Tíminn - 16.12.1952, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.12.1952, Blaðsíða 8
„ERLEXT YF1RLIT“ t UAÍív Kóreufiir Etsenhowers 36, árg. 16. desember 1952. : T :n" 286. blað. Byssukestir uppreisnarmanna í Inaó-Kína Fyrirsát verkfallsmanna í nafni heilbrigðiseftirlitsíns í Reykjavík rppreisnarmenn í Indó-Kína hafa undanfarna daga orðið að hörfa mjög skjótlega undan hraðri sókn Frakka og yfir- gefa landssvæði, sem beir unnu nýlega. Á hinum hraða fiótta láta upprcisnarmenn vopn sín eftir í hrönnum. Byss- urnar liggja í haugum, allar hlaðnar. Faríð að sneiðast um benzín hjá ieigubíium í dag mun vera farið að sneyðast mjög um benzín hjá leigubifreioastjórum hér í bænum, þar sem benzínhirgðir einstakra bifreiðastjéra munu vera að ganga til þurrðar. Um helgina var talið, að beir, sem bezt hefðu birgt sig upp með benzín fyrir verk- fallið, ættu ekki eftir nema tvisvar til þrisvar á benzín- geyma bifreiðanna, en það lætur nærrj að vera fjögurra daga forði, miðað við innan- bæjarakstur venjulegra leigu bifreiða, sem hér eru í not- kun. Benzínið langsótt og dýrt. Eitthvað mun hafa verið um það, að leigubílstjórar haíi orðið sér úti um benzín Mjólkurbrúsum stolið undir bensín Meðan mest var að þvi gert að sækja benzín í bif- reiðir i Reykjavik upp í sveit ír, áður en verkfall kom í Hvalfj arðarstöðinni og benz- ínafgreiðslu þaðan var hætt, var nokkuð farið að bera á því, að tcmum mjólkurbrús- um, sem stóðu við vegina á svæði því, sem flytja má mjólk af til mjólkurstöðvar- innar í Reykjavík, væri stol- ið. Leikur grunur á, að þar hafi veríð að verki menn, sem voru að leita íláta til þess að geyma á benzín. utan af landi, en margir munu hafa sótt það í benzín geyma í nágrenni bæjarins, meðan benzín var fáanlegt af þeim geymum. Hefir mikill aukakostnaður lagzt á ben- zínið, að sækja það svo langt cg leita að því, eftir að geym ar nærlendis fcru að tæm- ast. Úr Árnessýslu og Bcrgaríirði. Þegar benzin hætti að íást í nágrenni Reykjavíkur, leit- uðu leigubilstjórar fiarlæg- ari miða, allt austur í Árnes- sýslu og upp í Borgarfjörð, og sóttu sér þá saman nokkr ir og sentíu vörubifreiðar með tur.nur undir benzínið. I L'ýrt fcrennsluefni. | Geíur að skilja, að brennslu efnið er orðið dýrt, þegar bú- ið er að sækja það upp í Borg r.rfjörð éða austur í Árnes- sýslu, enda mun hver benzín tunna, komin til bæjarins af þessmn svæðum, kosta rúm- ar íimm hundruð krónur, tvö hundruð lítrarnir, auk þess, sem bifreiðastjórar hafa orð- ið að greiða gjald fyrir tunn urnar. Er þetta ekki alllítiil frádráttur, o~ hefir mátt haida vel á spöðunum, svo að hefðist upp í kostnaðinn við að aka á þessu fimm hundr- uð krónu benzíni. Togarinn Sólborg fær undan|)águ á ísafirði Frá fréttaritara Tímans á fsafirði Togarinn Sólborg kom í gær til ísafjarðar, hlaðinn kolum frá Þýzkalandi. Hafði hann áður selt 320 smálestir af saltfiski í Esbjerg á Jót- landi, kom við í Reykjavík á heimleið.og komu þaðan með honum sextíu farþegar. Verkfall verkalýðsfélagsins hófst hér í gærkvöldi, en fé- ilagið hefir veitt undanþágu hvað snertir togarann, svo að kolum verður skipað upp úr honum og fer hann síðan á veiðar á morgun. Bátarnir, sem stunda veið- ar frá ísafirði, munu leggja upp afla sinn annars staðar hér í grenndinni. Margar ferðir í happdrætti Karla- kórs Reykjavíkur Karlakór Reykjavíkur efn- ir til happdrættis til styrktar Miðjaðarhafsförinni. Vinn- ingarnir eru mikil og löng ferðalög og tvö málverk. Ferðirnar eru til New York og heim aftur ásamt sjóði sem ætlast er til að endist í hálfan mánuð enda þótt far- iö sé með nokkurri rausn. Þá er annar vinningur ferð til Miðjarðarhafslanda með Gullfossi og kórnum. Þriðji vinningurinn er ferð fyrir tvö til Kaupmannahafnar meö Gullfossi á 1. farrými. Fjórði og fimmti vinningur eru málverk. i Verðmæti vinninganna er 30 þúsund krónur. Dregið verður í hapf)drættinu 15. marz og verð miða er tvær krónur. Það voru einkennilegir fulltrúar heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík, sem kynntu sig vegfarendum við Grafarliolt í fyrrinótt. Skömmu eftir miðnætti kom bíll ofan af Akra- nesi suður og ék létt eftir greiöfærum vegi ofan við Graf- arholt. Þegar kemur fyrir blint horn á þjóðveginum, sem margir vegfarendur kannast við, munaði minnstu að stór- slys hlytist af tiltektum kommúnista, sein búizt höfðu nm þar á brúnni í slakkanum í nafni heiíbrigðiseftirlitsins í Reykjavík, en voru raunar verkfailsverðir frá Dagsbrún. Menn þessi höfðu lagt fólks bifreið þversum á brúna, svo að ekki var hægt 'að komast yfir á ööru farartæki. Var bifreiö þessi merkt M-30, tví- lit gul og brún, áS því að veg- farendum virtist. Bílnum, sem kom að ofan, tókst á síðustu ,s.tundu að stöðva, og forða því, að ek- ið væri á bílinn og verkfalls- verði á brúnni. En vegna hins blinda horns hjá Graf- arholti sést ekki á staðinn fyrr en skammt er eftir að brúnni. Þóttust vera embættis- menn. Þeir, sem í aðkomubílnum voru, vissu ekki fyrri til en fjórir menn rifu upp hurðir og ruddust óboðnir inn og hófu leit. Voru þeir þá spurð- ir hverra manna þéir væru, isvo frakkir náungar á þjóð- vegum úti. Leitarmennirnir I höfðu svör á reiðum höndum j og sögðust vera fulltrúar fyr- j ir heilbrigðiseftirlitið. Var þá spurt, hvort þeir hefðu nokk < ur bréf upp á það, að þeir gætu að landslögum gert sig svo heimakomna"við ókunn- uga vegfarendur. Hinir kváð- j ust að vísu hafa bréf upp á það, en þeim. hefðu þeir gleymt heima. - Báru ekkert úr býtum. Þegar leitin bar ekki árang j ur, spurðu þeir ákaft eftir , mjólk, því næst kjöti, smjöri eða öðrum landbúnaðaraf- urðum. En þegar komumenn gátu ekkert af þessu látið af hendi rakna, þótti leitar- mönnum, sem þeir heföu lít- ið fengið fyrir snúð sinn og fóru án þess .að kveðja. Kommúnistar að verki. Hvarvetna, þar sem - verk- fallsverðir beita ófyrirleit- inni frekju og lögleýsúnt; eru kommúnistar að verki ög skaða málstað verkamanna í kjaradeilunni, enda er for- ingjum kommúnista ekkert kærara en til vandræða og illinda dragi. Þeir telja verk- föll og verkalýð aðeins tæki til að koma áfram lengri bjóð málaáætlun, eins og berlega kemur fram í kenningum Marx. Verið að reyna end- urvarpsstöðina í Hornafirði Frá fréttarítara Tímans í Hornafirði. Senn líður nú að því, að endurvarpsstöðin- hér í Höfn verði tekin í notkun og hyggj um við þá gott til að hlusta á útvarp og losna við tiinar leiðu truflanir. Niðursetningu stöðv arinnar er lokið, og er þessa dagana verið að reyna hana. Mun hún verða tekin í notk- un um hátiðarnar. Barnabók um lax- inn í íslenzkum ám Laxabörnin heitir barna- bók sem komin er út á veg- um bókaútgáfunnar Hlynur. Bókin er rituð af brezkum laxveiðimanni, sem er mörg- um íslendingum að góðu kunnur, R. N Stewart, en þýð andi er Eyjólfur Eyjólfsson. Bókin, sem er skemmtileg j aflestrar segir frá lífi laxanna jí íslenzkum ám og því hvern j ig laxabörnin alast upp og j flytjast frá heimkynnunum jút i heiminn, en leita síðan aftur heim á æskustöðvarn- ar. J Sagan var á sínum tíma framhaldssaga fyrir börn í brezka útvarpinu. Bókin er jprýdd nokkrum skemmtileg- I um teikningum. 30 smálestir af fiski seidar af togaraþilfari í gær voru þrjátíu smá- lestir af fiski seldar af þil- fari á bæjartogaranum Ing ólfi Arnarsyni í Reykjavík- urhöfn. Var ös við skipiö lengst af, og um fjögurleyt- ið í gær var allur fiskurinn seldur. 90—100 aurar kíló- grammið. Fiskur sá, sem á Ingólfi Arnarsyni var, var einvörð- ungu þorskur. Var hann seldur í slöttum, nokkrir fiskar hverjum manni, og var verðið sera svaraði 90— 100 aurar hvert kílógramm. Kom þessi fisksala sér vel fyrir margan, Sem hefir litlu úr að spila eftir hálfs mánaðar verkfall. I ílópur kominn fyrir átta. Salan hófst klukkan átta í gærmorgun. En á áttunda tímanum var þegar kominn á brvsre.iu hónur manna. sem beið þess að salan hæf ist. Þegar fiskurinn úr Hall veigu Fróðadóttur var seld- ur, hvarf hann á skömmum tíma, svo að þeir, sem ekki komu í býtið, fengu ekkert. Munu ýmsir hafa hugsað sér að láta ekki svo fara í þetta sinn. Atvinnuieysi í Bíldudal Frá fréttaritara Tímans í Bíldudal. Þrír bátar frá Bíldudal hafa stundað rækjuveiðar í haust, en eru nú hættir. Rækjuafl- inn hefir verið heldur lítill og misjafn. Rækjurnar hafa verið soðn ar niður í niðursuðuverksmiðj unni, og hafði kvenfólk nokkra vinnu við að hreinsa rækjurnar, en annars er enga vinnu að fá í Bíldudal.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.