Tíminn - 08.06.1952, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.06.1952, Blaðsíða 8
36. árgangur. Reykjavík, ^ ^^^ '%r ^ „Við eigum að taka upp kennslu í nýnorsku í gagnfræðaskólum// é wrUE ik,.»«... 1.. ■ ulrI*ki:i í..mo fplíiptimiít T mnrcrnm clíViim 8. júní 1952. 126. blað. Eætt viS Þorsteln Víglimdsson skolasí jóra, nýkominn frá vetrardvöl I Noregi Þorsteinn Víglundsson, skólastjóri í Vestmannaeyjum er nýlega kominn heim eftir vetrarlanga dvöl í Noregi ásamt konu sinni, og hitti tíðindamaður Tímans hann nýlega að máli og ynnti eftir NoregsdvöIinnL Þorsteinn fékk ársleyfi frá kennslustörfum eins og venja er að kennarar fái eftir tíu ára starf eða meira. ^ , nauðsyn að efla sem mest „Ég hafbi áður stundað nám menningarsambandig yjs í Noregi, sagði Þorstemn og nánustu frændur vora Norð- greip fegins hendi tækifænð menn yig iærum nýnorskuna til að fara í þessa för. Var á helmingi 'styttri tíma en það. að samkomulagi, að ég dönskuna) og með því að geta kynnti mér verknámsskóla í Noregi og færi jafnframt til Svíþjtíðaj og Danmerkur í þeim erindagerðum. Þá var og ák'veðið, að ég flytti erindi um ísland á vegum Norræna félagsnis og kynnti ísland og islenzk málefni. Hafði ég með mér til sýninga fagra íslands kvikmynd eftir Loft Guð- mundsson. Á gömlum slóðum í Voss. — Hvert lá leiðin fyrst? — Við fórum til Voss. Þar var ég áður nemandi, árin 1921 til 23. Þar dvöldum við hjónin síðan þegar við vor- um ekki á ferðalagi og bjugg um í heimavist skólans. Um miðjan nóv. fór ég svo í fyrir- lestrarferð á vegum Ung- mennafélags Hörðalands og hélt fyrirlestra víða um Norður-Hörðaland. Um miðj- an janúar fór ég til Norður- Noregs til Þrændalaga og allt norður til Mo í Rana, en þar endar járnbrautakerfi Nor- egs. Eftir það ferðaðist ég á bátum norður í Tromsö. Um 100 fyrirlestrar. — Þú hefir haldið fjölda fyrirlestra? — Alls munu þeira hafa verið um 100. Tæplega 60 án kvikmyndarinnar og um 40 með kvikmyndinni. Á sumum stöðum hélt ég tvo fyrirlestra með nokkru millibili. í sænskum lýðháskóla. í lok aprílmánaðar fór ég til Svíþjóðar og naut hinnar beztu fýrirgreiðslu skólastjór ans við lýðháskólann í Mull- sjö í Smálöndum. í þeim skóla hélt ég fyrirlestur með því markmiði að ganga úr skugga um, hve vel Sviar skyldu nýnorsku. Var um það samið, að skólastjórinn skyldi skýra þau orð úr fyrirlestrin um, sem hann teldi að nem- endurnir skildu ekki. Taldist honum svo til, að það hefðu verið fimm orð, sem þurftu skýringar við. Eigum að læra nýnorsku. Mín skoðun er sú, að við ís lendingar eigum að hætta dönskukennslunni í almenn- um gagnfræðaskólum en taka upp kennslu í nýnorsku, og eftir þessa ferð er ég enn sannfærðari um þetta en fyrr. Ég er viss um, að það er bæði mikill fjárhagslegur vinning- ur, og okkur, sem óneitanlega eigum að verjast vaxandi engilsaxneskum áhrifum á þessum tímumr er það brýn talað hana. höfum við lykil að menningarsambandi við Norðmenn og Svia eða um 10 millj. manna, um helmingi fleiri en með því að tala dönsku. Svíar skilja ný- norsku vel, en dönsku mjög takmarkað og sama er að segja um Norðmenn. Tengja fast saman starf Iýðháskólanna og ung- mennafélaganna. — Hvað finnst þér einna merkast í skóla og félagsstarfi Norðmanna? — Ég held, að það sé, hve vel þeir tengja saman starf lýðháskólanna og ungmenna félaganna. í mörgum slíkum skólum hefir blátt áfram ver ið tekin upp kennsla í félags- starfi. Unga fólkinu er kennt að starfa í ungmennafélögun um og skilja gildi heilbrigðs félagslífs. Jafnframt er geysi mikil áherzla lögð á það að hjálpa hinu unga skólafólki til að skilja beztu andans menn. þjóðarinnar og kynna þeim persónusögu þeirra og lif. Mikill áhugi fyrir íslandi. í Noregi er geysimikill á- hugi fyir íslandi, einkum í j sveitunum, og þar er litið upp til íslendinga fyrir viðleitni j þeirra við að halda hinu forna máli hreinu. Og það er fjöldi Norðmanna, sem óskar eftir náinni samvinnu við fs- lendinga um menningar- og fræðslumál. Vinátta Norðmanna í garð íslendinga er mikil og ein- læg og ég fann hana hvar- vetna, sem ég kom. Um för- ina alla á ég hinar hugljúf- ustu endurminningar og veit, að jarðvegurinn fyrir meiri og nánari menningarsambönd milli þjóðanna er góður og f r j ór. dagsins fyrir björgun úr sjó I dag veitir sjómannadagsráö verðlaun fyrir mesta björg unarafrek frá síðasta .sjómannadegi, en verðlaun þessi í ár fær Jón Guðmundsson sjómaöur frá Ólafsvík. Jón er 21 árs gamall og tókst honum með snarræði að bjarga skipsfélaga sínum. Eggert Ingimúndarsyni, frá drukknun, þegar hann féll fyrir borð á m. b. Erlingi RE 321, 17. marz s. 1. & Halda dansleiki og hljóm- leika víðsvegar um landið; Hljómsveit Haraldar Guðmundssonar, Vestmannaeyjum, en það er stærsta danshljómsveit landsins um þessar mund- ir, skipuð sjö mönnum, auk söngvara, mun ferðast víða um land á næstunni, og halda dansleiki og hljómleika. Hljómsveit þessi er lands- mönnum vel kunn; hún hefir ieikið í iitvarpið, leikið á tveimur hljómleikum í Reykja vík, og haldið dansleiki hér undanfarin kvöld. í þessari viku mun hljómsveitin ferð- ast víða um Suðurland og halda þar dansleiki og hljóm- leika. Á miðvikudag verður dansleikur að Heimadal, dag- inn eftir í Vik í Mýrdal, en á laugardag í Njarðvíkum og á sunnudag í Keflavík. Fyrstu hljómleikar þeirra verða á Akranesi miðvikudaginn 18. þ. m. en síðan verður farið norð- ur til ísafjarðar og Bolungar-t víkur, en þaðan um Norður- og Austurland, þar sem helztu staðirnir verða heimsóttir. Ágæt hljómsveit. Hljómsveit Haraldar Guð- mundssonar er mjög góð og gefur beztu hljómsveitum Reykjavíkur ekkert eftir, nema að síður væri. Haraldur er þekktur hljóðfæraleikari, og hefir leikið mikið í Reykja- vík, m. a. í hljómsveit Björns R. Einarssonar, en 1949 flutt- ist hann til Vestmannaeyja og varð hann tónlistarlífinu þar hinn mesti aufúsugestur. Engin danshljómsveit var þar þá, en með dugnaði hefir hon- um tekizt að koma á fót þess- ari ágætu hljómsveit. Með honum leika tveir Reykvík- ingar, sem áður voru í hljóm- sveit Björns, þeir Axel Ein- arsson, sem leikur á bassa og ' Árni Elfar á trombón, en hann ' er mikið þekktari sem góður píanóleikari. Aðrir í hljóm- sveitinni eru Höskuldur Stef- ' ánsson, píanó, Sigurður Guð- ’ mundsson, trommur, Gísli . Bryngeirsson, klarinett og ' Gísli Brynjólfsson, sem leikur 1 á gítar. Söngvari með hljóm- ' sveitinni er Jón Þorgilsson. Haraldur Guðmundsson hefir 1 einnig unnið á öðrum sviðum tónlistar 1 Vestmannaeyjum, m. a. er hann söngstjóri Karlakórsins þar. Maður dettur af hjóli og meiðist í andliti í fjrrri viku varð það slys á mót um Njarðargötu og Sturlugötu, að maður féll af reiðhjóli og meiddist töluvert í andliti. Þetta var klukkan tæpt eitt og varð slysið með þeim hætti að gaffallinn brotnaði af hjólinu, en við það féll maðurinn í göt- una. Við fallið meiddist hann mikið í andliti. Maðurinn heit- ir Brynjólfur Erlingsson, Blöndu hlíð 23 og var hann nýstiginn upp úr langri sjúkrahússlegu,, vegna alvarlegra meiðsla, sem hann blaut í haust er leið. Um morguninn, mánudag- inn 17. marz, var,.báurinn staddur um tuttugú sjómílur norðvestur af Rifi á Snæfells nesi og var verið'að draga inn línuna, farið. ýar að hvessa af suðvestri og veður- hæð orðin 4—5 vindstig. Eggert fellur fyrir bórð. Um klukkan áttá um morg unin var Eggert á' leið aftur eftir bátnum og féll þá út- byrðis. Eggert gáf ekkert hljóð frá sér er háhn féll í sjóinn, en Jónas E. Guðmunds son, bróðir Jóns og. skípstjóri á bátnum, var staddur í stýris húsinu, og sá hánn' hvar Eggert var í sj ónurii. Kallaöi bann þá ,,maður fyrir borö“ og skipaði skipverjttm::sínum að sleppa þegar línunni, lét hann síðan vélina tatea afur ábak og hélt bátnum þannig til mannsins. Jón bjargar Eggert. Jafnskjótt og Jón heyrðij skipstjórann kalla „maður fyr ir borð“ hljóp hann aftur á bátinn, fór úr sjýstakki og sjóstígvélum og fleygði sér í sjóinn og synti ti) Eggerts. Náði Jón í hár hans, er hann var að sökkva, en Eggert var ósyndur. Gat hann svo hald- ið honum uppi í þessari þungu Jón Guömundsscn, sem fær vcrölaun sjómannadagsráös fyr ir inesta björgunarafrek ársins. báru, þangað til báturinn kom til þeirra, og munu hafa liöið um fjórar mínútur, þar til bátsverjum tókst að inn- byrða báða mennina. Það er alveg víst að Eggert hefði drukknað þarna, ef Jóni hefði ekki tekizt, með snarræði sínu og sundleikni að koma honum til hjálpar. Jón Guð- mundsson er fæddur í Ólafs- vík, 26. júní 1931, sonur hjón anna Guðmundar K. Gíslason ar og Ágústu Jónasdóttur. Norska fólkið færði okkur veglegar gjafir Norska skógræktarfólkið lagöi af stað í gærmorgun í ferðlag austur að Gullfossi og Geysi og fleiri staða austan fjalls og aö síðustu um Þingvöll til Reykjavíkur í kvöld. Um miðnætti legg- ur það svo af stað heimleiðis með Heldu. í samsæti því, er landbúnað- arráðherra hélt skógræktar- fólkinu í fyrrakvöld vah skipzt á gjöfum, og voru gjafir þær, sem Norðmenn höfðu meðferð- is, stórmerkar og íslendingum dýrmætari en orð fáílýst."- 156 ára gamall „kirkjubátur". Jerdal fararstjó^. afhenti gjafir þessar og fluiii um,leið kveðjur, er þeim fylgdu. Fyrst skýrði hann frá því, að skóg- ræktarfólkið hefði yerið beðið fyrir allstóra sendingú írá land búnaðarsafni Hörðalands til Þjóðminjasafnsins. .. Ér það „kirkjubátur", sem nótaðyr hef ir verið í Hörðalandi til að flytja kirkjufólk og er gerð hans að ýmsu svipuð víkingaskipunr um gömlu. Báturinn.er. 150 ára gamall og hinn bezti gripur. Bækur til Landsbókasafnsins. Þá kvaðst Jei'dal hafa verið beðinn fyrir allmikla bókasend ingu frá félaginu Vestmanna- iaget í Bergen. Var bókum þess um safnað meðal félagsmanna og eru þær flestar sögulegs efn is. Málverk frá Hörðalandi. Þá færði hann Skógræktarfé- lagi fslands málverk að gjöf frá norska skógræktarfólkinu. Er það af gömlu bændaþorpi, sem heitir Hagatún í Hörðalandi. Málverk þetta er eftir einn þátt takandann í förinni, Asbjörn Brekke, ungan mann, sem er (Framh. á 7. siðu). Kaþólskir mega ekki lesa bækur André Gide Frá Vatikaninu hefur nýlega verið útgefin tilskipun um að það verði að teljast kaþólskum til syndar, ef þeú’ lesi bækur franska rithöfundarins André Gide. Bækur þessa höfundar hafa nú verið færðar inn á bann lista kaþólskra yflr bækur, sem syndsamlegt er að lesa, en sá listi er sagður telja 5000 bæk- ur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.