Tíminn - 16.12.1952, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.12.1952, Blaðsíða 2
2. TÍMINN, ]>riðjudaginn 16. desember 1952. 286. blaff. í atóm-flugvél verður komið í á- fanga, áður en lagt er af stað Maffurinn er alltaf að sækjast eftir hraffa, og honum hef- ir áunnizt mikið í því efni, einkanlega á síðari tímum. Mark- ar tilkoma véiarinnar tímamót í því efni. Fyrst gufuvélin, síðan benzínvélin og nú upp á siðkastið, þrýstiloftsvélin. En það er ekki nóg að gert, þó að manninum hafi tekizt að færa sig yfir allt að því tvisvar sinnum hraðar en hljóðið, heldur er nú í smíð- um atómknúin vél í flugvél- ar, sem mun verða þess vald- andi, að enn býðst mannin- um tækifæri til að færa sig á milli staða á skemmri tíma en áður. Úraníum 235. Aflgjaíi þessarar nýju vél- ar mun verða úraníum 235 og þarf vélin hálft kílógramm af efninu til að geta flogið átta- tiu sinnum umhverfis jörð- ina við miðjarðarlínu, með fjögur þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Tíminn sigraður. Það má segja, að tímatal okkar sé farið að riða við all- an þennan gífurlega hraða. - Tii sönnunar má geta þess, að verði flogiö í atómflugvél frá íslandi til Ameríku verður hægt að ná áfangastað löngu fyrir þann tíma,_ sem > iagt var upp í ferðina’. Hægt verð ur að fljúga þvert yfir At- lantshaf á fimm stundar- fjórðungum. Vandamálið leyst. Brennsluefnið hefir verið vandamál, því í núverandi mynd sinni, þurfa flugvélar mikið brennsluefni, sem er þungt í sér, og því hraðar sem flogið er, því meiri birgðir þarf vélin að bera með sér af efninu, gildir þar sama um langflug. Með tilkomu atóm- vélarinnar verður ekki leng- ur að ræða um þyngd brennsluefnis, utan þess litla magns af úraníum 235, sem vélin þarf til að fljúga óra- leiðir. Útvarpið IJtvarpið í dag: 8.00 Morgunútvarp. — 9.10 Veður fre£ nir. 12.10—13.15 Hádegisút- varp. 15.30 Miðdegisútvarp. — 16.30 Veðurfregnir. 17.30 Enskukennsla; II. fl. — 18..00 Dönskukennsla; I. fl. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Fram- burðarkennsla í ensku, dönsku og esperantó. 19.00 Þingfréttir. — 19. 25 Óperettulög (plötur). 19.45 Aug- lýsingar. — 20.00 Fréttir. 20.30 Er- indi: Um aðbúð kennara (Símon Jóh. Ágústsson prófessor). - 20.55 Undir Ijúfum lögum: Carl Billich o. fl. flytja smálög eftir Johann Sebastian Bach. 21.25 Gamlir tón- sniilingar; I. Johann Pachelbel. 22. 00 Fréttir og veöurfregnir. 22.10 Uplestur: „Heimur í hnotskurn", scgukaíli eftir Giovanni Guareschi (Andrés Björnsson). 22.30 Sam- leikur á fiðlu og p'anó. 23.00 Dag- skrárlok. Útvarpið á morgun: 8.00 Morgunútvarp. — 9.10 Veð- urfiegnir. 12.10—13.15 Hádegisút- varp. 15.30 Miðdegisútvarp. — 16. 30 Veðurfregnir. 17.30 íslenzku- kennsla; II. fl. — 18.00 Þýzku- kennsJa; I. fl. Í8.25 Veðurfregnir. 18.3.0 Barnatími. 19.15 Þingfréttir. — 19 30 Óperulög (plötur). 19.45 Auglýsin; ar. — 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: „Mannraun" eftir Sinclair Lewis; XVI. — sögulok (Hagnar Jóhannesson skólastjóri). 21.00 íslenzk tónlist: Guðmundur Jónsson syngur lög eítir Emíl Thoroddsen. 21.20 Vettvangur kvenna: Erindf: Frá Ítalíuferð (frú Sigríður J. MagnússonV 2145 Tónleikar (plötur). 22.00 Fréttir cg veðurfregnir. 22.10 „Désirée", saga eftir Annemarie Selinko (Ra n- heiður Hafstein). — XXXII. 22.50 Dans- og dægurlög (plötur). T:3 10 Dagskrárlok. Markaskrárnar stækka þegar nýtt fé kerast á fót Uin þassar mundir er ver- iff að undirbúa nýja ú^gáfu af markaskrá Borgarfjarff- arsýslu o? annast In^imund ur Ásgeirsson, bóndi að Hæli í Flókadal, útgáfu skrár- innar, sem væntanleTa kem ur út í vor. Verður þetta um fangjsmsta markaskrá, sem komið hefir út í sýslunni, því að mikill fjöldi nýrra marlta, bæíist við. Síðast þegar markaskráin var gefin út fyrir Borgarfjarð arsýslu voru í henni tæplega 1000 mörk. Þau höfðu þá aldr ei verið fleiri. — Ekki er búið aö gangá frá handriti skrár- innar og ekki öll gögn komin til Ingimundar á Hæli. Auð- séð er, að mörkin verða all- míklu fleiri en í síðustu skrá. Þegar mörkum er fjölgað, verður að hafa margt í huga og eru talunörk fyrir því, hvað hægt er að fjölga þeim. Fyrst verður að sjá, hvort markið á sér nokkra hlið- stæðu í nærliggjandi sýslum og eins er bannað að taka upp ýms soramörk, svo sem mörk, þar sem sílhamrað er, geirsýlt, eða netnál. Ef slík soramörk eru í notk un, eru fyrirmæli í lögum um að láta þau deyja út, þeg ar eigendurnir hætta að nota þau. Færð þyngisí á Fagradal Frá fréttaritara Tímans í Reyðarfirði. Undanfarna þrjá daga hef ír snjóað töluvért, og í gær var mikill kuldi o^ skafrenn- ingur i Reyðarfirði. Færð er þó sæmileg ennþé, og var íailð yfir Fagradal í ívrra- dag, og. síðdegis í gær var last af stað á bílum upp á Hérað, en óvíst í gærkvöldi, hvort þeir hefðu komizt yf- ir Fagradal. Á Reyðarfirði er ekkert verlcfall og hefir ekki verið boðað, en verkfallið á Akur- eyri og Reykjavík, ásamt samgönguleysinu,1 veldur örffugleikum og skorti á ýms- um vörum. En nægilegt er þó til af nauðsynjum enn um sinn. Miklir skaðar af fárviðri á Ítalíu Geysilegt óveður, hvass- viðri og steypiregn, herjaði míkinn hluta ítaliu í gær og hafa orðið miklir skaðar á vegum, akurlendum og síma- linum. Við Liverno brotnaði amerískt skip í tvennt í ó- veorinu og afturhlutinn sökk þegar, en á framhlutanum, sem enn flaut 1 gærkveldi, voru um 40 menn. Þeim var reynt að koma til hjélpar með helikopter-flugvélum og biörgunarbátum, en hafði ekki tekizt sökum óveðurs- ins. Talið er, að nokkrir monn hafi farizt af skipinu, en ekki vitað, hve margir þeir voru. J NÝR BÓKMENNTAVIÐBURÐUR I Vitið þér enn 7 Smásögur eftir Svein Auðun Sveins- son, höfiind skáldsöguiinar. Leiðin lá j . til Veslurheims, sem út kom 1950. Dómar um þessa nýju bók eru á einn veg: Helgi Sæmundsson (Varðberg 14. nóv.): Þetta eru persónulegar sögur, gáfulegar og athyglis verðar — og ærinn skáldskapur..Vítiff þér enn —?, er á sínu sviði engu minni bókmenntaviðburður en Leiðin lá til Vesturheims. Maður þykist þess fullviss, að Sveinn Auðunn Sveinsson sé einn af mönnum fram tíðarinnar. Kristmann Guðmundsson (Morgunblaðinu 27. nóv.): Höf. hefir sálfræðinlegan skilning og virðist kunna viöbragöafræði. Honum er lagið að láta atburðalýsing- ar og umhverfislýsingar falla eðlilegan saman i skáld- lega heild, sömuleiöis að láta áhrif þess ósagða koma skýrt fram. Þegar honum tekst bezt, er hann sjálf- stætt og frumlegt skáld, sem ánægja er aö lesa. ! Bæjartogararnir veiða í salt Frá fréttaritara Tímans í Sielufirðt Báðir bæjartogaTarnir eru nú farnir á fiskveiðar í salt og munu stunda veiðar á mið unum hér við land. Ótíð hefir hamlað útgerð trillubáta og smærri fiskibáta um sinn. Aflaðist þó allvel á þá um tíma og nokkur at- vinnubót að þeirri sjósókn. Ekkert verkfall er í Siglu- firði, og hefir ekki veriS boð- að þar. Flugvélin kom við á vestnrleið 1 Millilandaflugvélin Hekla 'kom til Reykjavíkur í fyrra- 'dag og hafðj hér nokkra við- ! civöl á leið sinni vestur um (haf, vegna lítilsháttar bilun- ar. | Vélin kom frá Noregi og var með farþega til Banda- ríkjanna. Hafði hún meðferð is nægt benzín alla leið vest- ur á Nýfundualand. Lagði af stað héðan um miðnætti og lenti á Gander nokkru fyrir hádegi í gær. Árekstrar (Framhald af t. síðu). | bifreið austan úr Vík í Mýr- , dal. Lögreglan skarst þar í | leikinn og lyktaði þráttinu j með því, að fólk fékk böggl- ana afgreidda. 9 Guðmundur Danielsson (Vísir 1. des.): Sögurnar eru sjö talsins .... Engih þeirra er löng, engin léleg. Flestar þeirra gerast meðal fátækra verka manna í kaupstað og varpa skörpu ljósi á ytri. kjör þeirra og innra líf. Hófsemi höf. í málfari og stíl ber aöalssvip og smekkvísi hans er óskeikul. Guffrn. Gíslason Hagalín (Albýðublaðið 2. des.): .... Hlátur drengsins í fyrstu sögunni og þögn heldra fólksins, andstæðan í lok annarrar sögunnar milli löngunar drengsins og þeirra lífsannar, sem knýr hann, gereyðing snjóhússins í þeirri þriðju, dinglándi kaðalendinn í seinustu sögunni, þegar hann mætir brögð piltsins í seinustu sögunni, þegar hann mætir stúlkunni sinni, eftir að samvizkukvalirnar hafa þrúg- að að honum — allt er þetta hnitmiðað til listrænna og lífrænna áhrifa. Halldór Kristjánsson (Tíminn 11. des.): Svo skrifar enginn nema hann sé snillingur á stíl og skilji hetjusögu og nautn alþýðlegrar lífsbaráttu. Það er bláköld og dagsönn alvara íslenzkrar lífsbar- áttu, sem er styrkur þessara sagna, ýkjalaus og lát- laus túlkun þess sem samferðamönnum okkar býr í brjósti. Á þeim vegi er þessi höfundur hlutgengur svo að hann þarf engan að öfunda eða biðja afsökunar. Gefið vinum yðar Vitið þér enn? í jjála- gjjöf. Verð kr. 45,00 ifo. og br. 35,00 ©1». ; Forn Sjóður (Framhald af 1. síðu). en þó eru innan um það fá- ein brot af silfurpeningum. Ekii sumir þeirra þýzkir að uppruna, mótaðir fyrir Ottó keisara þriðja á síðustu ár- um 10. aldar, en sumir eru arabiskir frá 9. eða 10. öld. Sýnir þetta aldur sjóðsins. Fátíður fundur. Fundir slíkra sjóða gang- silfurs eru fátíðir hér á landi, og ekki er nema einn sam- bærilegur sjóður annar til í þjóðminjasafninu. Er hann frá Sandmúla inn af Bárðar- dal, en þriðji sjóðurinn með eintómum mótuðum silfur- peningum frá 1000 fannst í Gauiverjabæ í Flóa 1930. Ketusilfrið er því merk við- bót við það litla, sem til er af fornu, íslenzku gangsilfri. Keíllsúfgáfan ■<&< 51 Gerist áskrifendur að | ímcinum I Áskriftarsími 2323 Jörð til sölu Tilboð óskast í jörðina Hjörsey II. (hálfa lenduna), Hraunhreppi, Mýrasýslu. Tilboö sendist skriflega und- » irrituöum, sem veitir umbeðnar upplýsingar. Bústofn J og heyvinnuvélar geta fylgt. Áskilinn' réttur til aö taka 1 hvaða tilboði sei^i er eða hafna öllum. Hjötur Þórðarson, Hjörsey. Símstöð um Arnarstapa, Mýrum. Jarðarför móður minnar VALGERÐAR ÞORBJARNARDÓTTUR, er andaðist að heimili sínu, Harrastöðum í Miðdölum 7. des. s.l., fer fram frá heimili hennar kl. 10 árd. — Jarðsett verður að Kvennabrekku. Þorbjörn Ólafsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.