Tíminn - 29.05.1953, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.05.1953, Blaðsíða 5
117. blað. TÍ.MINX, föstudaginn 29. maí 1953 5, Föstud. 29. maí ÞJOÐLEIKHÚSIЕ Operan „La Traviata“ Á víðavangi Af hverju stafa árásírnar? Heldtir er nú farið að draga úr olíuskrifum Morgunblaðs- ins. Sennilega hefir engin á- ras þess misheppnazt meira en árás þess á „seinasta olíu- hneyksli“ Sambandsins ÍVöpnin hafa svo gersamlega snúizt við, þar sem árás Mbl. hefir orðið til þess að leiða það í Ijós, að S.Í.S. heíirspar- að þjóðinni 700 þús. kr. á ein um olíufarmi með því að ná hagstæðsfri flutningakjörum en hin olíufélögin. Þetta finnst mönnúm að vonum þakkarvert, en ekki álasvert. Sú krafa fær jafnframt sívaxandi fylgi, að dóms- málaráðherrann láti fara fram :ránnsókn á því, hvers vegna hin olíufélögin hafa gert eins óhagstæða flutn- ingasamninga óg raun ber hér vitni um. Stafar það af hreinni glópsku, íhlutun út- Íendínga, sem eiga mikið i þessum félögum, eða fá þau hluta af gróðanum bak við tjöldin? Vánræki dómsmálaráðherr ann að fyrirskipa slíka rann- 1 sókn, er engin önnur skýring til á því en sú, að bróðir háhs og mágur Ólafs Thors eiga hér hlut að máli og vegna frændsemi og tengda við 'ráðherrann eru þeir látnir búa við annan og æðri rétt en aðrir landsmenn. í tilefni af þessari mis- heppnuðu árás Morgunblaðs- ! ins, hefir sú spurning vafa- iaust vaknað hjá mörgum, hvað valdi þeirri æðisgengnu viðleitni Mbl. að reyna að koma stimpli. okurs og fjár- plógsmennsku á samvinnufé lögin. Svo ofsafengin er þessi viðleitni orðin, að það hljóta að vera meira en óverulegar orsakir, sem valda henni. Það þarf ekki heldur langt að .leita til að finna skýring- una á þessu fyrirbrigði. Áð- ur fyrr höfðu fjárbrallsöflin vald á því að neyða menn til að ■ sæta okurkjörum þeirra. Þá voru menn' þvingaðir til að skiþtá við þau, eins og hin minnisstæða refsing, sem Hólhifasiur hlaut, er glöggt dæmi um. Þá gátu fjárbralls- mennirnir í skjóli valds síns okrað opinberlega og löglega. Þessi einokun þeirra hefir verið brotin niður fyrir all- löngu, ekki sízt fyrir atbeina sahivinnumanna. Fjárbrallsmennirnir hafa hins vegar ekki gefizt upp við iðju sína, heldur tekið upp nýjar aðferðir. Þeir hafa komið því þannig fyrir, að þeir gætu hirt gróðann eftir duldum leiðum, t. d. éins og milliliðaþóknun er- Iendis. Þeir hafa náð eins konar einokunaraðstöðu yf ir vissum verzlunargreinum. eins og t.d. fisksölunni, milli landasiglingunum, trygging- unum og olíuverzluninni, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Til að verja þessa aðstöðu sína hafa þeir stofnað og starfrækt Sjálfstæðisflokk- inn, þótt í blekkingaskyni sé hann nefndur „flokkur allra stétta.“ Af hálfu samvinnufélag- ánna hefir verið hafizt handa Frumsýning óperunnar fór fram í Þjóðleikhúsinu á föstu daginn var að viðstöddum forseta íslands og frú, og fullu húsi áheyrenda. Sýn- ingin var öll með miklum glæsibrag, og tókst. prýðilega. Var það hin unaðslegasta skemmtun. Bóndinn Verdi, eins og hann var vanur að kalla sjálf an sig, því áð hartn var góð- ur jarðarábúandi, hefir auðg að tilveru okkar mikið með þessari ljúfsáru, fögru, suð- rænu óperu. Fer þar saman merkilegt yrkisefni, fögur svið og skínandi aríur og tón- list. Söngvana skilja allir og hafa mætur á strax við fyrstu kynni. Hinn snjalli leikstjóri, Simon Edwardsen frá konung legu óperunni í Stokkhólmi er okkur áður að góðu kunn- ur frá óperunni Rigoletto og óperettunni Leðurblökunni. Leikstjórnin hefir hér enn á ný farið honum prýðilega úr hendi og er sviðsetning hans öll með ágætum, mjög smekk leg, listræn og vönduð. Okkar ágæti hljómsveitar- stjóri, dr. Victor Urbancic, hefir færzt hér mikið í fang, með því að stjórna þessari óperu, en það tókst honum prýðilega. Hljómsveitin var mjög góð og var undirleikur hennar að þessu sinni hæfi- lega sterkur, enda um þrótt- mikla söngvara að ræða Hún var vel samtaka og svar aði vel, þrátt fyrir smá mis fellur, sem alltaf geta komið fyrir. Hinn nýstofnaði þjóð- leikhúskór hefir yfir afaf miklu raddsviði og mikilli Hjördís Schymberg og Einar Kristjánsson. raddfegurð að ráða. Það er furðanlegt, hversu vel dr. Urbancic hefir tekizt að móta hann á svo skömmum tíma. Mörg kórlögin voru ágæt, en aftur á móti var kórinn full svifaseinn á köflum og svar- aði ekki nógu fljótt. En það er aðeins æingaratriði, sem lagast væntanlega von bráð- ar, þegar dr. Urbancic gefst meira ráðrúm til þess að æfa kórinn áfram. Það er mikið tilhlökkunarefni að fá að heyra í þessum kór þegar fram liða stundir, því að hann gefur góðar vonir um glæsilega framtíð. Hin bjarta stjarna og hirð- söngkona konunglegu óper- unnar í Stokkhólmi, Hjördís Schymberg, fór snilldarlega með aðalhlutverkið, Víólettu Valéry. Hún hefir mjög háa köloratur sópran-rödd, ó- venju blæbrigðaríka og fagra. Þegar við það bætist afburða leikkonuhæfileikar og kven- legur yndisþokki, sjá allir að hér er framúrskarandi lista- kona á ferðinni, enda vakti söngur og leikur hennar fá- dæma hrifningu áheýrenda. Það er mikið fagnaðarefni þegár slíkir snillingar gista okkar kæru fósturjörð. Einar Kristjánsson óperu- söngvari fór með annað að- alhlutverk, Alfredo Germont vísigreifa. Hin létti hressandi leikur hans var hrifandi, og hin fagra, bjarta.og vel þjálf aða tenórrödd hans naut sín fyllilega í þessu hlutverki. Smá misfellu varð vart í upp- hafi dúettsins í síðasta þætti. sem að öðru leyti var yndis- lega sunginn. Guðmundur Jónsson óperu söngvari söng hlutverk Giorgio Germonts vísigreifa. Hin fagra baryton-rödd hans birtist hér í öllum litaskrúða sínum, allt frá hinum dimm- purpuralitu bassatónum upp í gyllta skínandi fegurð hinna háu tóna. Söngur hans var hreinn og sérstaklega hrífandi og hugljúfur í arí- unni „Piangi, piangi“ í öðr- um þætti. Sá þáttur heppn- áðiist alveg framúrskarandi vel, sérstaklega af hálfu hinna. þriggja aðalsöngvara, enda vakti hann fágæta hrifningu. Jón Sigurbjörnsson lék og söng hlutverk Grenvils lækn- is af mikilli prýði og hefir hann allsterka og fagra bar- yton-rödd. Guðmundur H. Jónsson og Guðbjörg Þor- bjarnardóttir hafa ágætar og (Fi'amh. & 6. síSu) Til minnis um landbúnaðarmál. Sjóðir Búnaðarbankans hafa til ársloka 1952 veitt lán sem hér segir: Bygging arsjóður um 1916 lán. Rækt unarsjóður rúmlega 4800 lán. Veðdeildin nálega 500 lán. Nýbýlasjóðurinn gamli rúmlega 300 lán. Auk þess voru veitt nálega 70 lán úr Loðdýralánadeild og smá- býladeild meðan þær störf- uðu. Til flestra meirihátta framkvæmda, sem unnar hafa verið í sveitunum síð- asta aldarfjórðunginn hafa verið veitt meiri eða minni lán úr Búnaðarbankanum, og þessi lán eru öll veitt til langs tíma með lágum vöxt um. Búnaðarbankinn var stofn aður þegar Framsóknarfl. fór með stjórn í land- inu. Lánin, sem tekin hafa verið til starfsemi sjóða Búnaðarbankans, hafa ver- ið tekin, þegar Framsóknar flokkurinn fór með stjórn landbúnaðarmála. Dettur nokkrum í hug, að þetta sé tilviljun? ! Stefnan er skýr. Lögin um tilbúin áburð og vetrarforðakaupssjóð voru sett 1928. Búfjárræktarlög- in voru sett 1931. Afurða- sölulögin voru sett 1934. Ný býlalögin voru sett 1936. Á- burðarverksmiðjulögin voru sett 1948 og bygging henn- ar hafin 1952. ÖIl þessi ár, 1928, 1931, 1934, 1936, 1948 og 1952, fór Framsóknar- flokkurinn með stjóm land búnaðarmála. Dettur nokkr um í hug, að það sé tilviljun, að þessi stórmál landbúnað- arins náðu fram að ganga, þegar Framsóknarmenn fóru með völd? Neitunarvaldið í „bændadeildinni“. Eitt atriði hópsýningar úr La Traviata. um að brjóta niður þessa ein ! okunaráðstöðu fjárbralls- | mannanna, eins og þau brutu. niður hina almennu verzlun- arfjötra áður. 'Samvinnu- jhreyfingin hefir þegar haf- izt handa á sviði olíuverzlun- arinnar, fisksölunnar, trygg- inganna og millilandasigl- j inganna með góðum árangri, þótt enn sé langt frá, að því marki hafi verið^náð, sem að er stefnt. Fjárbrallsmennirnir, sem missa við þetta mikla og ríf- lega spæni úr aski sínum, tryllast að sjálfsögðu út af þessu og reyna að spilla fyr- ir þessum sigursæla keppi- naut sínum. Ein helzta bar- áttuaðferð þeirra er einmitt sú að bera honum á brýn svindl, okur og fjárplógs- mennsku og aðra þá klæki, sem þeir eru sekir um sjálf- ir. Þannig á að fá almenning til að snúast gegn þeim sam- tökum, sem eru að vinna fyrir hann, og fá hann þannig til þess að viðhalda áfram okri og braski hinna raunverulegu svindlara. Alþýða manna mun hins vegar átta sig á þessum starfs aðferðum. Það sýna mótmæli samvinnumanna, sem berast nú að hváðanæva gegn hin- um rakalausu og tilefnis- lausu árásum Morgunblaðs- ins. Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki auka fylgi sitt með þessnm vinnubrögðum. Þau leiða aðeins enn betur í ljós, að hann er ekkert annað en skjaldborg og aðalvígi hinna raunverulegu svindlara og ok urafla. Svar þjóðarinnar verð ur því að fylkja sér enn fast- ar um þann flokk, sem eit- urvopnum svindlara og fjár- plógsmanna er nú fyrst og fremst beint gegn, Framsókn arflokkinn. Jón á Reynistað gaf í út- varpsumræðum frá Alþingi mjög athyglisverða upplýs- ingar um hina svokölluðu „bændadeild“ í Sjálfstæðis- flokknum. Hann sagði, að þingmenn „bændadeildar- innar“ fengju að ráða i floknum, þegar þeir væru Þetta fyrirkomulag virð- sammála innbyrðis þavf ekki að taka tillit til þeirra. allir sammála. Séu þeir ó- ist vera „ein geisihagleg geit“ fyrir flokksforystuna. Geti hún fengið einn af þing mönnum „bændadeildarinn ar“ til að vera hinum ósam mála, er hægt að láta eins og engin bændadeild sé tu! Flokksforustan verður bara að vera viss um, að einn mað ur fáist til að beita neitun- arvaldinu. : f^MfÍ Fordæmi Einars auðmanns. í frásögn Sturlungu um Haugsnesfund er svo að orði komist um Einar auðmann, sem bjó í Vík út frá Stað i Skagafirði: „Hann var til þess sett- ur, sem hann gerði, að hann flýði fyrstur manna -----og þar margir eftir“. Varð það til þess, aö flótti brast í lið Brands Kol- beinssonar, og höfðu óvinir CFramii. á 6. 6Í3u).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.