggja ára gamla dóttur sína. Þetta átti sér stað hjá Kaplaskjólsveg 12. Mun barnið hafa verið að leika sér úti á túni, sem er þar. Dreng urinn fór strax inn með barnið til móður þess, en það var hrufl að á höfði og hafði marizt á handlegg og hægri mjöðm. Þar sem ekki er vitað um nafn drengsins, óskar rannsókn arlögreglan eftir að hann gefi sig fram við hana. Einnig biður hún sjónarvotta að hafa sam- band við sig. Malan skírskotar til kjósendanna Malan forsætisráðherra Suður-Afríku hélt langa ræðu í gær þegar umræður hófust á ný um úrskurð hæstaréttar lándsins um ógildingu kyn- þáttalöggjafarinnar. Hann skoraði á flokka þingsins að þreyta mál þetta ekki lengur á þingi en gera það að aðal- kosningamáli sínu við kosn- ingarnar, sem fram eiga að fara eftir 10 mánuði. Þá kvað hann mundi koma í ljós, að mikill meirihluti þjóðarinn- ar væri löggjöfinni fylgjandi og vildi ekki láta hæstarétt setja löggjafarþinginu stólinn fyrir dyrnar. Færi hins vegar svo, að þjóðin kvæði upp ann- (Framh á 7. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.