Tíminn - 19.04.1952, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.04.1952, Blaðsíða 2
2. TÍIWINN, laugardaginn 19. april 1952. 88. blaff. dögum , sem náð höfðu vexti Napóíeons og Cooks Dýragarðurinn í Kaupmanna- höfn hefir síðustu mánuði feng ið ekki svo fá dýr frá hinum vísindalega Galathea-leiðangri. Meðal annars fékk hann skjald böku frá eyjunum norðan við Madagaskar. Hún var lítil vexti, en forstöðumenn dýragarðsins þóttust þegar sjá, að þetta væri ekki venjulega skjaldbaka, enda kom á daginn við rannsókn, að þetta var svonefnd fílaskjald- baka, stærsta skjaldbökutegund á landi. Skjaldbökuævi frá 1773 til 1925. Það er vitað, að slíkar risa- skjaldbökur geta náð góðum aldri, en af eðlilegum ástæðum er erfitt að kveða á um það, hve skjaldbökur geta orðið gamlar. Ert fyrir skömmu sálaðist skjald- baka, sem lifði á St. Helenu á dögum Napóleons. Svo fullyrða að minnsta kosti franskir fræði- rnenn. En þótt þessari fullyrðingu sé ekki treyst, dó að minnsta kosti árið 1925 skjaldbaka, sem kom- in var á legg á dögum ævintýra- mannsins og ferðalangsins James Cooks. Prásögnin um þá skjaldböku er í ritgerð Flowers, forstjóra dýragarðsins í Kairó. Hefir hann safnað saman fáan- iegri vitneskju um það, hvaða aldri skjaldbökur geti náð. 'Risti ártalið á skjöldinn. Flower segir í ritgerð sinni frá Útvarpið TÚtvarpið í dag: Kl. 8,00—9,00 Morgunútvarp. 10,10 Veðurfregnir. 12,10 Hádegis útvarp. 12,50—13,35 Óskalög sjúkiinga (Björn R. Einarsson). 15,30 Miðdegisútvarp. 16,25 Veð- urfregnir. 18,00 Útvarpssaga barnanna: „Vinir um veröld alla“ eftir Jo Tenfjord í þýðingu Halldórs Kristjánssonar (Róbert Arnfinnsson leikari) —VII. 18,30 Dönskukennsla; II. fl. — 19,00 Enskukennsla; I. fl. 19,25 Veður tregnir. 19,30 Tónleikar: Sam- söngur (plötur). 19,45 Auglýsing ar. 20,00 Fréttir. 20,30 Dagskrá Austfirðingafélagsins í Reykja- /ík: a) Ávarp: Pétur Þorsteins- ,son lögfr., form. félagsins. b) Upplestur: Kristján Einarsson :frá Djúpalæk les frumort ljóð. c) Erindi: Bjami Benediktsson :trá Hofteigi talar um Jökuldals heiðina og „Sjálfstætt fólk“. d) .Einsöngur: Jón M. Árnason syng ur; Fritz Weisshappel leikur und :ir. e) Upplestur: Róbert Arn- íinnsson leikari les kvæði: „Á- gangur“ eftir Benedikt Gíslason :trá Hofteigi, f) Upplestur: Hall- dór Stefánsson alþm. g) Múla- jýslur kveðast á: Fjórir hagyrð- mgar flytja stökur sínar. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Danslög (plötur). 24,00 Dagskrár lok. Arnað heilla (íjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjónaband í London ungfrú Sig- ríður Á. Blandon hjúkrunarkona og mr. Charles W. Halling mental health officer. — Misrit- un var í þessari hjónabands- frétt í síðasta blaði. Trúlofun. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Pálína Þorsteins- dóttir, Miðengi, og Óskar Ög- mundsson, bóndi, Kaldárhöfða, Grímsnesi. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trú- lofun sína ungfrú Rannveig Þór ólfsdóttir, hjúkrunarkona, og Eggert Einarsson, vélstjóri á Arnarfelli. því, að 1773 hafl Cook rist það ártal á skjöld skjaldböku á Tongaeyjum, og hefir saga þess- arar skjaldböku verið rannsök- uð af dr. Luras með . aðstoð Pallors höfuðsmanns, landstjöra á Samoaeyjum. Skjaldbakan fannst aftur 1925, og var þá orð in alblind, og það brakaði í henni eins og gamalli uxakerru, er hún bærði á sér. Var hún sýnilega aðframkomin af elli. Salóte drottning kemur til sögunnar. Tíu árum síðar lét Salóte Taþou, drottning á Tonga, í ljós þá ósk að sjá þetta ellihruma og háaldraða dýr. Mikil leit var hafin, og einn góðan veðurdag var skjaldbaka borin fyrir drottn inguna á bakka miklum. Átti það að hafa verið þessi sama skjaldbaka, en ekki eru fyrir því óyggjandi sannanir, að hið rétta ártal hafi verið rist á skjöldinn. Auk þess er það grun- samlegt, að hún virðist hafa ver ið minni en hin gamla skjald- baka átti að vera. Óx ekki í 177 ár. Það eru fleiri en Napóleon- skjaldbakan og Cook-skjaldbak an, sem Flower nefnir. í skýrsl- um franska líffræðifélagsins frá 1928 er greinargerð P. Carnies urn risaskjaldböku, sem var mæld árið 1740, og var hún þá 2,6 metrar að ummáli um miðjuna. 1917 var sama skjald- bakan mæld aftur, og var gild- leiki hennar nær hinn sami og fyrir 177 árum. Er þetta í sam- ræmi við fleiri athuganir, sem gerðar hafa verið. Þegar skjald- bökurnar hafa náð vissri stærð, og þær stækka ört framan .af, standa þær í stað. En meöan þær eru á vaxtarskeiði geta þær þyngzt um fjörutíu kíló á ári. 80 ár í dýragarðinum í Lundúnum. Lengd og þyngd skjaldbak- anna er ekki ávallt samsvarandi. Stærsta skjaldbaka, sem mæld hefir verið, var 1,327 m. á lengd og vóg 253 kíló. í dýragarðinum í Lundúnum er nú skjaldbaka, sem er áttatíu ára gömul, og vegur hún 423 kíló, þótt liún sé ekki svona löng. Sumar tegundir útdauðar. Sumar tegundir af skjaldbök- um, sem til voru fyrir nokkrum öldum, eru nú útdauðar. Þegar I siglingar færðust í aukana. var; þeim útrýmt. Þær voru þægileg ar í forðabúr skipanna, þar sem þær lifðu mánuðum saman, án þess að þeim væri gefið, og hægt J að grípa til nýmetisins hvenær' sem var. En skortur á nýmeti var þá eitt mesta vandamál sæ- farenda. V.V.V.V.V/.V.V.V.’.V.V.V.V.V.V.WAW.V.W.V.'.W/ I GÖMLUDANSARNIR 1 í < ,» í G.T.-húsinu í kvöld kl. 9. — Urslit danslagakeppn- innar í gömlu dönsunum. ’• Söngvarar með hljómsveitinni: \* Svavar Lárusson og Edda Skagfield. ■“ Aðgöngumiðar kl. 4—6. Sími 3355. I | w.w.v S. K. T. .v.v.v.v.w.w.w, .v.v.v.w.v.v.v.v.v.w V,\W/AV.\WA”.VA^%WA^W,V.V.V.V.\VWAV.VA i § í Hinar þekktu ESTRELLA-skyrtur :• •J fást nú aftur i næstu verzlun. j Fjölbreytt litaúrval. 3 flibbasnið. v ■■ 1« I; Klæðist ESTRELLA %W.V.W.W.W.W.V.W.WAVAV.W.W.VW.VWUVy AV.V.V.V.W.V.V.V.V.V.V.V.V.V.W.V.V.V.V.V.V.V/ »: gullrán i París um bjartan dag Nú nýverið rændu fimm vogaöir glæpamenn tæpum tutt- ugu og átta milljónum franka í gullstöngum og seðlum. — Ránið var framið inni í miðri París í einu umferðarmesta verzíunarhverfinu, en fólkið stóð aðgerðarlaust og horfði á. Það hélt að ]>arna væri um kvikmyndatöku að ræða. Gull þetta er 1,3 millj. króna virði á frjálsum markaði en vafa- laust nær helmingi meira á hinum svarta. 48 kíló af gulli. Gullið var flutt í lokuðum vörubíl og stöðvuðu ræningj- arnir hann með því að aka sinni bifreið framfyrir, enn- fremur voru þeir með vöru- bifreið, sem ók upp að hlið gullvagnsins og hófu þeir þegar affermingu. Náðu þeir meðal annars fjörutíu og átta gullstöngum.sem hver um sig var eitt kíló að þyngd. Þar að auki komust þeir í burtu með um tvser milljónir franka í seðlum, sem þeir tróðu í vasa sina, eftir því sem þeir höfðu tíma til. Fólkið horfði á. Um þessar mundir er verið að gera enska kvikmynd í París, en í henni á sér stað rán, líkrar tegundar og þetta. Héldu áhorfendur því, að þarna væri um tilbúið rán að ræða og horfðu á i spenningi, unz það varð um seinan að stemma stigu við framtaks- semi þessafa pilta. Valinn staður. Stað.urinn til ránsins var ekki sérlega vel valinn, þar sem það var framið nærri lög reglustöð, varð það til þess, að ræningjarnir urðu að skilja eftir töluvert af því gulli, sem á vörubílnum var. Sænskur stúdent svæfði stúlku og rændi henni Stúdent í Stokkhólmi, 21 árs að aldri, hefir veriö kærður fyr- ir að svæfa unga stúlku með etri og ræna henni. Þessi unga stúlka á að taka stúdentspróf í vor. Ginnti stúdentinn hana upp í bifreið, en þegar hún vildi ekki fara með honum nema skammt, dró hann upp vasaklút, vætti hann með etri og brá fyrir vit stúlk- unni. Siðan ók hann með hana í sumarhús við Grenna. Eftir nokkurra stunda dvöl í sumar- húsinu tókst stúlkunni að kom- ast undan, og sneri hún sér þeg ar til lögreglunnar. Stúdentinn hefir síðustu vik- ur verið mjö'g ástfanginn af stúlkunni. Hún sleit hins vegar fyrir nokkru sambandi við hann, og gerðist hann þá mjög ör- væntingarfullur. Þegar stúdentinn frétti, að for eldrar hans höfðu spurnir af atferli hans, fékk hann áfall, svo að flytja varð hann í sjúkra hús. Frá B.S.P'R. Aðalfundui Byggingasamvinnufélags Póstmanna í Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 22. apríl 1952 kl. 20,30 í Verzlunarmannahúsinu í Reykjavík. I ! i _ , 1. Dagskrá aðalfundar skv. félagslögum. :* í 2. Önnur mál, sem fram kunna að verða borin. ÍJ í" Þess er fastlega vænzt, að félagar fjölmenni til þess !j að fundurinn verði lögmætur. !j 3 STJÓRNIN. ■: W.VWAV/AW.V/.V.%WAVWWA\VV0WWAVWA AÐALFUNDUR jérit arskráríéí agsiiis verður haldinn í dag laugardaginn 19. apríl kl. 4 síðd. í Þjóðleikhúskjallaranum. DAGSKRÁ: 1. Skýrsla félagsstjórnarinnar og reikningar félagsins. 2. Stjórnarkosning. 3. Stjórnarskrárfélögin og fjórðungssamböndin. 4. Væntanlegt forsetakjör. Félagsmenn munið að mæta og greiða félagsgjöld ykkar á fundinum. Félagsstjórnin I I + ♦ ♦ t l ■a AÐVORUN Að gefnu tUefni viljum vér upplýsa, að Vörubílastöðin Þróttur hefir ekki verið beðin um bíla í vinnu til varnar- liðsins og alveg óvíst um hvort það verður gert. Menn eru því varaðir við því að kaupa vörubíla í þeim tilgangi að ganga í Þrótt, þar sem atvinnuleysi er mjög mikið hjá með- limum félagsins. í Vörubílstjórafélagið Þróttur t \ Auglýsið í Timaiium rftiýliýóið í Ifíftl&HUftt Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð vegna andláts og jarðarfarar mannsins míns og föður okkar GUÐJÓNS JÓNSSONAR, Tungu. Ingilaug Teitsdóttir og börn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.